Morgunblaðið - 11.07.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BASAJEV ALLUR
Shamíl Basajev, leiðtogi uppreisn-
armanna úr röðum tétsenskra að-
skilnaðarsinna, lést í sprengingu í
Íngúshetíu í gær. Rússnesk stjórn-
völd sögðust hafa myrt Basajev en
talsmenn uppreisnarmanna vísuðu
því hins vegar á bug og sögðu hann
hafa látist af slysförum.
Ábyrgð hjá fyrirtækjum
Félagsdómur komst í dómi sínum
í máli Trésmiðafélags Reykjavíkur
gegn Sóleyjarbyggð að því að hið ís-
lenska fyrirtæki bæri ábyrgð á því
að tryggja að erlendum starfs-
mönnum sem hingað kæmu til að
vinna væru greidd laun í samræmi
við lágmarkskjör í viðkomandi
starfsgrein.
Níu hættir við kaup á lóðum
Bjóðendur í níu íbúðarlóðir í landi
Úlfarsárdals við Úlfarsfell, sem
boðnar voru út í febrúar sl., hafa
ekki staðið í skilum á greiðslum og
hætt við lóðakaupin. Á fjórða hundr-
að aðilar skiluðu inn rúmlega fjögur
þúsund tilboðum, en alls voru 104
lóðir í útboðinu. Hlutfall þeirra sem
ekki standa við kauptilboð sín er
óvenju hátt í útboðum af þessu tagi.
RÚV stefnir 365-miðlum
Ríkisútvarpið ætlar að höfða mál
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á
hendur 365- ljósvakamiðlum og aug-
lýsingastofunni Góðu fólki til heimtu
skaðabóta og miskabóta fyrir brot á
höfundarrétti og sæmdarrétti í aug-
lýsingum.
Áfram mannfall á Gaza
Ísraelsher hélt áfram mann-
skæðum loftárásum á Gaza-svæðið í
gær og Ehud Olmert, forsætisráð-
herra Ísraels, neitaði því að Ísraelar
hefðu beitt Palestínumenn of mikilli
hörku eftir að ísraelskur hermaður
var tekinn í gíslingu.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 21
Fréttaskýring 8 Forystugrein 22
Viðskipti 12 Minningar 24/29
Úr verinu 13 Dagbók 32/35
Erlent 14/15 Víkverji 32
Minnstaður 16 Velvakandi 33
Akureyri 17 Staður og stund 34
Austurland 17 Menning 36/37
Suðurnes 18 Ljósvakamiðlar 42
Daglegt líf 19 Veður 43
Menning 20 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
STEFNA Ríkisútvarpsins og Sigurðar Guðjóns
Sigurðssonar, sjálfstætt starfandi hönnuðar, á
hendur 365-ljósvakamiðlum ehf. og auglýsinga-
stofunni Góðu fólki var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Krafist er að stefndu greiði
stefnanda, Ríkisútvarpinu, 960.265 kr. og Sigurði
Guðjóni Sigurðssyni 2 milljónir kr.
Málsatvik eru að 14. febrúar sl. pantaði Ríkis-
útvarpið síðu í Fréttablaðinu undir auglýsingu
sem stofnunin hafði látið Sigurð vinna fyrir sig og
sendi 365 fullbúið eintak af auglýsingunni á raf-
rænu formi. Þar var greint frá niðurstöðu fjöl-
miðlakönnunar IMG-þekkingarsköpunar hf. frá í
janúar og bent á að 10 af 10 vinsælustu sjónvarps-
þáttunum væru í Sjónvarpinu. 365 ljósvakamiðlar
birtu auglýsingu frá Stöð 2 í Fréttablaðinu 28.
febrúar þar sem auglýsing RÚV var tekin í heilu
lagi, minnkuð og hallað til vinstri. Yfir auglýsingu
RÚV höfðu verið settir rauðir borðar með orðinu
„búið“, og tekið fram að ekki væri nóg að vera vin-
sæll í viku og bætt við að 7 af 10 vinsælustu þáttum
Sjónvarpsins væru ekki lengur á dagskrá.
Byggja stefnendur báðir á því að auglýsing njóti
verndar sem höfundarverk samkvæmt 1. grein
höfundarlaga nr. 73/1972. Stefnandi Ríkisútvarpið
byggir á því að auglýsingin hafi verið tekin og not-
uð í heimildarleysi og án samþykkis eiganda henn-
ar, sem er Ríkisútvarpið. Stefnandi Sigurður
byggir á því að útliti og innihaldi auglýsingarinnar
hafi verið breytt án leyfis hans, hún afbökuð og
notuð gegn viðskiptavini hans.
Telur vinnubrögð í samræmi við venjur
„Ég held að þessi vinnubrögð sem viðhöfð voru
við þessa auglýsingu, sem var unnin af auglýs-
ingastofu fyrir okkur, séu nú í samræmi við það
sem hafi tíðkast, m.a. af Ríkisútvarpinu,“ sagði Ari
Edwald, forstjóri 365-miðla, í samtali við Morg-
unblaðið í gær og sagðist lítið annað hafa um málið
að segja á þessu stigi. „Við erum að fara að taka til
varna í málinu, eða því sem að okkur snýr.“
Málið verður þingfest 7. september nk.
Stefna 365 og Góðu fólki
fyrir brot á höfundarlögum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
MAGNI R. Magnússon, sem rak
verslun í 40 ár með spil og ýmsa
muni á Laugavegi, hefur löngum
verið þekktur safnari. Nýverið fann
hann franskt póstkort með mynd af
frönskum sjómönnum á skútu að
láta úr höfn. Undir myndinni er rit-
að á frönsku: „Franskir sjómenn á
leið til fiskveiða við Ísland.“ Eftir
að Magni hætti verslunarrekstri
stofnaði hann ásamt konu sinni fyr-
irtækið Safnmuni í því augnmiði að
safna gömlum munum tengdum Ís-
landi. „Það er fyrst núna sem mað-
ur hefur tíma til að skoða það sem
maður hefur safnað,“ segir Magni.
Eftir áratuga reynslu á hann orð-
ið ágætis félaga og kunningja í hin-
um alþjóðlega safnaraheimi sem
láta hann vita ef þeir rekast á eitt-
hvað á hans áhugasviði. „Þeir taka
oft frá fyrir mig hluti sem tengjast
Íslandi og ef það er eitthvað mjög
skemmtilegt hef ég stundum fært
þeim íslenskt brennivín en því
gleyma þeir aldrei.“ Magni fékk t.d.
ábendingu frá Frakklandi um að
bjóða ætti upp póstkortið góða og
náði því að næla sér í það.
Hann er ekki búinn að ákveða
hvað hann ætlar að gera með póst-
kortið en hann var á leið til Tyrk-
lands þegar blaðamaður náði tali af
honum. Aðspurður hvort nokkrar
líkur væru á því að finna eitthvað
áhugavert fyrir safnara eins og
hann þar sagði Magni að það væri
nú ekki markmið ferðarinnar en
hann hefði augun alltaf opin. Slíkt
borgaði sig því oft hefði hann séð
merkilegustu hlutina þar sem hann
hefði síst átt von á þeim.
Fær margar ábendingar um
forvitnilega muni tengda Íslandi
Morgunblaðið/Sverrir
Magni R. Magnússon með póstkortið sem hann keypti á uppboði í Frakklandi eftir ábendingu frá einum kunningja
sínum þar. Á kortinu er mynd af frönskum sjómönnum á leið til veiða við Íslandsstrendur.
Eignaðist franskt
póstkort frá upp-
hafi síðustu aldar
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
ALDREI hafa fleiri skráð sig til
leiks í hið árlega 55 kílómetra langa
Laugavegarhlaup sem fer fram hinn
15. júlí nk. Þátttakendur verða nú
150 og er það aukning um 17 frá því í
fyrra. Skráningu er nú lokið.
Hlaupararnir eru frá 12 löndum.
Alls eru 87 Íslendingar skráðir til
keppni og 63 frá öðrum löndum.
Bretar eru í miklum meirihluta er-
lendra þátttakenda eða alls 30 en
einnig eru 14 Þjóðverjar skráðir til
keppni.
Laugavegurinn er fræg gönguleið
milli Landmannalauga og Húsadals í
Þórsmörk. Hlaupið er mikil þrek-
raun enda er það 13 kílómetrum
lengra en hefðbundið maraþon, auk
þess sem hækkunin á leiðinni er 800
metrar og undirlag óslétt. Hæsti
punktur leiðarinnar er við Hrafn-
tinnusker.
Morgunblaðið/Rúnar
Í fyrra hlupu 133 milli Landmannalauga og Þórsmerkur.
Aldrei fleiri í
Laugavegarhlaupi