Morgunblaðið - 25.07.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.07.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 21 UMRÆÐAN KRISTJÁN Guðmundsson, fyrr- verandi skipstjóri, spyr í grein í Morgunblaðinu 3. júlí hvenær sam- gönguráðuneytið muni gangast fyrir því að reglur verði settar um öryggi sjófarenda á skemmti- bátum og hvort ekki sé rétt að skylt verði að tryggja gagnvart hugs- anlegu tjóni af völdum skemmtibáta. Vegna þessara spurninga ósk- ar ráðuneytið að taka fram eftirfarandi: Vissulega eru í gildi reglur um siglingu og útgerð skemmtibáta en þær hafa verið til end- urskoðunar. Laga- frumvarp um áhafnir íslenskra fiskiskipa og annarra skipa var lagt fram á Al- þingi síðastliðið vor en það hlaut ekki afgreiðslu. Árið 2002 hafði einn- ig verið gerð tilraun til að setja regl- ur um skemmtibáta með laga- frumvarpi en þá náðist ekki samstaða um afgreiðslu þess. Gert er ráð fyrir að reynt verði enn á ný í haust að koma málinu í gegn. Meðal lagagreina frumvarpsins er að þeir sem hyggjast stjórna skemmtibát skuli afla sér þar til gerðra réttinda á námskeiði sam- kvæmt námskrá sem mennta- málaráðuneytið setur. Sigl- ingastofnun Íslands myndi í framhaldinu gefa út skírteini til stjórnunar skemmtibáta og var lagt til að réttindin yrðu takmörkuð við 18 ár fyrir þá sem stjórna vilja skemmtibát sem er 10 metrar eða styttri en 20 ár fyrir stærri báta. Um öll skip sem skráð eru eða skráningarskyld á Íslandi, þar með talda skemmtibáta, gilda siglingalög nr. 34/1985 með síðari breytingum. Þar eru lagðar ákveðnar skyldur á herðar skipstjóra. Ber hann ábyrgð á því að skipið sé haffært, vel útbúið og nægilega mannað og öryggisbún- aður sé í samræmi við lög og reglugerðir. Í háska ber skipstjóra að gera allt sem hann má til bjargar mönnum, skipi, farmi og öðrum fjármunum sem á skip- inu eru og leita til þess hjálpar sem nauðsyn krefur. Þá eru í lögunum ákvæði um ábyrgð útgerðarmanns á kröfum vegna lífs- eða líkamstjóns þeirra sem ráðnir eru í skiprúm og ekki skal gefa út haffærisskírteini fyrir skip undir 20 brúttótonnum nema fyrir liggi yfirlýsing tryggingafélags um áhafnatryggingu. Samþykktar voru á Alþingi á síð- astliðnu vori breytingar á sigl- ingalögum með lögum nr. 101/2006 þess efnis að ákvæði um að reyni skipverji eða annar starfsmaður sem hefur með hendi starfa í skipi að stjórna því en sé óhæfur vegna neyslu áfengis, ofskynjunarefna, örvandi eða deyfandi lyfja eða þreytu sé það refsivert. Af þessu má sjá að þegar eru í gildi ákveðnar reglur varðandi stjórn og útgerð skemmtibáta og stefnt er að því að koma þeim málum í enn öruggari farveg með því að taka upp í lög ákvæði um að stjórn- endur skemmtibáta skuli hafa aflað sér tilskilinna réttinda. Lesa má úr greinarskrifum höf- undar að ítrekaðar ábendingar hafi verið sendar ráðuneytinu varðandi lög og reglugerðir um öryggi sjófar- enda og öryggismál skemmtibáta. Ekki er ljóst af greinarskrifum hvort höfundur er þar að vísa til ábendinga sem eru frá honum sjálf- um komnar eða öðrum aðilum. Tekið skal fram að gefnu tilefni að ráðu- neytið hefur ekki fengið ábendingar frá greinarhöfundi varðandi skemmtibáta sérstaklega. Ráðu- neytið hefur hins vegar verið í sam- vinnu við Siglingastofnun Íslands og hagsmunaaðila um vinnu að frekara regluverki um öryggismál skemmti- báta. Lengri útgáfu svarsins er að finna á vef samgönguráðuneytisins, sam- gonguraduneyti.is. Málefnum skemmtibáta verði komið í örugga höfn Ragnhildur Hjaltadóttir svarar Kristjáni Guðmundssyni ’... ráðuneytið hefur ekkifengið ábendingar frá greinarhöfundi varðandi skemmtibáta sérstak- lega. ‘ Ragnhildur Hjaltadóttir Höfundur er ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis. SAMFYLKINGIN er stjórn- málaflokkur sem hefur jafn- aðarstefnuna að leiðarljósi. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað það þýðir. Þegar við sem erum í Samfylking- unni tölum um jöfn tækifæri handa öllum þá erum við í raun og veru að segja að öll séum við fædd með jafnan rétt. Að við eig- um að hafa sömu möguleika til að lifa góðu lífi í góðu landi og auðvitað helst í góðum heimi. Eitt mikilvægasta hlutverk jafn- aðarflokks eins og Samfylkingarinnar er að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í hvers kyns jafnréttisbaráttu og framförum í þágu lands og þjóðar í þágu lífsins í landinu. Annað mik- ilvægasta hlutverk Samfylking- arinnar er að koma þangað sem ranglæti og ójöfnuður ríkir og breyta því. Ekkert er því mikilvægara sam- félagi okkar en að Samfylkingin sé öflug og sterk og hafi frumkvæði og mótandi áhrif á samfélagið, ef við viljum búa í ríki sem á að teljast vel- ferðarríki. En velferðarríki getur að- eins verið til ef almennt samkomulag er um það meðal þegna þess. Það er að sönnu ánægjulegt og þakkarvert þegar við sjáum þá, sem mikla peninga hafa undir höndum, gefa af þeim til góðra mála eins og til dæmis barnaspítala eða til hjálpar við fíkniefnaneytendur. Örlæti er dyggð sem launuð verður. Heilt vel- ferðarkerfi verður hins vegar ekki byggt á örlæti vel settra manna sem eru ekki að deyja úr nísku. Velferð- arkerfi verður aðeins til ef þegnarnir vilja hafa það og ef þegnarnir hafa völd til að koma því á og viðhalda því. Þegar venjuleg launakona eða launamaður horfir á sofandi barn sitt og spyr í endalausri vænt- umþykju sinni: „Í hverju felast framtíðarmöguleikar barns míns?“ hlýtur svarið í flestum tilvikum að vera þetta: „Möguleikar barns míns felast að mestu leyti í góðu uppeldi og góðri menntun, að barnið mitt hafi góðan aðgang að hvers kyns námi og að það geti menntast og lært að taka þátt í sam- félaginu.“ Já, í hverju felast möguleikar þeirra barna sem til- heyra alþýðunni? Þeir liggja í því að þau hafi aðgang að menntun, að þau fái að læra að lesa og skrifa og reikna og smíða og sauma og teikna og læra meira og meira, meira í dag en gær. Einn stærsti þáttur í baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi var að hún eignaðist eigin skóla og gæti miðlað menntun til þegnanna. Það er hlut- verk Samfylkingarinnar að sjá til þess að nám og menntun verði ekki svo dýr að mörg börn hafi ekki að- gang að henni. Reyndar er það svo að almenningur greiðir meira og meira fyrir menntunina en áður var, kannski vegna þess að andstæðingar ríkisskóla hafa haft allt of mikil áhrif á svið menntamála í landinu. Almenn og góð menntun er grundvöllur vel- ferðarríkis og því alger nauðsyn að skólarnir séu aðgengilegir öllu þeim sem hafa möguleika til að nema og læra. En það eru reyndar ekki öll börn sem búa svo vel að geta menntast á auðveldan hátt, það geta verið aðrar hindranir en peningaskortur. Stund- um hvers kyns sjúkdómar eða ein- hvers konar fötlun. Það er líka hlut- verk jafnaðarmannaflokks eins og Samfylkingarinnar að sjá svo um að slík börn geti fengið þau gæði í lífinu sem það best býður þeim. Hvar sem við lítum yfir sviðið í samfélagi okkar sjáum við að margt hefur farið aflaga á undaförnum ár- um. Einkavæðingin margrómaða er að verða að einokunarvæðingu og sú hagkvæmni sem einkavæðingin átti að stuðla að hefur í sumum tilvikum vakið kröfur um stofnun eða upp- vakningu ríkisstofnana eins og Lyfjaverslunar ríkisins. Sjáum við ekki líka hið sama uppi á teningnum á sviði bankamála, þar sem tak- markalaust lögverndað okur á sér stað? Og hvað getum við ekki sagt um sjávarútveginn, sem var opin og frjáls atvinnugrein. Hann er að meira og minna leyti kominn undir reglur einokunar, sem horfir frekar á einkasérhagsmuni en hagsmuni þjóðarinnar sem á og ber ábyrgð á lífríki hafsins í kringum Ísland. Samfylkingin hefur það hlutverk að stuðla að jöfnuði á öllum sviðum þjóðlífsins. Samfylkingin er jafn- aðarmannaflokkur og var stofnuð vegna þess að jafnaðarmenn úr fjór- um stjórnmálaflokkum sáu það að sameinuð hefðum við mun meiri möguleika til að koma málum okkar áfram en með því að dunda í fáum prósentum, hvert í sólskini hlað- varpa síns, sem áður var. Samfylk- ingin má aldrei gangast til hlýðni eða undirgefni við auðhyggju, og þegar hún kemur næst til leiks við rík- isstjórnarmyndun hlýtur það að vera á forsendum jafnaðarstefnunnar. Samfylkingin hlýtur að leysa Sjálf- stæðisflokkinn af hólmi við næstu ríkisstjórnarmyndun og gegna þar forystuhlutverki. Verndum samfélag okkar og komum því áfram, byggj- um réttlátt þjóðfélag með því að standa vörð um hugsjónir Samfylk- ingarinnar. Verum stór, ekki smá. Hlutverk Samfylkingarinnar Karl V. Matthíasson skrifar um Samfylkinguna ’Ekkert er því mikilvæg-ara samfélagi okkar en að Samfylkingin sé öflug og sterk og hafi frumkvæði og mótandi áhrif á sam- félagið . . .‘ Karl V. Matthíasson Höfundur er prestur og fyrrverandi alþingismaður. OPINBER gögn staðfesta að mikið magn erfðabreytts fóðurs er nú flutt inn til landsins ár hvert. Í svari Guðna Ágústs- sonar landbún- aðarráðherra við fyr- irspurn Þuríðar Backman á Alþingi í apríl s.l. um innflutning á erfðabreyttu fóðri kom fram að árið 2005 voru 63% (tæp 8.000 tn) af innfluttu sojamjöli í dýrafóður erfðabreytt. Sama ár voru hvorki meira né minna en 78% (rúm 15.000 tn) af innfluttum maís talin vera erfðabreytt. Íslenskar búvörur og erfðabreytt fóður Fóður þetta er einkum hagnýtt til eldis á svínum, alifuglum og nautgripum, en etv. einnig við fóðr- un sauðfjár og eldisfisks. Ætla verður að stór hluti íslenskra land- búnaðarafurða sé því framleiddur með erfðabreyttu fóðri – þó í mis- jafnlega ríkum mæli, þ.e. svínakjöt, kjúklingar, egg, mjólk og nauta- kjöt, og hugsanlega einnig lamba- kjöt og eldisfiskur. Jafnframt má reikna með því að kjarnfóðurn- otkun í hefðbundnum búgreinum vaxi í náinni framtíð eftir því sem stórbúum fjölgar og þannig aukist hlutdeild erfðabreyttra efna í fóðr- un að öllu óbreyttu. Búfjárafurðir framleiddar með erfðabreyttu fóðri eða hormónum eru ekki skilgreindar sem erfða- breytt matvæli, og ESB hefur enn ekki skyldað framleiðendur til að merkja slíkar vörur. Aftur á móti er skyldugt að merkja erfðabreytt fóður í löndum ESB, en ekki á Íslandi. Bændur hér á landi vita því ekkert hvort eða í hve ríkum mæli kjarnfóður sem þeir kaupa í búfé sitt er erfða- breytt. Erfðabreytt hvorki náttúrulegt né öruggt Þessi tíðindi eru áfall fyrir ímynd íslensks landbúnaðar sem fram til þessa hefur verið sagður framleiða náttúrulegar, ómengaðar og öruggar matvörur. Erfðabreytt fóður er hvorki náttúrulegt né öruggt. Erfðabreyttar plöntur eru framleiddar með innskoti gena úr einni tegund í aðra, nokkuð sem gæti ekki gerst í náttúrunni, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífveruna, umhverfi hennar og heilsufar neytenda. Á síðustu árum hafa margar tilraunir verið gerðar með fóðrun dýra á erfðabreyttum maís, soja, tómötum og kartöflum, sem sýnt hafa neikvæð áhrif á heilsufar dýranna. Sú spurning er því mjög áleitin, hver verði lang- tíma áhrif erfðabreytts fóðurs á heilsufar búfjár og gæði íslenskra búfjárafurða. Hvað segja neytendur við eb-fóðri? Nýleg skoðanakönnun IMG- Gallup bendir til þess að 65% landsmanna séu andvíg framleiðslu erfðabreyttra matvæla. Hlutfallið er jafnvel enn hærra í Evrópu þar sem vitund neytenda um áhættu af neyslu slíkra afurða er meiri en hér á landi. Neytendur í helstu við- skiptalöndum okkar krefjast í auknum mæli upplýsinga um hvort búfjárafurðir eru framleiddar með erfðabreyttu fóðri. Breska verslunarkeðjan Marks & Spencer selur eingöngu mjólk- urafurðir sem staðfest er að ekki eru framleiddar með erfðabreytt- um efnum. Í Bandaríkjunum (BNA) fjölgar stöðugt þeim mat- vælafyrirtækjum sem leita eftir bú- fjárafurðum (mjólk og kjöti) sem framleiddar eru án erfðabreytts fóðurs. Stærsti framleiðandi á mjólkurvörum í BNA (Dean) og stærsta mjólkursölukeðjan þar (Wal-Mart) óska nú eftir hrámjólk sem framleidd er án erfðabreytts fóðurs og hormóna. Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods Market (WFM) kaupir lambakjöt og mjólkurafurðir frá Íslandi á þeim forsendum að þessar vörur séu hreinar náttúru- afurðir. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur m.a. fram að það hafi, allt frá árinu 1992 „barist fyrir skyldu- merkingum á matvælum sem inni- halda erfðabreytt efni“ sem byggist á „þeirri trú að neytendur eigi rétt á að velja sér matvæli á grundvelli þekkingar um það hvað sé í þeim og hvernig þau séu framleidd.“ Stefna WFM er að öll matvæli seld undir eigin vörumerki séu fram- leidd án erfðabreyttra efna og erfðatækni, og hvetur WFM birgja sína til að gera slíkt hið sama. (Sjá umfjöllun á heimasíðu fyrirtæk- isins, www.wholefoodsmarket.com.) Hreinleikaímyndin á undanhaldi? Hefur forráðamönnum Whole Foods Market verið gerð grein fyr- ir þeim möguleika að afurðir sem þeir kaupa héðan til sölu í versl- unum sínum kunni að vera unnar úr búfé sem fóðrað er á erfða- breyttu soja og maís frá Bandaríkj- unum, Kanada og Argentínu? Hvaða áhrif mun vitneskja um þessa þróun í íslenskum landbúnaði hafa á markaðsmöguleika grein- arinnar í Evrópu? Er e.t.v kominn tími til að skipta hreinleikaímynd- inni út fyrir ímynd þéttleikabú- skapar og erfðatækni eða munu neytendur, hinn almenni bóndi og íslensk fóðurfyrirtæki taka höndum saman um að hreinsa garðinn áður en það er orðið of seint? Áfall fyrir ímynd íslensks landbúnaðar Gunnar Á. Gunn- arsson og Sigurður Magnússon skrifa um erfðabreytt fóð- ur Gunnar Á Gunnarsson ’Er e.t.v. kominn tími tilað skipta hreinleika- ímyndinni út fyrir ímynd þéttleikabúskapar og erfðatækni ... ?‘ Sigurður er matreiðslumaður og situr í stjórn MATVÍS. Gunnar er fram- kvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns. Sigurður Magnússon Norræn hönnunun • www.bergis.is COPENHAGEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.