Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FARIÐ hefur verið fram á gjaldþrotaskipti kan- adíska skipafélagsins Halship, sem Eimskip á 49% hlut í. Yfirvöld í Kanada lögðu hald á flutningaskip félagsins, MV K-Wind, þann 24. júlí síðastliðinn og er það nú við ankeri í höfninni í Halifax og fær ekki að sigla. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef kan- adíska blaðsins ChronicleHerald. Skipið K-Wind er gamli Mánafoss sem Eim- skipafélagið hafði á leigu frá þýsku skipafélagi. Þess má geta að í desember 2004 hætti Eimskip strandsiglingum í kringum Ísland. Það var Mána- foss sem fór síðustu ferð félagsins. Fjárfest fyrir ári Höfuðstöðvar Halship eru í Halifax í Kanada, en félagið er einnig með skrifstofur í Boston í Banda- ríkjunum. Halship rekur eitt skip, sem rúmar 518 gámaeiningar, sem siglir á milli Halifax og Boston og á milli Nýfundnalands og Boston. Eimskip keypti hlut sinn í félaginu fyrir réttu ári síðan. Í tilefni af kaupunum sagði í frétt frá Eimskip að með þeim hefðu félögin eflt og bætt flutningastarfsemi sína á þessu svæði. Samstarfið myndi auka nýtingu skipa beggja fyrirtækjanna og veita viðskiptavinum betri flutningaþjónustu. Í frétt ChronicleHerald segir að ástæðan fyrir því að Halship hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta sé vangreidd skuld félagsins upp á rúmlega 89 þúsund Bandaríkjadollara, liðlega 6 milljónir ís- lenskra króna, við fyrirtækið Ship to Shore Dispo- sal Service, sem sér um losun á ýmiss konar úr- gangi. Fram kemur í fréttinni að ekki hafi náðst samband við forsvarsmenn Halship. Hins vegar er haft eftir Russel Herder, framkvæmdastjóra Eim- skips í Halifax, að hann geti ekki tjáð sig um ástæðurnar fyrir erfiðleikum Halship. Eimskip beri ekki ábyrgð á skuldum Halship, þar sem fé- lagið sé minnihlutaeigandi í því. Eimskip hefur hætt þátttöku Bragi Þór Marínósson, framkvæmdastjóri al- þjóðasviðs Eimskips, segir að kanadískir fjárfest- ar hafi fyrir rúmu ári síðan komið að máli við Eim- skip og óskað eftir þátttöku félagsins í viðskiptatækifæri sem byggði á þjónustu á milli Kanada og Bandaríkjanna. Í framhaldi af því hafi Eimskip lánað viðkomandi aðilum fjármuni inn í rekstur Halship. „Viðskiptamódelið gekk ekki eftir og greiðslur af láninu, sem áttu að eiga sér stað þann 1. júlí síð- astliðinn, skiluðu sér ekki. Við settum innheimtu þá í hendur lögfræðinga félagsins og drógum okk- ur alfarið út úr þátttöku í því. En hafa ber í huga að við komum aldrei að daglegum rekstri Halship. Eins og mál standa nú er ekki hægt að gera sér grein fyrir niðurstöðu málsins,“ segir Bragi Þór. Farið fram á gjaldþrota- skipti Halship í Kanada Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson K-Wind Gamli Mánafoss ber nú nafnið K-Wind. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði í viðskiptum gær- dagsins um 0,4% og var 5.271 stig í lok dags. Viðskipti í Kauphöllinni námu 2,5 milljörðum króna en mestu hlutabréfaviðskipti voru með bréf Landsbanka Íslands fyrir 1,6 milljarða. Mest hækkun varð á bréf- um Marels, um 0,7%, og bréf Mosa- ic Fashions hækkuðu um 0,6%. Mest lækkun varð á bréfum Atlantic Petroleum og nam lækkunin 4,1%. Þá lækkuðu bréf Dagsbrúnar um 2,6%. Gengi krónunnar lækkaði um 0,3% í gær. Gengisvísitala krónunnar var 127,6 stig er markaðurinn var opnaður í gærmorgun en var 128 stig í lok dags. Lækkun í Kauphöllinni HAGNAÐUR Össurar á öðrum árs- fjórðungi án leiðréttingar vegna niðurfærslu óefnislegra eigna var 2,1 milljón Bandaríkjadalir, eða um 155 milljónir króna. Að und- anskildum afskriftum óefnislegra eigna vegna fyrirtækjakaupa á síð- ustu misserum var hagnaðurinn 3,9 milljónir dala, jafnvirði 287 millj- óna íslenskra króna, samanborið við 4,6 milljónir á öðrum ársfjórð- ungi 2005. Þetta er undir vænt- ingum greiningardeilda sem spáðu 218 milljóna króna hagnaði að með- altali. Hagnaður á fyrri hluta árs- ins, án leiðréttingar vegna nið- urfærslu óefnislegra eigna, nam 2,7 milljónum dala en að undanskildum afskriftum var hagnaðurinn 8,1 milljón dala. Til samanburðar nam hagnaður á fyrri hluta síðasta árs 7,8 milljónum dala. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 13,1 millj- ón dala á öðrum ársfjórðungi, eða 964 milljónir íslenskra króna, og jókst um 69% frá sama tímabili í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta 21,7 milljónum dala, sam- anborið við 24,7 milljónir dala á fyrrihluta síðasta árs. Sölutekjur á öðrum ársfjórðungi námu 65,5 milljónum dala, eða 4,8 milljörðum íslenskra króna, og juk- ust um 85% frá öðrum ársfjórðungi 2005, mælt í Bandaríkjdölum. Sala jókst um 123% í Norður-Ameríku á fjórðungnum. Norður-Ameríka er stærsti markaður Össurar, og nem- ur sala þar um 62% af heildarsölu félagsins. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, segir í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands að sala á stoðtækjum hafi aukist umfram væntingar á og sala á spelkum og stuðningsvörum í takt við áætlanir. Á hinn bóginn hafi sala á spelkum og stuðnings- tækjum á Evrópumarkaði verið he- ludr lakari en áætlað var, sem skýr- ist einkum af lakari sölu til dreifiaðila. Hagnaður Össurar undir væntingum Morgunblaðið/Einar Falur Söluaukning Aukning í sölu á stoð- tækjum Össurar var umfram vænt- ingar. Hér má sjá Power Knee. BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið Barr hefur lagt fram formlegt yfirtökutil- boð í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og er tilboðið nú til skoðunar hjá fjár- málaeftirlitinu í Króatíu sem hefur 14 daga til þess að fara yfir tilboð Barr. Actavis og Barr Pharmaceuticals hafa slegist um Pliva en Actavis á lið- lega fimmtungs hlut í Pliva með kaupréttarsamningum og hefur full- an hug á að kaupa Pliva. Þannig voru á nýlegum hluthafafundi Actavis samþykktar heimildir til stjórnar fé- lagsins að auka hlutafé eða um allt að 20 milljarða að markaðsvirði og eins að taka lán upp á um 49 milljarða króna. Gera má ráð fyrir að Actavis muni leggja fram formlegt tilboð á næst- unni en fjármálaeftirlitið í Króatíu veitti félaginu frest til 9. ágúst til þess að gera það. Stjórn Pliva myndi síðan taka afstöðu til tilboðanna tveggja og mæla með öðru hvoru við hluthafa en um leið hæfist 30 daga söluferli þar sem bæði Barr og Actavis gætu hækkað tilboð sín eins oft og þau myndu kjósa. Það ferli myndi þá væntanlega hefjast undir mánaða- mótin ágúst-september. Barr með formlegt tilboð í Pliva ● LÍKLEGT er að Don McCarthy verði stjórnarformaður verslunarkeðjunnar House of Fraser ef af yfirtöku Baugs Group á fyrirtækinu verður. Þá er tal- ið að Philipp Mountford, forstjóri karlfataverslunarkeðjunnar Moss Bros, eigi í viðræðum um að taka við forstjórastarfi hjá House of Fraiser, sem rekur um 60 verslanir. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Man- chester Evening News en þar segir að Baugur sé við það að ljúka áreið- anleikakönnun á House of Fraiser og reiknað sé með formlegu yfirtöku- tilboði frá Baugi um miðjan ágúst eða jafnvel strax í næstu viku. Don McCarty hefur starfað með Baugi áður því hann var einn af eig- endum og stjórnarformaður Shoe Studio sem var í meirihlutaeigu hans, Baugs og Kevins Stanfords, stofnanda Karen Millen. Shoe Stud- io var hluti af Rubicon Retail Ltd. en Mosaic Fashions hefur lagt fram yf- irtökutilboð í Rubicon upp á 353 milljónir punda og segir í frétt Man- chester Evening News að McCarthy hafi fengið 135 milljónir punda, jafn- gildi um 18,3 milljarða króna, í pen- ingum og hlutabréfum við söluna á Rubicon og að hann hyggist sjálfur vera með í yfirtökutilboðinu í House of Fraser. Baugur hugar að ráðningu stjórnenda House of Fraser ● JYLLANDSPOSTEN/Politiken, Berlingske Tidende og Dagsbrún munu öll tapa til skamms tíma litið á því stríði sem í uppsiglingu er á danska blaðamarkaðinum í haust þegar útgáfa tveggja ókeypis dag- blaða, sem borin verða í hús, hefst. Þetta segir Mads Dahl Andersen, ritstjóri Søndagsavisen, við frétta- stofuna Direkt. Hann segir jafnframt að samkeppnin muni koma niður á héraðsblöðunum á þeim svæðum þar sem nýju blöðunum verður dreift í hús. Þar á eftir muni Søndags- avisen verða fyrir barðinu á sam- keppninni og aðeins eitt af fríblöð- unum muni lifa stríðið af. „Íslendingarnir hafa reynslu í að gefa út nákvæmlega svona blað. Og þá hafa þeir það forskot að vera með stjórnendur sem einbeita sér 100% að því að leysa þetta verkefni og eru ekki tengdir eldra fyrirtæki,“ segir Dahl Andersen. Hann bendir hins vegar á að ef JP/Politiken nái að virkja þá þekkingu og fjármagn, sem fyrirtækið ræður yfir, muni það hafa betur í baráttunni með fyrirhug- uðu blaði sínu sem fengið hefur nafnið 24timer. Margir munu tapa í blaðastríði        "# $% &'(() *+ ,&%! !& , 3#!4 "5+$ $ 3+$ #" 4 "5+$ !" 4 "5+$ 6!& 4 "5+$ 7 8 ( +$ .4 "5+$ 4# 8 +$ 15' 8 +$ . 8 +$ * +$ *"3 +" +$ 9 # #39 # " # :6 % % $ 8 +$ ; +$ -+./0  4 "5+$ <64 +$ =3 34 "5+$ >?+ +$ @ A  #& +$ B #& +$ 1 0 0 2 %# $,  !$ 3 $ 0 =CDE ) # ! ! # # # # #  $ # # $ $ $ $ $ 6 A# $ % $A ! ! : : : : : : : : :  : : : : : : : : : : F: GH : : F: GH F: GH F:GH : F: GH F: GH F GH F GH F GH F: GH : F GH : : : : : : : : < ! 5#  @8" )" I 15              :  : : : : :           : :           : B 5#)'( @< J#+  # & ! 5#      : : : : : : >K L9  %# %# G G @D 7M %# %# G G CC N*M  %# %# G G N*M1+&$ >  %# &# G G =CDM 7"OP"   %# %# G G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.