Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 37 MENNING NÁLÆGT höfuðborg Búlgaríu, Sofiu, eða um 8 kílómetrum frá miðborginni er Boyana hverfið. Í því stendur ein af best varðveittu miðaldakirkjum heims. Kirkjan hefur verið á heims- minjaskrá UNESCO frá árinu 1979 og ber vitni um þau miklu áhrif sem búlgörsk veggjamálverk höfðu á evrópska menningu á mið- öldum. Síðustu ár hafa farið fram mikl- ar endurbætur á kirkjunni og í síðustu viku var hún loks opnuð fyrir ljósmyndurum. Ómetanleg veggjamál- verk til sýnis á ný Unnið að endurgerðinni en margar myndir tengjast dýrlingnum Nikulási. Reuters Endurbæturnar stóðu yfir um árabil, en ekki er vitað hver gerði upprunalegu myndirnar sem eru frá 10. öld. Texti úr málverki í kirkjunni, sem er rétttrúnaðarkirkja frá miðöldum. UNGUR organisti, Guðný Ein- arsdóttir, sem er nýútskrifuð frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn, hélt tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudags- kvöldið. Strax í byrjun Prelúdíu og fúgu í D-dúr BWV 532 eftir Bach heyrði maður að hún er verulega fær; leikur hennar var óvenju skýr og raddir orgelsins í prýðilegu jafnvægi. Túlkunin var greinilega úthugsuð, tímasetningar voru hár- réttar og hápunktarnir glæsilegir. Sömu sögu er að segja um Fant- asíu nr. 2 eftir Jehan Alain; þar kom framandi tónmálið, sem var undir sterkum austurlenskum áhrifum, sérlega fallega út í með- förum Guðnýjar. Alain lést í seinni heimsstyrjöldinni, aðeins 29 ára gamall, en hafði þá samið hvorki meira né minna en 120 tónverk. Í mörgum þeirra sótti hann innblást- urinn í marokkóskar tónlistarhefðir og einnig djassinn. Verk hans eru þó afar persónuleg; Alain tókst að blanda saman ólíkum stílum og gera að sínum; útkoman ber vitni um gífurlega tónlistarhæfileika. Synd að hann fékk ekki að lifa lengur. Síðasta atriðið fyrir hlé var kafli úr fimmtu orgelsinfóníu Widors. Hann ber yfirskriftina Allegro Vi- vace, sem þýðir hratt og fjörlega. Leikur Guðnýjar var nákvæmur og öruggur, en heldur varfærnislegur og því ekki eins fjörlegur og hann hefði þurft að vera. Fyrir vikið skorti flæðið í túlkunina. Hinsvegar var margt einstaklega glæsilegt í Myndum á sýningu eftir Mússorgskí eftir hlé, en Keith John umritaði verkið árið 1953. Mynd- irnar eru margar erfiðar en Guðný hafði lítið fyrir þeim. Túlkunin ein- kenndist af kröftugum andstæðum og var yfirleitt ákaflega sannfær- andi. Helst mátti finna að dálítið einhæfum styrkleika; tvær mynd- irnar, Limoges, og Ballett óklöktu fuglsunganna virkuðu óþarflega vélrænar og sum millispilin hefðu líka mátt vera veikari. Annað var aftur á móti frábært; nornin Baba Yaga var t.d. skemmtilega illileg og Stóra hliðið í Kiev beinlínis yf- irgengilegt; þannig mætti lengi telja. Greinilegt er að Guðný er hæfileikaríkur, hámenntaður org- anisti; ég óska henni velfarnaðar á tónlistarbrautinni. Kröftugar andstæður TÓNLIST Hallgrímskirkja Guðný Einarsdóttir organisti lék verk eft- ir Bach, Alain, Widor og Mússorgskí. Sunnudagur 9. júlí. Orgeltónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/Jim Smart Guðný Einarsdóttir er nýútskrifuð frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og er að sögn gagnrýnandans verulega fær orgelleikari. DJASSHÁTÍÐIN í Kaupmannahöfn er djassgeggjurum að góðu kunn. Í ár munu danskir fá að njóta krafta nokkurra færustu tónlistaramanna Íslands. Næstkomandi laugardag, 15. júlí kl. 21, mun Mezzoforte koma fram á Nordatlantens Brygge sem er menn- ingarmiðstöð fyrir Færeyjar, Græn- land og Ísland. Tríóið Svare/ Thoroddsen mun svo leika á sama stað á sunnudeginum 16. júlí. Þrír áratugir af samstarfi Á tónleikum Mezzofortes koma fram þeir Eyþór Gunnarsson hljóm- borðsleikari, Bruno Müller gítarleik- ari, Jóhann Ásmundsson bassaleik- ari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Sebastian Studnitzky trompett- og orgelleikari og Óskar Guðjónsson sem leikur á saxófón. Að sögn Jóhanns mun hljómsveitin leika efni vítt og breitt úr alllangri sögu hljómsveitarinnar á tónleik- unum. „Á næsta ári verða liðin þrjátíu ár síðan við störfuðum og við höfum fullan hug á að starfa áfram.“ Í því samhengi nefnir Jóhann að stefnt sé að plötuútgáfu til að halda upp á tímamótin að ári, en síðasta plata þeirra Forward Motion kom út árið 2004. Aðspurður segir Jóhann það alltaf jafn gaman að taka „Garden Party“ á tónleikum. „Já, já við tökum það yf- irleitt seint á prógramminu hjá okk- ur. Það er gaman, fólk kemst í gott skap og fer að dansa. Þetta er gamall diskósmellur.“ Hljómsveitin hefur verið að spila víðsvegar um Evrópu og komið við í Rúmeníu, Búlgaríu, Ungverjalandi, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi auk Danmerkur. Auk þess léku þeir fyrir skemmstu á Akureyri og hafa tvisvar komið fram í Reykjavík nýverið. Einnig brá bandið sér alla leið til Indónesíu fyrirr skemmstu. Fram- undan eru tónleikar í Færeyjum 27. júlí og í Úkraínu í Nóvember. Úr blindbylnum í Öxnadal í birtuna í Kaupmannahöfn Björn Thoroddsen og Jón Rafns- son munu spila á sunnudeginum eins og fyrr segir, en þeir hafa átt farsælt tríósamstarf bæði í Guitar Islancio og í Tríói Björns Thoroddsens. Í þessu tríói er þriðji maðurinn klarin- ettuleikarinn Jørgen Svare en tríóið á að baki tvo geisladiska: Jazz airs og Sweet and Lovely, sem gefin var út af Olufsen records. „Við erum að fara að spila á djasshátíðinni í annað sinn, en spil- uðum einnig fyrir tveimur árum“, segir Jón bassaleikari. „Þá var mikið um að vera og við lékum á fimm tón- leikum víðsvegar um borgina.“ Tríóið leikur að sögn Jóns blöndu af eigin efni og djassstandördum, og mun á tónleikunum leika efni af disk- unum tveimur. Einnig munu þeir spila lög sem hugsanlega verða gefin út í náinni framtíð. Svare/Thoroddsen tríó hefur ekki átt jafn langan starfsaldur og Mezzo- forte, en á þó sína sögu. „Við stofnuðum hljómsveitina í blindbyl á Öxnadalsheiðinni“, rifjar Jón upp. „Ég hafði reyndar kynnst Jørgenþegar hann kom til Íslands fyrir um tíu árum. Við spiluðum sam- an og ákváðum að gera eitthvað meira ef tækifæri gæfist til. Svo fékk ég hann til að spila á minningartón- leikum um Finn Eydal á Akureyri. Á leiðinni vorum við þrír saman í bíl og það gerði alveg hrikalegt veður. Og á miðri heiðinni í bylnum stofnuðum við semsagt tríóið.“ Að sögn Jóns getur stundum verið erfitt að halda samstarfinu gangandi. Allir séu þeir uppteknir í öðrum hljómsveitum, auk þess að vera bú- settir í tveimur löndum. Svare/ Thoroddsen tríóið hefur þó leikið töluvert að undanförnu, t.a.m. í Dan- mörku, í Grænlandi, í Bandaríkj- unum og hér á landi á Café Rósen- berg, á djasshátíð í Garðabæ, Neskaupsstað og á Akureyri. Djassleikarar í útrás Stund milli stríða hjá Mezzoforte-mönnum en þeir hafa ferðast mikið und- anfarið og meira að segja brugðið sér alla leiðina til Indónesíu. Björn Thoroddsen, Jørgen Svare og Jón Rafnsson munu leika á djasshátíðinni í Kaupmannahöfn. Tónlist | Mezzoforte og Björn Thoroddsen í Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.