Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 15 ERLENT E N N E M M / S IA / N M 2 2 7 5 5 Nú n SKJÁEINUM í gegnum Digital Íslandærðu Fyrir þá sem ekki geta vakað verða tónleikarnir sýndir kl. 21.30 á miðvikudagskvöldið og úrslitin kl. 21.30 á fimmtudagskvöldið. Fylgjumst með ótrúlegum árangri Magna í kvöld í beinni útsendingu kl. 1 eftir miðnætti. Úrslitin verða svo sýnd í beinni útsendingu á miðnætti annað kvöld. „Magni-ficent“ –Tommy Lee Vín. AFP. | Leiðtogar Serbíu og Kos- ovo-Albana komu saman í gær í fyrsta skipti frá því að Atlantshafs- bandalagið hrakti serbneskar örygg- issveitir frá héraðinu með loftárásum árið 1999. Fundurinn snerist um sjálfstæðiskröfu Kosovo-Albana. Erhard Busek, yfirmaður stofn- unar Evrópusambandsins sem vinnur að því að koma á stöðugleika á Balk- anskaga, segir það óhjákvæmilegt að Kosovo-Albanar nái fram kröfu sinni um sjálfstæði héraðsins. „Þetta verð- ur eflaust langt ferli en það mun á endanum leiða til sjálfstæðis,“ sagði Busek í viðtali við þýska dagblaðið Der Tagesspiegel. Finninn Martti Ahtisaari, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna, setti fundinn sem var haldinn fyrir luktum dyrum í Vínarborg. Fyrir sendinefndunum fóru forsetar og for- sætisráðherrar Serbíu og Kosovo. At- hygli vakti að fundarmennirnir tók- ust ekki í hendur áður en viðræðurnar hófust. Boris Tadic, forseti Serbíu, kvaðst vona að einhvers konar málamiðl- unarsamkomulag næðist um framtíð Kosovo en virtist ekki bjartsýnn á að það tækist. Vojislav Kostunica, for- sætisráðherra Serbíu, sagði að fund- urinn í gær hefði verið mjög mik- ilvægur en áréttaði þá afstöðu serbnesku stjórnarinnar að hún léði ekki máls á sjálfstæði Kosovo. Stjórn- in vill að Kosovo fái sjálfstjórnarrétt- indi en verði áfram hluti af Serbíu. AP Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu (t.v.), Boris Tadic forseti og Vuk Draskovic utanríkisráðherra á blaðamannafundi eftir viðræður við sendinefnd Kosovo-Albana í Vín í gær. Fyrstu viðræðurnar um framtíð Kosovo JOSEPH Estrada, fyrrverandi forseti Filippseyja, skoraði í gær á landsmenn að steypa Gloriu Arroyo af stóli forseta. Hann sakaði Arroyo meðal annars um harkalegar aðgerðir til að þagga niður í stjórn- arandstæðingum sem hafa sakað stjórn hennar um spillingu. Stjórnarandstæðingar kveikja hér í stórri brúðu, sem á að tákna forsetann, á mótmælafundi í Que- zon-borg þegar Arroyo flutti árlega stefnuræðu. Hún hét því meðal annars að stórauka ríkisút- gjöldin til að blása lífi í efnahaginn, leggja eða end- urnýja að minnsta kosti 20 flugvelli og hefja miklar vega-, járnbrautar-, hafna- og vatnsveitufram- kvæmdir. AP Hvattir til að steypa forseta Filippseyja Brussel. AP. | Ráðherrar Evrópusam- bandsins náðu í gær samkomulagi um að halda áfram fjárveitingum til stofnfrumurannsókna þrátt fyrir and- stöðu átta landa undir forystu Þjóð- verja. Slíkar rannsóknir eru ekki leyfðar í öllum aðildarlöndunum og því fara styrkirnir aðeins til þeirra ríkja sem stunda þær á árunum 2007–2013. Ströng skilyrði verða sett fyrir fjár- veitingunum, meðal annars strangt bann við einræktun manna. Áður hafði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, beitt neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn í forsetatíð sinni og neitað að staðfesta lagafrumvarp um aukin fjárframlög til stofnfrumurann- sókna. Afstaða Bush til stofnfrumu- rannsókna byggist á því að mannslífið sé heilagt og því megi ekki eyða, jafn- vel í sinni frumstæðustu mynd. Við stofnfrumurannsóknir eru fóst- urvísar, sem orðið hafa til við glasa- frjóvgun en eru ekki látnir þroskast, notaðir til rannsókna. Stuðningsmenn stofnfrumurannsókna telja að rann- sóknirnar geti leitt til mikilla fram- fara í læknavísindum og opnað dyrn- ar að lækningum á erfiðum sjúkdómum, eins og t.d. Parkinsons- veikinni. Hyggst styrkja stofn- frumurannsóknir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.