Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 9
FRÉTTIR
VALTÝR Sigurðsson fangelsis-
málastjóri telur mikilvægt að
tryggja fjármagn upp á um 200
milljónir króna
til að ljúka hönn-
unar- og teikni-
vinnu vegna upp-
byggingar
fangelsanna í
landinu og ekki
sé réttlætanlegt
að fresta lengur
byggingu nýs
fangelsis á höfuð-
borgarsvæðinu
við Hólmsheiði. Binda þurfi enda á
46 ára gamla byggingarsögu fang-
elsisins en aðgerðir ríkisstjórnar-
innar til að draga úr þenslu gætu
sett fangelsismálin í ákveðið upp-
nám. Fram til ársins 2010 þarf 2,1
milljarð króna til uppbyggingar
fangelsanna í landinu, þar af 500
milljónir í Fangelsið Litla-Hraun
samkvæmt tillögum fangelsismála-
stjóra. Fangelsismálayfirvöld leggja
nú aðaláherslu á að sá tími, sem
ætlaður var til áframhaldandi hönn-
unar- og teiknivinnu við fangelsin,
verði nýttur. Nú þegar er teikni-
vinnu lokið vegna stækkunar fang-
elsisins að Kvíabryggju og er næsta
skref að hefja sjálfar framkvæmdir.
Segist Valtýr vonast til að hægt
verði að fara í framkvæmdirnar. Við
Akureyrarfangelsið hefur teikni-
vinnu verið lokið en framkvæmdum
verður líklega frestað þar að sögn
Valtýs.
Vantar fjármagn
í hönnunar- og teiknivinnu
„Það vantar fjárveitingu fyrir
hönnunar- og teiknivinnu fyrir
Litla-Hraun og Hólmsheiði,“ segir
hann. „Ég tel afar brýnt að tíminn
verði nýttur næstu tvö ár sem ætl-
aður var fyrir hönnunar- og teikni-
vinnu vegna nýja fangelsisins þann-
ig að í ljós komi að þeirri vinnu
lokinni hvort verði ráðist í fram-
kvæmdir eða þeim frestað. Miðað
við þann þrýsting sem er á hinni
nýju byggingu tel ég afar óskyn-
samlegt að nota ekki tímann til
hönnunar ef fresta þarf fram-
kvæmdunum.“
Fangelsin eru yfirfull
Valtýr segir fangelsin í landinu
nú yfirfull og illa í stakk búin til að
taka á móti föngum sem eru illa á
sig komnir vegna fíkniefnaneyslu.
Engin meðferðardeild sé til staðar
til að mæta þessum vanda.
Í landinu eru 140 fangapláss og
þar af eru 87 á Litla-Hrauni sem
stofnað var árið 1929. Enn lengra er
frá stofnun Hegningarhússins
Skólavörðustíg en saga þess nær
aftur til ársins 1874 og hefur fang-
elsið verið rekið á undanþágu árum
saman. „Þessi undanþága er háð því
að árið 2010 verði lokið við bygg-
ingu nýs fangelsis og ég tel að þessi
undanþága sé forsenda þess að
standa eigi við þær framkvæmdir,“
segir Valtýr.
Morgunblaðið/Ómar
Fangelsið á Litla-Hrauni er yfirfullt og illa í stakk búið til að taka á móti föngum sem þarfnast meðferðar. Því er
nauðsynlegt að binda enda á áratuga frestun byggingar nýs fangelsis að mati fangelsismálastjóra.
Ekki réttlætanlegt að
fresta fangelsisbyggingu
Valtýr Sigurðsson
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. 38-56tr. -
30-80%
a f s l á t t u rf l t t r
Útsalan
í fullum gangi
Sumarbolir á útsölu
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15
Laugavegi 4, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Lagersala
á Laugavegi 4
út þessa viku
ÚTSALA
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is
Sigurstjarnan
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Öðruvísi vörur frá Austurlöndum - Rýmum fyrir nýju
Stórútsala
Dæmi um verð: Áður Nú:
Jakkapeysa 6.700 2.900 + ein frí
Hekluð peysa 6.900 2.900 + ein frí
Vafin peysa 5.900 2.900 + ein frí
Pólóbolur 3.300 1.900 + einn frír
Stuttermabolur m/mynd 3.900 1.900 + einn frír
Langermabolur 3.900 1.900 + einn frír
Stutterma skyrta 3.900 1.900 + ein frí
Ermalaus skyrta 3.500 1.900 + ein frí
Tunika m/bróderíi 4.900 2.900 + ein frí
Teinóttur jakki 7.400 2.900 + einn frír
Renndur jakki 7.600 2.900 + einn frír
Hörkjóll 4.600 2.900 + einn frír
Gallapils 6.900 1.900 + eitt frítt
Sítt pils 4.900 1.900 + eitt frítt
Hörbuxur 7.900 4.900 + einar fríar
Gallabuxur 7.900 3.900 + einar fríar
Tveir fyrir einn
Á öllum nýjum vörum
Síðumúla 13
108 Reykjavík
Sími 568 2870
Opið frá 10–18
Skór með 50% afslætti og margt, margt fleira
Einnig úrval af eldri fatnaði á kr. 990
www.friendtex.is
SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn hefur
tryggt sér áframhaldandi sýning-
arrétt á Meistaradeild Evrópu í
knattspyrnu, en samningurinn er
til þriggja ára. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Sýn mun áskrifendum
verða boðið upp á þá nýjung að
geta horft á þá leiki sem ekki
verða sýndir beint í sjónvarpi, í
beinni útsendingu á netinu, og því
verða allir leikir Meistaradeildar-
innar í beinni útsendingu.
Sýningar frá forkeppni Meist-
aradeildarinnar hefjast nú í júlí
með beinum útsendingum frá völd-
um leikjum í forkeppninni. Í fyrstu
umferð leika meðal annars Ís-
landsmeistarar FH gegn eistneska
liðinu FC TVMK Tallinn, en sú
viðureign mun fara fram þann 19.
júlí.
Strax í ágúst munu stórlið á
borð við Arsenal og Liverpool
spila leiki en þau þurfa að fara
með sigur af hólmi til að komast
inn í sjálfa Meistaradeildina.
Deildin sjálf hefst 12. september
þegar riðlakeppnin fer af stað. Það
er spænska stórveldið Barcelona
sem ver titilinn þetta árið, en eins
og kunnugt er gekk íslenski lands-
liðsfyrirliðinn Eiður Smári Guð-
johnsen í þeirra raðir nýlega.
Meistara-
deildin
áfram sýnd
á Sýn
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111