Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 48
Fáðu
fréttirnar
sendar í
símann þinn
48 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sími 594 5000 - Fax 594 5001
Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir
ÓLAFSGEISLI - 113 RVK
Stórglæsilegt einbýli á tveimur
hæðum m/innb. bílskúr, samtals
232,6 fm. Óskráð/ósamþ. ca 35-40
fm rými. Jura-marmari, parket og
flísar á gólfum. Sérlega vandaðar
innréttingar. Innbyggð uppþvotta-
vél, ísskápur og frystiskápur í eld-
húsinnr. Garður m/pöllum og potti.
Verðtilboð.
Hraunhamar fasteignasala hefur
fengið í einkasölu glæsilegt 169 fm
sumarhús á steyptum sökklum og
með hita í steyptri gólfplötu. Húsið er
frábærlega staðsett með einstöku út-
sýni til allra átta (frábær staður til
útivistar). Grunnflötur aðalhúss 115
m2, milliloft 60 m2, viðurkenndir 30
m2. Gestahús með salerni, sérgufu-
baði og 24 m2 geymslu, samtals 169 m2. Á svæðinu er öll aðstaða svo sem sundlaug,
golfvöllur, búð, sjoppa, bensínafgreiðsla, veitingastaður og aðstaða til fundarhalda.
Húsið stendur á tæplega eins hektara lóð og er tilbúið til afhendingar.
Nánari upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Djálknavegur - Bláskógabyggð
FASTEIGNAMAT ríkisins hefur
hlotið vottun Öryrkjabandalags Ís-
lands og Sjá ehf. um að vefur
stofnunarinnar, www.fmr.is, stand-
ist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða.
Vefurinn fær bæði vottun fyrir for-
gang 1 og 2. Vottunin byggist á
gátlista Sjá ehf., sem byggður er á
alþjóðlegum stöðlum um aðgengi
(WAI). Vefurinn er í vefumsjón-
arkerfinu LiSA.net sem Innn hf.
þróar. Nú geta blindir og sjón-
skertir notað skjálesara og sér-
hönnuð lyklaborð til að skoða vef-
inn, lesblindir geta breytt um
bakgrunnslit og hreyfihamlaðir
geta vafrað án þess að nota mús-
ina. Auk þessa eru útskýringar á
öllum myndum, tenglaheiti eru
skýrari og stærð og tegund við-
hengja er útskýrð. Vottunin er í
samræmi við aðgengisstefnu og
gæðastefnu Fasteignamats ríkisins
þar sem lögð er áhersla á að
tryggja góða og markvissa þjón-
ustu og að uppfylla þarfir ólíkra
viðskiptavina. Vefurinn er fyrsti
vefur ríkisstofnunar til að hljóta
slíka vottun, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Vottun um
aðgengi
fyrir fatlaða
Frá hægri Haukur Ingibergsson forstjóri og Kristín Ósk Hlynsdóttir, vef-
stjóri frá Fasteignamati ríkisins, Sigrún Þorsteinsdóttir sérfræðingur og
Jóhanna Símonardóttir, fjármálastjóri frá Sjá ehf., Inga Birna Barkar-
dóttir, verkefnisstjóri frá Innn hf., og Sigursteinn R. Másson, formaður Ör-
yrkjabandalags Íslands.
Vefur Fasteignamats ríkisins
Í FORMÁLA minningargreina um
Rósu Guðjónsdóttur í Morgun-
blaðinu föstudaginn 12. maí síðast-
liðinn féll niður nafn eins bræðra
hennar, Björns Guðjónssonar, f.
1919, í upptalningu á systkinunum.
Hlutaðeigendur eru beðnir afsök-
unar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Nafn féll niður
VINSTRI-grænar konur efna til
upphitunar- og baráttusamkomu á
Hallveigarstöðum, Túngötu 14,
Reykjavík á morgun, föstudaginn
19. maí, kl. 20–21.30. Upphitunin
er fyrir Stelpu-rokk, tónleika
ungra Vinstri-grænna kvenna í
Stúdentakjallaranum kl. 22 það
sama kvöld. Baráttan er til að
vekja athygli á samhljómi þeim
sem er í umhverfisverndarstefnu
og kvenfrelsisstefnu Vinstri-
grænna í kosningunum fram und-
an. Í boði verður blönduð dagskrá,
léttar veitingar.
Meðal þeirra sem fram koma
eru: Margrét Guðnadóttir veiru-
fræðingur, Ásta Arnardóttir jóga-
kennari, leiðsögumaður og nátt-
úruverndari, Guðlaug Ólafsdóttir
leikkona, Andrea Ólafsdóttir Ís-
landsvinur, Byssupiss: Ugla Egils-
dóttir og Sigríður Tulinius, Guð-
rún Ágústa Guðmundsdóttir sem
leiðir lista Vinstri-grænna í Hafn-
arfirði, Svandís Svavarsdóttir sem
leiðir lista Vinstri-grænna í
Reykjavík, Aðalbjörg og Magnea
leikkonur. Katrín Jakobsdóttir,
varaformaður Vinstri-grænna, sér
til þess að allt fari vel fram, segir í
tilkynningu.
Baráttusam-
koma VG
ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs gagnrýnir
harðlega, í ályktun sem flokkurinn
sendi frá sér, „andvaraleysi ríkis-
stjórnar Halldórs Ásgrímssonar í
efnahagsmálum,“ eins og komist er
að orði. Minnt er á að verðbólga
mælist nú mánuð eftir mánuð með
tveggja stafa tölu og þurfi að fara
aftur á fyrri hluta árs 1990 til að
finna hliðstæðu. Kaupmáttur um-
saminna launa rýrni og verðtryggð-
ar skuldir vaxi við þessar aðstæður.
Almennu launafólki sé sendur reikn-
ingurinn vegna óstjórnar og ráðleys-
is ríkisstjórnarinnar.
„Helsti orsakavaldur jafnvægis-
leysisins í hagkerfinu er stóriðju-
stefnan. Hinar gríðarmiklu sam-
þjöppuðu stóriðjuframkvæmdir sem
yfir standa fela í sér innstreymi í
hagkerfið sem nemur u.þ.b. einum
þriðja af landsframleiðslu heils árs á
nokkrum misserum. Þær, ásamt
með þeim væntingum sem þeim
fylgja, valda mikilli spennu í hag-
kerfinu. Til viðbótar koma svo illa
tímasettar og ranglátar skattalækk-
anir og þensla á fasteignamarkaði.
Grípa verður án tafar til yfirveg-
aðra ráðstafana til að halda aftur af
verðbólgu og leggja drög að því að
endurheimta stöðugleika í efnahags-
málum. Slá verður af öll áform um
frekari stóriðjuframkvæmdir næstu
árin. Hverfa á frá fyrirhuguðum
skattalækkunum og nota þess í stað
allt það svigrúm sem til staðar er til
að verja og bæta kjör hinna tekju-
lægstu, m.a.að draga úr skerðingum
í almannatryggingakerfinu og lag-
færa skerðingamörk í vaxtabóta-
kerfinu þannig að vaxtabætur skili
sér til tekjulágs fólks þrátt fyrir
hækkun fasteignaverðs. Þingflokkur
VG hefur ítrekað lagt fram tillögur
um ráðstafanir til að slá á þenslu og
bæta jafnframt kjör tekjulægri hluta
samfélagsins.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks verður að komast
af afneitunar- og aðgerðaleysisstig-
inu hið fyrsta eða segja af sér ella,“
segir í ályktun VG.
VG sakar ríkisstjórnina
um andvaraleysi
♦♦♦
GLITNIR gefur Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna, UNICEF, rúmlega
eina milljón króna (11.000 evrur)
sem söfnuðust þegar bankinn stóð
fyrir uppboði í bás sínum á sjáv-
arútvegssýningunni í Brussel. Í boði
var Barcelona-treyja árituð af bras-
ilíska knattspyrnugoðinu Ronald-
inho auk tveggja „VIP“-miða á úr-
slitaleikinn í Meistaradeild Evrópu.
Bjørn-Vegard Løvik, forstjóri lax-
eldisfyrirtækis í Álasundi í Noregi,
átti hæsta boð, 5.500 evrur. Glitnir
hafði skuldbundið sig til að bæta
sömu upphæð við og gefa allt féð til
Barnahjálpar sameinuðu þjóðanna.
Á myndinni er Bjørn-Vegard
Løvik, í miðið, ásamt starfsmönnum
Glitnis á sjávarútvegssýningunni í
Brussel.
Milljón til Barnahjálpar SÞ
BYRJENDAKYNNING verður hjá
Flugmódelklúbbnum Þyt laugardag-
inn 20. maí kl. frá kl. 9-12 og lengur
ef vel viðrar. Félagsmenn verða þar
og taka á móti þeim sem hafa áhuga
á að kynnast íþróttinni. Jafnt byrj-
endur sem lengra komnir eru vel-
komnir og geta tekið með sér módel
ef þeir eiga. Ef veður leyfir verður
flogið en að öðrum kosti verður setið
inni og spjallað, spurningum svarað
og flughermir prófaður.
Flugmódelklúbburinn Þytur er fé-
lag flugmódeláhugamanna á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Félagsaðstaða
og flugvöllur klúbbsins er á Hamra-
nesi fyrir sunnan Hafnarfjörð rétt
við Hvaleyrarvatn.
Kynning hjá
Flugmódel-
klúbbnum Þyt