Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Heiðar ÞórarinnJóhannsson
fæddist á Akureyri
15. maí 1954. Hann
lést af slysförum
sunnudaginn 2. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jó-
hann Guðmundsson,
f. 13. maí 1917, d. 14.
mars 1993 og Freyja
Jónsdóttir, f. 17.
september 1923, d.
15. júní 1999. Eftir-
lifandi bræður Heið-
ars eru, Jón Dan,
kvæntur Ruth Hansen og eiga þau
þrjú börn, Rúnar Hafberg, kvænt-
ur Jónheiði Kristjándóttur og eiga
þau þrjú börn og Guðmundur,
kvæntur Evu Ingólfsdóttur og eiga
þau fjögur börn. Einnig eignuðust
Freyja og Jóhann eina dóttur sem
dó á fyrsta ári.
Heiðar var ókvæntur og barn-
laus.
Hann lærði ketil-
og plötusmíði í fjöl-
skyldufyrirtækinu
Sandblæstri og
málmhúðun. Á yngri
árum var Heiðar til
sjós mestan hluta
sem kokkur enda
var eldamennska ein
af hans ástríðum.
Árið 1988 kom Heið-
ar aftur til starfa hjá
Sandblæstri og
starfaði þar sem
verkstjóri til dauða-
dags. Heiðar var
virkur meðlimur í Bifhjólasamtök-
um lýðveldisins Sniglum og einn af
stofnendum samtakanna, enda var
Heiðar af mörgum talinn vera
mesti mótorhjólamaður Íslands.
Útför Heiðars verður gerð frá
Glerárkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14. Sjónvarpað verður á
sama tíma frá athöfninni í Bú-
staðakirkju.
Það er merkilegt hvað lífið tekur
miklum breytingum við fráfall bróð-
ur, það fara af stað endalausar hugs-
anir um hvað hefði getað komið í veg
fyrir hörmulegt bifhjólaslys sem
Heiddi lenti í, hvernig gat það gerst
að hann missti vald á því ökutæki sem
hann kunni best á. Heiddi er í minn-
ingunni sá sem var óttalaus, ótrúlega
klár og snjall bifhjólamaður en samt
einn sá farsælasti þó hann hafi stund-
um fengið byltur og skrámur. Fyrsta
minning mín frá hjólaævintýrum
Heidda er þegar hann reiddi mig
próflaus á kvenhondu og löggan elti
okkur. Ég varð verulega hræddur
þegar hann öskraði á mig að stökkva
af hjólinu og hlaupa, ýmsar formæl-
ingar fylgdu þeirri skipun og hét ég
því biðja hann ekki aftur um far. Það
var með ólíkindum hvað Heiddi var
bóngóður, alltaf var hann að gera eitt-
hvað fyrir aðra. Þegar ég hugsa um
það þá man ég að pabbi og mamma
ólu okkur svona upp, mamma sagði
alltaf, það kostar ekkert að segja já,
þú færð tíma fyrir þig síðar. Okkur
Heidda kom alltaf vel saman, þó
stundum fyndist mér hann alltof fljót-
ur að æsa sig út af smáatriðum, en
það var líka búið með það sama.
Fáir voru eins glettnir og orðatiltæk-
in oft á tíðum drepfyndin og komu á
réttum augnablikum. Elsku Heiddi,
hvert á ég nú að leita eftir ráðlegg-
ingum, hvernig á ég að kaupa hjól á
Florida fyrst ég get ekki ráðfært mig
við þig. Ég get líka sagt að ég syrgi
þig og sakna svo mikið að í hvert sinn
sem ég hugsa um þig kemur kökkur í
hálsinn og tárin brjótast fram.
Lífið verður samt að halda áfram og
ég reyni að telja mér trú um það að þú
hafir dáið sáttur, hvíl í friði, elsku
bróðir.
Kveðja
Guðmundur.
Heiddi frændi – það var alltaf töfra-
ljómi yfir nafninu þínu, líklega vegna
þess að óvissuferðir í bæinn þegar þú
varst píndur til að taka mig með voru
alltaf með furðulegum uppákomum,
og smá slagsmálum okkar á milli, en
ég fékk samt að vera með, tveimur ár-
um yngri en þú og miklu frekari, eða
það sagðir þú a.m.k. Ég mun sakna
uppátækja þinna og núna verður eng-
inn sem stoppar umferðina á Lauga-
veginum bara til að heilsa upp á
frænku sína, eins og þú gerðir þegar
þú varst á ferð um bæinn með félög-
unum. Ferðir þínar í eldhúsið mitt til
að töfra fram ótrúlega góða rétti úr
engu, því að á námsárunum mínum
var ekki mikið til í skápnum, og þú í
hláturskasti yfir spíruðum kartöflum
og mygluðum osti. Ég alltaf jafnfljót
þegar þú kallaðir á mig í matinn og
gat ekki séð hvað þú þurftir að röfla
yfir tómum ísskáp þegar þú gast eld-
að eitthvað úr engu.
Elsku Heiddi, þú varst ekki bara
góður maður heldur lífskúnstner sem
áttir engan þinn líkan og heimurinn
er fátækari þegar þú ert farinn, en ég
veit að þar sem að þú ert núna færðu
að geyma öll hjólin þín í stofunni og
bruna um á uppáhalds mótorhjólinu
þínu að eilífu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Bræðrum Heiðars og þeirra fjöl-
skyldum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Freygerður Dana Kristjánsdóttir.
Kæri frændi, það var eins og tíminn
stoppaði er ég frétti um lát þitt.
Oft heldur maður að við séum
viðbúin því versta en svo er ekki,
kannski sem betur fer. Að skrifa
nokkur orð um þig er ekki það létt-
asta sem ég geri.
Nú mundir þú segja; blessaður,
láttu það þá vera. Þú varst búinn að
koma til mín og sýna mér myndir af
skútu sem þú varst að kaupa og segja
mér frá draumum þínum að fara í
heimsreisu á henni. Frásagnargleði
þín var mikil og alltaf var stutt í það
jákvæða og skemmtilega í lífinu.
Og gaman var að heyra þig segja
frá, mikið var hlegið af sögunum þín-
um sem flestar voru góðlátlegt grín
að sjálfum þér og samferðamönnum
þínum.
Á ættarmótum myndaðist oft
hringur í kringum þig til að hlusta á
þig þegar frásagnargleði þín komst á
flug.
Ég kveð þig, frændi minn, með
söknuði og rifja upp sögur um þig. Ég
og fjölskylda mín sendum bræðrum
þínum og fjölskyldum innilegar sam-
úðarkveðjur
Heimir Jóhannsson.
Elsku Heiðar, kallið kom löngu áð-
ur en við vorum tilbúin að kveðja þig.
Þegar pabbi hringdi á sunnudaginn
með þessar hræðilegu fréttir, stopp-
aði tíminn. Minningarnar streyma
fram, í kringum þig var alltaf taum-
laus gleði, stutt í hláturinn og grínið.
Mínar fyrstu minningar um þig eru
úr Eyrarveginum, þá var nú ekki
ónýtt að fá að skreppa á rúntinn með
stóra frænda. Ég man sérstaklega
einu sinni að þú hljópst inn til að ná í
spólu með réttu lögunum, flýtirinn
var heldur mikill eins og oft hjá þér,
kallinn minn, og bíllinn gleymdist í R,
hann fór að mjakast afturábak og ég
öskraði svo hátt að þú heyrðir það inn,
hrikalega var ég hrædd. Seinna þegar
ég var unglingur þá naut ég nú ald-
eilis góðs af því að vera frænka þín,
það var svo auðvelt að kynna sig, þá
var nú oft gripið til þess að segja,
Heiddi er frændi minn og þá voru allir
vegir færir. Nú síðustu 20 árin kynnt-
ust svo stelpurnar mínar því sama.
Enginn frændi var betri og flottari en
Heiddi. Alltaf til í að fíflast og leika,
örlátur á gjafir og umhyggju. Ósjald-
an skoppuðu jólapakkarnir frá þér
eða framleiddu ótrúleg hljóð og vöktu
ýmist kátínu eða skelfingu. Og ekki
minnkaði ástin á þér eftir að þú eign-
aðist Rögg, og þegar við fengum að
passa hana þá var lífið nú fullkomnað
að mati Karenar, mikið held ég að hún
sakni þín.
Að lokum langar mig bara að segja
við þig, takk fyrir að vera eins og þú
varst, enginn leikaraskapur eða til-
gerð. Stundirnar hefðu alveg mátt
vera fleiri en manni eins og þér sem á
þúsundir vina þarf að deila. Nú verð-
ur ekki af heimsókninni í Huldugilið
til okkar Rúnars, þú varst að gera
grín í vor þegar hretið kom að ekki
gætuð þið Axel hjólað til okkar þar
sem snjóa hefði ekki leyst í efri byggð.
Við vitum að margir eiga um sárt
að binda núna og vottum öllu sam-
ferðafólki þínu, bræðrunum og fjöl-
skyldum, og einnig öllum vinunum
samúð okkar. Hvíl í friði, elsku
Heiddi, og við hittumst aftur, við vit-
um að amma Freyja og afi Jói passa
þig.
Rannveig, Rúnar, Dana Ruth
og Karen Ruth.
Þetta er án efa það erfiðasta sem ég
hef skrifað um ævina og spurningarn-
ar kvelja mig. Af hverju? Þú varst
alltaf meira stóri bróðir og vinur held-
ur en frændi. Ég er hættur að leið-
rétta fólk sem kemur til mín núna og
segir ég samhryggist vegna bróður
þíns. Hvert á ég núna að leita með
mín vandamál? Hvert á ég núna að
fara í kaffi á hverjum degi? Margir
fastir punktar í minni tilveru fóru með
þér og mér líður eins og í lausu lofti,
stór hluti er brotinn af mér og úr
sárinu koma bara beisk tár. Hvað á ég
að gera þegar sósan misheppnast?
Ekki kemur þú hlaupandi yfir götuna
til að redda sósunni, eða hverju sem
er. Ég var að hugsa um það á leiðinni
heim eftir slysið, að ég man ekki eftir
því að hafa heyrt þig segja nei við
neinn sem kom til þín með vandamál.
Það er allt á hvolfi, ég sagði alltaf,
„hvar væri Heiddi án mín?“ þegar þú
hringdir orðinn brjálaður á tölvunni
og sagðir að draslið hlyti að vera bil-
að, eða þegar þú hringdir á föstudags-
kvöldi „Jói, viltu ná í bílinn niður á
bryggju, ég gleymdi lyklunum í og er
kominn að Hrísey á skútunni.“ Nú
hefur dæmið snúist við, hvað verður
um mig án þín, Heiddi? Ekki datt mér
í hug að það kæmi einhvern tíma
kökkur í hálsinn og tár þegar ég heyri
setningar eins og „ getum við ekki lát-
ið eins og hálfvitar?“ Alltaf varstu
hrókur alls fagnaðar og alltaf fyrstur
til að redda hlutunum ef ekki var allt
klárt. Þú átt vini í hundraðatali og
ekki að ástæðulausu, það var sama
hver kom í bæinn og vantaði gistingu
eða aðstoð, Heiddi reddaði þessu
bara, ekkert mál.
Mér er minnisstætt þegar við fór-
um til Ísafjarðar í fyrra, og á leiðinni
Akureyri-Ísafjörður komum við við í
Reykjavík að ná í hjólið sem þú síðan
kvaddir okkur á. Þú geislaðir af
ánægju eins og lítill krakki, æsingur-
inn var svo mikill að túrinn varð æv-
intýri líkast. Mikið hlógum við að því
að þú gleymdir að loka bakpokanum í
Bjarkarlundi og við Stebbi tíndum
upp fötin þín af veginum alla leið. En
svona varstu, aldrei lognmolla í kring-
um þig.
Ég kveð þig með trega, en get yljað
mér við gríðarlegt magn góðra minn-
inga. Þú sagðir við mig þegar ég byrj-
aði með Sallý minni, haltu fast, Jói,
þetta er góð kona. Eins og venjulega
hafðir þú rétt fyrir þér og ég kæmist
ekki í gegn um þetta án hennar og
barnanna. Ég veit að hvar sem þú ert,
þá ertu örugglega orðinn aðaltöffar-
inn þar, og farinn að redda öllum. Hvíl
í friði, elsku vinur, ég kem seinna og
hjóla með þér aftur.
Þinn vinur og frændi,
Jóhann Freyr.
Fréttir eins og þær sem bárust
okkur sunnudaginn 2. júlí gera engin
boð á undan sér. Hugurinn fer á flug
og allt hringsnýst í hausnum á manni.
Minningarnar þjóta fram og til baka
og maður trúir ekki öðru en að þetta
sé allt vondur draumur og reynir að
vakna.
Við eigum margar góðar minningar
um Heidda frænda, hann var alltaf
flotti bróðir hans pabba sem var öðru-
vísi en allir aðrir frændur.
Í mörg ár komu jólin ekki almenni-
HEIÐAR ÞÓRARINN
JÓHANNSSON
Hjartkær móðir mín, amma og langamma,
KRISTÍN LÁRA KRISTINSDÓTTIR,
Birkimel 10b,
Reykjavík,
lést á Landakoti aðfaranótt miðvikudagsins 5. júlí.
Útför hennar verður frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 12. júlí kl. 15.00.
Ragnheiður Valtýsdóttir,
Sveinn Valtýr Sveinsson, Helena Hallgrímsson,
Bjarki Þór Sveinsson, Laufey Unnur Hjálmarsdóttir
og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
ÁSDÍS LÁRUSDÓTTIR
frá Austur-Meðalholtum í Flóa,
lést laugardaginn 8. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ólafur Ó. Lárusson,
Hannes Lárusson
og fjölskyldur.
Föðursystir mín,
DAGNÝ GEORGSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 9. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju-
daginn 18. júlí kl. 13.00
Georg Ólafsson.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
RUNÓLFUR GÍSLASON
frá Hvanneyri,
Brekastíg 26,
Vestmannaeyjum,
lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins
9. júlí.
Margo Renner,
Sóley Margrét Runólfsdóttir,
Andri Hugo Runólfsson.
Ástkær og góð eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut sunnudaginn
9. júlí.
Jósef Halldórsson,
Guðni Dagbjartsson, Elísabeth Dagbjartsson,
Guðrún Katrín Dagbjartsdóttir,
Gísli Dagbjartsson,
Sigurður Dagbjartsson,
Baldur Dagbjartsson, Soffía Þórisdóttir,
Gunnar Dagbjartsson, Helga Ottósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Rjúpufelli 42,
Reykjavík,
áður Vestmannabraut 10,
Vestmannaeyjum,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 9. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Einar Ottó Högnason,
Magnús Hörður Högnason, Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Guðmundur Ingi Einarsson,
Kristín Högna Magnúsdóttir.