Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 25 MINNINGAR ✝ Hörður BragiJónsson fæddist á Brekku í Aðaldal 24. maí 1926. Hann lést á Landakotsspít- ala 30. júní síðastlið- inn. Bragi var sonur hjónanna Margrétar Sigurtryggvadóttur, f. 5.3. 1890, d. 1.9. 1968 og Jóns Berg- vinssonar, f. 23.1. 1886, d. 19.5. 1958. Systkini Braga eru Bergvin, f. 1.8. 1918, d. 18.6. 1963; Ingvi Karl, f. 16.5. 1920, 2.5. 1998; Elín Rannveig, f. 15.5. 1921; Guðrún, f. 26.4. 1923; Tryggvi, f. 10.3. 1924, d. 2.3. 2001; Þórður, f. 9.9. 1927, d. 14.10. 2004; Áslaug Nanna, f. 22.5. 1929, d. 25.12. 1950 og Kristín, f. 22.7. 1932. Hinn 24.4. 1952 kvæntist Bragi Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 16.5. 1924 og hófu þau sambúð á Brekku í Aðaldal. Guðrún er dóttir Magn- úsar Jóns Árnasonar, f. 18.6. 1891, d. 24.3. 1959 og Snæbjargar Að- almundardóttur, f. 26.4. 1896, d. 27.3. 1989. Börn Braga og Guðrún- ar eru: 1) Ragnar, löggiltur raf- verktaki, f. 3.2. 1953, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur, f. 26.11. 1957. Börn þeirra eru Bragi, f. 17.6. 1978 og Berglind, f. 30.9. 1987. 2) Magnús Jón bifreiðastjóri, f. 7.3. 1954, sambýliskona Hildur Mary Thorarensen, f. 5.12. 1972. Börn þeirra eru Magnús Már, f. 30.5. 2003 og Brynhildur Birta, f. 30.5. 2003. Magnús var kvæntur Brynju Bjarnadóttur og á með henni Huldu Maríu, f. 8.3. 1980, sambýlismaður Sturlaugur Jón Ás- björnsson, f. 24.12. 1979. 3) Ómar Geir bifreiðastjóri, f. 19.7. 1959, sambýlis- kona Jónína Vilborg Sigmundsdóttir, f. 7.10. 1968. Börn Jón- ínu eru Hjörleifur, f. 29.7. 1988, Vilhjálm- ur Stefán, f. 27.9. 1992 og Heiðrún Björk, f. 17.5. 1995. 4) Sonur Guðrúnar Bjartmar Hrafn Sig- urðsson, f. 26.9. 1947, d. 3.5. 2000. Börn Bjartmars og Sólveigar Pálsdóttur eru Ívar Páll, f. 12.6. 1968, sam- býliskona Kristín Marti, f. 2.2. 1970. Dóttir Ívars og Sigrúnar Lilju Einarsdóttur er Þorgerður Sól; Ágúst Freyr, f. 15.11. 1969, börn hans og Kristínar Svafars- dóttur eru Arnar Snær, Bjarki Þór og Daníel Freyr; Guðrún Rut, f. 5.1. 1975, dóttir hennar og Sigurð- ar Bjarna Rafnssonar er Karen Ósk; Sigurður Gýmir f. 15.11. 1976. Að loknu barnaskólanámi á Laugum í Reykjadal stundaði Bragi bústörf sem kaupamaður á ýmsum stöðum en síðar á Brekku, fyrst með foreldrum sínum en Bragi og Guðrún tóku við búinu 1953. Bragi og Guðrún fluttu suður til Reykjavíkur ásamt ungum son- um sínum árið 1955. Þar vann hann ýmis störf, meðal annars hjá Hörpu og Ölgerðinni. Lengst af var hann þó sölumaður hjá Afurða- sölu SÍS (Kjöt og grænmeti) eða frá 1958 og fram til ársins 1991 þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Útför Braga verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku afi minn. Nú er litla skrudd- an leið. Þrátt fyrir veikindi þín und- anfarin ár þá hefurðu alltaf harkað þetta af þér. Stundum á þrjóskunni einni saman gæti maður haldið. Það sást reyndar glögglega þennan síð- asta dag að stundum er sálin sterkari en líkaminn, þegar þú beiðst allan daginn eftir Ragnari. Það þarf enginn að segja mér að þú hafir ekki vitað af okkur þarna hjá þér. Og ég er afskap- lega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þennan dag og kveðja á hinstu stund. Það er svo merkilegt að það er líklega langt síðan við höfum öll setið svona saman fjölskyldan, spjallað og notið samvista hvert ann- ars. Þér tókst að sameina þá sem þú elskaðir og þá sem elskuðu þig. Ég er fegin að þú fékkst hvíldina umvafinn ást og hlýju. Ég hef eytt síðustu dögum í að róta í huganum, skoða minningarnar okk- ar saman, hvað er eftirminnilegast. Ég man eftir þér að kveikja í pípunni, úti í garði að gefa fuglunum þegar snjórinn var sem mestur, úti í bílskúr að dútla enda varstu afburða hand- verksmaður. Það sem stendur þó upp úr er lítil stelpa sem fékk að koma í heimsókn til afa síns í vinnuna, afi fór með litlu skrudduna sína inn í stóra frystinn þar sem var hálfdimmt og kjötskrokkar héngu út um allt. Ekki beint það sem fólk ímyndar sér að börn geri með afa sínum en mér fannst þetta gaman. Og ekki brást að afi lumaði á súkkulaði á eftir, litlum freyjudraum með appelsínubragði eða lakkrís. Undarlegt hvað svona hlutir sitja fastir. Ég veit að ég var ekki nógu dugleg að koma til þín á spítalann, ég er bara ekki nógu góð í svona spítölum. Kannski er það bara mín afsökun fyr- ir því að reyna að halda í minninguna um afa minn sem sterkan mann en ekki sjúkling fastan í spítalarúmi, ég veit það ekki. En ég vona að þú vitir að þú varst alltaf í huga mér. Ég kveikti á kerti fyrir þig í stofuglugg- anum mínum og bað fyrir þér reglu- lega. Það er mín leið til að takast á við þetta, halda í minningarnar um hið góða. Ég er samt óendanlega þakklát fyrir að hafa komið að heimsækja þig helgina áður en þú kvaddir. Þó það hafi verið stutt stopp þá sannfærðist ég þar um að afi minn eins og ég þekkti hann var ennþá til, jafnvel þótt líkaminn hafi verið orðinn veikari. Ég veit að þér líður betur þar sem þú ert núna. Án efa hefur fullt af góðu fólki tekið á móti þér. Ég sé ykkur bræðurna fyrir mér, sitjandi saman að rifja upp minningar úr sveitinni og bera saman sögur af spítalanum. Allir saman glaðir og frískir. Þannig vil ég muna þig. Hulda María. Elsku afi, nú þegar þú ert farinn í langt ferðalag og við sjáum þig ekki fyrr en á himnum viljum við með hjálp mömmu og pabba aldrei gleyma því hvað þú varst góður og hlýr við okkur systkinin. Við yfirstigum ýms- ar hindranir saman. Þegar þú varst orðinn of veikur til að halda á okkur þá héldum við bara aðeins fastar. Þegar við gengum saman þá studdir þú okkur og við studdum þig. Æskan og þroskinn unnu saman á kærleiks- ríkan hátt. Þú kysstir á okkar bágt og við á þitt. Elsku afi, við þökkum þér fyrir alla þá ástúð er þú sýndir okkur. Við er- um heppin að hafa átt þig að. Farðu í friði. Guð blessi minningu þína. Kveðja, Magnús Már og Brynhildur Birta. Elsku afi, ég vil ekki trúa því að þú sért farinn. Upp í hugann koma ótelj- andi minningar um allar stundirnar sem við áttum saman, flestar þó gamlar, þegar þú varst hraustari. Ég man eftir löngu göngutúrunum okkar um lystigarðinn þar sem þú sagðir mér heitin á öllum plöntunum, og spjöllunum sem við áttum, þú og ég um lífið og tilveruna. Mér fannst allt- af eins og þú hlytir að vita allt vegna þess að það var alveg sama hvert mál- efnið var, þú gast alltaf fundið svar við spurningunum mínum sem ég skildi. Ég hugsa líka um stundirnar sem við áttum í garðinum þínum að vökva blómin, gróðursetja nýjar plöntur og skoða steinana gaumgæfi- lega. Ein fyrsta minningin sem ég á af þér er þegar ég er pínulítil og ég sit í fanginu á þér inni í eldhúsi að skoða á þér hendurnar, ég man að ég spurði þig hvers vegna þú værir með svona feita putta af því við hliðina á mínum höndum voru puttarnir þínir feitir og þú svaraðir að þeir væru ekki feitir heldur sverir. En þetta er alveg lýs- andi fyrir þig vegna þess að þú elsk- aðir málið og vildir að ég lærði að nota orðin. Ég man eftir fyrstu vísunni sem þú kenndir mér, þessari um regnbogann og ég man líka þegar við sátum inni í stofu og hlustuðum sam- an á Bocelli og Pavarotti. Elsku afi, nú ertu farinn frá mér en ég vona að þú hafir verið hvíldinni feginn vegna þess að það átti ekki við þig að vera veikur, þú varst of sterkur og duglegur til að liggja í rúminu. En nú siturðu örugglega á himnum með pípuna þína og sjóðandi heitt kaffi að dútla við að smíða, skera út eða semja ljóð og horfir niður á okkur hin, von- andi áfram jafn stoltur af okkur og þú varst alltaf. Berglind. BRAGI JÓNSSON lega til okkar fyrr en Heiddi var kom- inn, oftast alltof seinn, með blautt hárið og óbundið bindi, ef hann var þá með bindi. Hann var nefnilega ekki mikið fyrir að vera í því sem maður kallar hefðbundin jólaföt, enda aðal- töffarinn. Hann kom skellandi inn um útidyrnar, bretti upp ermar og fór að laga sósuna með jólasteikinni. Hann byrjaði á því að skella einhverjum grunni í pott, gramsaði svo í ísskápn- um og fann eitthvað sem enginn hefði trúað að mætti nota í ljúffenga sósu. Nokkrum mínútum síðar var komin þessi líka dýrindis sósa sem engin uppskrift er að og ekki er hægt að gera eins aftur, ný „uppskrift“ á hverjum jólum. Eftir jólamatinn sett- ist Heiddi svo með okkur inn í stofu þar sem við krakkarnir rifum hvern pakkann upp af öðrum. Í einhverjum pökkum lumuðust svo flottar Snigla- peysur á hvert okkar sem við vorum alltaf jafn glöð að fá. Gjafirnar frá Heidda hittu alltaf í mark hjá okkur krökkunum, hann var nefnilega frændinn sem gaf okkur það sem pabbi og mamma vildu helst sleppa við að gefa okkur, leikföng með hljóðum. Jóhann fékk t.d. eitt sinn glæsilegt rafmagnsmótorhjól sem keyrði um og gaf frá sér allskyns óhljóð og Freyja fékk loðinn apa sem hristist og urraði við snertingu. Alltaf stuð og hlátur í kringum Heidda. Margir í fjölskyldunni hafa líka verið svo heppnir að fá gripi sem hann hef- ur hannað og sérsmíðað handa hverj- um og einum. Þetta eru ómetanlegir hlutir sem munu fylgja okkur alla tíð. Heiddi var gull af manni sem sagði aldrei nei við neinn, hann var oft seinn en sagði samt aldrei nei. Á einu ætt- armóti sem við fórum á í Ólafsfirði var Heiddi í hlutverki barnapíunnar þar sem hann fór hvern hringinn á fætur öðrum á mótorhjólinu með krakkana á svæðinu sem höfðu raðað sér í langa röð til að komast í smá bunu, röðin virtist endalaus því að eftir hverja bunu fóru krakkarnir aftur í röðina og Heiddi fór fleiri hringi. Þetta lýsti honum vel. Nafnið hans kom líka einhvern veg- inn alltaf upp í hugann þegar þurfti að smíða eitthvað eða hanna. Hann hafði ótal hugmyndir og alltaf einhverja nýja sýn á málin sem virtust láta allt ganga betur upp. Hann mætti t.d. alltaf í veislur tilbúinn að fara í eld- húsið og redda málunum. Humarsúp- an í fermingunni hans Jóhanns er um- töluð og fólk hafði aldrei fengið betri sósu en í brúðkaupinu hennar Huldu, í báðum þessum veislum stóð Heiddi vaktina með uppbrettar ermar og sleif í hendi og þáði bara klapp á bakið fyrir. Heiddi var ótrúlega vinamargur og allir virtust þekkja hann og maður varð eiginlega hissa ef fólk kveikti ekki á perunni hver hann var. Hann var búinn að gera ótalmargt í lífinu og hefur sennilega lifað meira en margur annar. Við getum öll tekið hann til fyrirmyndar og notið þess að vera til, notið þess að gera það sem er okkur hugleikið og verið sannir vinir. Lifum fyrir daginn í dag. Elsku pabbi og mamma, Jón Dan og Ruth, Rúnar og Heiða, þið hafið misst mikið og eigið eftir að sakna bróður ykkar og mágs en munið hvernig hann lifði og fagnið því. Nú er hann kominn til ömmu og afa og pass- ar okkur öll með þeim. Guð veiti okk- ur öllum sem sakna hans styrk til að njóta lífsins. Saknaðarkveðja, Hulda Sigríður, Freyja Dan, Jóhann og Ágúst. „Er ekki allt í lagi að láta eins og hálfvitar?“ Þetta heyrði ég þig oft segja og þú stóðst alltaf við þau orð, engin lognmolla í kringum þig. Ég hef þekkt þig í kringum 20 ár og kveð þig nú, elsku vinur. Um helgina fyrir Landsmót Snigla hringdirðu í mig og spurðir hvort ég vildi koma að hjóla, þú skyldir lána mér Buelinn þinn, þetta var síðasta ferðin okkar, bara við tveir saman að þeysa um göturnar í kringum Akur- eyri. Þú varst mér stærsti styrkurinn í AA-ferðinni minni, við fórum saman á miðnætur AA-fund á laugardags- kvöldum og fórum svo saman út á lífið að kíkja á kerlingar eins og við sögð- um. Við ætluðum að fara að sigla skútu um næstu helgina eftir Landsmót frá Dalvík en sú ferð verður að bíða, þetta var ein dellan sem ég fékk að njóta með Heidda, alltaf þegar maður kíkti til hans varð hann að sýna manni skútu sem hann var búinn að finna á netinu. Það væri hægt að skrifa heila bók um þig og þín uppátæki, ég vona að ég eigi eftir að sjá þig aftur, þá kannski förum við þessa skútuferð um eilífð- ina. Ég sendi allri fjölskyldu Heiðars mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa þig, elsku vinur. Þinn vinur, Gunnlaugur Hólm Sigurðsson (Gulli frá Dalvík). Síðan þú fórst í þessa óvæntu ferð til annarra heima hef ég setið eftir skilningssljór og minningarbrotin um samferð okkar hrannast upp, mér finnst þú vera hér enn, ég heyri þig tala, hlæja, segja sögur með þinni ein- stöku frásagnargleði og hæfileika til að skemmta fólki og láta því líða vel í návist þinni. Þegar við kynntumst þóttu mótorhjólamenn furðufuglar og eiginlega bara villimenn en þú, mesti mótorhjólamaður Íslands, afsannaðir þá kenningu því að betri maður en þú er vandfundinn. Einlægni þín var fölskvalaus, börn hændust að þér jafnt og fullorðnir. Við hefðum átt að fara að halda upp á 35 ára hjólaafmæli okkar um þessar mundir en í stað þess reyni ég af veik- um mætti að tjá þér hversu vænt mér þótti um vinskap okkar. Ég fæ upp í hugann þegar þú hjálpaðir mér að komast í prófið á Akureyri og lánaðir mér BSA hjólið þitt. Þú vissir að Valdi Búri á Húsavík neitaði að taka mig í próf, því honum var illa við mótorhjól og sagðir, Síi minn, komdu bara til Akureyrar, við reddum þessu. Þú varst alltaf að kaupa ný hjól. Oft komstu með þau til mín og sagðir; þú verður að fara hring á þessu og prófa, þú komst með nýja Z1000 Kawann 78 til mín og sagðist ætla á Þjóðhátíð til Eyja og spurðir hvort ég vildi ekki koma með nýja hjólið þitt, þannig að þú gætir sýnt vinunum í Eyjum nýj- asta og stærsta hjólið á landinu. Þú sagðist ekki vilja láta einhver rugl- hænsni vera á hjólinu. Við vorum saman þegar þú sóttir nýja Hallann 11. júlí 03 og við biðum spenntir eftir að heyra sándið, þá sagðir þú; ans … þetta verð ég að laga strax, það verður að vera almennilegt sánd, ég læt ekki sjá mig svona. Seinni árin áttir þú þitt herbergi heima hjá okkur Sillu. Ég ætla að enda með þér mótor- hjólaaksturinn 11. júlí þar sem við byrjuðum 16 og 17 ára. Þú varst ein- stakt ljúfmenni, heiðarlegur, skemmtilegur listasmiður og kokkur, takk fyrir að hafa verið vinur, ég bý að því um ókomin ár. Við Silla kveðjum þig með miklum trega og vottum fjöl- skyldu þinni og vinum okkar innileg- ustu samúð. Hvíl í friði, Sigurjón. Ég kynntist Heiðari fyrir nærri tveimur árum og finnst erfitt að sjá á eftir þessum vini mínum svona snemma. Það er óréttlátt og hrikalega sorglegt að maður sem naut svo lífsins og lét drauma sína rætast sé svo skyndilega kippt í burtu. Það var margt spennandi fram undan sem hann hafði unnið fyrir og hlakkaði svo til t.d. í sambandi við mótorhjólasafnið og skútuna. Það var svo gaman síð- asta sumar hjá okkur bæði fyrir norð- an og austan. Það er alveg pottþétt að það eru fáir í heiminum eins góðir og hjartahreinir og Heiðar var, dugnaður hans og jákvæðni voru líka meiri en gengur og gerist. Að eiga svona kær- an trúnaðarvin var dýrmætt, ég á eftir að sakna löngu símtalanna og þess að hitta hann aldrei aftur. Elsku besti vinur minn, við Ísak varðveitum allar góðu minningarnar og vottum fjöl- skyldu þinni og vinum samúð okkar. Auður Mjöll Friðgeirsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Heiðar Þórarin Jóhanns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Gullveig Kristinsdóttir, Hjörtur, Dagrún, Gunnar Eymarsson, Heim- ir Barðason. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, VALGERÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 7. júlí. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 13. júlí kl. 13.00. Elín Sigurðardóttir, Magnús Óskarsson, Dóra Stefánsdóttir, Stefán Rafn Geirsson, Kristjana Stefánsdóttir, Gunnar Gunnarsson, barnabörn, barnabarnabörn, Guðlaug Þórarinsdóttir, Ólöf Þórarinsdóttir, Sveinn Þórarinsson, Halla Aðalsteinsdóttir. Okkar ástkæri EINAR SÆMUNDSSON fyrrverandi formaður KR, Jökulgrunni 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 13.00. Auður Einarsdóttir, Ásbjörn Einarsson, Jóna Guðbrandsdóttir, Sigrún Elísabet Einarsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Helga Einarsdóttir, Ólafur Davíðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.