Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Framkvæmdir við Hellis-heiðarvirkjun hafa gengiðeftir áætlun að sögn Ei-ríks Bragasonar, verkefn- isstjóra virkjunarinnar. Dagsetning lykiláfanga er óbreytt og þegar seinni vélin í þessum áfanga fer í gang 1. október næstkomandi verð- ur framkvæmdum lokið við það sem kalla má kjarna Hellisheiðarvirkj- unar. Það er miðbygging, stjórn- bygging, allar þjónustubyggingar, skiljustöðvar, meginaðveituæðar, vegakerfi og önnur helstu mann- virki. Áframhaldandi stækkun virkj- unarinnar verður því auðveld, að sögn Eiríks. Næsti áfangi Hellisheiðarvirkj- unar er 33 MW lágþrýstivél sem nýtir gufuorkuna eftir að hún kemur úr háþrýstihverflunum. Fram- kvæmdir eru hafnar við byggingu húss fyrir lágþrýstivélina og er stefnt að því að gangsetja hana 15. september 2007. Þessi vél verður ein sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Því næst er gert ráð fyrir tveimur 45 MW vélum sem verða gangsettar árið 2008 og möguleiki er síðan á öðrum tveimur jafnstórum sem yrðu gangsettar árið 2010. Heildar raforkuvinnslugeta Hellis- heiðarvirkjunar verður því um 303 MW þegar búið verður að gangsetja allar vélarnar. Til samanburðar má geta þess að vinnslugeta Búrfells- virkjunar, eftir stækkun og end- urbætur, er um 300 MW. „Til að ná í þessa orku þarf að bora mikið á næstu árum,“ sagði Ei- ríkur. „Nú erum við að yfirfara tímaáætlanir fyrir þessar boranir og erum að skoða tillögu um að bora rúmlega 20 háhitaholur á næsta ári á Hellisheiði, Skarðsmýrarfjalli og þeim stöðum sem Orkuveitan er með rannsóknaleyfi. Þeir staðir eru á Hellisheiði, Ölkelduháls og Hvera- hlíð.“ Eiríkur sagði að ef til þess kæmi að reistar yrðu virkjanir á Ölkeldu- hálsi og í Hverahlíð væri hægt að stýra þeim frá stjórnbyggingu Hellisheiðarvirkjunar. Einnig yrði hægt að samnýta þjónustubyggingu og ýmsa aðra aðstöðu. Á þessu stigi er einungis um rannsóknaboranir að ræða á nýju svæðunum. Jarðvarminn gjörnýttur Auk 303 MW af raforku mun Hellis- heiðarvirkjun framleiða heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Gert er ráð fyrir að árið 2009 skili virkjunin hitaorku sem nemur 133 MW. Ef þetta er lagt saman mun Hellisheið- arvirkjun skila 436 MW orku. Að sögn Eiríks verður sótt ferskvatn í borholur í hrauninu við virkjunina og það síðan hitað upp með jarðgufu, sem þegar hefur knúið raforku- hverfla. Eiríkur sagði að á Prófanir eru hafnar á ým búnaði virkjunarinnar. Þess ana er m.a. verið að prófa st kerfin, sem koma frá Sieme Þýskalandi. Með kerfinu er opna og loka lokum á öllu sv úr stjórnstöðinni með því ei smella þar á tölvumús. Að s ríks hafa prófanir farið hæg en gengið vel og kerfin virk og til er ætlast. Hellisheiðarvirkjun er m bærileg við Nesjavallavirkj tæknilegri uppbyggingu, að Eiríks. Hún er þó heldur st nýtur tækniframfara sem o Samspil raforku- og heitava leiðslu veldur því að jarðvar eins vel nýttur og kostur er jarðgufan hefur kólnað og þ ur henni dælt til baka um 1 km djúpar holur í iður jarða ákveðnum stöðum í hrauninu væri gríðarlegt vatnsmagn og því engin hætta á vatnsskorti. Vatnið verður flutt til byggða um 100°C heitt undir þrýstingi í niðurgrafinni lögn. Rúmlega 500 manns vinna við verkið í dag, þar af eru 70% Íslend- ingar. Eftir gangsetningu seinni vél- arinnar í fyrsta áfanga hinn 1. okó- ber fækkar starfsmönnum í um 100. Þeim fjölgar svo aftur næsta vor og er áætlað að framkvæmdir OR á Hellisheiði verði í hámarki 2010. Þá verða hugsanlega um 1.000 manns að störfum við virkjunina. Um 30 verktakafyrirtæki, þar af þriðjungur erlendir verktakar, eru nú að störf- um á Hellisheiði. Stærstu verktak- arnir eru Mitsubishi sem smíðar hverflana og Balke Duerr sem smíð- ar kæliturna. Bæði fyrirtækin eru með íslenska undirverktaka. Fyrsta 45 MW aflvél Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) verður gang- sett eftir 51 dag, hinn 1. september nk. Önn- ur jafnstór verður gangsett 1. október og afl virkjunarinnar þá 90 MW. Nú vinna meira en 500 starfs- menn, þar af um 350 Íslendingar, að smíði virkjunarinnar. Mikil jarðfræðiþe bortækni skila gó Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Hellisheiðarvirkjun er óðum að taka á sig mynd. Búið er að reisa Jarðgufan er leidd úr borholum á Hellisheiði að virkjuninni. Vök Teikningin gefur örlitla hugmynd um Hengilinn ofanjarðar og n Útbúið hefur verið mjög fullkomið þrívíddarlíkan af svæðinu sem gert kleift að ákveða legu borholna með mikilli nákvæmni. „KLIPIГ AF GÆÐAKRÖFUNUM? Grein Guðna Elíssonar, dósents íalmennri bókmenntafræði viðHáskóla Íslands, Blind er bók- laus þjóð, er birtist í Lesbók hinn 1. júlí sl. hefur vakið verðskuldaða athygli. Ljóst má vera af fréttaflutningi sem birtist á síðum Morgunblaðsins dagana á eftir að flestir eru sammála um að bóka- kostur Þjóðarbókhlöðunnar sé afleitur. Flestir virðast jafnframt telja að gott háskólabókasafn sé mikilvæg forsenda þess að auka gæði kennslu við Háskóla Íslands og skilyrði fyrir því að hann geti skipað sér í röð þeirra bestu eins og yf- irlýst markið hans er. Sigrún Klara Hannesdóttir lands- bókavörður er sammála Guðna og bendir á að framlag Háskóla Íslands til rita- kaupa hafi farið lækkandi síðari ár. Hún telur að það þurfi að tvöfalda og helst þrefalda þær þrjátíu og sex milljónir sem varið er til kaupanna svo „við getum staðið keik og sagt að við séum að bjóða stúdentum okkar og vísindamönnum upp á sem besta aðstöðu. 100 milljónir á ári er eitthvað sem menn gætu verið sæmilega sáttir við,“ segir Sigrún þann 4. júlí. Þar segir jafnframt að hún líti svo á „að líta verði á vöntun á fjármagni til bókasafnskostsins í ljósi reksturs Há- skólans í heild sinni, enda leggi skólinn hluta af sínu rekstrarfé í bókakaup Landsbókasafnsins. Hún segist t.d. skilja að ákveðið sé frekar að „klípa af bókakaupafénu“ í stað þess að sleppa því að kenna námskeið.“ Sigrún telur nauð- synlegt að taka reiknilíkanið sem notað er til að meta fjárþörf háskólans til end- urskoðunar. Það er „tómt mál að tala um það að HÍ verði á meðal þeirra hundrað bestu þeg- ar við erum eins og lélegur framhalds- skóli hvað varðar bókakaupin. Þetta er bara hlutur sem menn verða að horfast í augu við“. Menntamálaráðherra svarar þessari gagnrýni í Morgunblaðinu sl. laugardag og segist „[taka] undir með þeim sem hafa sagt að mikilvægi bóka- safnanna og bókakostsins verður seint ofmetið“. En jafnframt segir hún að það sé háskólanna sjálfra að ákveða hverju þeir verja til starfseminnar innan skól- anna, hvort sem þar er um bókakaup að ræða eða annað. Hún vísar til þess að framlög til háskólanna hafi aukist úr 6,5 milljörðum í 10 milljarða frá 2002. Þetta svar ráðherrans leysir engan vanda, heldur staðfestir einungis að vandlega þurfi að leggjast yfir endurmat á fjárþörf Háskóla Íslands miðað við aðra skóla. Einnig þarf að kanna hve nemendum hefur fjölgað mikið í því há- skólanámi sem þessum tíu milljörðum er varið til. Getur verið að nemendum fjölgi meira en framlög til háskólanna aukast? Í öllu falli má lesa úr viðbrögðum Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Há- skóla Íslands, í Morgunblaðinu í dag brýna fjárþörf umfram þau framlög sem Háskóli Íslands fær. Kristín segir að skólinn sækist eftir „fjárveitingum frá ríki þannig að þær verði sambærilegar við fjárveitingar samanburðarháskóla hér í nágrannalöndunum“, og jafnframt að ekki sé hægt að ná því að „vera í röð fremstu háskóla heims miðað við núver- andi ástand“. Í Háskóla þar sem „klipið er af bóka- kaupafénu“ eins og Sigrún Klara orðar það til að halda uppi kennslu; þar sem nemendum á meistarastigi er kennt í sömu kennslustundum og nemendum í grunnámi til að spara fé, þar er farið að „klípa“ af grundvallargæðakröfum sem gera þarf til háskóla að því marki að ekki verður lengur við unað. EITT PRÓSENT LANDSMANNA Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins birt-ist athyglisverð úttekt Kára Gylfa- sonar á högum pólskra innflytjenda á Ís- landi. Þar vekur fyrst athygli sú staðreynd, hversu fjölmennir pólskir inn- flytjendur eru orðnir hér á landi, en þeir hafa undanfarin ár verið langstærsti hóp- ur erlendra borgara hér. Þeir voru á síð- asta ári 3.629 talsins, sem er vel rúmlega eitt prósent af íbúum landsins. Það er hópur, sem víðast hvar þætti sjálfsagt og eðlilegt er að taka tillit til við opinbera stefnumótun, t.d. í menntamálum. Jafnframt gerir þessi mikli fjöldi Pól- verja hér á landi að verkum að íslenzk stjórnvöld hljóta að gefa samskiptum sín- um við Pólland, sem hafa ekki verið mjög mikil á hinu pólitíska eða diplómatíska sviði, meiri gaum en verið hefur. Ef yfir 3.000 Íslendingar byggju í öðru landi, hvað þá ef þeir væru orðnir meira en eitt prósent af íbúafjöldanum, þætti okkur væntanlega sjálfsagt að þess sæi stað í samskiptum okkar við viðkomandi ríki. Pólverjar eru stærsti og grónasti hóp- ur innflytjenda á Íslandi. Engu að síður kemur fram í greininni að þrátt fyrir að vera upp til hópa vel menntaðir, starfa pólskir innflytjendur upp til hópa við lág- launastörf í frumframleiðslu og færast sjaldnast í störf sem krefjast meiri menntunar, jafnvel þótt þeir hafi búið hér lengi. Greinarhöfundur rekur þetta til þess að tungumálaörðugleikar leiði til einangrunar innflytjenda og komi í veg fyrir að menntun þeirra og reynsla nýtist til fulls. Hann vitnar m.a. í athuganir Unnar Dísar Skaptadóttur mannfræð- ings, sem hefur bent á að innflytjendur umgangist sjaldan Íslendinga á vinnu- stað, og eigi jafnframt erfitt með að læra íslenzku utan vinnutíma vegna lítillar ís- lenzkukennslu fyrir útlendinga. Morgunblaðið hefur margoft bent á að gera verði átak í íslenzkukennslu fyrir útlendinga, eigi ekki að búa hér til stór- kostleg vandamál, sem nágrannaríki okkar hafa glímt við árum saman en við eigum að geta forðazt, ef við lærum af reynslu þeirra. Annars vegar þarf að efla mjög íslenzkukennslu fyrir fullorðna, sem flytjast hingað frá öðrum löndum, bæta bæði gæði og framboð slíkrar kennslu og aðstoða innflytjendur við að greiða fyrir hana. Hins vegar þarf að bæta verulega stuðning við börn innflytj- enda í skólakerfinu og hjálpa þeim til að læra íslenzku. Ein forsenda þess að það megi takast er að þessi börn njóti kennslu í eigin móðurmáli, en góð tök á móðurmálinu eru nauðsynleg, vilji fólk læra önnur mál. Eins og Kári Gylfason bendir á í grein sinni er hættan sú, að innflytjendur myndi einangraða undirstétt, eins og gerzt hefur víða í nágrannaríkjunum. „Á Íslandi eru innflytjendur víða einangrað- ir innan samfélagsins og of lítið virðist gert til að fólk nái að verða hluti af því og njóta tækifæra til jafns við aðra,“ skrifar Kári. Nógar vísbendingar eru að verða til um að við eigum á hættu að feta sömu braut og lönd, þar sem fjölgun innflytj- enda hefur getið af sér ýmis vandamál. Við höfum hins vegar enn tækifæri til að læra af mistökum annarra. Við munum áfram þurfa á fólki frá öðrum ríkjum að halda til að styrkja íslenzkt efnahagslíf og til að auðga samfélag okkar á ýmsan hátt. Við eigum að hætta að líta á innflytj- endur sem tímabundið vinnuafl og snúa okkur að því að aðstoða þá við að laga sig að íslenzku samfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.