Morgunblaðið - 25.07.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.07.2006, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Genf. AFP, AP. | Viðræðum milli sex helstu við- skiptaríkja heims um skref í átt að auknu við- skiptafrelsi á sviði landbúnaðarafurða og iðn- framleiðslu lauk í gær í Genf í Sviss án árangurs hjá Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Fulltrúar Ástralíu, Brasilíu, ESB, Indlands, Japan og Bandaríkjanna sátu viðræðurnar í fyrradag og í gær en þær eru liður í Doha-viðræðulotunni um frjálsræði í viðskiptum. „Það virðist ljóst miðað við ástandið nú að það muni ekki ganga að kalla ráðherra hingað aftur. Hvort það þýði að viðræðum verði slegið á frest er eitthvað sem aðildarríkin verða að ákveða,“ sagði ónefndur heimildarmaður á staðnum í gær. Heimildarmaðurinn segir að litlar líkur séu á því að WTO nái sátt um aukið frjálsræði í við- skiptum fyrst G6-ríkin hafi ekki náð saman en þau ráði mestu um niðurstöður viðræðnanna fyr- irhuguðu í Doha við Persaflóa. Viðskiptaráðherra Indlands, Kamal Nath, full- yrti í gær að viðræðunum hefði aðeins verið frestað. Þær yrðu teknar upp á ný en það gæti tekið mánuði eða ár að koma þeim aftur af stað. Framkvæmdastjóri WTO, Frakkinn Pascal Lamy, var fyrir viðræðurnar reiðubúinn að boða til fundar allra aðildarríkjanna 149 síðar í vik- unni. En það virðist ekki ætla að ganga eftir fyrst G6-ríkin fyrrnefndu náðu ekki samkomu- lagi. Bandarísku fulltrúarnir saka nú Brasilíu og Indland um að neita að opna markaði sína fyrir innflutningi á iðnvarning og Evrópusambandið um að vilja ekki semja um lægri innflutningstolla á landbúnaðarvörur. „Því miður kom það skýrt í ljós í dag [mánudag] að „útvötnuð útgáfa“ af Doha-niðurstöðum virðist vera það sem sumir þátttakendur vilji helst,“ sagði Susan Schwab, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna. Doha-viðræðunum, sem hófust fyrir fimm ár- um, hefur verið frestað margsinnis, einkum vegna ágreinings um viðskipti með landbúnaðar- vörur og niðurgreiðslur á þeim. Viðræðum um viðskipta- frelsi lauk án árangurs Óttast að tekið geti mánuði eða ár að koma þeim af stað á ný Bagdad. AP, AFP. | Réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraks- forseta, og samstarfsmönnum hans héldu áfram í gær þótt Saddam hefði verið lagður inn á sjúkrahús á sunnu- dag í kjölfar 17 daga hungurverkfalls hans og fleiri sakborninga. Leiðtog- inn fyrrverandi var þvingaður til að fá næringu í æð. Talsmaður réttarins segir Saddam hafa hlotið viðeigandi læknisaðstoð og að ekkert standi í vegi fyrir því að hann verði viðstaddur réttarhöldin síðar í vikunni, kæri hann sig um það. Þá segir hann að Saddam verði skip- aðir nýir lögfræðingar ef verjendur hans haldi áfram að hunsa réttarhöld- in. Þeir hafa meðal annars krafist aukinnar verndar en þrír verjendur Saddams og fleiri sakborninga hafa þegar verið myrtir. Einn var Khamis al-Obeidi, honum var rænt og hann myrtur 21. júní. Saddam er sakaður um að hafa fyr- irskipað fjöldamorð á nær 150 íbúum í litlum bæ, Dujail, árið 1982 eftir að þar var gerð morðtilraun við hann. Talið var að sjö gamlir liðsmenn Íraksforsetans fyrrverandi myndu flytja lokaorð sín í gær. Hálfbróðir Saddams, Barzan Ibrahim, sem var eitt sinn yfirmaður leyniþjónustunn- ar, var eini sakborningurinn sem mætti í réttinn í gær. Ibrahim sagðist hafna verjendum sem skipaðir væru af réttinum vegna fjarveru þeirra sem hann hafði sjálfur valið. Bað hann um meiri tíma til að telja lögfræðinga sína á að snúa aftur í réttarsalinn, einnig kæmi til greina að hann reyndi að fá nýja lögfræðinga. Réttar- höld án Saddams Á HVERJUM degi deyja um 1.200 manns, þar af rúmur helmingurinn börn, af völdum átaka eða hungursneyðar og farsótta sem raktar eru til stríðsins í Lýðveldinu Kongó, samkvæmt skýrslu sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, birti í gær. Átökin valda fleiri dauðsföllum á hálfu ári en flóðbylgjan í Indlandshafi í desember 2004. Talið er að tugir þúsunda manna hafi fallið í átökunum en farsóttir og hungursneyð af völd- um stríðsins hafa valdið miklu fleiri dauðs- föllum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna vonar að þingkosningar, sem haldnar verða á sunnu- daginn kemur, stuðli að friði í landinu þegar fram líða stundir. Eru þetta fyrstu lýðræð- islegu kosningarnar í Kongó í 46 ár. „Kosningar eru engin töfralausn á öllum vandamálum þjóðarinnar en þær geta verið mikilvægur þáttur í því að koma á friði og stöð- ugleika,“ sagði Martin Bell, höfundur skýrslu UNICEF og fyrrverandi stríðsfréttaritari breska ríkisútvarpsins, BBC. Í skýrslunni kemur fram að á ári hverju deyja fleiri börn undir fimm ára aldri í Kongó en í Kína sem er 23 sinnum fjölmennara land. Talið er að allt að 30.000 börn berjist eða búi hjá vígasveitum í Kongó, fleiri en í nokkru öðru landi í heiminum. Hörmungarnar hunsaðar Tony Bloomberg, fulltrúi UNICEF í Kongó, sakaði heimsbyggðina um að hunsa stríðs- hörmungarnar í landinu. „Á hverjum sex mán- uðum er manntjónið í Kongó meira en af völd- um flóðbylgjunnar miklu, en samt hefur landið ekki fengið þá athygli sem það á skilið, hvorki af hálfu fjölmiðla né almennings,“ sagði Blo- omberg. Stríðið í Kongó geisaði í fimm ár og að- stæður íbúanna hafa lítið batnað þrátt fyrir friðarsamkomulag sem náðist fyrir þremur ár- um. Bráðabirgðastjórn Kongó hefur enga stjórn á stórum svæðum og mikil spenna er enn í austurhluta landsins. Kongó er álíka stórt og Vestur-Evrópa, um 2,3 milljónir ferkílómetra og íbúarnir nær 60 milljónir. Um 17.600 hermenn annast nú frið- argæslu í Kongó á vegum Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið sendi þangað 1.000 her- menn til að aðstoða við öryggisgæslu á kjör- stöðunum. Um 1.200 dauðsföll á dag rakin til stríðsins Reuters Piltur í Kinshasa, höfuðborg Kongó, með límmiða frá einu af forsetaefnunum. SÓMALSKAR konur halda á borða með tilvitn- unum í Kóraninn á mótmælafundi á íþrótta- leikvangi í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þúsundir manna komu þar saman í gær til að mótmæla eþíópískum hersveitum sem sendar voru til landsins í vikunni sem leið. Íslamskir leiðtogar í Sómalíu hafa blásið til heilags stríðs í landinu til að hrekja hersveitir Eþíópíumanna þaðan. Hersveitirnar fóru til bæjarins Badoia og settu þar upp búðir, nálægt heimili bráða- birgðaforseta Sómalíu. Talsmaður stjórnvalda í Eþíópíu sagði að tilgangurinn væri að verja bráðabirgðastjórn Sómalíu gegn íslamistum sem höfðu tekið völdin í nálægum smábæ, en þeir náðu höfuðborginni Mogadishu á sitt vald í júní. Yfirvöld í Eþíópíu eru mjög andvíg íslamist- unum og hafa ítrekað varað við því að þau muni senda her inn í Sómalíu reyni þeir að koma stjórninni frá. AP Eþíópískum hersveitum mótmælt í Sómalíu Washington. AP. | Fólk þarf ekki lengur að vera geimfarar að at- vinnu til að eiga möguleika á því að fara í geimgöngu. Það eina sem fólk þarf eru 35 milljónir dollara, eða 2,6 milljarðar króna, og löngun til að hætta lífinu. Einkafyrirtæki í Bandaríkj- unum hefur þegar sent þrjá auð- kýfinga í Alþjóðlegu geimstöð- ina fyrir 20 milljónir dollara, 1,5 milljarða króna. Fyrirtækið býður nú 90 mínútna geimgöngu í rússneskum geimfarabúningi fyrir 15 milljónir dollara til við- bótar. „Þetta er nokkuð sem mjög fáir geimfarar hafa gert,“ sagði Eric Anderson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Space Ad- ventures. Boðið upp á geimgöngu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.