Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 19
NÚ þegar margir Íslendingar ferðast út fyrir landsteinana er vert að hafa í huga hvernig best er að hugsa um sig á meðan á fluginu stendur svo allir komi ánægðir á áfangastað. Á vefsíðunni www.bbc.co.uk má finna góð ráð.  Gefðu þér góðan tíma til að komast á flugvöllinn og í gegnum hann. Það getur margt farið úrskeiðis svo vertu viðbúinn.  Drekktu nóg af vatni í flugferðinni, eitt eða tvö glös á klukkutíma er gott magn. Það er best að forðast áfengi og koffíndrykki á meðan á fluginu stendur þar sem þeir ýta undir að lík- aminn þorni upp.  Bólgnir fætur, stirðir vöðvar, stirð liðamót og magaverkur orsakast af hreyfingarleysi. Einu sinni á klukku- stund er gott að standa upp úr sætinu og labba um flugvélina í nokkrar mín- útur. Teygðu líka aðeins á. Í sætinu skaltu hreyfa fæturna eins og þú sért að hjóla og reyndu að sitja ekki með krosslagðar fætur.  Á meðan á fluginu stendur, sér- staklega þegar farið er í loftið og lent, skaltu sjúga sætindi, kyngja eða halda fyrir nefið, loka munninum og blása út. Þetta mun jafna þrýstinginn og koma í veg fyrir eyrna- og ennis- holuverki.  Hafðu öll lyf sem þú notar hjá þér í handfarangrinum ásamt lista yfir þá krankleika sem þú átt við að stríða, svo ef þú þarft aðstoð þá vita aðstoð- armennirnir af stöðu þinni.  Lélegt andrúmsloft og slæm loftræsti- kerfi gera það að verkum að bakt- eríur og vírusar dreifast auðveldlega frá einni persónu til annarrar og þess vegna koma margir heim úr fríi með hósta eða kvef. Það vantar líka raka í loftið sem á sinn þátt í að líkaminn þornar upp ásamt slímhúðinni í önd- unarfærunum og það eykur líkurnar á ýmsu smiti.  Að fljúga með kvef getur valdið var- anlegum eyrna- eða ennisholu- skemmdum. Það væri best að bíða með að fljúga þangað til kvefið batn- ar, sérstaklega ef þú hefur háan hita eða eyrna- eða ennisholuverki.  Ferðalangar sem eiga það til að verða flugveikir, geta komið í veg fyrir slíkt með því að taka pillu (sjóveikispillu) fyrir brottför. Reute rs Hugsaðu um heilsuna í fluginu Við útskrifuðumst 1941úr Menntaskólanum íReykjavík og höfumhist á fimm ára fresti síðan þá,“ segir Sturla Frið- riksson sem gaf nýlega út ljóða- bókina Ljóð á léttum nótum en í henni eru níu ljóð sem hann samdi í tilefni af stúdentsafmæl- um sínum. „Ég var erlendis fyrstu árin eftir stúdentspróf svo það var ekki fyrr en á 15 ára stúdentsafmælinu sem ég samdi fyrsta ljóðið og svo hef ég samið eitt á fimm ára fresti síðan, fyrir utan tvö skipti þegar ég komst ekki á afmælishátíðina. Ég set oftast þekkt sönglag undir ljóða- textann og bekkurinn syngur þetta svo saman þegar hann hitt- ist. Við urðum 65 ára stúdentar nú í ár og fyrir það samdi ég seinasta kvæðið í bókinni og gaf hana út.“ Þetta er sjötta ljóðabók Sturlu en áður hafa komið út eftir hann bækurnar; Ljóð langföruls, Ljóð líffræðings, Ljóð líðandi stundar, Hjónasvipur og Spark. „Það er ákveðið þema í hverri bók sem ég hef gefið út og bendir titillinn til þess. Í Ljóð á léttum nótum eru stúdentaljóðin og ljóð við ýmis sönglög. Þetta er voðalega lítilfjörleg útgáfa af bókinni því fyrri bækur mínar hafa verið í bandi og þokkalega upp settar, en ég hugsaði að þetta væri nú gleðibók fyrir samstúdenta mína svoleiðis að það þyrfti kannski ekki endilega að hafa hana inn- bundna.“ Bækurnar eru margar hverjar fallega myndskreyttar af Sturlu, svo honum er greinilega margt til lista lagt. Alinn upp við kveðskap Sturla segir gömlu bekkjar- félagana vera samheldna. „Við höfum verið samheldinn hópur í gegnum tíðina og þjöppumst frekar saman þegar aldurinn færist yfir okkur. Við voru um 64 í árgangi og þegar við hitt- umst núna í ár vorum við kannski tíu, fimmtán með mök- um, það saxast á hópinn með ár- unum,“ segir Sturla sem hefur mjög gaman af því að flytja kvæðin fyrir fyrrum bekkjar- félaga sína. „Ég hef líka tvisvar verið fenginn til að flytja ræðuna á árgangsafmælinu, líklega af því að ég er ekki mjög alvarlega þenkjandi og mér er það tamt að vera svolítið tvíræður og tala undir rós.“ Aðspurður hvort hann hafi alltaf ort, jafnvel frá barnæsku, svarar Sturla að það megi segja það. „Ég er alinn upp við kveð- skap, fólk mitt var yfirleitt með vísur og kvæði á hraðbergi. Móðurættin hafði sérstaka ást á ljóðagerð og móðir mín kenndi mér að kveðast á þegar ég var strákur. Sem unglingur fór ég í gagnfræðiskólann við Tjörnina sem hét þá Ágústarskóli, þar lærði ég bragfræði og fór þá strax að fást við að setja saman vísur af alvöru. Í öðrum bekk, þá líklega 14 ára, samdi ég þessa fyrir vin minn í bekknum: Sáran bítur jörðu jel jafnvel skrugga kemur báran fleyi vaggar vel veður gluggann lemur Þetta eru sléttubönd, má lesa afturábak og áfram. Þegar ég var 17 ára lærði ég ljóðið um Jörund hundadagakon- ung eftir Þorstein Erlingsson, utanað. Það samanstendur af 64 vísum með 8 ljóðlínum hver. Ég man mikið af því ennþá í dag.“ Sturla segir að honum hafi alltaf verið svolítið létt um að setja saman vísur og kvæði. „Ég kann bragarhættina og kann að yrkja og þá liggur þetta nú létt fyrir.“ Uppáhaldsljóðskáld Sturlu er Jónas Hallgrímsson. „Hann er mitt yndi, ég er náttúrufræð- ingur og kann mikið að meta hann. Grímur Thomsen er alltaf góð lesning, Þorsteinn Erlings- son er léttur og vísnaskáld gott og Stephan G. Stephansson er líka í uppáhaldi.“ Sturla segist líklega eiga eftir að gefa út fleiri ljóðabækur. „Ég á heilmikið eftir óprentað af skáldskap, kalla það ruslakistuna mína sem ég þarf að koma út,“ segir hann og hlær en bókin Ljóð á léttum nótum fæst í Bók- sölu stúdenta og fleiri bókabúð- um á höfuðborgarsvæðinu.  BÆKUR | Sturla Friðriksson hefur verið hagmæltur frá barnæsku Semur ljóð á léttum nótum Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Sturla Friðriksson semur eitt ljóð fyrir hvert stúdentsafmæli. Morgunblaðið/Eyþór Ljóð á léttum nótum geymir stúdentaljóð Sturlu. Daglegtlíf júlí  HEILSA VEFSÍÐAN Google, www.google.com, býður upp á ýmislegt sniðugt. Google er nú að setja upp bókasafn á vefnum og er Google books nokkuð sem Íslendingar eru farnir að nýta sér í auknu mæli. Til að komast inn á Google books má slá inn www.books.google.com en líka er hægt að fara inn á www.google.is, velja Allt um google, þar inni er rammi sem heitir „Our search“ og í honum er valið Google Services & Tools og þá er hægt að velja Book Search. Bókaleitin virkar síðan þannig að skrifað er orð, nafn eða setning í leitarrammann og ýtt á leitartakkann. Leitarvélin finnur þær bækur sem þetta orð kemur fyrir í. Smellt er á bókartitilinn og þá koma upp grunnupplýsingar um bókina, það geta líka birst nokkur textabrot úr bók- inni sem sýna leitarorðin í samhengi. Ef útgefandinn eða höfundurinn hefur gefið Google rétt til er hægt að skoða nokkrar blaðsíður úr bókinni og ef höf- undarréttur bókarinnar er runninn út er möguleiki að lesa alla bókina í tölv- unni. Í flestum tilvikum koma upp tenglar sem leiða þig til netbókabúða þar sem bókin er til sölu. Einnig eru tenglar á gagnrýni á netinu sem þessi bók hef- ur fengið og hægt er að sjá hvar má finna sumar bækurnar á bókasöfnum. Sniðugt er fyrir námsmenn í t.d. ritgerðarvinnu að nota Google books í heim- ildarleit eða bókaorma sem vilja leita eitthvað nýtt uppi, auk þess að gaman er að slá inn hin ýmsu orð til að sjá í hvaða samhengi eða bókum þau eru notuð. Leitaðu að bókum Morgunblaðið/Þorkell  NEYTENDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.