Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF BORGARTÚN - LAUST Góð 444 fm skrifstofuhæð á 3. hæð miðsvæðis í Borgartúni. Mjög sýnileg staðsetning. Góð aðkoma er að húsinu. Hæðin er nú innréttuð sem 12 skrifstofuherbergi, kaffistofa og snyrting. Möguleg aðstoð við fjármögnun. V. 69,9 m. 7432 Sími 511 2900 Áhugasamir hafið sambandi við skrifstofu Leigulistans, eða Guðlaug í s. 896 0747.                                  !   "# $%  &'      $  () # $  '* $ + *  ,  ,  &    -.&  -/ 0/1 23 &43$  5      &#   6 *  7 *   894  :;## #/ 2 !2   <   !2       !" 03=# 02*  ! #$   %  7>?@ 0A2   2 2               ; # 3 ;  2 2    1 1 1  1   1  1  1  1 1 1 1  1 1 1 1 1 1 1 1 1 B  CD B CD 1 1 B 1  CD B 1  CD B 1 CD B 1 CD B 1 CD B CD 1 1 1 B 1 CD B 1 CD 1 1 1 1 1 1 1 1 6 * 2   *#  : $2 A  *# E ( 0                1   1  1 1 1  1 1                  1                       1  < 2   A )%   :6 F #  &4!*  2        1  1  1 1 1  1 1 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði um 0,32% í 5.441 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 477 milljónum króna, þar af 134 milljónum með bréf KB banka. Gengi bréfa Marels hækkaði um 1,5%, bréfa Landsbankans um 1,4% og Alfesca um 0,7%. Gengi bréfa Vinnslustöðvarinnar lækkaði um 2,38% og bréf FL Group um 1,2%. Úrvalsvísitala lækkar ● ICELANDIC Group og Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri Ice- landic France, dótturfyrirtækis Ice- landic Group, hafa gert samkomulag um að Kristján láti af störfum nú þeg- ar en Kristján hefur stýrt Icelandic France frá því í nóvember 2005. Jean Max Martel mun taka við stjórn Icelandic France en síðastliðin tvö ár hefur hann verið einn af stjórnendum félagsins. Jean Max var eigandi Comigro Geneco og starfaði sem framkvæmdastjóri félagsins í 23 ár eða þar til Icelandic Group festi kaup á félaginu á árinu 2004. Kristján hættir hjá Icelandic France ● SKULDIR heimilanna við innláns- stofnanir stóðu í 657 milljörðum króna í lok júní og höfðu þá aukist um 34 milljarða á einum mánuði. Mest af þessum skuldum er í formi verðtryggðra skulda sem stóðu í tæplega 487 milljörðum í lok júní síðastliðins og hækkuðu um 2,3% frá mánuðinum á undan. Í fréttum greiningar Glitnis kemur fram að þetta sé minnsti raunvöxtur verð- tryggðra útlána til heimila á milli mánaða á árinu og komi þar fram áhrif hertra útlánareglna bankanna ásamt hærri vöxtum og að einhverju marki versnandi efnahagshorfur. Allir þessir þættir hafi slegið á spurn eftir húsnæðislánum bankanna. Lán inn- lánsstofnana til erlendra aðila hafa aukist mikið á undanförnum miss- erum og stóðu í 736 milljörðum í lok júní og höfðu aukist um 235 millj- arða frá upphafi ársins og voru þá orðin meiri lán innlánsstofnana til heimilanna í landinu. Aðstærstum hluta er um að ræða gengistryggð lán og skýrir gengisþróun krónunnar um helming aukningarinnar. Heimilin farin að draga úr lántökum STJÓRN norska stórfyrirtækisins Orkla mun vera reiðubúin að lána David Montgomery og breska fjár- festingarfélaginu Mecom, sem hann stýrir, hluta kaupverðs fjölmiðla- veldisins Orkla Media. Mecom gerði samning um að kaupa Orkla Media fyrir 6,6 milljarða danskra króna, jafngildi nær 83 milljarða íslenskra króna. Eins og greint hefur verið frá virðist sem Mecom eigi í erfiðleikum með að fjármagna kaupin og leggja fram tryggingar fyrir 75% af kaup- verðinu eins og um var samið. Orkla láni það sem á vantar Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv (DN) hefur á fréttavef sínum eftir heimildarmönnum sínum að Orkla sé reiðubúið til að lána hluta kaupverðsins svo hægt sé að ganga frá viðskiptunum. Samkvæmt út- reikningum blaðsins mun lánið vera um hálfur milljarður norskra króna eða sex milljarðar íslenskra króna. Forsvarsmenn Orkla og Mecom áttu í samningaviðræðum í London um helgina og samkvæmt heimildum DN er líklegt að gengið verði frá samningum snemma í þessari viku en Dag Opedal, forstjóri Orkla, sem fór sjálfur til London fyrir helgi til að stýra viðræðunum, hefur ekki viljað staðfesta þetta. „Við viljum ekki nefna tímasetningar en við höldum samningaviðræðunum áfram svo lengi sem þær skila okkur eitthvað áleiðis,“ sagði Opedal við DN. Í samtali við vef Berlingske Tid- ende var Opedal þó aðeins bjart- sýnni: „Svo lengi sem við eigum í við- ræðum við Mecom hef ég trú á að samningar náist. Ef ég tryði ekki á það myndi ég slíta viðræðunum.“ Reuters Þarf lán frá Orkla David Montgomery, stjórnarformaður fjárfestinga- félagsins Mecom, hefur átt í basli með að fjármagna kaupin á Orkla Media. Viðræður um söluna á Orkla Media á lokastigi GOLF er að margra mati íþrótt hin skemmtilegasta og hefur hún hing- að til þótt tiltölulega skaðlaus en nú hefur sænskur dómstóll þó tekið annan pól í hæðina. Umhverfis- dómstóllinn í Växjö í Smálöndum Svíþjóðar hefur komist að þeirri niðurstöðu að golfkúlur geti valdið umhverfisháska og þar með beri að líta á golfiðkun sem umhverfis- skaðlega starfsemi. Samkvæmt úrskurðinum má bera golfkúlur á flugi að jöfnu við fljúgandi sprengt grjót og hefur Araslövs golfbana í skánska bænum Kristianstad verið gert að gera við- eigandi ráðstafanir til þess að um- hverfi golfvallarins verði öruggt. Verði dómnum ekki áfrýjað getur það haft kostnað í för með sér fyrir aðra golfvelli í Svíþjóð. Það lá að REKSTUR farsímarisans Vodafone hefur gengið erfiðlega að undan- förnu og nú hefur félagið orðið fyrir enn einu áfallinu en Bill Morrow, yfirmaður Evrópustarfsemi Voda- fone, sagði starfi sínu lausu í gær. Hann er ekki fyrsti yfirmaður- inn sem yfirgefur félagið en tíma- setningin þykir óheppileg því bú- ist er við því að hluthafar geri hallarbyltingu á aðalfundi félags- ins sem fer fram í dag. Morrow mun hafa skýrt afsögnina með fjölskylduástæðum en hann hef- ur verið talinn meðal helstu banda- manna Arun Sarin, forstjóra Voda- fone, sem ekki hefur átt sjö dagana sæla að undanförnu. Í maí skilaði Vodafone ársuppgjöri og var tap félagsins á síðasta rekstr- arári það mesta í evrópskri fyrir- tækjasögu samkvæmt Financial Times. Enn aukast vandræði Vodafone FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur ákveðið að leita til dómstóla vegna niðurstöðu kærunefndar um fjármálastarfsemi að viðskipti útgef- enda með eigin bréf sem skráð hafa verið í Kauphöll Íslands falli ekki undir birtingarskyld viðskipti. Að mati FME getur það haft slæm áhrif fyrir markaðinn ef viðskipti með eigin bréf eru ekki birt í Kaup- höll Íslands. Að sögn Írisar Örnu Jóhannsdótt- ur, lögfræðings hjá FME, er þetta í fyrsta sinn sem FME leitar til dóm- stóla enda hafði FME ekki heimild til að kæra úrskurði nefndarinnar þótt brotþoli hefði það. Með breyt- ingum á lögum sem tóku gildi nú ný- lega fékk FME heimild til að leita til dómstóla og jafnframt var kæru- nefndin lögð niður en umræddur úr- skurður kærunefndar féll eftir að lögin tóku gildi. „Þetta var eitthvað sem okkur þótti skorta og okkur fannst óþægi- legt að úrskurður kærunefndar væri endanlegur í öllum tilvikum fyrir okkur þannig að við óskuðum eftir að fá málskotsheimild,“ segir Íris. Geta haft verðmótandi áhrif Upphaf málsins er að tiltekið félag átti viðskipti með eigin bréf. Fjár- málaeftirlitið taldi að samkvæmt lög- um um verðbréfaviðskipti bæri út- gefanda að senda upplýsingar um slík viðskipti þegar í stað til Kaup- hallar Íslands en þær bárust hins vegar ekki fyrr en daginn eftir. Stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvað því að sekta félagið um 200 þúsund krónur vegna mistakanna. Fjármáleftirlitið segist hafa byggt sektarákvörðun sína á þeim laga- grundvelli að félagið væri fjárhags- lega tengt stjórnendum þess og sú niðurstaða sé í samræmi við sameig- inlega túlkun FME og Kauphallar- innar Íslands á lögunum og almenna markaðsframkvæmd á tilkynningum um viðskipti með eigin bréf. Rök FME fyrir því að tilkynna beri opinberlega um viðskipti félags með eigin bréf eru að þau geti haft verðmótandi áhrif fyrir félagið á sama hátt og viðskipti stjórnenda og því sé nauðsynlegt að allir hafi jafn- an aðgang að slíkum upplýsingum. Kærunefndin taldi aftur á móti í úrskurði sínum frá 27. júlí að með „rýmkandi lögskýringu“ verði útgef- endur að teljast fruminnherjar í skilningi laga um verðbréfaviðskipti en ekki stjórnendur. Í lögum um verðbréfaviðskipti er skilgreint hverjir teljast stjórnendur og þeir taldir upp. Þá segir að hið sama eigi við um aðila fjárhagslega tengda stjórnendum. Fjárhagslegir aðilar eru ekki skilgreindir í lögun- um en FME falið að skilgreina þá í reglum sínum. Telur FME einsýnt að útgefandinn sjálfur sé fjárhags- lega tengdur aðili í skilningi laganna enda lúti hann framkvæmdastjórn innherja, sé stjórnað með beinum hætti af innherja og fjárhagslegir hagsmunir hans séu óneitanlega samtvinnaðir hagsmunum innherja. FME beinir því til skráðra félaga að halda áfram uppteknum hætti varðandi upplýsingar til Kauphallar- innar um viðskipti með eigin bréf þar til endanleg niðurstaða fáist í málinu en brot á upplýsingaskyldunni varði stjórnvaldssektum eða sektum í refsimáli. FME leitar í fyrsta sinn til dómstóla Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SÆNSKA tískufatakeðjan Hennes & Mauritz, eða H&M eins og hún heitir í daglegu tali, hefur löngum vakið athygli fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í vali sínu á fyrirsætum. Meðal þeirra sem hafa setið fyrir á myndum fyrir fyrirtækið eru Cindy Crawford, Claudia Schiffer og mörgum er það eflaust í fersku minni þegar Kate Moss var rekin í fyrrahaust fyrir eiturlyfjaneyslu. Á síðustu árum hefur H&M auk- ið áherslu sína á karlmannsfatnað og nýjasta val fyrirtækisins á fyrirsætu hefur vakið athygli í Svíþjóð en það er enginn annar en ítalska knattspyrnuhetjan Paolo Maldini, leikmaður AC Milan og fyrrum fyrirliði ítalska landsliðs- ins. „Hann er svalur og hefur nú- tímalegan en jafnframt karlmann- legan, glæsilegan og kæruleysis- legan stíl,“ segir talsmaður H&M í samtali við Dagens Industri. Reuters Paolo Maldini fyrirsæta H&M ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.