Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 55

Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 55 MENNING Einar G. Pétursson vísinda-maður á Árnastofnunskrifar grein á Háskólavef- inn nýlega um vinnumatskerfi Há- skóla Íslands sem gert var að um- ræðuefni í Af listum-pistli fyrir nokkru. Vinnumatskerfinu var komið á árið 1998 en það er hugsað sem hvatningakerfi fyrir kennara til þess að stunda rannsóknir eða öllu heldur birta rannsóknir sínar í viðurkenndum miðlum. Þetta gerir metnaðarfullum háskólakennurum kleift að hækka í launum sem fara þar með nær því sem gerist í há- skólum í samanburðarlöndum okk- ar. Gefin eru stig fyrir birt efni en fyrir hvert stig fá prófessorar nú um 23.000 krónur úr ritlauna- og rannsóknasjóði sínum.    Einar segir stutta reynslusögusína af þessu kerfi en kenn- arar hafa verið ósáttir við það hvernig ritverk þeirra hafa verið metin. Árið 2002 gaf Einar út Eitt lítið ævintýr lystugt af þremur riddurum. Klámsaga og fjögur önnur misjafnlega siðlát ævintýri frá sautjándu öld. Rit þetta segir Einar að sé í „litlu broti með stutt- um og yfirborðslegum inngangi upp á 15 síður“. Textarnir eru ein- ungis kunnir í einu handriti og þess vegna þurfti ekki að bera þá saman við nein önnur handrit. Ein- ar segir að útgefendur hafi verið sérlega duglegir við að kynna kverið og þegar hann hafi verið í sjónvarpsviðtali á Stöð tvö hafi hann ekki getað stillt sig um að vitna í Stein Steinar, sem sagði „að allt, sem er innt af hendi, í öfugu hlutfalli borgast við gildi þess“. Í stigamati Háskólans var kverið metið á 20 stig. Árið 1998 gaf Einar svo út dokt- orsritgerð sína Eddurit Jóns Guð- mundssonar lærða en annars vegar var um að ræða inngang upp á 512 síður og hins vegar texta upp á 116 síður. Við frágang textans þurfti alls að taka tillit til milli 10 og 20 handrita, að vísu aldrei allra í einu. „Samkvæmt matsreglum“ segir Einar „voru doktorsritgerðir hæst metnar til 45 stiga. Ítrekaðar at- hugasemdir um lágt mat vegna lengdar og grunnvinnu í ritinu báru engan árangur, doktors- ritgerðir eru hæst metnar til 45 stiga.“ Að vísu fékk Einar matið hækkað upp í 60 stig árið 2003 samkvæmt nýjum reglum um end- urmat en bækur eru ekki metnar hærra en það. Edduritin eru þann- ig metin aðeins þrisvar sinnum meira en klámkverið sem Einar gaf út með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.    Af þessari litlu dæmisögu máljóst vera að eitthvað er bogið við vinnumatið í Háskólanum. Svo virðist sem kerfið hvetji síður til þess að kennarar gefi út ýtarleg rit um rannsóknir sínar. Þetta kemur einnig fram í því að mat á tímarits- greinum er hlutfallslega hátt. Fyr- ir grein í ritrýndu, erlendu tímariti er mest hægt að fá 15 stig en þetta eru einkum bandarísk og bresk tímarit. Fyrir grein í ritrýndu, inn- lendu tímariti, eins og Skírni, er hægt að fá 10 stig. Reyndar skýtur það skökku við að minna fáist fyrir skrif í innlend tímarit, sem hafa vel að merkja eflt mjög ritrýningu greina. Þannig virðist hvatt til þess að kennarar skrifi frekar á öðrum tungumálum en íslensku. Hlutfalls- lega lágt mat á bókum gæti einnig haft þau áhrif að kennarar skrifi síður bækur fyrir íslenska les- endur. Hver og einn getur bara hugsað þá hugsun til enda. Um þessar mundir er talað um að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla heims. Það þýðir væntanlega að hann verði al- þjóðlegri. Gera má ráð fyrir að þessi áhersla á erlend greinaskrif komi einna helst niður á þeim vís- indagreinum sem fást við sér- íslenskan veruleika eins og íslensk fræði, sagnfræði, lögfræði og sum- ar greinar félagsvísinda. Þetta eru sennilega líka þær fræðigreinar sem hafa skilað flestum bókverkum á íslenskan markað. Í öllu tali um að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla heims væri þá ekki ráð að halda áfram að hvetja kenn- ara til þess að koma frá sér ýt- arlegum rannsóknarverkum? Og væri ekki einmitt ráð að hvetja til slíkra verka á þeim sviðum sem tengjast landi og þjóð og skólinn hlýtur að hafa sérþekkingu á? Eða hvernig er það, þýða markmið um að vera í hópi bestu skólanna það að skólinn þurfi að leggja áherslu á eitthvað allt annað en íslenskan verueika? Þýða þau aukna al- þjóðavæðingu skólans? Kannski enskuvæðingu? Klámsagan og Edduritin ’Af þessari litlu dæmi-sögu má ljóst vera að eitt- hvað er bogið við vinnu- matið í Háskólanum. Svo virðist sem kerfið hvetji síður til þess að kennarar gefi út ýtarleg rit um rannsóknir sínar.‘ throstur@mbl.is AF LISTUM Þröstur Helgason Morgunblaðið/Ómar Þýða markmið um að vera í hópi bestu skólanna að Háskólinn þurfi að leggja áherslu á eitthvað allt annað en íslensk- an verueika? Eiga kennarar að skrifa á ensku um alþjóðleg efni? Eða hvaða fánar eiga eftir að blakta við skólann? RAGNAR Helgi Ólafsson mynd- listarmaður hlaut á dögunum norrænu verðlaunin Prix Möbius Nordica – Prix de la Creation, en þau voru afhent í Media Center Lume í lista- og hönnunarháskól- anum í Helsinki í Finnlandi. Jafn- framt öðlast hann þátttökurétt í alþjóðlegri samkeppni, Prix Möbius International, sem fram fer í Montreal í Kanada í októ- bermánuði. Ragnar Helgi hlaut verðlaunin fyrir raflistaverk er nefnist Web- Waste og er unnið fyrir Inter- netið. Það er gagnvirkt verk sem áhorfendur geta tekið þátt í að skapa og breyta, með því að hafa áhrif á myndir, hljóð og lifandi myndir sem þar birtast. Möbius verðlaununum var ekki síst kom- ið á fót til þess að beina athygli að þeirri nýju tegund listar sem áhorfendur geta tengst með ein- hverjum hætti. Þrjú önnur nor- ræn nýmiðlunarverkefni voru verðlaunuð að þessu sinni, öll unnin af Finnum. Norræn verðlaun fyrir raflistaverk Verðlaunaverk Ragnars Helga getur fólk skoðað og haft áhrif á með því að fara á slóðina: www.webwaste.net. 17.00 Konur og Finnbogi. Opnun sýningar í Galleríi i8. 20.00 Myrkraverk og misindismenn. Dagskrá í Landsbókasafni / Háskólabókasafni Fimmtudagur 18. maí www.listahatid.is Þrumandi skemmtilegt glænýtt prógramm „Kemst næst því að hlýða á englasöng á jörðu niðri” – Time Out, New York „Áhrifamesti flutningur sem ég hef orðið vitni að” – Guardian – Grand finale Miriam Makeba Stórtónleikar í Laugardalshöll á laugardagskvöld örfá sæti laus! ájörðuniðri Búlgarski kvennakórinn Angelite á Listahátíð á laugardag og sunnudag kl. 16.00 Miðnæturmúsík með Benna Hemm Hemm – stórhljómsveit á laugardagskvöld Opin virka daga kl. 12 til 18, um helgar kl. 12 til 16. Sími 552 8588 – Miðasala á netinu á www.listahatid.is Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð Miðasalan Bankastræti 2: Englasöngur Sunnudagsmorgnar Efnisskrá: Sinfónískar etýður ópus 13, Fantasiestücke ópus 12 Kynnir: Halldór Hauksson Ýmir 21. maí kl. 11 fyrir hádegi Miðaverð: 2.300 2. hluti með Schumann Laugardalshöll 20. maí kl. 21.00 Miðaverð: 5.500 / 5.000 kr. Hallgrímskirkja 20. og 21. maí. kl. 16.00. Miðaverð: 2.800 kr. Iðnó 20. maí kl. 23.30 Miðaverð 2.500 kr. Flytjendur: Ástríður Alda Sigurðardóttir og Richard Simm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.