Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Veitingastaður
Miklir möguleikar
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Vorum að fá af sérstökum ástæðum glæsilegan veitingastað í
nágrenni Reykjavíkur. Sæti fyrir allt að 180 manns.
Gott tækifæri fyrir hjón eða jafnvel tvenn hjón.
Nánari uppl. veitir Ellert Róbertsson eingöngu á skrifstofu.
Sími 588 4477
SUÐURNES
VINNA stendur nú yfir við stækk-
un og breytingar á flugstöð Leifs
Eiríkssonar og er markmiðið með
framkvæmdunum að bregðast við
spám um öra fjölgun farþega á
ferð um Keflavíkurflugvöll.
„Við búumst við mikilli fjölgun
farþega á næstu árum og það hefði
ekki mátt tæpara standa að hefja
framkvæmdir úr því að fram-
kvæmdir og farþegar urðu hvor
tveggja að rúmast í flugstöðinni,“
segir Höskuldur.
Hátt í tvær milljónir farþega
fóru í gegnum flugvöllinn í fyrra
og er áætlað að farþegafjöldinn nái
3,2 milljónum árið 2015. Fram-
kvæmdirnar hófust árið 2003 og að
þeim loknum, árið 2007, mun bygg-
ingin hafa stækkað úr 22.000 fer-
metrum í 38.500.
Þjónustunni haldið í horfi
„Við erum að endurgera og end-
urskipuleggja norðurbygginguna
frá grunni. Við höfum reynt að
halda þjónustu við farþega í horfi á
meðan framkvæmdirnar hafa stað-
ið yfir. Það hefur verið heilmikið
púsluspil og það hefur kallað á þó
nokkrar tilfæringar og hróker-
ingar,“ að sögn Höskuldar.
Leið brottfararfarþega úr inn-
ritun og í vopnaleit er gott dæmi
um hvernig aðstaða hefur verið
færð til bráðabirgða meðan fram-
kvæmdum miðar áfram. Áður en
framkvæmdir hófust var vopnaleit-
in til vinstri við innritunina í norð-
urenda, hún var síðan flutt hinum
megin við innritunina í suðurenda.
Vopnaleitin var í byrjun sumars
opnuð á annarri hæð bygging-
arinnar og gengu þá brottfararf-
arþegar upp stigagang eða tóku
lyftu. Endanleg leið fyrir brottfar-
arfarþega hefur nú verið tekin í
gagnið og fara farþegar nú upp í
rúllustiga eða stiga í Laufskál-
anum.
Laufskálinn er glerhýsi þar sem
áður var kaffitería og reykaðstaða.
Vopnaleitin hefur verið aðskilin frá
innrituninni og liggur Lauf-
skálaleiðin svokallaða upp á 2. hæð
þar sem beygt er til hægri að
vopnaleitinni.
Vopnaleitarhliðin eru fimm tals-
ins og pláss er fyrir eitt hlið í við-
bót eins og staðan er núna. Ætl-
unin er að tengja Laufskálann við
glerbygginguna sem liggur utan á
norðvesturhorni byggingarinnar.
Með því að færa gönguleiðina
þangað komast tvö vopnaleitarhlið
til viðbótar fyrir og þá er pláss fyr-
ir átta hlið.
Fjöldi nýrra verslana
Flutningur vopnaleitar upp á 2.
hæð er liður í fyrri áfanga fram-
kvæmdanna ásamt stækkun vest-
urhluta 2. hæðar norðurbyggingar
til suðurs. Í seinni áfanganum
verða breytingar gerðar á austur-
hluta 2. hæðar og lokið við að
stækka flugstöðina til suðurs,
vinna við þann áfanga hefst ekki
fyrr en í haust enda háannatími
genginn í garð í flugstöðinni. Flug-
stöðinni hefur verið skipt í tvennt,
í austurhluta og vesturhluta, með-
an á framkvæmdum hefur staðið
og að þeim loknum mun flugstöðin
hafa verið stækkuð um 42 metra til
suðurs.
Fyrri áfanganum lýkur á næst-
unni þegar veggir þeir sem skilja
að núverandi rými fyrir brottfar-
arfarþega og stækkunina verða
teknir niður. Í því rými munu
Epal, Rammagerðin, 66° Norður,
10-11 og Saga Boutique opna nýjar
verslanir. Auk þess sem Kaffitár
mun opna kaffibar á svæðinu. Þá
verður komin því sem næsta end-
anleg mynd á vesturhlutann og
mögulegt verður að sjá muninn á
nýja tímanum og gamla tímanum á
2. hæðinni. Alls verða opnaðar 10-
12 verslanir á svæðinu og munu
þær halda áfram að bætast við til
vorsins 2007.
Aukin afkastageta
Höskuldur er nýkominn frá
Þýskalandi þar sem hann var að
ganga frá samningum um kaup á
farangursflokkunar- og gegn-
umlýsingarkerfi.
„Nú er það þannig að töskur far-
þega á leið úr landi eru flokkaðar
handvirkt, þetta kerfi notar hins
vegar strikamerki og flokkunin er
öll tölvustýrð. Það býður upp á
aukið öryggi auk aukinna afkasta.
Afkastageta þessa kerfis, sem
einnig gegnumlýsir farangur, er
rúmlega þrjú þúsund töskur á
klukkustund. Þegar það verður
tekið í notkun má segja að straum-
hvörf verði í farangursmeðhöndlun
í flugstöðinni,“ að sögn Höskuldar.
Kerfið verður staðsett á 1. hæð í
vesturhluta viðbyggingar þeirrar
sem er að rísa í suðurenda norð-
urbyggingar.
Leið komufarþega mun að fram-
kvæmdum loknum liggja austan
við farangursflokkunarkerfið niður
stiga og rúllustiga í líkingu við þá
sem nú hafa verið settir upp fyrir
brottfararfarþega í Laufskálanum,
þar verða fyrir þrjú farang-
ursfæribönd, þó ekki þau sömu og
nú eru í notkun.
„Það verða ekki fleiri færibönd
fyrir farangur í nýja komusalnum,
en heildarlengd þeirra verður þre-
falt lengri en þeirra sem nú eru í
notkun. Jafnframt verður rými til
stækkunar þeirra,“ segir Hösk-
uldur.
Ný fríhafnarverslun verður stað-
sett þar sem farangursfæriböndin
eru nú og þar á bak við en þar er
núverandi farangursflokkunar- og
gegnumlýsingarkerfi. Stiginn sem
komufarþegar fara niður nú til að
komast í fríhafnarverslunina á 1.
hæð og að farangursfæriböndum
verður rifinn.
Tollurinn á sama stað
Tollurinn verður ekki fluttur úr
stað eins og svo margt annað held-
ur verður hann gegnt hinni nýju
fríhafnarverslun á 1. hæð. Eftir að
gengið er í gegnum tollinn blasir
við verslun 10-11 sem opnaði í vik-
unni sem leið. Auk blómvanda er
meðal annars hægt að fá bakkelsi
og eitthvað að drekka með í versl-
uninni sem er væntanlega mikil
bragarbót fyrir þá sem eru
snemma á ferðinni að sækja vini
og vandamenn eða þurfa að bíða
eftir farþegum úr flugi sem hefur
seinkað.
Fleira nýtt er á svæðinu eftir að
komið er í gegnum tollinn, í apríl
sl. var opnuð ný aðstaða fyrir bíla-
leigufyrirtæki til vinstri eftir að
komið er úr tollinum, þar er að
finna útibú Hertz, National,
Alamo, Avis, Budget, Europcar og
bílaleiga Akureyrar. Auk þess sem
Landsbankinn hefur opnað þar
útibú með áherslu á gjaldeyr-
isviðskipti.
Í vetur var byggt yfir gönguleið
þeirra sem leggja á langtímabíla-
stæðum auk þess sem vísir að slíku
skýli hefur verið reistur fyrir þá
sem leggja á skammtímastæðum
komufarþegamegin.
Ný starfsmannaaðstaða
Skrifstofu- og starfsmanna-
aðstaða hefur ekki farið varhluta
af breytingunum sem gerðar hafa
verið á flugstöðinni. Um þriðj-
ungur rýmis á 2. hæð bygging-
arinnar var lagður undir þessa að-
stöðu áður, en eftir breytingarnar
er stefnt að því að öll 2. hæðin
muni nýtast fyrir verslun og þjón-
ustu við farþega. Því þurfti að
finna skrifstofum og starfs-
mannaaðstöðu annað heimili.
Skrifstofur flugstöðvarinnar
voru fluttar upp á 3. hæð sl. vor en
geymsluris var áður á hæðinni. Nú
er þar fjögur þúsund fermetra
skrifstofu- og starfsmannaaðstaða,
rýmið er tvískipt að hluta og gengt
á milli um brú. Aðstaðan á 3. hæð-
inni var tekin í notkun eftir að öll
loftræstikerfi og önnur tækni hafði
verið endurnýjuð. Geymslan verð-
ur flutt í kjallara viðbygging-
arinnar í suðurenda norðurbygg-
ingarinnar.
Ístak hf. er aðalverktaki þessara
framkvæmda og verkfræðistofan
VSÓ stýrir verkefninu. Heiðurinn
af hönnun breytinganna eiga
Teiknistofa Garðars Halldórssonar
og VA arkitektar.
Morgunblaðið/Jóhann Magnús
Laufskálaleiðin Leið brottfararfarþega úr innrituninni á 1. hæð liggur
upp þessa stiga og til hægri þar sem er búnaður til vopnaleitar.
Púsluspil í flugstöð
Leifs Eiríkssonar
tekur á sig mynd
Staðið er í ströngu við
umbyltingu flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar um
þessar mundir. Sjón er
sögu ríkari og Jóhann
Magnús Jóhannsson
leit á framkvæmdirnar
í fylgd Höskuldar Ás-
geirssonar, forstjóra
flugstöðvarinnar.
johaj@mbl.is
Morgunblaðið/Jóhann Magnús
Yfirbyggð gönguleið Margir kannast við „íslenska veðrið“ sem tekur á móti
manni þegar bíllinn er sóttur út á langtímabílastæðið við flugstöðina. Skýli
hefur verið byggt yfir gönguleiðina til að hlífa fólki við misjöfnum veðrum.
Bakkelsi og blómvendir Í nýrri verslun 10–11 á komusvæði er hægt að
kaupa mat og drykk, auk þess sem blómvendir eru á boðstólum.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn