Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 25
MINNINGAR
✝ BenediktBjörnsson, Arat-
úni 38, Garðabæ,
fæddist í Hafnar-
firði 19. júní 1923.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Holtsbúð 15. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Björn
Benediktsson, f. 13.
febrúar 1876, d. 22.
júlí 1961, og Stef-
anía Guðbjörg Ein-
arsdóttir, f. 21. nóv-
ember 1891, d. 3.
september 1967. Systur Benedikts
voru Ingibjörg, f. 23. júlí 1919, d.
1972, og Einara Guðbjörg, f. 6.
febrúar 1921, d. 1989. Hálfsystk-
ini Benedikts samfeðra hétu Jak-
ob og Sesselja.
Benedikt var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Sigrún Jakobsdótt-
ir, f. 28. maí 1934. Þau skildu.
Þeirra börn eru 1) Elín Jóna, f. 31.
janúar 1953, maki Gylfi Ragnars-
son, f. 25. ágúst 1944. 2) Björn, f.
3. september 1955, maki Þórdís
Guðmundsdóttir, f. 11. ágúst
1949. 3) Guðbjörg, f. 19. júní 1957.
Benedikt kvæntist árið 1965 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Ólöfu
Helgu Guðnadóttur, f. 25. septem-
ber 1931. Þeirra dætur eru: 1) Jó-
hanna Guðný, f. 6. ágúst 1956. 2)
Rósa Kristín, f. 28. október 1965,
maki Gunnar Jónat-
ansson, f. 10. febr-
úar 1962. 3) Hrönn,
f. 3. maí 1967, sam-
býlismaður Hörður
Bjarnason, f. 8.
október 1964. 4)
Hildur, f. 3. maí
1967, sambýlismað-
ur Björn Þór Guð-
mundsson, f. 25.
ágúst 1972. Alls eru
barnabörn Bene-
dikts 14 og barna-
barnabörn átta að
tölu.
Benedikt gekk í skóla í Hafn-
arfirði og lauk námi í húsgagna-
smíði frá Iðnskólanum í Hafnar-
firði 1948 og meistaranámi hjá
Benedikt Guðmundssyni, Laufás-
vegi 18, í framhaldi af því. Að
námi loknu stofnaði Benedikt hús-
gagnaverkstæði sitt, BB Húsgögn
og starfaði við framleiðslu á hús-
gögnum lengst af á Dalshrauni 1 í
Hafnarfirði, eða til ársins 1989.
Benedikt var virkur í starfi
Bræðrafélags Garðakirkju og var
formaður sóknarnefndar um
langt árabil. Hann starfaði fyrir
Garðasókn árin 1985–1995 sem
kirkjuvörður og meðhjálpari í
Garðakirkju og Vídalínskirkju.
Benedikt verður jarðsunginn
frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Elskulegur faðir okkar Benedikt
Björnsson er fallinn frá. Minningar
um mætan mann hellast yfir okkur
systur. Þrátt fyrir veikindi sem
gerðu honum erfitt fyrir á marga
vegu þá var brosið, bjartsýnin og
gleðin alltaf til staðar. Hann var
mikill maður, traustur og einstak-
lega umhyggjusamur okkur. Hans
dagur er að kvöldi kominn. Að baki
er löng ævi og viðburðarík. Hann
tókst á við skin og skúri lífsins án
þess að tapa gleðinni og umburð-
arlyndinu sem einkenndi hann og
var hans ríkidæmi. Pabbi var okkur
góð fyrirmynd og er hans sárt sakn-
að af barnabörnum og fjölskyldunni
allri. Ófáar, ómetanlegar og
ógleymanlegar samverustundir
heima í Aratúni fylla hjörtu okkar
þakklæti og gleði. Hvíl í friði, elsku
pabbi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Þínar dætur,
Jóhanna, Rósa, Hrönn
og Hildur.
Elsku afi Benedikt, það er svo
skrýtið að þurfa kveðja þig þegar
mér finnst þú ekki vera dáinn. Það
er svo skrýtið að þurfa að kveðja
þig þegar mér finnst þú enn vera
hjá mér að biðja mig um að koma í
bíltúr eða spila olsen. Ég veit samt,
afi minn, að þú ert á betri stað núna
og þér líður mun betur en þér leið
þína síðustu daga. Að vita það að
þér líði betur er það eina sem veitir
mér huggun og frið. Það eru marg-
ar fallegar minningar sem við eig-
um saman afi minn, allar stundirnar
í Aratúni og Litlabæ, veiðiferðirnar
og bíltúrarnir upp í kirkju eða niður
á bryggju. Síðustu árin höfðum við
hlutverkaskipti og ég keyrði en þú
réttlættir það með því að segja að
ég hefði svo gaman af að keyra
svona góðan bíl. Þú varst alltaf
tilbúinn til að veita manni athygli,
þú vissir allt sem maður þurfti að
vita og gast svarað öllum mínum
spurningum, þú gast teiknað hvað
sem er og þú sást alltaf ef maður
var að verða veikur eða leið eitthvað
illa. Það sem mestu máli skipti var
að þú varst alltaf til taks ef eitthvað
bjátaði á og ef það var eitthvað sem
þurfti að gera þá var það gert strax
eða helst í gær.
Þó að veikindi þín hafi tekið sinn
toll á þínum síðustu árum gerðist
það aldrei að þú þekktir ekki fjöl-
skyldu þína og það skiptir mig
miklu máli. Þó að minnið hafi verið
orðið götótt voru líkamsburðir og
styrkur þinn eins og hjá ungum
manni. Skopskynið var alltaf til
staðar og þær eru margar stund-
irnar þar sem við fjölskyldan grét-
um bókstaflega úr hlátri og þegar
þú brostir þá brostir þú með öllu
andlitinu, elsku afi minn. Þú kennd-
ir mér margt sem ég veit að mun
koma mér að góðum notum í fram-
tíðinni og gera mig að betri manni
en það verða ekki allir þeirrar gæfu
njótandi að eiga svo gott samband
við afa sinn og fyrir kynni mín af
afa mínum verð ég ævinlega þakk-
látur.
Hláturinn og gleðin
sem búa í augum
þínum gera þér
kleift að koma auga
á veginn sem liggur
til hamingjunnar.
(Bhram Kumaris)
Guð geymi þig, elsku afi minn.
Þinn
Ingvar.
Nú er móðurafi okkar, Benedikt
Björnsson, látinn. Við söknum hans
mikið enda kenndi hann okkur
margt þó að hann væri orðinn las-
inn og við frekar ung. Litla dótt-
urdóttirin Sunna Hrund átti hug
hans og hjarta frá því að hún leit
heiminn augum árið 1995. Hann
bara hana á örmum sér og vildi hún
helst hvergi annars staðar vera en í
öruggum faðmi afa. Þau áttu góða
tíma saman, hann sótti hnátuna á
leikskólann, kenndi henni Olsen Ol-
sen og lék við hana þar til foreldr-
arnir náðu í hana, alltaf boðinn og
búinn að gera allt sem hann gat til
aðstoðar og til að gleðja börnin sín
og barnabörn. Árið 1998 bættist
Hilmar Benedikt í hópinn og var afi
stoltur af því að svona duglegur og
myndarlegur drengur bæri nafnið
hans. Afi átti ekki orð yfir hvað
drengnum fór fram hratt og vel og
sátu þeir oft saman að teikna enda
drátthagir báðir tveir. Sá yngsti,
Brynjar Kári, er aðeins að verða
eins og hálf árs en hændist samt að
afa gamla og þótti gott að sitja á pí-
anóbekknum og spila fín lög. Afa
þótti líka svo skemmtilegt að spila
og syngja og taldi það vera það
besta til að lyfta andanum.
Afa er sárt saknað, hann átti bágt
undir lokin og eflaust er hann feg-
inn að vera kominn til guðs og laus
úr viðjum alzheimer-sjúkdómsins.
Við viljum gera hans síðustu orð til
Sunnu að okkar kveðju til hans: Guð
blessi þig og varðveiti, elsku afi.
Sunna Hrund, Hilmar Bene-
dikt og Brynjar Kári.
Að morgni 13. september 1982
sátum við hjónin að snæðingi á hót-
eli í Interlagen í Sviss, er til okkar
komu hjón, sem við höfðum aldrei
séð fyrr, og spurðu hvort þau
mættu tylla sér hjá okkur. Var það
auðsótt. Þetta voru hjónin Benedikt
sem við kveðjum í dag og Ólöf, eða
Lóló sem við höfum kallað svo æ
síðan. Þessi kynni urðu afdrifarík
því þau hafa aldrei rofnað og aldrei
borið þar skugga á.
Benedikt var glæsilegur á velli,
hár maður og bjartur yfirlitum og
þegar hann brosti eða hló náði sú
gleði yfir allt andlitið. Ljúfur var
hann og einstaklega hlýr og þótti
okkur gott að vera í návist hans.
Margar ferðir fórum við og dvöld-
um í sumarhúsum, bæði á Laug-
arvatni og á Flúðum. Var þá spilað,
föndrað, setið í heitum potti með
gott í glasi og bara notið þess að
vera saman. Þetta er eitt af því sem
aldrei gleymist. Einnig dvöldu þau
hjónin hjá okkur í litla húsinu okkar
á Hvammstanga. Okkur finnst að
það hafi fylgt þeim sólskin hvert
sem þau fóru, því ávallt skein sólin
á Norðurlandi þegar þau birtust og
nutum við því þess að sitja á ver-
öndinni og í flestum tilfellum var
hægt að snæða þar undir berum
himni.
Til útlanda fórum við einnig sam-
an, en að okkar mati allt of sjaldan.
Síðasta utanferð okkar var til
Portúgal vorið 2005, en þá var
Benedikt kominn með þann sjúk-
dóm sem nú hefur átt þátt í að
leggja hann að velli.
Í einkalífi sínu var Benedikt ein-
staklega lánsamur. Þau hjón voru
sem eitt og dæturnar einstakar
hvað umhyggju og samheldni
snerti. Mættu margir taka sér þau
til fyrirmyndar. Tengdasynir og
barnabörn voru honum ákaflega
kær. Við getum ekki annað en nefnt
elsta dóttursoninn, Ingvar, að öllum
öðrum ólöstuðum, en hann ólst upp
í „Litla bæ“ sem áfastur er húsi afa
og ömmu. Við vitum að Benedikt
var honum bæði afi og besti leið-
beinandi. Hans söknuður er því
mikill.
Ævistarf Benedikts var smíðar,
og vandvirkur var hann og vel lát-
inn. Smíðaði hann fjöldann allan af
stólum fyrir Gamla kompaníið og
listafagra stóla fyrir frímúrararegl-
una í Reykjavík svo fátt eitt sé
nefnt. Við hjónin erum svo lánsöm
að eiga muni eftir hann.
Sá sjúkdómur er hrjáði Benedikt
var Alzheimer. Var því minnið orðið
ansi lélegt, en það gladdi okkur
mjög er við í lok apríl sl. fórum með
þeim hjónum austur að Laugarvatni
og hann þekkti alla staðhætti. Eftir
þessa ferð hrakaði honum mjög
hratt.
Það sem efst var í minningu
Benedikts, var starf hans við Vídal-
ínskirkju í Garðabæ. Var hann þar
tíu ár formaður sóknarnefndar.
Hann tók fyrstu skóflustunguna
fyrir kirkjunni og var virkur í upp-
byggingunni allri. Eftir að kirkjan
var vígð fannst honum hann hafa
skilað af sér góðu verki og lét þá af
störfum.
Lóló mín, missir þinn er mikill, en
að sama skapi eru minningarnar
góðar. Þér og fjölskyldunni vottum
við okkar dýpstu samúð.
Megi Guð blessa minningu vinar
okkar Benedikts Björnssonar.
Jóhanna G. Halldórsdóttir,
Garðar Steindórsson.
Komið er að kveðjustund. Einn
ágætasti vinur og nágranni okkar
Ernu úr Aratúninu er fallinn frá
eftir 36 ára samveru. Minningar um
ljúfan og góðan vin streyma fram. Á
kunningsskap við þau hjón Ólöfu og
Benedikt ber engan skugga eftir öll
þessi ár, heldur þvert á móti hug-
ljúfar samverustundir, sem eru
ógleymanlegar. Spilamennska á
heimilum hvor annars, veiðiferðir
m.a. í Vatnsdalsá, Grímsá, Laug-
ardalsá og ógleymanleg ferð á Arn-
arvatnsheiði hverfa ekki auðveld-
lega. Þá spjall úti í garði um
landsins gagn og nauðsynjar á góð-
viðrisdögum, og þá léku sér í garð-
inum oft glæsilegar dætur þeirra
hjóna. Má þá nefna ótal veislur
enda voru íbúar Aratúns mjög svo
veisluglatt fólk.
Minningin lifir um elskulegan,
hugljúfan mann og hjálpsaman ef á
þurfti að halda. Aldrei styggðaryrði
heldur þvert á móti hrós til sam-
ferðamannanna, sem nú falla frá
hver af öðrum.
Lán er að hafa átt samleið með
slíkum manni.
Við Erna vottum Ólöfu og börn-
unum og barnabörnunum dýpstu
samúð okkar.
Páll Vígkonarson.
Genginn er vinurinn ljúfi Bene-
dikt Björnsson. Okkar kynni hófust
að ráði fyrir hartnær 40 árum, þeg-
ar Bræðrafélag Garðakirkju var
stofnað. Þar starfaði Benni af ein-
stakri fórnfýsi að málefnum félags-
ins í anda þess kærleika, sem var
markmið bræðrafélagsins.
Síðar varð meginverkefni félags-
ins að stuðla að byggingu safnaðar-
heimilis fyrir Garðasókn. Þar var
Benni einn af forgöngumönnunum.
Bræðurnir, ásamt fjölskyldum sín-
um, unnu ómetanlegt starf við að
reisa húsið. Það má geta þess að
hópurinn vann samtals í nær 4000
stundir í sjálfboðavinnu. Kirkjustarf
var Benna mjög hugleikið og starf-
aði hann að málefnum Garðasóknar
um árabil, var m.a. formaður sókn-
arnefndar um tíma. Síðustu starfs-
árin, meðan heilsan leyfði, var hann
meðhjálpari í Garða- og Vídalíns-
kirkju, auk þess kirkjuvörður í
nokkur ár. Benedikt og Ólöf áttu
fagurt heimili í Aratúni 38 í Garða-
bæ, þar sem öllum var tekið opnum
örmum, sem til þeirra leituðu.
Benedikt var einstakur í öllu sam-
starfi, glettinn á stundum en fastur
fyrir, en lagði öllum gott til. Við fé-
lagarnir þökkum honum innilega
fyrir ánægjulega og lærdómsríka
samfylgd á liðnum árum og sendum
fjölskyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jón Fr. Sigvaldason,
Matthías Gíslason.
BENEDIKT
BJÖRNSSON
Í dag hefði elskuleg
móðir mín orðið sjötug
en hún lést þann 26. janúar sl. eftir
stutt en erfið veikindi. Elskulegri
móður og ömmu hefðum við fjöl-
skyldan ekki getað átt. Hún var allt-
af hress og kát, sagði það sem hún
vildi segja og var dugleg í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Að líta inn
til mömmu þýddi fullt borð af alls
kyns kræsingum, svo vel tók hún á
SIGURVEIG
NÍELSDÓTTIR
✝ Sigurveig Níels-dóttir fæddist í
Melgerði í Búða-
kauptúni 25. júlí
1936. Hún lést á
Dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Uppsöl-
um í Fáskrúðsfirði
26. janúar síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju
1. febrúar.
móti fólki. Hún tók
veikindum sínum af
þvílíku æðruleysi að
það var ótrúlegt en
svona var henni rétt
lýst, það var ekki verið
að kvarta neitt. Þær
sögðu alltaf á líknar-
deildinni að þarna
kæmi drottningin svo
brosandi og fín þegar
hún mamma kom
labbandi eftir gangin-
um. Þú elskaðir svona
daga, afmæli. Þá
fékkst þú pakka og
ekki síður að gefa öðrum, því þú
gerðir mikið af því. Aldrei komstu
suður án þess að gleðja barnabörnin
og aldrei var farið austur til ömmu
nema kaupa pakka, helst glingur.
Enda bar heimili þitt merki þess
hversu smekkleg og snyrtileg þú
varst.
Elsku mamma, þú hafðir talað um
það í haust að þennan dag ætlaðir þú
annaðhvort að halda upp á utan eða
efna til veislu í garðinum heima. Ég
veit að þú og pabbi haldið ykkar
veislu þar sem þið eruð núna og þú
búin að klæða þig í þitt fínasta púss
svo eftir þér verður tekið.
Þín er sárt saknað hér á mínu
heimili og hún litla Sandra Dís vink-
ar ömmu, sem lúllar, á morgnana
þegar hún tekur lýsið. Bara að hún
hefði fengið meiri tíma með þér en
við höldum minningu þinni á lofti.
Hinsta kveðja.
Þín dóttir,
Særún.
Elsku amma mín, í dag hefðir þú
orðið 70 ára. Ég get ekki hætt að
hugsa um hvað það væri yndislegt að
hafa þig hér nú, ég gæti hringt, kom-
ið, farið, komið aftur. Ég mun aldrei
gleyma hvað mér þótti vænt um þig
og þykir enn, og hvað þú ert búin að
segja margt við mig sem mun heilla
mig í framtíðinni. Þú munt aldrei
gleymast því þú áttir part í lífi allra í
fjölskyldu þinni og vinahópi. Ég mun
miðla sögunum þínum til Söndru
Dísar. Ég mun heldur aldrei gleyma
hvað var gott að koma til þín eftir sjö
til átta tíma keyrslu til Fáskrúðs-
fjarðar, sjá Ástún og koma inn, finna
matarilminn og knúsa þig. Ég er enn
sömu skoðunar: Þú ert ennþá lifandi
í mínum huga. Þegar ég hugsa um
þig eða syng „Í bljúgri bæn“ tárast
ég sjálfkrafa, þetta lag mun ég aldrei
nota til gamans, þetta lag mun alltaf
verða til minningar um þig. Ég syng
þetta lag stundum þegar ég er ein
heima og veit að þú ert þarna hjá
mér að klappa, vá þetta er svo ynd-
islegt.
Ég vil að þú vitir að ég sakna þín,
langar svo að sjá þig núna. Mig
dreymir oft um þig og þú ert alltaf
brosandi og að hugsa um að lífið sé
leikur eða til þess að hafa gaman af.
Ef ég bara gæti skrifað allt sem
kemur í huga mér þegar ég hugsa
Veiga amma, þá væri blaðið svo
þykkt að það kæmist ekki í gegnum
lúgurnar. Þú ert yndislegasta amma
í veröldinni og ég hefði ekki viljað
missa af því að hafa þig þennan stóra
part í mínu lífi. Eitt get ég sagt þér:
Þessi partur verður alltaf í huga
mínum.
Minning þín sé ljós í lífi allra.
Eydís Sunadóttir.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800