Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 10
FYRIRTÆKI geta ekki stofnað eigin
lífeyrissjóði fyrir starfsmenn sína þar
sem þau eru bundin af kjarasamning-
um sem fela í sér greiðslu í ákveðinn
lífeyrissjóð. Hugmyndin er því ófram-
kvæmanleg eins og umhverfið er
núna. Þetta segir Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, en forsvarsmenn verka-
lýðshreyfingarinnar hafa einnig
gagnrýnt slíkar hugmyndir.
Fregnir hafa borist af því að Baug-
ur og FL Group séu að kanna mögu-
leika á stofnun sérlífeyrissjóðs fyrir
starfsmenn sína sem eru 3–4.000 tals-
ins. Ástæðan er óánægja með fjár-
festingarstefnu Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna sem reyndi nýverið, án
árangurs, að selja hlut sinn í Straumi-
Burðarási fjárfestingabanka. Baugur
og FL-Group eiga bæði hlut í
Straumi-Burðarási.
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR,
segir ástæðuna fyrir tilraun til sölu á
hlutabréfum í Straumi-Burðarási
hafa verið að átök milli blokka hafi
hækkað hlutabréfaverðið. Sjóðurinn
hafi því viljað kanna hvort kaupandi
fyndist, fremur en að lenda í átökum.
„Það er ekki vilji okkar að standa í ill-
deilum við fyrirtæki og auðvitað má
gagnrýna ákvarðanir lífeyrissjóða.
Mér þætti þó eðlilegra að menn beittu
sér innan rammans sem þeir hafa og
færu lýðræðislegar leiðir.“
Um 1.400 milljarða eignir
Stjórnir lífeyrissjóða eru venjulega
skipaðar fulltrúum atvinnurekenda
að helmingi til og fulltrúum stéttar-
félaga að helmingi. Gunnar Páll segir
sér gremjast hótanir Baugs og FL
Group og bendir á að þetta myndi
snerta fleiri lífeyrissjóði enda þótt
meirihluti starfsmanna fyrirtækj-
anna sé í Lífeyrissjóði verslunar-
manna. „Út frá hinum almenna laun-
þega séð er mikilvægt að gera skýr
skil milli þeirra sem þú vinnur hjá og
eftirlaunasparnaðarins, svo fólk sé
ekki með öll eggin í sömu körfu,“ seg-
ir Gunnar Páll og bætir við að reynsla
af fyrirtækjasjóðum úti í heimi sé
mjög misjöfn. T.a.m. hafi starfsmenn
stórfyrirtækisins
Enron misst líf-
eyrisréttindi sín
þegar fyrirtækið
varð gjaldþrota.
„Við búum við allt
aðrar aðstæður en
t.d. í Bandaríkjun-
um. Þar eru
stærstu lífeyris-
sjóðir í heimi en
þeir eiga vel innan
við 1% í stórum
amerískum fyrir-
tækjum. Hér á
landi er þátttakan
miklu meiri.“
Um mikla fjár-
muni er að ræða
en í árslok 2005
voru eignir 42 líf-
eyrissjóða lands-
ins 1.200 milljarð-
ar króna og eru
líklega nálægt
1.400 milljörðum í
dag. Lífeyrissjóð-
ur verslunar-
manna er næst-
stærstur og segir
Gunnar Páll hann
eiga um 200 millj-
arða.
Vilhjálmur Eg-
ilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
(SA), segir fyrirtækjasjóði hafa verið
starfandi á árum áður en að þeir hafi
ekki reynst hagkvæmir í rekstri. „Ef
það væru starfandi mjög margir fyr-
irtækjasjóðir yrðu þeir allir það litlir
að aldrei næðist sama hagkvæmni í
rekstri þeirra eins og þegar þeir eru
stærri,“ segir Vilhjálmur og bætir við
að réttindi og iðgjöld yrðu mismun-
andi milli sjóða. „Síðan er það þannig
að fólk skiptir um starf mörgum sinn-
um á starfsævinni og fyrirtækjasjóð-
irnir væru að halda utan um réttindi
miklu fleiri einstaklinga en borga í
sjóðinn.“
Vilhjálmur segir hagkvæmnina
skipta mestu máli í þessum efnum og
ítrekar að álit hans snúist ekki um
einstök fyrirtæki heldur um hug-
myndina um fyrirtækjalífeyrissjóði
almennt. „ Eins og staðan er núna eru
fyrirtæki og starfsmenn skyldug til
að greiða í lífeyrissjóði í samræmi við
kjarasamninga,“ segir Vilhjálmur og
bætir við að þess vegna sé hugmyndin
um lífeyrissjóði fyrirtækja ekki fram-
kvæmanleg.
Hefð fyrir húsbóndaábyrgð
Pétur H. Blöndal, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis,
segir að það væri þróun aftur á bak að
fyrirtæki stofnuðu eigin lífeyrissjóði.
„Í árdaga lífeyrissjóðanna voru þeir
iðulega stofnaðir á vegum fyrirtækja,
yfirleitt stórra, sem voru að kaupa sig
frá húsbóndaábyrgðinni,“ segir Pétur
og vísar til þess að hér áður fyrr hafi
bændur ekki getað úthýst vinnuhjúum
sem höfðu starfað fyrir þá lengi, þótt
þau væru orðin gömul og óstarfhæf.
„Það var ákveðið siðalögmál að bónd-
inn skyldi sjá þeim farborða. Þessi
húsbóndaábyrgð fylgdi inn í iðnvæð-
inguna og mörg fyrirtæki stofnuðu því
lífeyrissjóði. Þetta skýrir hvers vegna
fyrirtæki greiða iðgjald í sjóðina.“
Pétur segir það minnka áhættu
launþega að lífeyrissjóðir séu aðskild-
ir fyrirtækjum. „Lífeyrissjóðir gætu
annars fjárfest í fyrirtækjum sem að
þeim standa. Áhætta launþeganna af
vinnuveitenda væri þá enn meiri,“
segir Pétur og bætir við að eignir líf-
eyrissjóðanna séu gífurlegar enda
renni þangað 12% af launum allra
landsmanna.
Pétur segir vafasamt hversu tak-
markað lýðræði sé innan lífeyrissjóð-
anna. Launþegar geti aðeins komist í
stjórn í gegnum stéttarfélag og það sé
langur vegur. „Menn ættu annað
hvort að geta kosið stjórn sjóðanna
beint eða greitt atkvæði með fótunum
með því að velja sér lífeyrissjóði,“
segir Pétur.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, segir þessa hugmynd and-
vana fædda. „Núverandi kerfi byggir
á mjög djúpstæðri sátt milli allra
flokka á Alþingi og aðila vinnumark-
aðarins,“ segir Gylfi og bætir við að
það sé mjög mikilvægt að launafólk
og atvinnurekendur séu þátttakendur
í stjórnum lífeyrissjóðanna.
Samtök atvinnulífsins og ASÍ mótfallin sérlífeyrissjóðum fyrirtækja
„Ófram-
kvæmanleg
hugmynd“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FL-Group og Baugur gagnrýna fjárfestingastefnu Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna en það er næststærsti lífeyrissjóður landsins.
Gunnar Páll
Pálsson
Vilhjálmur
Egilsson
Skarphéðinn
Berg Steinarsson
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stendur ekki til
að stofna lífeyrissjóð
„VIÐ ERUM ekkert að skoða stofn-
un lífeyrissjóðs heldur aðeins að
velta fyrir okkur hvernig þetta um-
hverfi er,“ segir Skarphéðinn Berg
Steinarsson, stjórnarformaður FL-
Group, um fréttir af því að Baugur
og FL-Group séu að kanna mögu-
leika á að stofna sérstakan lífeyr-
issjóð fyrir sína starfsmenn.
Skarphéðinn segir Lífeyrissjóð
verslunarmanna hafa unnið gegn
hagsmunum Baugs og FL-Group.
„Við gerum ráð fyrir að hagsmunir
starfsmanna fari saman við hags-
muni fyrirtækja. Lífeyrissjóðir
hljóta að eiga að taka afstöðu með
ávöxtun sjóðsins og hagsmunum
sjóðsfélaga en ekki taka þátt í ein-
hverju valdabrölti í atvinnulífinu
eins og þekkt er að þeir [Lífeyr-
issjóður verslunarmanna] hafa
gert.“
Skarphéðinn segir hugmyndina
um að stofna sérlífeyrissjóð ekkert
vera sérstaklega uppi á borðinu en
að það kæmi t.d. til greina að hvetja
starfsmenn til að greiða í aðra
sjóði. Hann gagnrýnir skipan í
stjórnir lífeyrissjóða og segir að
færa þyrfti það ferli nær þeim sem
greiða í sjóðinn. „Þeir sem eiga líf-
eyrissjóðinn hafa ekkert um það að
segja hverjir skipa stjórnina,“ segir
Skarphéðinn og bætir við að það
séu hagsmunir fyrirtækja að lífeyr-
isréttindi starfsmanna þeirra séu
sem mest og best. „Þeir sem borga í
lífeyrissjóðina eiga þessa peninga.“
umræðan á morgun
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
KAJAKKONAN Rotem Ron, sem
rær í kringum landið, er nú byrjuð
á erfiðasta hlutanum, sjálfri suður-
ströndinni. Hún reri Austfirðina á
rúmri viku og hvíldi sig síðan á
Höfn. Straumar liggja stöðugt upp
að suðurströndinni og geta auð-
veldlega hrakið báta upp í fjöru-
brim. Njóta ræðarar því engrar
hjálpar frá straumi eins og útaf
Norðurlandinu þar sem straum-
urinn liggur austur með landinu.
Norður- og suðurströndin eru því
gerólíkar hvað þetta snertir og í
þokkabót er spáð suðlægum áttum.
Skilaboð hennar eftir að hún lagði
af stað frá Höfn voru einföld: „Er á
svarta sandinum mikla,“ og er þar
átt við Skeiðarársand.
Hringróðrinum á að ljúka við
Stykkishólm, þaðan sem Rotem
lagði af stað fyrir réttum mánuði.
Takist henni að róa hringinn verð-
ur hún fyrsti kajakræðarinn til að
afreka það í einmenningsleiðangri
á kajak.
Erfiðasti hluti leiðarinnar hafinn
PÁLMI Ragnar Pálmason, formað-
ur stjórnarnefndar Landspítala –
háskólasjúkrahúss (LSH), segist
ætla að ræða við heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra vegna mál-
efna spítalans. Aðspurður hvort
nefndin muni biðja ráðherra um við-
bótarfjármagn segir Pálmi það eiga
eftir að koma í ljós.
„Þegar búið er að greina vandann
og það standa peningar upp úr verð-
um við auðvitað að fara fram á aukið
fjármagn með einum eða öðrum
hætti.“
Pálmi segir hins vegar ljóst að ein-
hver brestur sé í samskiptaferlinu á
spítalanum og fara verði í gegnum
það ferli í því skyni að komast hjá
leiðindum. Þessi mál verði því rædd
við ráðherra. „Það er eitthvað ekki
eins og það á að vera fyrst að þessi
mál koma upp en það er erfitt að
gera svo öllum líki alltaf.“
Pálmi bendir á að nefndin telji sig
hafa að leiðarljósi hagsmuni spítal-
ans og þeim sé best komið með svo-
kallaðri helgun. Það felur meðal ann-
ars í sér að yfirlæknar sjúkrahússins
séu í 100% starfi og reki ekki lækna-
stofu utan hans.
„Það er alveg klárt að yfirlæknar
verða af tekjum með þessari helgun
en þeir fá auðvitað umtalsverðar
tekjur fyrir að reka sínar stofur, sem
þeir verða af. Það hefur verið reynt
að mæta þessu og spítalinn telur sig
núna vera búinn að teygja sig þang-
að sem hann getur. Ef þessir menn
[...] vilja ekki sæta þessu er fórnað
minni hagsmunum fyrir meiri að
okkar áliti. Við fórnum þeirra hags-
munum fyrir hagsmuni spítalans.“
Framhald málsins óráðið
Ákvörðun hefur ekki verið tekin
um það fyrir hönd LSH hvort máli
Stefáns E. Matthíassonar gegn spít-
alanum verði áfrýjað til Hæstarétt-
ar. Þetta kemur fram í bréfi sem for-
stjóri LSH og framkvæmdastjóri
lækninga sendu læknum spítalans til
upplýsingar. Þar segir jafnframt að
lögmaður Stefáns, Ragnar H. Hall,
hafi óskað eftir viðræðum til að leita
leiða til að leysa þann ágreining sem
varð tilefni málaferlanna. Spítalinn
muni að sjálfsögðu verða við þeirri
beiðni en ákvarðanir um framhald
málsins verði að bíða þess að nið-
urstöður viðræðnanna liggi fyrir.
„Fórnum
þeirra hags-
munum fyrir
hagsmuni
spítalans“
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is