Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 186. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Semur ljóð á
léttum nótum
Sturla Friðriksson hefur verið
hagmæltur frá barnæsku | 19
Samspil húss
og minninga
Systkinin Freyr og Hlíf Sigurjóns-
börn á sumartónleikaröð | 20
Zidane segir ekkert Sævar Þór
skaut Fylki í annað sætið Olga
Færseth skoraði tvö fyrir KR
RÚSSNESKIR sérsveitarmenn
felldu í fyrrinótt Shamíl Basajev, leið-
toga uppreisnarmanna úr röðum téts-
enskra aðskilnað-
arsinna, í aðgerð í
Íngúshetíu, að
sögn Nikolaj
Patrúshev, leið-
toga rússnesku
leyniþjónustunn-
ar, FSB, í gær.
Talsmenn upp-
reisnarmanna vís-
uðu þessu hins
vegar á bug í gær
og sögðu Basajev hafa látist af slys-
förum, þegar flutningabíll sem flutti
sprengiefni hefði sprungið í loft upp.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
tjáði sig um málið í gær og sagði
dauða Basajev „réttláta hefnd“ vegna
ódæðisverka hans. „Þetta er réttlát
refsing fyrir að myrða börnin okkar í
Beslan,“ sagði Pútín í gær.
Basajev er þannig talinn ábyrgur
fyrir mörgum af helstu árásum
uppreisnarmanna í Tétsníu, þ. á m.
hryðjuverkinu í Beslan í maí 2006, þar
sem 375 manns féllu, þar af 186 börn.
Þá er Basajev talinn hafa gegnt
lykilhlutverki í skipulagningu
gíslatöku í leikhúsi í Moskvu árið
2002, þar sem 129 manns létu lífið.
Basajev varð óformlegur leiðtogi upp-
reisnarmanna í kjölfar dauða Aslan
Maskhadov, þáverandi leiðtoga að-
skilnaðarsinna, í mars 2005 og var
gjarnan talinn lykilhlekkurinn í
tengslum þeirra við íslömsku jíhad-
hreyfinguna.
Pútín fagnar
„réttlátri hefnd“
Reuters
Rússar felldu leið-
toga aðskilnaðar-
sinna í Tétsníu
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Shamíl Basajev
FRAMKVÆMDASVIÐ Reykjavík-
urborgar hefur auglýst til kynningar
matsáætlun annars áfanga Sunda-
brautar, sem unnin var af verkfræði-
stofunni Línuhönnun hf. Um er að
ræða 8 km langa braut frá Gufunesi
og yfir Kollafjörð.
Í skýrslunni eru fyrst og fremst
tveir kostir um legu brautarinnar
kynntir. Fyrri kosturinn gengur út
frá því að brautin tengist Vestur-
landsvegi norðan við Kollafjörð með
því að þvera Eiðsvík, Leiruvog og
Kollafjörð, að mestu með fyllingum
og lágbrúm og gert ráð fyrir að braut-
in sveigi til norðvesturs þar sem hún
fer yfir Geldinganes. Þar er reiknað
með að hún verði að hluta til í jarð-
göngum. Þverun Kollafjarðar yrði að
mestu á fyllingu en í miðjum firði er
gert ráð fyrir brú sem tryggi vatns-
skipti innan við fyllinguna.
Hinn kosturinn er sambærilegur
við valkost nr. 1 að undanskilinni
þverun Geldinganess og Leiruvogs.
Skv. þessari útfærslu er gert ráð fyrir
legu brautarinnar töluvert austarlega
á Geldinganesi og að Leiruvogur
verði þveraður innarlega í sundinu
milli Geldinganess og Gunnuness.
Ekki er gert ráð fyrir jarðgöngum
undir Geldinganes heldur verður
brautin að nokkru leyti niðurgrafin.
Þverun Kollafjarðar þykir heppi-
legri kostur en að fara með alla um-
ferð til og frá höfuðborgarsvæðinu
um botn Kollafjarðar. „Þverunin
styttir leiðina um 3,5 km,“ segir m.a. í
skýrslu Línuhönnunar.
Áætla að 8–10 þúsund íbúa
byggð rísi á Geldinganesi
Fram kemur að gert er ráð fyrir að
lagning annars áfanga Sundabrautar
eigi sér stað í áföngum og að fram-
kvæmdir við lagningu brautarinnar
út í Geldinganes geti hafist á árinu
2008. Fram kemur og að áætlað er að
um það bil átta til tíu þúsund íbúa
byggð rísi á Geldinganesi og að fyrstu
lóðum verði úthlutað á þessu ári.
Tillaga að matsáætlun vegna annars
áfanga Sundabrautar kynnt
Tveir kostir um
legu brautarinnar
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Á fyllingum … | 11
Hermaður fylgist með því er bíll sem skemmdist í sprengingunni, sem ban-
aði Shamíl Basajev skammt frá Ekazhevo, er hífður á brott.
HJALTI Arnarson bíður þess að leysa land-
festar þýska skemmtiferðaskipsins Aida blu við
Korngarð í Sundahöfn. Fjær er hollenska
skemmtiferðaskipið Maasdam en bæði skipin
komu í gærmorgun og sigldu á brott í gær-
kvöldi. Skipið sem ber nafn hinnar eþíópísku
prinsessu er 245 metra langt, fjórtán hæðir og í
því eru sjö veitingastaðir, spilavíti, tvær sund-
laugar og líkamsræktarstöð. Það slær því út
samferðaskip sitt Maasdam sem er 219 metra
langt, en bæði geta borið tæplega tvö þúsund
farþega og fimm hundruð manna áhöfn.
Á sama tíma lá einnig hið 261 metra langa
skemmtiferðaskip Sea Princess við Skarfa-
bakka og vakti það ekki síður athygli.
Morgunblaðið/Kristinn
Senn siglir lúxusskipið sinn sjó
BJÓÐENDUR í níu íbúðarlóðir í landi Úlf-
arsárdals við Úlfarsfell, sem boðnar voru út
í febrúar sl., hafa ekki staðið skil á
greiðslum og hætt við lóðakaupin.
Eins og fram kom í vetur skiluðu á fjórða
hundrað aðilar inn rúmlega fjögur þúsund
tilboðum, en alls voru seldar 104 lóðir í út-
boðinu. Er hlutfall þeirra sem ekki standa
við kauptilboð sín óvenju stórt í útboðum af
þessu tagi, samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Ágústi Jónssyni, skrifstofu-
stjóra hjá framkvæmdasviði Reykjavíkur-
borgar.
Byggingarrétti fyrir um
450 íbúðir enn óráðstafað
Ágúst segir að menn séu ekki krafðir
skýringa á því að þeir standa ekki við tilboð
sín. Hann sagðist telja að meginástæðuna
mætti rekja til þeirrar stefnubreytingar
sem hefur orðið hjá bönkunum varðandi
íbúðalán, hún hefði þessi áhrif á ákvarðanir
fólks. Fleira gæti þó komið til, m.a. sú
stefna Sjálfstæðisflokksins sem nú er við
völd í borginni, að byggingarréttur í borg-
inni verði ekki seldur með þessum hætti í
framtíðinni. „Svo höfum við líka heyrt að
menn séu ekki ánægðir með skipulagið, sem
er þó undarleg skýring vegna þess að menn
höfðu alla möguleika á að kynna sér skipu-
lagið áður en þeir lögðu inn tilboð.“
Að sögn Ágústs er óráðstafað bygging-
arrétti fyrir um 450 íbúðir í Úlfarsárdalnum
og gerir hann ráð fyrir að lóðirnar níu sem
nú hafa losnað, verði látnar fylgja með þeg-
ar þeim verður ráðstafað.
Kaupendur
níu lóða við
Úlfarsfell
hættir við
Íþróttir í dag