Morgunblaðið - 25.07.2006, Page 4

Morgunblaðið - 25.07.2006, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKEMMDARVERK voru unnin við Seljaskóla í Breiðholti um helgina þegar kveikt var í ruslaíláti sem fast var við vegg við norðurhlið skólans. Ruslaílátið var fest upp við skólann sl. laugardag og hefur því varla fengið að standa óhreyft í einn dag áður en kveikt var í því. Það var fyrirtækið Gámaþjónustan sem gaf skólanum ílátið ásamt fjór- um öðrum í tilefni af fegrunarátaki Breiðholtshverfis. „Þetta er alger- lega óþolandi,“ segir Kjartan Val- garðsson hjá Gámaþjónustunni um athæfið. „Við ætlum að fylgja þessu eftir, haft verður samband við skólastjór- ann og farið verður yfir upptökur öryggismyndavélanna og svo munu þeir sem bera ábyrgð á þessu þurfa að greiða fyrir þetta,“ segir Kjart- an og bætir við að ílát sem þetta kosti tæplega 20 þúsund krónur. Auk þess er mikil vinna fyrir hönd- um að þrífa upp eftir brunann enda hefur ílátið, sem er úr plasti, bráðn- að utan á vegginn og skilið eftir mikinn sóðaskap. Mikil slysahætta Kjartan tekur einnig fram að töluverð slysahætta hafi fylgt þessu uppátæki enda blossar eldur upp þegar kveikt er í plasti sem þessu. „Það virðist einnig sem pappi hafi verið dreginn upp að ílátinu til að auka við eldsmatinn og skapa stærri bruna,“ segir Kjartan en papparusl var áberandi í kringum staðinn. „Við erum ekki að vekja athygli á þessu til að kynna okkur, heldur sem borgarar í Reykjavík, því þetta er algerlega óþolandi,“ segir Kjart- an og bætir við að nauðsynlegt sé að laga svona hluti strax til að sýna að sóðaskapurinn verði ekki liðinn. Dapurlegar fréttir Formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar og stjórnandi fegrunarátaks Breiðholtshverfis, Gísli Marteinn Baldursson borg- arfulltrúi, telur fréttirnar af skemmdarverkinu dapurlegar. „Eitt af markmiðum þess að fara í fegrunarátak í Breiðholtinu var að vekja íbúana til umhugsunar um hvað það er miklu skemmtilegra að hafa hreint og fallegt í kringum sig, og að menn myndu sameinast um að minnka veggjakrot og henda rusli minna frá sér og standa vörð um eigur borgarinnar,“ segir Gísli. Hann tekur einnig undir nauðsyn þess að setja strax nýtt ruslaílát í stað þess sem kveikt var í. „Ef að borgin okkar er subbuleg og skít- ug, eins og mörgum Breiðhylt- ingum finnst hverfið hafa verið að undanförnu, þá leiðir það til svona andfélagslegrar hegðunar. Það segir sig sjálft að menn ganga bet- ur um þar sem er snyrtilegt,“ segir hann og bætir við að það séu sér- stök vonbrigði að sumir hafi fundið þörf til þess að eyðileggja þetta rus- laílát sem var nýbúið að setja upp í miðju fegrunarátaki. „Svona skemmdarstarfsemi verður ekki liðin og nauðsynlegt er að taka á henni strax og það á borgin auðvit- að líka að gera,“ segir Gísli. Af umhverfismálum hefur Gísli það annars að segja að stefnt er að áframhaldandi átaki í Breiðholti út sumarið en að líklega verði önnur hverfi tekin fyrir snemma næsta vor. „Þetta er mikið átak og við er- um ekki bara að þrífa burt veggja- krot og þess háttar eins og í öðrum hverfum, heldur einnig að skipta um leiktæki og tyrfa heilu fótbolta- vellina upp á nýtt,“ segir Gísli. „Nýlega ályktaði svo borgarráð um átak í veggjakrotsmálum og að ekki ætti að sjást veggjakrot á nein- um eigum borgarinnar,“ segir Gísli og tekur fram að bærilega hafi gengið að fylgja því eftir. Kveikt í ruslaíláti við Selja- skóla í miðju fegrunarátaki Morgunblaðið/Jim Smart Kjartan Valgarðsson hjá Gámaþjónustunni með nýtt ruslaílát sem sett verður upp í stað þess kveikt var í. Eftir Berg Ebba Bendiktsson bergur@mbl.is MAGN klórs hefur verið minnkað verulega í sundlaugum hér á landi síðastliðin ár eftir að farið var að jafna sýrustig vatns sem notað er í laugarnar. Gert er ráð fyrir að þetta verði mögulegt í öllum sundlaugum hér á landi árið 2010 en lengi var of mikill klór notaður í íslenskum sund- laugum. Þekkt er að klór í sundlaugum get- ur valdið ýmiss konar ofnæmi og ert- ingu og þá sér í lagi ef það er notað í of miklu magni. Eins og Morgun- blaðið greindi frá nýlega bendir ný rannsókn belgískra vísindamanna til að mælanlegt samband sé milli sund- ferða og asmatilfella. Ljóst þykir þó að sund og aðrar íþrótti auka styrk lungnanna og að tíðni asmatilfella er lægri hér en á Norðurlöndunum þrátt fyrir að fáar þjóðir stundi sundlaugarnar jafn mikið og Íslend- ingar. Ólafur Gunnarsson, tæknistjóri sundstaða Reykjavíkurborgar, segir að eftir að farið var að stilla sýrustig sundlaugavatnsins í laugunum í Reykjavík hafi verið mögulegt að minnka verulega magn klórs sem notað er. Nú sé þetta gert í lang- flestum sundlaugunum í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum borgar- innar og að einhverju leyti á lands- byggðinni einnig. Þetta verður skylt að gera árið 2010 samkvæmt reglu- gerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, en þar eru gerðar kröfur um að stilla megi sýrustig sund- laugavatns. Fyrirtækið ÍSAGA hefur komið að því að setja upp stýribúnað í þessu skyni í sundlaugum og segir Eggert Eggertsson, lyfjafræðingur hjá fyr- irtækinu, að með því að bæta kolsýru í vatnið sé hægt að jafna sýrustig vatnsins. Íslenskt vatn sé yfirleitt basískt og klór virki afar takmarkað við slíkar aðstæður. „Kolsýran er al- gjörlega skaðlaus og virkar sem sýr- ustillir á vatnið,“ segir Eggert. „Ef vatnið er mjög basískt skiptir ekki svo miklu máli hversu mikill klórinn er, klórinn nær ekki að drepa bakt- eríurnar. Áður bættu menn þá sífellt meiri klór í vatnið sem er náttúrlega ekki heppilegt. Nú má gera þetta með því að sýrustilla vatnið.“ Minna sett af klór í sundlaugar en áður Morgunblaðið/Sverrir Fyrst var hafið að sýrujafna vatnið í Vesturbæjarlauginni í Reykjavík SÆNSKA utanríkisráðuneytið hef- ur stofnað sænska ræðisskrifstofu á Húsavík og hefur Þórunn Harð- ardóttir verið skipuð heiðursræð- ismaður fyrir sveitarfélögin Norð- urþing og Akureyri. Á Íslandi er Svíþjóð jafnframt með ræðismenn á Seyðisfirði, Siglufirði og í Vest- mannaeyjum. Þórunn er fædd árið 1978. Hún hefur B.Sc. í viðskiptafræði, ferða- þjónustusviði frá Háskólanum á Ak- ureyri og hefur einnig stundað nám við háskóla í Stokkhólmi og Kalmar í Svíþjóð. Hún starfar nú við fyr- irtækið Norðursiglingu á Húsavík. Útnefning Þórunnar Harð- ardóttur var kunngerð af sænska sendiherranum Madeleine Ströje Wilkens á Húsavík í gær, 24. júlí, við sama tækifæri og Sænskir dag- ar ásamt Mærudögum voru opn- aðir. Svíþjóð hefur rúmlega 400 ræð- isskrifstofur í fleiri en 130 löndum. Sænsk ræðisskrif- stofa á Húsavík SLÖKKVILIÐ var kallað að bíla- geymslu við Grettisgötu á sunnu- dag. Þar var eldur í rusli sem að mestu hafði tekist að slökkva þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Lík- legt þykir að um íkveikju hafi verið að ræða og rannsakar lögreglan málið sem slíkt. Minniháttar skemmdir hlutust af sóti og reyk sem barst um húsið. Eldur í geymslu við Grettisgötu RÚÐA var brotin í jarðýtu í Fljóts- dal um helgina. Verktakar sem eru að leggja raflínu að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal nota jarðýtuna við sína vinnu. Ekk- ert liggur fyrir um hver var þarna að verki en málið er í rannsókn. Það er Landsnet hf. sem byggir raflínurnar, en framkvæmdum á að mestu að ljúka á þessu ári. Fljóts- dalslína 3 verður 49,5 km löng með 159 möstrum og Fljótsdalslína 4 verður 53 km löng með 166 möstr- um. Heildarkostnaður við línulögn- ina, tengivirki og tengingu við raf- orkuflutningskerfi Austurlands er um 9 milljarðar króna. Brutu rúðu í jarðýtu í Fljótsdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.