Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Claes-sen fæddist í Reykjavík 18. apríl 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. júlí síð- astliðinn. Guðrún var dóttir hjónanna Arnbjörns Gunn- laugssonar, togara- skipstjóra, f. 5. júlí 1888, d. 7. nóv. 1967, og Sigríðar Ingi- bjargar Rafnsdóttur húsmóður, f. 6. okt. 1894, d. 19. feb. 1936. Var hún eldri af tveimur dætrum þeirra hjóna, en systir hennar, Guðrún Erla, lést 1958. Eiginmaður Guðrúnar var Haukur Claessen varaflugmála- stjóri, f. 26. mars 1918, d. 26. mars 1973, og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Sigríður Ingibjörg meinatæknir, f. 1. apríl 1943, d. 23. maí 2005, gift Júlíusi Sæberg Ólafssyni, forstjóra Ríkiskaupa. Dætur þeirra eru: a) Guðrún við- skiptafræðingur, gift Júlíusi Þór Gunnarssyni hagfræðingi, og eiga Helga Kristín skrifstofumaður, f. 5. sept. 1955, gift Ragnari Hinriks- syni tamningamanni. Dætur þeirra eru: a) Edda Rún tamningamaður, í sambúð með Sigurði Matthíassyni tamningamanni. Sonur hennar er Bjarki Ragnar Sturlaugsson. b) Jóna Margrét skrifstofumaður, í sambúð með Viðari Ingólfssyni húsasmið og tamningamanni. Guðrún ólst upp á heimili for- eldra sinna á Vatnsstíg 9a í Reykjavík. Þar hóf hún síðar bú- skap með verðandi eiginmanni sín- um, Hauki Claessen, en 1947 fluttu þau í hús sem þau reistu við Lang- holtsveg 157, þar sem hún bjó til 1998 er hún flutti að Skúlagötu 20, rétt við æskuheimilið. Um skeið bjuggu hún og Haukur á Keflavík- urflugvelli, þar sem hann var þá flugvallarstjóri. Hún varð gagn- fræðingur og starfaði síðan utan heimilis, lengst af í Gamla bíói, en gerðist heimavinnandi húsmóðir eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún sneri út á vinnumark- aðinn aftur eftir andlát Hauks og starfaði á Grensásdeild Borgar- spítalans í 18 ár. Hún var lengi virk í starfi Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík og í Kvenfélagi Lang- holtskirkju. Guðrún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. þau börnin Ragn- heiði, Ólaf Hauk og Kjartan Þór. b) Guð- laug María félagsráð- gjafi, gift Brynjari Þór Jónassyni húsa- smíðameistara og eiga þau börnin Ósk- ar Sæberg og Ásdísi Ósk. c) Elísabet lög- fræðingur, gift Arnari Þór Ragnars- syni hagfræðingi og eiga þau soninn Júl- íus. 2) Gunnlaugur, forseti Hæstaréttar, f. 18. ágúst 1946, kvæntur Guð- rúnu Sveinbjörnsdóttur sjúkraliða. Sonur þeirra er Sveinbjörn menntaskólanemi og í fyrra hjóna- bandi átti Gunnlaugur börnin Þór- dísi, sem er grafískur hönnuður, og Hauk stjórnmálafræðing, í sam- búð með Jórunni Hörpu Ragnars- dóttur lækni. Stjúpdóttir Gunn- laugs er Erna Margrét Þórðardóttir laganemi, í sambúð með Leifi Steini Árnasyni við- skiptafræðingi, en þeirra börn eru Arnór Steinn og Berglind Björt. 3) Ég kynntist henni Gunnu, verð- andi tengdamóður minni, fyrir tæp- um aldarfjórðungi. Þá starfaði hún hálfan daginn við símavörslu á Grensásdeild Borgarspítalans og það fór ekki á milli mála að hún hafði ánægju af starfi sínu þar með góðu samstarfsfólki og sinnti því af sam- viskusemi. Hennar vettvangur var engu að síður fyrst og fremst heim- ilið. Þegar þarna var komið höfðu öll börnin hennar Gunnu stofnað eigið heimili, tengdabörn komin í fjöl- skyldu hennar og barnabörnunum fjölgaði og síðan bættust við þeirra börn. Fjölskyldan var Gunnu meira virði en allt annað og henni fannst eðlilegt að vera sjálf í því hlutverki að halda utan um hana og láta öðr- um líða vel. Börnin löðuðust að ömmu sinni og langömmu og eig- inleikar hennar sjálfrar, umhyggja og gestrisni, gerðu heimili hennar að eins konar miðstöð fjölskyldufunda, sem stóð öllum opið, hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Ótal minningar frá Langholtsveginum og Skúlagötu eru dýrmætar þegar litið er til baka. Það hljóta að teljast forréttindi að ná háum aldri og lifa við góða and- lega og líkamlega heilsu. Gunna var í þeim hópi, sem fékk notið þessara gæða. Henni varð ekki oft misdæg- urt og hafði allt á hreinu, hvort sem það gerðist í gær eða fyrir löngu. Það sannaðist hins vegar á henni að lífið getur gjörbreyst á einni nóttu, því í mars sl. veiktist hún heiftarlega og var lengi ekki hugað líf. Uppgjöf var samt ekki til í hennar orðabók og um skeið stóðu vonir til að hún kæmist til heilsu aftur. Þær vonir brugðust þó og hún átti ekki aft- urkvæmt af sjúkrahúsinu. Við sem eftir stöndum urðum vitni að þeirri góðu umönnun, sem hún naut á lungnadeild Landspítalans í Foss- vogi og fyrir það skal þakkað. Ef ég ætti að lýsa skaphöfn henn- ar tengdamóður minnar einkenndist hún af léttri lund, félagslyndi og ákveðnum skoðunum á málum. Lífs- gleði, dugnaður og gamansemi voru þó þeir þættir sem stóðu upp úr. Reyndar undraðist ég stundum og dáðist að þeim styrk sem hún bjó yf- ir. Ástæðan var sú að því fór fjarri að lífið hefði farið um hana mjúkum höndum. Hún missti móður sína að- eins fjórtán ára gömul og síðar missti hún bæði einkasystur sína og eiginmann í hörmulegum slysum. Enn var höggvið nærri henni í fyrra þegar elsta barnið hennar lést. Það hlýtur að þurfa mikinn styrk og æðruleysi til að rísa undir slíkum áföllum og aldrei heyrði ég hana kvarta undan andstreyminu. Ég kveð tengdamóður mína með þökk fyrir samfylgdina og bið henni blessunar á eilífðarbrautinni. Guðrún Sveinbjörnsdóttir. Hún Guðrún tengdamóðir mín er látin. Fjörutíu ára samfylgd er þar með lokið. Margs er að minnast frá þessum tíma. Ég minnist þess er ég kom vorið 1966 í heimsókn á Langholtsveg 157, þar sem hún og Haukur Claessen bjuggu ásamt börnum sínum Sigríði, sem varð eiginkona mín, Gunnlaugi og Helgu. Ungir menn eru oftast kvíðnir er fyrsta heimsókn til for- eldra kærustunnar stendur fyrir dyrum. Ég var þar engin undan- tekning. Ekki þarf að orðlengja það, að Guðrún og Haukur tóku á móti mér með ljúfmannlegri og hlýlegri framkomu, þannig að allar áhyggjur voru skjótt á bak og burt. Þangað var alltaf gott að koma. Ég minnist margra ánægjulegra ferða til Foss í Grímsnesi, þar sem Haukur hafði af miklum áhuga og dugnaði komið upp ágætri aðstöðu til tómstundabúskapar, bæði fyrir kindur og hross. Verkaskipting þeirra hjóna var skýr, hann sá um allt utanhúss, en hún sá um allt inn- anstokks. Þar var tekið á móti fjöl- mörgum gestum, innlendum sem er- lendum, með alúð og hlýleika. Það var alveg sama hvernig á stóð, hún gat alltaf „galdrað eitthvað fram“ eins og hún komst gjarnan að orði. Ég minnist þess sviplega og sorg- lega slyss er Haukur fórst ásamt fleiri mönnum í flugslysi 26. mars 1973. Fullyrða má að hún hafi aldrei náð sér fyllilega eftir þann atburð. Ég minnist hennar sem mikil- hæfrar dugnaðarkonu, sem allt lék í höndum á, hvort sem var í eldhúsi við að laga gómsætan mat eða við út- saum fallegra muna. Að ekki sé minnst á prjónaskapinn, þær voru óteljandi peysurnar, sokkarnir og húfurnar sem hún gaf börnum og barnabörnum af miklu örlæti í gegn- um tíðina. Henni féll sjaldan verk úr hendi og var mikil verk- og elju- manneskja að hverju sem hún gekk og lét ekki staðar numið fyrr en verki var lokið að fullu. – Ég minnist glæsilegrar konu, sem sómdi sér jafnt í glæsiveislum sem á venjulegum mannamótum. Hún kunni sig vel og ekki gerði hún mannamun. Ef eitthvað var sinnti hún smælingjum af alúð, hvort sem þeir voru nákomnir eða ekki og veit að það var arfur úr heimahúsum á Vatnsstíg 9. Hún var sem sagt aum- ingjagóð eins og stundum er sagt. Nú er komið að leiðarlokum. Mér er efst í huga þakklæti til for- sjónarinnar fyrir að hafa leitt mig til samfylgdar við þessa sómakonu, sem öllum vildi vel og kveð hana með mikilli virðingu og þakklæti. Vonandi verðum við sem eftir sitjum fólk til að ávaxta þann góða arf, sem hún og Haukur skilja eftir í huga okkar og hjarta. Megi góður guð blessa og hugga eftirlifandi börn og barnabörn. Júlíus Sæberg Ólafsson. Ég kveð tengdamóður mína Guð- rúnu Claessen með miklum söknuði. Á þessari stundu koma ljúfar minn- ingar upp í hugann. Guðrún tók mér afskaplega vel þegar ég kom inn í fjölskylduna árið 1974, en þá kynnt- ist ég Helgu dóttur hennar. Þegar við Helga fluttum í kjall- arann á Langholtsveginum gaf það mér tækifæri til að kynnast Guð- rúnu vel. Frá því hafa samskipti okkar alltaf verið góð. Mér er minn- isstætt þegar hún kom með rútunni til okkar í Borgarnes eftir að við fluttum þangað. Þangað kom hún aldrei tómhent. Þegar við komum í heimsókn til Reykjavíkur vildi hún ólm passa stelpurnar okkar svo við gætum heimsótt vini okkar og riðið út með þeim. Hún passaði vel upp á að ég færi aldrei svangur úr hennar húsi. Í mörg ár var alltaf hryggur eða læri hjá henni á sunnudögum. Guðrún var glæsileg kona, ástrík og vildi allt fyrir alla gera. Við gátum alltaf fíflast hvort í öðru sem ekki allir höfðu leyfi til. Þannig vil ég mun hana, með glettn- ina í augunum. Guðrún var mér sem besta móðir og óska ég henni vel- farnaðar á eilífðarbrautinni. Hafðu þökk fyrir allt. Ragnar Hinriksson. Elsku amma. Þú hefur verið órjúfanlegur hluti af mínu lífi en nú er komið að kveðjustund. Þegar ég var lítil sagði ég alltaf að þú ættir að verða 200 ára og við grínuðumst oft með það síðar. Það er mjög sárt að þurfa að sjá á eftir þér þegar svona stutt er síðan mamma kvaddi en okkur grunaði að það yrði ekki langt á milli ykkar mæðgna. Ég naut þeirra forréttinda að vera eina barnabarnið í sex ár og nafna ömmu en gælunafnið Dunna gaf hún mér fljótlega eftir fæðingu og var hún sú eina sem kallaði mig það æ síðan. Samband okkar var ætíð afar náið. Hún var fyrirmynd mín í svo mörgu og kenndi mér margt sem ég mun miðla áfram til minna barna. Amma var glæsileg kona, góð- hjörtuð og yndisleg manneskja sem vildi allt fyrir alla gera. Gestrisin var hún með afbrigðum og ósjaldan var hún búin að baka pönnsur ef ske kynni að einhver myndi líta við á Langholtsveginum en þar bjó hún í 50 ár, fyrst með afa en eftir að hann lést bjó hún þar ein en var með úr- valsleigjendur bæði uppi á lofti og niðri í kjallara sem reyndust henni vel. Ég á ótal margar góðar minn- ingar frá hennar fallega heimili á Langholtsveginum; margar gisti- nætur þar sem ég fékk alltaf að velja hvað væri í matinn, öll jólin í faðmi stórfjölskyldunnar en amma vildi alltaf hafa alla hjá sér, öll matarboð- in þar sem lambakjöt var oftast á boðstólum enda komst ekkert annað kjöt í hálfkvisti við það að hennar mati. Við Júlli vorum svo heppin að þegar við hófum búskap bauð amma okkur herbergi í kjallaranum hjá sér og þar vorum við í góðu yfirlæti í tvö ár. Það var erfitt skref fyrir ömmu þegar hún ákvað að selja húsið á Langholtsveginum og flytja á Skúla- götuna en fljótlega fór hún að una hag sínum vel þar og var það mikil gæfa fyrir hana að búa þar í ná- grenni við Jónu vinkonu sína og fleira gott fólk. Margar eru minningarnar frá Fossi eða sveitinni eins og hún var ávallt kölluð og það gladdi ömmu mikið að börnin hennar þrjú skyldu byggja sér sumarbústaði þar. Amma elskaði vorið, maíbirtuna og íslenska sumarið en mikinn hita vildi hún ekki. Hún hafði gaman af að prjóna og það voru ófáar flíkurn- ar sem hún gaf mér og börnum mín- um og voru þær listavel gerðar. Á meðan sjónin var góð hafði hún yndi af að lesa bæði Laxness og ljóð. Hún var einnig listræn og skar hún út í gler og málaði á íkona glæsilega muni og stytti sér þannig stundir í góðra vinkvenna hópi á Vitatorgi. Hún fylgdist vel með fréttum og þjóðmálaumræðum og því sem var efst á baugi hverju sinni. Hún var vakin og sofin yfir velferð afkom- enda sinna og það eina sem skipti hana verulegu máli var að allir væru frískir. Við amma fórum í ófáa bíltúrana saman, bæði innanbæjar og austur á Foss, keyptum ís, skoðuðum hús og götur og hún sagði mér frá því hver hafði átt þau í gamla daga og oft enduðum við á veitingastað og varð þá Laugaás oft fyrir valinu sem var hennar uppáhaldsveitingastaður. Mér er mjög minnisstætt ferðalag okkar mömmu og ömmu til Þýska- lands eitt sumarið og einnig heim- sókn þeirra til okkar Júlla til Þýska- lands þar sem þær fengu hláturskast aldarinnar á meðan ég stóð óþreyjufull og beið eftir tæki- færi til þess að sýna þeim sónar- myndir af frumburði okkar sem síð- an gladdi þær mjög. Það voru ótrúlegar margar þung- ar raunir lagðar á ömmu á langri ævi sem vissulega settu mark sitt á hana en alltaf hélt hún reisn sinni. Amma var hreinskilin og hafði sterkan vilja og myndaði sér skoð- anir á mörgu ef ekki flestu og var gjarnan ekkert að liggja á þeim og alltaf stóð hún fast á sínu. Hvernig hún tókst á við erfiða sjúkdómslegu undanfarið var táknrænt fyrir per- sónuleika hennar. Já, margs er að minnast og margt ber að þakka. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér í þessi 37 ár þó að ég hefði frekar kosið að þú hefðir orðið 200 ára! Nú ert þú komin til mömmu, afa, Ellu, foreldra þinna og allra vinanna sem voru farnir á undan og ég efast ekki um að vel hafi verið tekið á móti þér. Minning þín lifir. Takk fyrir allt. Guðrún (Gunna). Elsku amma okkar kvaddi um daginn. Það er sárt að horfa á eftir þeim sem við elskum. Eitt er víst, að við höfum hvert annað einungis að láni um tíma. Á stundu sem þessari sækja minningarnar á og við sjáum hve tíminn með ömmu var okkur kær og dýrmætur. Amma var sú eina sem við kynntumst og áttum af foreldr- um foreldra okkar. Frá upphafi munum við eftir henni sem sterkri og hlýrri persónu, sem gaf af sér endalaust til ástvina sinna og fjöl- skyldu. Mörg átti hún barnabörnin og dró stöðugt upp glaðninga úr töskunni handa okkur öllum. Sterkir eru í minni allir sunnudagarnir og hátíðarnar sem amma bauð í hrygg og læri, af sínum sérstaka myndar- skap. Amma varð snemma húsmóðir sem kunni til verka og enginn mátti fá sér of lítið á diskinn. Hún var líka gamansöm og oft var stutt í glettn- ina, þar sem hún gerði einnig grín að sjálfri sér. Við munum sérstaklega eftir því, þegar fjölskyldan var stödd hjá henni á Langholtsvegi sem oftar. Þá hljómaði lag í útvarpinu þar sem Ómar Ragnarsson söng „Við viljum aukavinnu“. Þá fór amma að dansa á miðju eldhúsgólfi með tilþrifum og gamansömu brosi, syngjandi með. Margar eru minningarnar í þess- um dúr sem lýsa henni vel. Hlát- urinn hennar var einstaklega smit- andi og okkur mun alltaf þykja vænt um hann. Á síðustu árum fannst okkur við kynnast ömmu betur. Við systkinin komum oft til hennar á Skúlagötuna og borðuðum. Alltaf veitti hún rausnarlega og gott var að koma til hennar því hún var ætíð svo hlý og góð. Mörgum sinnum sátum við hjá henni fram á kvöld og við ræddum um margar hliðar lífsins, ljósar og myrkar. Þá fannst okkur við kynnast hennar innri manni best og stundum opnaði hún nýjar gáttir sem við þekktum ekki fyrir. Okkur finnst eins og þessi kona hafi staðið teinrétt og sterk í gegn- um ýmsar raunir í lífinu, því marga missti hún frá sér. Þrátt fyrir mörg áföllin, gat hún alltaf gefið ómælda ástúð og hlýju til okkar hinna. Amma var ákveðin í skoðunum, eins og sterkar persónur eru, en réttlætiskennd hennar var rík. Allt vildi hún gera fyrir sína eins best og hún gat. Við minnumst elsku ömmu okkar með virðingu og kærleika. Við sökn- um hennar sárt og trúum því að á móti henni hafi tekið þeir fjölmörgu ástvinir sem hún missti í þessu lífi. Blessuð sé minning ömmu okkar. Fari hún í friði með hugrekki og værð í sálinni. Við þökkum henni fyrir allar minningarnar, hlýjuna og ástúðina sem hún gaf okkur systkinum. Þórdís og Haukur Claessen. Í 30 ár ólst ég upp við að eiga bestu ömmu í heimi. Ömmu Langó eins og við kölluðum hana alla tíð. Ég gerði mér alltaf grein fyrir því hve rík ég var að eiga þig að. Enginn er eilífur og kveðjustundin er óum- flýjanleg. Elsku amma, mér finnst svo sárt að kveðja þig, við vorum alltaf svo nánar og góðar vinkonur. Ég á þér svo margt að þakka því þú varst allt- af svo hlý og góð við mig. Þegar ég skrifa þetta hlaðast upp ótal minningar í huga mínum. Ég man fyrst eftir þér frá því við fjöl- skyldan bjuggum í Borgarnesi. Þá komst þú oftar en ekki með Sæ- mundarrútunni til að vera hjá okkur um helgar, svo mikil var umhyggja þín fyrir fjölskyldunni. Þegar við fluttum til Reykjavíkur sótti ég mik- ið í að fá að vera hjá þér á Lang- holtsveginum þar sem var svo gott að vera. Garðurinn þinn var alltaf mjög vel hirtur og fallegur hjá þér. Þar lékum við frændsystkinin okkur oft og brölluðum ýmislegt saman. Ég fékk oft að hjálpa þér við garð- yrkjustörfin og minnist ég þess þeg- ar við vorum að tína jarðarberin sem fóru iðulega fleiri ofan í mig en í dallinn. Á jólunum lagðir þú mikla áherslu á að öll fjölskyldan eyddi aðfanga- dagskvöldi saman á Langó. Það skipti þig engu máli þó þú þyrftir að elda fyrir 25 manns því svo mynd- arleg varstu. Þú vildir einungis að fjölskyldan þín væri öll saman á jól- unum. Þannig voru jólin þangað til þú fluttir á Skúlagötuna. Minning- arnar um jólin okkar eru dýrmætar GUÐRÚN CLAESSEN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.