Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 60

Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 60
FÓLK streymir að í Cannes og mannfjöldinn þéttist í sí- fellu á götum bæjarins enda var virtasta kvikmyndahátíð heims sett í gær með hátíðlegri viðhöfn. Í þetta skiptið var það leikarinn Sidney Poitier sem setti hátíðina. Opn- unarmyndin í ár, Da Vinci-lykillinn, var frumsýnd og prúðbúnar stjörnur jafnt sem minni spámenn svifu um rauða dregilinn. Margir freistast til að berja stjörnurnar augum og óteljandi fjölmiðlamenn slást um að ná sem bestum mynd- um af þeim. Níu manna dómnefndin sem dæmir í keppninni um Gull- pálmann var kynnt til sögunnar á opnunardaginn. Hana skipa í ár stórleikarinn Samuel L. Jackson, ítalska ofurskutlan Monica Bel- ucci, bresku leikararnir Tim Roth og Helena Bonham Carter og kín- verska „geishan“ Zhang Ziyi. Úr hópi leikstjóra eru Frakkinn Patrice Leconte, hin argentínska Lucrecia Martel og Elia Suleiman frá Palestínu. Kínverski leikstjór- inn Wong Kar Wai er formaður dómnefndarinnar í ár en nokkrar mynda hans hafa keppt um Gull- pálmann í Cannes á liðnum árum. Sólgleraugu og reykingar Wong Kar Wai sagði á fundi dómnefndarinnar með blaða- mönnum að sér væri mikill heiður af að fá að starfa með öllu því hæfileikafólki sem skipar dómnefndina. Reglurnar sem hann setti á fundum þeirra um kvikmyndirnar sem til- nefndar eru til Gullpálmans væru mjög einfaldar: „Við megum öll vera með sólgleraugu og reykingar eru leyfð- ar.“ Helena Bonham Carter lýsti ánægju sinni með að sitja hinum megin við borðið til tilbreytingar. „Í stað þess að vera í sporum betlarans sem leikari þá hefur maður nú vald til að dæma aðra. Og allir eru að sleikja mann upp.“ Tim Roth finnst hins vegar betra að vera hinn dæmdi: „Mér finnst stressandi að sitja í dómarasætinu vegna þess að það fylgir því talsverð byrði að halda á framtíð fólks í hendi sér.“ Ekki drapplituð mynd Satt að segja kom lítið fram á fundinum sem gæti gefið vísbendingu um hver verði niðurstaðan í valinu á þeirri mynd sem hlýtur Gullpálmann, en tuttugu myndir keppa um verðlaunin. Franski leikstjórinn Patrice Leconte sagðist þó vonast til þess að ekki þyrfti miklar málamiðl- anir. Hann líkti valinu við að velja lit á striga. Ef allir hefðu mjög mismun- andi skoðanir á hvaða litur færi best þá væri hætt við að það endaði með því að stiginn yrði drapplitaður. „Því enginn er á móti þeim lit, en enginn er heldur mjög ánægður með hann. Von- andi verður stiginn okkar í lit,“ sagði Leconte með vísan í sigurmyndina. Og svo virðist sem meðlimir dómnefndar ætli ekki að liggja á skoð- unum sínum á fundum sínum um myndirnar sem eru tilnefndar. Hvöttu þau hvert annað til að berjast hatrammlega fyrir þeirri mynd sem þeim líkaði best. Da Vinci vonbrigði Opnunarmynd hátíðarinnar var sem fyrr segir mynd Ron Howard um Da Vinci-lykilinn með Tom Hanks í aðalhlutverki ásamt Jean Reno, Ian McKellen og Alfred Molina. Myndinni var illa tekið á forsýningu fyrir kvikmyndagagnrýn- endur og fjölmiðlafólk en miklar væntingar höfðu legið í loftinu. Þegar kom að atriði í myndinni sem átti að vera einn af hápunktum hennar varð dramatíkin fullmikil og salurinn hló. „Ég stóð mig að því að horfa á hárið á aðal- leikaranum alla myndina og þá er eitthvað að,“ voru orð sem einn sýningargesta lét falla að myndinni lokinni og í gær virtust flestir tilbúnir til að lýsa hneykslan sinni á þessari nýjustu afurð Ron Howard. Myndin er samt sem áður hin ágætasta, vissulega ekki verri en margar amer- ískar „stórmyndir“ og hin margumtalaða hárgreiðsla Tom Hanks var bara nokkuð flott. Dæmi hver fyrir sig. Skemmtun, ekki guðfræði Þegar öllu er á botninn hvolft má vera að væntingar gagnrýnenda til myndarinnar hafi verið fullmiklar. Þeir Howard og Hanks áttu í það minnsta, ásamt öðrum að- standendum myndarinnar, í vök að verjast á blaðamanna- fundi sem haldinn var í tilefni af útgáfu myndarinnar. Howard lagði þunga áherslu á að myndin ætti fyrst og fremst að snúast um skemmtanagildi en ekki trúfræði. Kvikmyndir | Kvikmyndahátíðin í Cannes var sett í gær Eftir Soffíu Haraldsdóttur í Cannes soffia@islandia.is Alfred Molina og Tom Hanks leika báðir í Da Vinci-lyklinum en með þeim er eiginkona Hanks, Rita Wilson. Snyrtivörufyrirtækið l’Oreal er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar og andlit fyrirtækisins létu sig ekki vanta, m.a. Andy McDowell og Aishwayra Rai. Franska ungstirnið Audrey Tautou var glæsileg þegar hún mætti til opnunarsýn- ingarinnar. Dómnefndin í ár stillti sér upp fyrir ljósmyndara áður en hún gekk inn á sýningu opnunarmyndarinnar. Hitnar í Cannes Leiks tjórin n Tim Burt on va r mæt tur á rauða dregi linn e n nok krar m ynda hans hafa v erið frums ýndar í Can nes. 60 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN SÝND Í SAMBÍ ÓUNUM KRING LUNNI ee ee - SV, M BL „Pottþ étt skem mtun“ ee ee LIB, To pp5.is MI:3 kl. 6 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SHAGGY DOG kl. 6 - 8 og 10 SCARY MOVIE 4 kl. 6 B.I. 10 ÁRA FIREWALL kl. 8:10 B.I. 16 ÁRA V FOR VENDETTA kl. 5:40 B.I. 16 ÁRA LE COUPERT (ÖXIN) kl. 10:20 - ALLIANCE FRANCAISE B.I. 16 ÁRA VERÐUR HANN HUND- HEPPINN EÐA HVAÐ! TIM ALLEN ( THE SANTA CLAUSE/ TOY STORY) SKIPTIR UM HAM Í GRÍNVIÐBURÐI ÁRSINS. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK MI : 3 kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára SHAGGY DOG kl. 8 SCARY MOVIE 4 kl. 10 B.i. 10 ára MI : 3 kl. 8 - 10:20 B.i. 14 SHAGGY DOG kl. 8 - 10 eee JÞP blaðið eeee VJV, Topp5.is eee H.J. mbl S.U.S. XFM Kjólar við buxur Mikið úrval Mörg mynstur Stærðir 36-48 Verð frá 3.990 Laugavegi 54 sími 552 5201

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.