Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 47

Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 47
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 47 Nýr Mercedes Benz Sprinter 213 CDI pallbíll ESP, ASR, ABS, for- hitari, líknarbelgur. Ekinn 2 þús. km Kaldasel ehf., Dalvegur 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4333 og 820 1070. Smáauglýsingar 5691100 Mercedes Benz Sprinter 316 CDI dísel til sölu. 154 hestöfl, sjálfskiptur, 8-15 manna. Einn með öllu. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, Kópavogi, s. 544 4333 og 820 1070. Toyota Corolla 1400 VVTI Sedan Skrd. 12/2005, ek. 3 þ.km, ABS, geislaspilari, samlæsingar, raf- magn í rúðum. Ásett verð 1.790.000,- Tilboð 1.690.000,- 100% lána möguleikar. Skipti möguleg. Uppl. í símum 580 8900, 699 6661, 896 0748 og 699 5801. Toyota Corolla 1300 árg. 1999, ek. 74 þ. km. Smurbók. Beinskipt- ur, toppeintak, eyðir litlu. Verð 590 þús. eða tilboð. Upplýsingar í síma 820 5814. Fréttir í tölvupósti UM það leyti sem íslenska lýð- veldið var að ganga í garð var fá- menn fjölskylda að undirbúa brottför sína úr Hraunhreppn- um, heimasveit sinni á Mýrum vestur, til nokkuð fjarlægra heimkynna þó í sama héraði mætti kalla. Þetta voru þau Sig- urbergur Frímannsson og Aðal- heiður Kristinsdóttir, sem að endaðri könnun á möguleikum til jarðnæðis hurfu frá Fíflholtum, æskuheimili Sigurbergs, og sett- ust að frammi í Hálsasveit ásamt barnungum syni. En því eru þessar línur festar hér á blað að í dag, 18. maí, er Aðalheiður 90 ára og Sigurbergur hefði orðið 95 ára hefði honum enzt aldur, en hann lézt 20. nóv- ember síðastliðinn. Bæði voru þau fædd í Húnavatnssýslu, en Sigurbergur átti til ættarslóða að rekja um vestanverðar Mýrar. Þar kom hann ungur til fósturs hjá hjónunum Sigurði Jónssyni og Halldóru Stefánsdóttur, sem ráku búskap í Fíflholtum nákvæmlega fimmtíu ár ef frá er talið eitt húsmennsku- ár á staðnum. Faðir Sigurðar, Frímann Sigurðsson, öðlaðist kvonfang norðan heiða og átti þar langa viðdvöl en fluttist til æskusveitar hátt á fimmtugsaldri, eigi svo mörgum árum fyrir andlát sitt. Aðalheiður kom á Mýrarnar á bezta aldri og gerðist húsfreyja í Fíflholtum og þar með fósturdóttir nýrrar sveitar um áratuga skeið. Var það þó einkanlega eftir tveggja ára búsetu í Lundarreykjadal í framhaldi af Hálsasveitarárinu, en þá sneru þau vestur á bóginn á ný. Leiðin lá raunar ekki að Fíflholtum þar sem Sig- urbergur hafði verið bóndi fyrir brottför sína 1944, alls tíu ár, heldur að Skíðsholt- um, og þá var komið árið 1947. Á þessum bæ, sem Sigurbergur kenndi sig oftast við síðar, lifðu þau síðan lífi sínu í blíðu og stríðu, og stóð sú viðdvöl hátt á þriðja ára- tug. Meðal þess sem eitt sinn þurfti að horfast í augu við var húsbruni, en skjót- lega rofaði til að nýju og þau voru aftur bú- in að hasla sér völl í nýreistu húsi. Og á þessum stað ólust upp börnin þeirra, Sig- urður, Ásgeir og Hólmfríður Stella. Hagur fjölskyldunnar fór batnandi er tímar liðu og nútímaleg tækni hóf smám saman að bæta lífshættina. En allir dagar eiga sér kvöld, einnig í táknrænni viðmið- un. Aðalheiður og Sigurbergur luku sam- vistum sínum og nú hefur Aðalheiður búið í Svíþjóð ásamt elzta og yngsta barni sínu svo farið er að skipta tugum ára. Sigur- bergur gerðist hins vegar vistmaður á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi um svipað leyti eftir nokkra dvöl fjarri heima- sveit. Samfundir hans við þau sem í fjar- lægð bjuggu voru því stopulir, og ánægju- legt var það þegar þau Aðalheiður héldu upp á síðustu stórafmæli sín saman ásamt nánasta skylduliði fyrir fimm árum. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika á ýmsum tímum virtist Sigurbergur alla- jafna bera með sér þau einkenni að vera glaðvær maður. Hann unni mjög sönglist og hafði ósvikið yndi af að taka þátt í fjöldasöng. Minnist ég ekki hvað sízt gisti- nótta hans fyrir haustréttir þegar haldið var uppi söng alþýðulaga langt fram eftir kvöldi og stundum fram á nótt. Og væri hann heimsóttur á síðasta skeiði ævinnar ómuðu margoft söngvar úr hljómtæki hans og undi hann því vel þó hann væri hættur að taka lagið sjálfur. Þá er ótalið að honum var sú list lagin að líkja eftir rödd- um manna. Hann var verulega hneigður fyrir dans og þótti honum hin ljúfasta stund að eiga þess kost að gleðjast með glöðum í félagsheimili heimasveitarinnar gömlu. Þegar litið er yfir hina löngu veru Að- alheiðar í Hraunhreppnum verður sú minning að líkindum ofarlega í huga að hún hafi verið fremur hljóðlát kona sem ætíð lét fara lítið fyrir sér í félagslegu til- liti. En heima fyrir stundaði hún þá list að semja ljóðin sín og stundum sendi hún slíkt efni til flutnings við hátíðleg tækifæri. Loks kom að því að hún sendi frá sér ljóða- bókina Sporaslóð árið 1985, sem geymir yfir 120 ljóð, stór og smá. Færri munu vita að hún lagði einnig stund á samningu sönglaga er hún varðveitti í fyrstu með því að syngja þau inn á band. Vil ég fullyrða að þessi lög séu samin af tilfinningu og smekkvísi og að stuðla þyrfti að frekari flutningi þeirra en orðið er, en þau hafa fyrir allnokkru verið raddsett. Um leið og Sigurbergs er minnzt sem góðs vinar vil ég mega óska þess að Að- alheiður eigi enn eftir mörg farsæl ár á þeim slóðum sem hún kaus sér að verustað þegar aldurinn færðist yfir. Með innileg- um hamingjuóskum. Bjarni Valtýr Guðjónsson. SKÍÐSHOLTAHJÓNIN Félagslíf Í kvöld kl. 20.00 bæn og lof- gjörð. Umsjón Elsabet og Mir- iam. Fimmtudagur 18. maí 2006. Í tilefni 70 ára afmælis Hvíta- sunnukirkjunnar Fíladelfíu, Há- túni 2, mun samkoman verða haldin þar kl. 20. Söngur og vitnisburður. Ræðumaður Richard Dunn. Allir hjartanlega velkomnir! 70 ára afmælishátíð Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu Fimmtudagur 18. maí Sjónvarpsupptaka kl. 17:00. Samkoman verður svo sýnd á RÚV á hvítasunnudag. Mætum tímanlega kl. 16:30 og verum í bæn fyrir samkomunni. Allir velkomnir, á eftir verður boðið í grill. Kl. 20:00 samkoma í umsjá Samhjálpar. Ræðum. Richard Dunn. Föstudagur 19. maí Kirkja unga fólksins - Tónleikar kl. 20:00. Frítt inn www.filo.is Laugardagur 20. maí Fjölskyldukarnival kl. 13:00 - 17:00. Lífleg dagskrá fyrir alla fjölskyld- umeðlimi sem endar með söng- vastund þar sem við rifjum upp gömlu góðu lögin. Sunnudagur 21. maí Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðum. Richard Dunn, fulltrúi Assemblies of God fyrir N-Evr- ópu. Kl. 13:00 Grillveisla Afmælissamkoma kl. 16:30 Ræðum. Egil Svartdhal forstöð- umaður Fíladelfíu í Oslo. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt barnakirkja á meðan samkomu stendur fyrir börn 1- 12 ára. Hægt er að hlusta á beina út- sendingu Lindinni fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is Raðauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar 569 1100 Heimsferðir bjóða frábært til- boð til Benidorm í júní. Þú bókar og tryggir þér flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú býrð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 1. júní frá kr. 29.995 Síðustu sætin Verð kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð 1. júní. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herb./stúdíó- íbúð. Stökktu tilboð 1. júní. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. FRÉTTIR PAPINOS Pizza opnar í dag, fimmtudaginn 18. maí, nýjan Papinos Pizza-stað í Hverafold 1-5 í Grafarvogi en Papinos Pizza er einnig í Núpa- lind 1 í Kópavogi og á Reykjavíkurvegi 62 í Hafnarfirði. Eigendur eru Elís Árnason, Eggert Jónsson og Þórhallur Arnórsson. Hönnuður nýja Papinos er Jóhann Sigurðsson, Skapa og Skerpa arkitektar og sáu Endurreisn verktakar um alla framkvæmd. Papinos Pizza í Grafarvog ferðum stofnanir beita til að þróast og bæta árangur sinn í síbreytilegu umhverfi, setja fram nýjungar í þjónustu við notendur og skapa betri liðs- heild innan stofnananna. Í niðurstöðum nefndarinn- ar segir m.a. um Umferðar- stofu að mikill hugur sé í starfsfólki sem allt hafi tekið þátt í útfærslu stefnu stofn- unarinnar og umræðu um markmiðssetningu í anda stefnumiðaðs árangursmats, sem reynst hafi öflugt tæki til að koma á breytingum. „Margar breytingar hafa ver- ið gerðar og þær einkennst af metnaði og keppnisanda sem kemur fram í mikilli starfs- ánægju samkvæmt mæling- um,“ segir m.a. í umsögninni. UMFERÐARSTOFA hlaut á þriðjudag viðurkenningu sem ríkisstofnun til fyrirmyndar 2006. Í janúar skipaði fjármála- ráðherra nefnd til að velja rík- isstofnun sem skaraði fram úr og væri til fyrirmyndar í starfi sínu. Voru tilnefndar stofnan- ir metnar út frá því hversu skýr stefnumótun, framtíðar- sýn og markmiðssetning þeirra væri. Þá var horft til þess hvaða stjórnunaraðferð- ir væru notaðar, hvernig stjórnendur og starfsmenn fylgdust með því að vinnan skilaði árangri og stefnu- mörkun miðaði í rétta átt. Einnig var skoðað hvaða að- Þá segir að stofnunin hafi ver- ið óspör á að miðla öðrum stofnunum af reynslu sinni á sviði árangursstjórnunar. Mikil áhersla sé einnig lögð á þjónustu, sem sé eitt af gild- um stofnunarinnar, og ný- sköpun sett í forgrunn. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur Umferðarstofa náð árangri á mörgum svið- um. Til dæmis hefur meðal- biðtími í afgreiðslu styst um helming þrátt fyrir töluverða fjölgun viðskiptavina. Fjöldi þeirra sem bíða lengur en í sjö mínútur hefur farið úr rúm- lega 700 á mánuði niður í 60. Þá hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta rafræn sam- skipti við viðskiptavini stofn- unarinnar, en t.d. er hægt að tilkynna um eigendaskipti ökutækja rafrænt gegnum vefinn. Þá hefur stofnunin náð mælanlegum árangri í um- ferðaröryggismálum. Árið 2002 létust í umferðinni eða slösuðust alvarlega 200 manns, en árið 2004 var fjöld- inn kominn undir 150 þrátt fyrir talsverða fjölgun öku- tækja. Ríkisskattstjóri og Borgar- holtsskóli hlutu einnig viður- kenningar fyrir góðan árang- ur. Morgunblaðið/Kristinn Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, tekur við viðurkenn- ingunni hjá Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Umferðarstofa til fyrirmyndar Á FUNDI hjúkrunarfræðinga sem haldinn var á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Hjúkrunarfræðingar á Íslandi vekja athygli á baráttu Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga fyr- ir aukinni mönnun hjúkrunarfræðinga undir slagorðinu „Vel mannað verndar líf“. Hjúkrunarfræðingar ítreka mikilvægi mönn- unar fyrir öryggi sjúklinga og gæði þjónust- unnar og benda á að fjöldi erlendra rannsókna hefur sýnt fram á tengsl milli fjölda hjúkr- unarfræðinga og afdrifa sjúklinga. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld og heil- brigðisstofnanir til að tryggja öryggi sjúklinga með góðri mönnun hjúkrunarfræðinga og spara þannig fjármuni og vernda líf. Hjúkrunarfræðingar fagna og taka undir ályktun stjórnenda LSH frá 11. maí sl. þar sem athygli yfirvalda fjármála og heilbrigðismála er vakin á því ástandi sem skapast hefur vegna manneklu á spítalanum.“ „Vel mannað verndar líf“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.