Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 16
Þingvellir | Þeir voru fjölmargir sem nutu einstakrar veðurblíðu á Þingvöllum á sunnudaginn. Einmitt nú er blómskrúðið þar allra fegurst. Stöðugur straum- ur fólks var um Almannagjá og vellina. Varla finnst fegurri staður til að njóta slíks dags. Vafalaust voru þó margir sem fórnuðu heitri síðdegissólinni, til að hverfa í hús og fylgjast með einvígi Ítala og Frakka. Þar gengu menn í skrokk hver á öðrum líkt og norrænir menn til forna og eggjuðu hvern annan. Eitthvað gæti þó forn- Íslendingum þótt hafa skort á sæmdina í þeirri baráttu. Ferskleiki í gömlum fótsporum Blágresið blíða Akureyri | Austurland | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þegar sólin fór að skína á sunnudaginn, eftir langvarandi rigningarsudda, mátti sjá ólíklegasta fólk rækta garðinn sinn. Menn slógu gras, klipptu runna, reyttu arfa og snyrtu beð. Það er trúlegt að sum- ir hafi mætt til vinnu í gær með harð- sperrur í það minnsta í handleggjunum, en útiteknir og ánægðir með afrakstur helgarinnar.    Á Bændamarkaðinum á Hvanneyri sl. laugardag mátti finna sauðaosta, geita- osta, hákarl, harðfisk, grænmeti, and- aregg, hvannamarmelaði, rúgbrauð og flatkökur svo eitthvað sé nefnt. Er þá ónefnt kiðlingakjöt sem var á boðstólum. En Borgfirðingar og aðrir sem leið áttu um virtust kunna vel að meta framtakið, stöðugur straumur fólks lá um svæðið og salan var blómleg. Konur í kvenfélaginu 19. júní, stóðu við og bökuðu pönnukökur sem jafnharðan voru borðaðar, aðallega af litlum munnum. Og krakkarnir í dans- hópnum frá Kleppjárnsreykjaskóla seldu rabarbara og rabarbarapæ, til styrktar dansferðalögum sínum, en þau hafa staðið sig sérstaklega vel í danskeppnum, heima og erlendis.    Á tjaldstæðinu að Fossatúni mátti líta fjöldann allan af hústjöldum, tjaldvögnum og fellihýsum um helgina. Veðurstofan hafði spáð besta veðrinu á suðvesturhorn- inu svo margir skruppu í Borgarfjörðinn í útilegu. En sólin lét ekki sjá sig fyrr en í helgarlok þannig að sumir gáfust upp á að bíða og færðu sig sunnar á landið. Hins vegar væsir ekki um neinn á Fossatúni, því þar er aðstaðan til fyrirmyndar.    Fréttaritari sá tilsýndar að margmenni var í útibúi KB banka í Borgarnesi um helgina. Verið var að taka upp mynd og fregnaðist að Helga Braga leikkona var á tökustað ásamt starfsfólki og við- skiptavinum sem þóttu hafa leikræna til- burði til að bera. Leiksviðið var hin nýju húsakynni KB banka í Borgarnesi. Hvað út úr þessu kemur fékkst ekki uppgefið. Úr bæjarlífinu BORGARNES Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur fréttaritara Blönduós | Þessir hundar voru að leik á hótellóðinni á Blönduósi og fóru mikinn. Hundarnir höfðu ríka ástæðu til gleði- láta því sólin blessuð var farin skína. Hugsanlega hafði líka fjarvera Nonna hunds sem býr í næsta húsi eitthvað með gleðina að gera. Hann er umtalsvert stærri en þessir tveir kútar. Jafnvel mætti ganga svo langt að rifja upp hið fornkveðna: „Þegar kötturinn er úti leika mýsnar inni.“ Smáhundar á borð við þessa verða æ algengari sýn hérlendis þótt gömlu fjár- hundarnir standi alltaf fyrir sínu. Óneit- anlega fara þessir þó betur í faðmi eig- enda sinna og geta verið góðir félagar. Ljósmynd/Örn Þórarinsson Hundalíf í Aðalgötunni Í kirkjugarðinum áÍsafirði er kvæði álegsteini Kristrúnar V. Kristjánsdóttur sem fæddist 5. ágúst 1865 og lést 5. febrúar 1938. Fyr- irmyndarmanneskja þess tíma? Hér er gengin hljóð til moldar hæglát kona, er mikið vann. Dygg í starfi, styrk í lundu stóð í skuld við engan mann. Falslaus vinum, frændum öllum fús að hjálpa í hverri raun. Óstudd gekk, en aðra styrkti urðu það hennar verkalaun. Rúnar Kristjánsson vill svo vekja athygli á að ekki sé það sem verst að verða „(h)eldri borgari.“ Hann yrkir svo um efri árin (-bestu árin?) og varpar ljósi á það sem þau eldri hafa fram yfir yngri: Þegar efri árin hefjast eftir margan krappan dans, minninganna myndir vefjast mörgum hjá í geislakrans. Þá fær margt í skini að skarta, skilning eykur hugarþel. Þá mun lifa þökk í hjarta þeirra til sem reyndust vel. Fögur sál og (h)eldri borgarar pebl@mbl.is ♦♦♦ Fáskrúðsfjörður | Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að framkvæmdum í Hlíðahverfi í Fáskrúðsfirði. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, var þar að verki á stærðar gröfu. Skóflustungan markar tímamót í bygg- ingarsögu Fáskrúðsfjarðar enda lætur nærri að íbúðum í byggðarlaginu fjölgi um 20% við framkvæmdirnar. Fjárfestingafélag Austurlands fékk 26 lóðir úthlutaðar í hverfinu fyrir allt að 50 íbúðir í einbýlishúsum auk par- og rað- húsa. Fjölskylduparadís utan við skarkala „Fyrsta kastið rísa þarna sextán íbúðir í fjórum raðhúsum. Jarðvinnsla er hafin en neðri hæð húsanna verður steinsteypt og sú efri úr timbri. Hver íbúð verður á bilinu 120 til 150 fermetrar,“ segir Þórir Jens Ástvaldsson, framkvæmdastjóri BKR ehf. sem á Fjárfestingafélag Austurlands. „Um er að ræða tveggja ára verkefni en eft- irspurn á markaði ræður miklu um hvert framhaldið verður að fyrsta áfanga lokn- um. Þetta tengist auðvitað Fjarðaáls-verk- efninu, en Fáskrúðsfjörður er meira út úr skarkalanum en bæjarfélögin sem eru nær framkvæmdunum og við sjáum þetta fyrir okkur sem fjölskylduparadís.“ Leigufélagið Híbýli ehf. hefur fest kaup á hluta íbúðanna en afgangurinn verður seldur á frjálsum markaði. Stefnt er að því að fyrstu húsin verði fok- held og tilbúin að utan í árslok 2006. Áætl- að er að lokafrágangi innan dyra verði lok- ið á næsta ári. Íbúðum fjölgað um fimmtung Hveragerði | Bæjarráð Hveragerðis hefur samþykkt samhljóða að leggja til 500 þús- und króna hlutafé sem stofnfé í undirbún- ingsfélag um Suðurlandsveg yfir Hellis- heiði. Kom þetta fram á fundi bæjarráðs þar sem lagt var fram bréf frá Sjóvá þar sem óskað er eftir því að stofnað verði slíkt félag. Bæjarráð fagnar frumkvæði Sjóvá í þessu máli og telur það brýnt hagsmuna- mál allra Sunnlendinga af ýmsum ástæð- um. Segir í bókun að ef samningar muni nást á þessum grunni verði Suðurlands- vegur yfir Hellisheiði og á Selfoss vonandi orðinn fjögurra akreina og upplýstur miklu mun fyrr en annars. Fé til félags um Suðurlandsveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.