Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 57

Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 57 ÞRÍR harmóníkuleikarar komu fram á Nasa á laugardagskvöldið og framkölluðu hljóð sem ég vissi ekki að harmóníkan byggi yfir. Eitt verkið var samið í minningu stríðs- ins í Tsétséníu og það hófst á vind- gnauði, en í fjarska heyrðist í hríð- skotabyssu. Byssuhvellirnir voru framkallaðir með því að einn harm- óníkuleikarinn hamraði með fingr- unum á brún hljóðfærisins og var það ótrúlega eðlilegt. Hrikalegur sprengjugnýr tók síðan við, sem smátt og smátt varð að djöfullegum hergöngumarsi. Hann minnti helst á hápunktana í sumum sinfóníum eftir Shostakovich, og þeir eru með því ofsafengnasta sem maður heyr- ir. Þetta var Motiontríóið frá Kraká í Póllandi, sem samanstendur af Janusz Wojtarowicz, Marcin Gal- azyn og Pawel Baranek. Tónlistin var eftir þá þremenninga og var af- ar póstmódernísk; ýmiskonar stílum var blandað saman en samt var út- koman ótrúlega heildstæð. Húm- orinn var aldrei langt undan þótt lagið um stríðið í Tsétséníu hafi ver- ið allt annað en fyndið. Þarna var lag um gulan Trabant og var vél- arhljóðið í upphafi svo kostulegt að tónleikagestir veltust um af hlátri. Og lög um helikopter og hillingar voru það líka, en Playstation- hringekjan svonefnda var hinsvegar harðasta danstónlist þar sem hljóð- færin og einn míkrófónninn breytt- ust smám saman í litríkt og magnað slagverk. Þannig mætti lengi telja. Þrátt fyrir nokkuð alvörulausa umgjörð samanstendur Motion- tríóið af hámenntuðum tónlistar- mönnum. Þeir eru ekki aðeins fingrafimir, heldur líka hugmynda- ríkir, smekklegir og umfram allt skemmtilegir. Og til marks um færni þeirra fengu meira að segja ómstríðustu og mest krefjandi verk- in frábærar viðtökur á tónleikunum. Meira svona! Djöfullegur hergöngu- mars TÓNLIST Nasa Harmóníkutónleikar. Motiontríóið flutti frumsamda tónlist. Laugardagur 13. maí. Listahátíð í Reykjavík Jónas Sen FYRSTA einkasýning Indíönu Auð- unsdóttur í Suðsuðvestri og ber tit- ilinn „Holir bolir“ gefur í skyn tóma dýpt innan tælandi uppbyggingar verkanna samkvæmt Alex Impey sem ritar textann í sýningarskrána. Á sýningunni eru ólík verk, það fyrsta er þriggja mínútna myndband af módernísku ferköntuðu versl- unarhúsi sem fyllir nánast upp í rammann. Fyrir vikið skapast mið- flóttaafl í myndinni og athyglin dregst út að brúnum rammans þar sem sjá má ummerki lífs öðru hvoru í formi bíla eða fugla sem fljúga hjá. Einnig virðist áhugavert birtuspil sem leikur á framhlið hússins en því miður er allt of bjart í rýminu fyrir skjávarpann og myndin of dauf. Í sama rými er athyglissjúkur svart- lakkaður skúlptúr sem ber form kransaköku með fánum, hann reynist þó sjónrænt ekki áhugaverður og hlýtur að gegna hlutverki táknmynd- ar. Inni í innra herberginu í björtu og fallegu húsnæði Suðsuðvesturs er áhugaverðasta verkið. Þar er að finna ljósmynd af baki konu þar sem skrif- að hefur verið í gervibrúnkuna „I love negger“ en úr hátölurum er spilað þrettán mínútna eintal stúlku sem er að tala við kærastann sinn. Þetta samtal er sérstaklega áhugavert að því leyti að það er svo raunverulegt um leið og það er fáránlegt. Það nær að halda saman heildarhugmyndinni um holan hljóm undir yfirborði orða, samskipta og ákveðinni framhlið á hlutveruleika samtímans. Suðsuðvestur hefur verið að skapa sér verðugan sess sem einn af fram- sæknari sýningarstöðum á suðvest- urhorninu. Samkvæmt vefsíðu þess er það ætlað sem vettvangur fyrir myndlistarfólk sem vinnur að list- sköpun á rannsakandi hátt, útfæra hugmyndir sínar í mismunandi miðla og vekja upp spurningar um samtím- ann. Þessi sýning stendur vel undir þessum orðum. Þrátt fyrir að gagn- rýni á yfirborð samfélagsins og gervi- veröld neyslusamfélagsins sé algengt viðfangsefni í myndlistinni þá nær þessi nálgun að segja hlutina svolítið öðruvísi. Í þessum efnum eins og öðr- um getur það verið blæbrigðamunur hvernig til tekst, sérstaklega þegar unnið er á mörkum raunveruleikans og leiklistarinnar. Það má setja út á að textinn hafi einungis verið boðinn á ensku því í þessu tilfelli eins og mörgum öðrum getur texti vísað fólki áleiðis til túlkunar á verkum og ekki eru allir Íslendingar enskumælandi. Sýningin er falleg og hnitmiðuð frum- raun ungrar listakonu sem við eigum vonandi eftir að sjá mikið frá í fram- tíðinni. Innantómt yfirborð MYNDLIST Suðsuðvestur, Reykjanesbæ Sýningin stendur til 21. maí. Opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 16–18, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14–17. Indíana Auðunsdóttir Þóra Þórisdóttir Frá sýningu Indíönu í Suðsuðvestri. Forsala er hafin í verslunum Skífunnar og á midi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.