Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 37
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gefins
Kassavanir kettlingar 3 yndis-
legir, kassavanir kettlingar fást
gefins á góð heimili. Uppl. í síma
856 1186.
Gisting
Ferðalangar athugið.
Höfum nýuppgerða 160 m2 íbúð
í miðbæ Akureyrar til leigu. Gisti-
rými fyrir allt að 7 manns, tilvalið
fyrir 1-2 fjölskyldur.
Upplýsingar gefnar í símum
570 7000 og 695 7045.
Fæðubótarefni
Þorir þú að taka aðra manneskju
úr umferð? Mr. X
x@gegndrepa.is
Herbalife - Viltu bæta heilsuna
- ná kjörþyngd - bæta þig í rækt-
inni - hafa aukatekjur?
Hanna/hjúkrunarfræðingur
símar 897 4181 og 557 6181.
Skoðaðu árangurssöguna mína
á www.internet.is/heilsa
Snyrting
Fallegar og sterkar neglur
Fallegar gelneglur á frábæru
verði. Skraut fylgir frítt!! Set ein-
nig á fætur. OPIÐ ALLA DAGA kl.
9-22. Tímapantanir og upplýsing-
ar í s: 861 3999, Margret.
Húsgögn
Leðursófasett 3+2+1 Brúnt leð-
ursófasett 3+2+1 til sölu. Keypt
í Húsgagnahöllinni fyrir nokkrum
árum, kostaði þá rúmlega 200
þús. Fæst fyrir 25 þús.
Allý s. 695 1990.
Húsnæði óskast
Herbergi óskast í ágúst Norsk
stúlka óskar eftir herbergi í
miðbæ Reykjavíkur í ágúst.
Netfang: livjorunnseljev-
oll@hotmail.com
Sími: 0047-45090659.
Háskólanema vantar húsnæði
Háskólanema vantar 2 herb./
stúdíóíbúð eða herbergi fyrir
komandi skólaár á svæði 101, 105
eða 107. Reyklaus og reglusamur.
S. 869 1839 eftir kl. 19:00 eða
birgiss@hotmail.com.
Sumarhús
Veðursæld og náttúrufegurð!
Til sölu mjög fallegar sumarhúsa-
lóðir á kjarri vöxnu hrauni við
Ytri-Rangá, 102 km frá Reykjavík.
Svæðið er rómað fyrir náttúrufeg-
urð, fjallasýn og veðursæld. Hit-
inn í fyrrasumar fór upp í 28 stig
og oft í 20 - 24 stig og nú í maí
varð heitast 23 stig. Svæðið, sem
heitir Fjallaland, er mjög vel skip-
ulagt og boðið er upp á heitt og
kalt vatn, rafmagn, háhraða int-
ernettengingu og önnur nú-
tímaþægindi og margvíslega
þjónustu. Nánari uppl. í síma
8935046 og á fjallaland.is.
Sumarhús — orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Spenna, hraði, útrás, adrenalín,
þvingun, hræðsla, endir. Allt
þetta býð ég mínum skjólstæð-
ingum. Mr. X
x@gegndrepa.is
Til sölu
Tilboð - Íslenski fáninn
Eigum til nokkra íslenska fána,
fullvaxna, stærð 100x150 sm.
Verð kr. 3.950.
Krambúð,
Skólavörðustíg 42.
Opnum snemma, lokum seint.
Kristalsljósakrónur. Handslípað-
ar. Mikið úrval.
Slóvak Kristall,
Dalvegi 16b,
201 Kópavogur,
s. 544 4331.
Flottir dömuskór í stærðum 42-
44
Ásta skósali, Súðarvogi 7.
S. 553 6060.
Opið þriðjud., miðvikud. og
fimmtud. kl. 13-18.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga.
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu
verði. Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Sími 4 200 500
www.plexigler.is
Plexigler fyrir fiskverkendur,
skiltagerðir, fyrirtæki og
einstaklinga.
Sérsmíði og efnissala.
Veiði
Sérverslun fluguhnýtara og
veiðimanna Gallerí Flugur,
Hryggjarseli 2, kjallara. Opnunar-
tímar: lau. kl. 10-14 og mið. kl. 20-
22. Gsm. 896-6013.
www.galleriflugur.is
Bílar
Peugeot 306 árg. '00, ek. 44
þús. km Peugeot 306 symbio
1800. Lítillega tjónaður. Vetrar-
og sumardekk á álfelgum.
Uppl. í s. 821 6264.
Nissan Almera árg. '99, bensín,
ek. 124 þús. Beinsk. Vetrardekk
á felgum, geislasp., fjarstýrð
samlæsing. Verð 400 þús. Tilboð
óskast. Uppl. í síma 892 7828.
MB SPRINTER 416 CDI
IGLHAUT 4X4
Sortimo hillukerfi, aukarafm. 220
W, Warn 9000 dráttarspil, 100 %
d.læsingar fr. og af., loftkæling,
samlæsingar, aukamiðstöð.
Enta ehf., Bakkabraut 5a, Kópa-
vogi. Uppl. í síma 821 1170 eða
á www.enta.is
MB SPRINTER 316 CDI IGL-
HAUT 4X4
Árg. 2003. Ek. 50. þ. km. 6 manna,
hátt og lágt drif, 100% d.læsingar
fr. og af, aukamiðstöð, samlæs-
ingar, aukarafgeymir, dráttarkúla,
loftkæling.
Enta ehf., Bakkabraut 5a, Kópa-
vogi. Uppl. í síma 821 1170 eða
á www.enta.is
JEPPADAGAR!
Nýir 2006 bílar, allt að 30% undir
listaverði. T.d. Honda Pilot nýr
lúxusjeppi sem hefur rakað inn
verðlaunum fyrir sparneytni og
búnað og sem gefur Landcruiser
VX diesel harða samkeppni. Láttu
okkur leiðbeina þér með bestu
bílakaupin. Frábær tilboð í gangi.
Útvegum nýja og nýlega bíla frá
öllum helstu framleiðendum.
Íslensk ábyrgð fylgir. Bílalán.
Sími þjónustuvers 552 2000 og
netspjall við sölumenn á
www.islandus.com
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla - akstursmat.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, bifhjól,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '05
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Mótorhjól
Vorum að fá nýja sendingu af
vespum, 50 cc, 4 gengir, 4 litir,
fullt verð 198 þús., nú á tilboði í
2 vikur 169 þús. með skráningu.
Sparið!
Vélasport, þjónusta og viðgerðir,
Tangarhöfða 3, símar 578 2233,
822 9944 og 845 5999.
Hjólhýsi
HJÓLHÝSI TIL SÖLU
Hefurðu séð ódýra og glæsilega
Delta Summerliner kojuhúsið hjá
okkur? Svefnpláss fyrir 6. Verð
1.766.354 þ. Allt að 100% lán. For-
tjald á hálfvirði s: 587-2200, 898-
4500. www.vagnasmidjan.is
HJÓLHÝSI TIL SÖLU!
Glæsilega Home-Car 40 hjólhýsið
okkar er á aðeins 2.120.709 kr.
Fortjald, rafgeimir, hleðsla og 10
m kapall í 220 volt fylgir. Komið
og kynnið ykkur málið s: 587-
2200, 898-4500.
www.vagnasmidjan.is
Kínaskór
Svartir flauelsskór, svartir satín-
skór. Allir litir í bómullarskóm.
Verð 1 par kr. 1290, 2 pör kr. 2000.
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Sólgleraugu
Frábært úrval, verð kr. 990
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Sumarsandalar
Barnastærðir kr. 500 og fullorð-
insstærðir, verð aðeins kr. 990,
tvö pör kr. 1690. Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
FRÉTTIR
FIMM einstaklingar hafa verið
skipaðir í sérstakan ráðgjafahóp
MBA-námsins við Háskóla Ís-
lands. Í tilkynningu frá skólanum
segir að tilgangurinn með skipun
hópsins sé að styrkja námið enn
frekar, en hópnum sé meðal ann-
ars ætlað að gera það auðveldara
að horfa á námið með augum at-
vinnulífsins. Meginhlutverk ráð-
gjafahópsins sé að styðja stjórn-
endur MBA-námsins í þeirri
viðleitni að bæta og skerpa nám-
ið, auk þess að efla enn frekar
tengsl námsins við íslenskt at-
vinnulíf.
Í ráðgjafahópnum eru: Anna
Lilja Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárreiðna og upp-
lýsinga á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi, Edda Rós Karlsdóttir,
forstöðumaður greiningardeildar
Landsbankans, Frosti Sig-
urjónsson, stofnandi og fram-
kvæmdastjóri Dohop, Hrönn Pét-
ursdóttir, framkvæmdastjóri
mannauðs- og samfélagsmála Al-
coa Fjarðaáls, og Hilmar Bragi
Janusson, framkvæmdastjóri þró-
unarsviðs Össurar hf.
Í tilkynningunni frá Háskóla Ís-
lands segir að skólinn hafi átt
frumkvæðið að kennslu í MBA-
námi á Íslandi haustið 2000, þeg-
ar fyrsti hópur nemenda hóf
námið. Kennsla í MBA-námi hafi
verið eðlilegt framhald af
kennslu viðskipta- og hag-
fræðideildar í meistaranámi í við-
skiptafræði til MS-prófs sem
hófst árið 1997. Þá hafði deildin
boðið upp á kennslu til MS-prófs í
hagfræði frá árinu 1991.
Frá árinu 2000 hafa fjórir hóp-
ar hafið námið. Fyrstu árin var
tekið inn í námið annað hvert ár,
en frá árinu 2005 hefur námið
verið í boði á hverju ári.
Í vetur hafa tveir hópar nem-
enda stundað MBA-nám, en þann
24. júní nk. munu 45 viðskipta-
fræðingar útskrifast með MBA-
gráðu. Þeir bætast í hóp þeirra
90 viðskiptafræðinga sem hafa
útskrifast með MBA-gráðu frá
Háskóla Íslands. MBA-námið í
Háskóla Íslands er starfsmiðað
og það er hugsað fyrir stjórn-
endur í atvinnulífinu.
Ráðgjafahópur
MBA-námsins við
HÍ settur á fót
ÞRIÐJI áfangi rannsóknaverkefn-
isins Veður og orka 2004–2007 fékk
sex milljóna króna styrk við nýlega
úthlutun styrkja úr Orkusjóði til
ýmissa verkefna. Verkefnið Veður
og orka snýst um mat á áhrifum
veðurfars á vatnsorkugeirann.
Kveikjan að verkefninu er nýlegt
mat sérfræðinganefndar Samein-
uðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar auk framfara í líkanagerð í
veður- og vatnafræði. Samkvæmt
upplýsingum Jórunnar Harð-
ardóttur, yfirverkefnisstjóra hjá
Orkustofnun, er verkefnið tengt al-
þjóðlega verkefninu Climate and
Energy, sem norrænu þjóðirnar
ásamt baltnesku löndunum standa
að, en því lýkur í ár. Vatnamæl-
ingar Orkustofnunar og Lands-
virkjun standa að verkefninu Veður
og orka,sem staðið hefur yfir frá
2004. Felur það m.a. í sér gerð veð-
urfarslíkana, vatnafræðilíkana og
mat á breytingum jökla og að sögn
Jórunnar er unnið af fullum krafti
að verkefninu á öllum sviðum.
Standa vonir til að niðurstöður úr
þessu viðamikla rannsóknaverkefni
á áhrifum veðurfars ljúki á næsta
ári.
„Þetta hefur ýtt áfram okkar
faglegu þekkingu á þessum stóru
atriðum,“ segir Jórunn.
Viðamiklum
rannsóknum á
veðri og orku
lýkur á næsta ári
ÚTHLUTAÐ hefur verið samtals
21,9 milljónum króna í styrki til 12
verkefna úr Orkusjóði. Iðn-
aðarráðherra staðfesti nýverið til-
lögur Orkuráðs um úthlutunina en
alls bárust 28 umsóknir um styrki.
Eftirtalin verkefni voru styrkt:
Veður og orka 2004–2007 (þriðji
áfangi), 6.000.000 kr.
Tæknibúnaður til stýringar á
eiginleikum kísils í jarðhitavatni,
2.500.000 kr.
Námsefnisgerð um orkumál,
620.000 kr.
Umhverfisvænir orkugjafar –
metanknúnar bifreiðir, 915.000 kr.
Hagkvæm uppblöndun fyrir
heita potta, 2.000.000 kr.
Fræðslubók á íslensku – vistvæn
raforkukerfi og -markaður,
1.550.000 kr.
Varmageymir í bifreiðir til for-
hitunar fyrir ræsingu, 1. 800.000
kr.
Síritandi háhitamælir fyrir bor-
holur, 1.325.000 kr.
Framhald á verkefni – auðlinda-
kort fyrir Hrunamannahrepp,
1.500.000 kr.
Lífsferilskostnaður vegna raf-
orkuvinnslu (seinna styrkár),
2.000.000 kr.
Koltvísýringsvarmadælur á Ís-
landi, 1.000.000 kr.
Undirbúningur fyrir stofnun
MOF – Miðstöð rannsókna á orku-
ferlum, 760.000 kr.
22 milljónir
til tólf verkefna