Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn hefur gaman af því að kynnast nýju og áhugaverðu fólki en ætti að slaka á í návist fjölskyldunnar í dag. Hún þarfnast þín og hjálpar þér líka að upp- fylla skyldurnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Yfirmaður nautsins virðist breyta dag- skránni aftur og aftur svo það er farið að efast hvort viðkomandi viti yfirhöfuð hvað hann er að gera. Notaðu tækifærið og beittu zen-heimspeki í vinnunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ráðleggingar tengdar peningum og fjár- festingum koma við sögu, sem og áætl- anir og samtöl um fjármálin. Skoðaðu ár- angurinn í fortíðinni áður en þú tekur ákvarðanir fyrir framtíðina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Heppnin er með krabbanum þegar hann les milli línanna, kíktu bakvið tjöldin, hugsaðu handan við hið augljósa. Hul- unni verður svipt af spennandi leynd- armálum. Afstaða himintunglanna er ein- staklega hagstæð fyrir rómantíkina, veltu fyrir þér ferðalagi á spennandi stað. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Taktu af skarið. Þú hefur rétt fyrir þér, en það sem ræður úrslitum er að þú náir að sannfæra aðra. Ef þú þarft að rífast eða kljást við einhvern er það í góðu lagi. Árangurinn er tímamótauppgötvun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Væntingar sem erfitt er að standa undir þrengja að meyjunni, segðu yfirmönnum þínum og fjölskyldu að þú gerir þitt besta en ekki skuldbinda þig um of. Ef ásetn- ingur þinn er göfugur færðu smá inn- spýtingu frá himintunglunum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er jafn auðvelt að gera eitthvað sem maður hefur ekki gert áður og að end- urtaka sig í sífellu. Uppbótin sem þú færð fyrir að hætta þér út í óvissuna felst í forfrömun og árangri þegar upp er stað- ið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það sem máli skiptir í dag er að njóta sín í sambandinu. Smávægileg erindi og samræður sem þið eigið við hvort annað í dag treysta böndin. Tvíburi kemur þér til að skellihlæja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver sem vill þér allt hið besta er að verða dálítið þreytandi. Reyndu að gæta háttvísi. Lagaleg álitaefni, skattar og for- ræði verða þér í hag á endanum, þess vegna skaltu slaka á og hætta að hugsa um það í bili. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fljótfærnislegar og hvatvísar ákvarðanir koma við sögu. Það verður þér til happs að opna munninn í stað þess að þegja eins og venjulega á tilteknu augnabliki. Sumt verður bara hreinlega að segja upphátt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Himintunglin gefa til kynna að vatnsber- inn verði ekki í stuði fyrir neitt sem er honum hollt í dag. Reyndu samt að stunda líkamsrækt þér til skemmtunar, lesa eitthvað sem heillar þig og dansa af því að þú ert lifandi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn ætti að vera á varðbergi gagn- vart gróðabralli. Til allrar hamingju er hann yfirleitt nokkuð veraldarvanur og sér í gegnum blekkingar í margra kíló- metra fjarlægð. Ef þú ert á gráu svæði og hreinlega ekki viss, áttu að reiða þig á það sem hefur reynst traustsins vert í gegnum tíðina. Stjörnuspá Holiday Mathis Merkúr hefur slegist í fylgd hersingarinnar sem nú fer í gegnum merki krabbans og hefur heitið því að forðast ekki tilfinn- ingamál, heldur taka opnum örmum; oft, algerlega og af kappi. Ef þau hafa eitt- hvað með heimili og fjölskyldu að gera, ekki síst mömmu, er það bara betra. Tök- um fyrir allt það sem hefur verið sópað undir teppið næstu vikur. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 fara höndum um, 8 lagvopn, 9 skúta, 10 aðgæti, 11 fiskur, 13 illa, 15 skammt, 18 dap- urt, 21 ótta, 22 óþétt, 23 eru í vafa, 24 farangur. Lóðrétt | 2 ákveð, 3 raka, 4 lok, 5 lítil tunna, 6 dæld í jörðina, 7 efa, 12 fersk- ur, 14 tré, 15 fokka, 16 hæsta, 17 höfðu upp á, 18 ekki framkvæmt, 19 púk- ans, 20 pinna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 drúpa, 4 flíka, 7 lepps, 8 Óttar, 9 aum, 11 röng, 13 gaur, 14 eigra, 15 volt, 17 treg, 20 æra, 22 tómur, 23 lyfið, 24 rýran, 25 akrar. Lóðrétt: 1 dulur, 2 úlpan, 3 assa, 4 fróm, 5 ístra, 6 aurar, 10 ungar, 12 get, 13 gat, 15 vitur, 16 lemur, 18 rófur, 19 góður, 20 ærin, 21 alda.  Tónlist Café Kulture | Kvartett Erik Qvick spilar þriðjudaginn 11. júlí á Kaffi Kúlture, Reykja- vík. Kvartettinn skipa þeir Erik Qvick trommur, Haukur Gröndal saxófón, Ásgeir Ásgeirsson gítar og Thomas Markuson á kontrabassa. Kvartettinn leikur blöndu af tónlist eftir hljómsveitarmenn og þekktari lögum. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Allir flautukvartettar Mozarts í flutningi Freys Sigurjónssonar (flauta), Iwona Andrzej- czak (lágfiðla), Jerzy Andrzejczak (selló), en þau eru öll leiðarar síns hljóðfæris í sin- fóníuhljómsveitinni í Bilbaó á Spáni – og Hlífar Sigurjónsdóttur fiðluleikara. Myndlist 101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir til 22. júlí. Opið fimmtudaga, föstudaga, laugadaga frá 14–17. Anima gallerí | Sumarsýning: Opið fim., föst. og laug. kl. 12–17. Til 15. júlí. Aurum | Helena Ragnarsdóttir sýnir ónefnt akrýlverk unnið á pappír. Helena lærði myndlist við myndlistardeild Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og tók þátt í samsýningu í Gallerí Tukt árið 2005. Sýn- ingin stendur yfir í 2 vikur, opið er eins og verslun mán-föst. kl. 10–18 og laug. kl. 11–16. Til 21. júlí. Café Karólína | Sýningin „Hlynur sterkur Hlynur“ (portret af Hlyni Hallssyni mynd- listarmanni) er þriðja sýningin í röðinni af stjörnumerkjaportrettum unnin sem inn- setning í rými. Sýningin er til 4. ágúst. Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey- nomatic myndir, nærmyndir af náttúrunni, einstakar ljósmyndir unnar á striga. Skart- gripir fjallkonunnar sem vakið hafa mikla athygli. Opið frá kl. 9–23.30 alla daga út júlímánuð. Gallerí BOX | Opnun laugard. 8. júlí kl. 16. Þórarinn Blöndal, Finnur Arnar og Jón Garðar opna sýninguna „Farangur“. Á sýn- ingunni getur að líta hugleiðingar um drauma, galdra, harðviðargólf, eldhúsgólf og ástarævintýri. Til 27. júlí. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning um diskó og pönk í samstarfi við Árbæjarsafn. Myndir og munir frá árunum 1975–1985. Til 31. júlí. Gallerí Úlfur | Eiríkur Árni Sigtryggsson sýnir í júlí. Opið kl. 14–18 alla daga. Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og með henni beinir Hafnarborg sjónum að hrauninu í Hafnarfirði. Listamennirnir tólf sem að sýningunni standa hafa allir sýnt víða og lagt drjúgan skerf til listalífsins undanfarin ár. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerður er frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi og hafa verk hennar ætíð haft sterka skír- skotun til landsins og til náttúrunnar. Sýn- ingin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Til 26. ágúst. Handverk og hönnun | Á sumarsýningu er til sýnis bæði hefðbundinn íslenskur list- iðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Sýningin stendur til 27. ágúst. Að- gangur er ókeypis. Hrafnista Hafnarfirði | Ósk Guðmunds- dóttir sýnir handverk og málun í Menning- arsal til 15. ágúst. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning- unni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákonar Magnússonar. Meðal lista- manna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dagverðará, Stórval og Kötu sauma- konu. Til 31. júlí. Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson, (iló) Berja- landi, Kjós með málverkasýningu. Opið í sumar, alla daga kl. 12–20. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Kirkjuhvoll Akranesi | Listsýning á verk- um eftir 12 nýútskrifaða nema frá Listahá- skóla Íslands. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Til 13. ágúst. Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafstein Austmann og Kristín Þor- kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einn- ig eru sýndar vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánud. kl. 14–17. Höggmynda- garðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning, Lo- uisa Matthíasdóttir. Umfangsmesta sýning sem haldin hefur verið á verkum Louisu og rekur allan hennar listamannsferil í sex áratugi. Til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri landslagslist frá upphafi 20. aldar og túlk- un þjóðsagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Leiðsögn á ensku þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 í júlí. Kaffitár í kaffistofu. Ókeypis aðgangur. Op- ið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Í samvinnu við Nátt- úrufræðistofu Kópavogs. Til 30. júlí. Safn- búð og kaffistofa Kjarval – Kraftur heillar þjóðar. Verk í eigu Landsbanka Íslands. Í tilefni af 100 ára af- mæli bankans. Til 30. júlí. Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn tvinnaður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill sýnir verk sem spannar sviðið frá tvívíðum hlutum í skúlptúra og innsetningar. Í hópn- um eru listamennirnir Amy Barillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker, Tsehai Johnson. Til 31. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ing á listaverkum sem voru valin vegna út- hlutunar listaverkaverðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Sýningin end- urspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir ís- lenskir listamenn, meðal annars listmál- arinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð- astliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir og límir saman myndir sem hann hefur sankað að sér úr prentmiðlum samtímans. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val verkanna og hefðbundin listasöguleg við- mið látin víkja fyrir samhljómi þeirra. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýningunni sem spannar tímabilið frá aldamótunum 1900 til upphafs 21. ald- arinnar. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Kaffistofan er opin á Staðurogstund http://www.mbl.is/sos/ Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.