Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Selskógur | Leikfélag Fljótsdals- héraðs hefur að undanförnu sýnt leikritið Miðsumarnæturdraum, í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar, í Selskógi á Egilsstöðum. Aðsókn hef- ur verið góð í útileikhúsið. Leikritið, sem samið er af Guðjóni og leikhópnum Auðhumlu, er laus- lega byggt á leikriti Williams Shake- speares, Draumi á Jónsmessunótt. Það leikrit sýndi leikfélagið í Sel- skógi árið 1997 við fádæma vinsæld- ir, þar sem áhorfendur þurftu að elta leikarana út um allan skóg. Eltinga- leikurinn berst ekki jafn víða að þessu sinni þótt áhorfendur sitji ekki allan tímann á sama stað. Leikarar í sýningunni eru flestir ungir að árum, frá 14 til 25 ára. „Við erum að nýta unga fólkið okkar, auk þess sem í verkinu eru unglingar sem ekki hafa verið með okkur áð- ur,“ segir Þráinn Sigvaldason, for- maður Leikfélags Fljótsdalshéraðs. „Við erum líka í samstarfi við Vinnu- skólann. Í honum eru fjórir krakkar sem höfðu áhuga á að vera með í sýn- ingunni og þau þurfa ekki að mæta í vinnuskólann heldur eru í vinnu hjá okkur.“ Að sögn Þráins hefur aðsókn að sýningunum verið góð, leikritið var frumsýnt fyrir nokkru og er ein sýn- ing eftir, í dag. Leikfélagið fagnar í ár fjörutíu ára afmæli sínu og er sýningin hluti af viðburðum í tengslum við afmælið. „Í lok Ormsteitis verður haldið upp á afmælið. Í haust sýnum við frum- samið leikverk auk þess sem við stefnum á að halda fullt af námskeið- um í haust og næsta vor. Við endum síðan á því að halda þing Bandalags íslenskra leikfélaga og bjóðum öllum leikfélögum á landinu í afmæli til okkar,“ segir Þráinn. Morgunblaðið/GG Draumur Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir og Pétur Ármannsson í hlutverkum sín- um sem Fura og Hrói í Miðsumarnæturdraumi sem sýndur er í Selskógi. Ungt fólk sýnir Mið- sumarnæturdraum Eftir Gunnar Gunnarsson Vopnafjörður | Fjöldi glæsilegra listaverka var útbúinn í Sandvík sl. laugardag. Því miður er ekki um að ræða varanlega eign því sjórinn og veðrið sjá um að jafna alla kastalana við jörðu. Þegar krakkarnir höfðu útbúið listaverk sín, með aðstoð fjöl- skyldunnar, var efnt til fjársjóðs- leitar. Sandvíkurdagurinn er liður í Fjölskylduhátíðinni Vopnafjarð- ardögum sem stóð yfir í nokkra daga. Boðið var upp á sjóstanga- veiði, dorgveiði, gönguferð, sigl- ingu um fjörðinn og margt fleira. Hátíðinni lauk með fjöl- skylduskemmtun í Miklagarði á laugardagskvöldið þar sem hljóm- sveitin Í svörtum fötum sá um fjörið. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Glæsileg listaverk í fjörunni AUSTURLAND „ALGJÖRT ævintýri,“ segir Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir óperu- söngkona sem nú er á ferð um Norðurland með föður sínum, tón- listarmanninum Ólafi Beinteini Ólafssyni, en þau munu í ferðinni leika og syngja fyrir íbúa á dval- arheimilum aldraðra. Þau heim- sækja alls 12 heimili að þessu sinni, en þetta er fjórða sumarið sem pokasjóður veitir styrk til þessa verkefnis. Söngferðalög sín kalla feðginin „Hvað er svo glatt“. Síðdegis í gær fluttu þau íbúum á Hlíð á Akureyri tónlist sína og við það tækifæri var frumflutt sönglagið „Minningar“, lag og texti Ólafs. „Þetta lag er nokkurs konar ástaróður til Akureyrar,“ segir Ólafur en í viðlagi eru þess- ar línur: Ég skynja norðurjarðar háan hljóm og heyri tæra tóna allt um kring. Og yfir Eyjafjarðar bláan óm til Akureyrar ástarljóð ég syng. Lagið tileinkar Ólafur Fanneyju Oddgeirsdóttur og Jóhanni heitn- um Konráðssyni, en þau tengdust Hjaltested-fólkinu vel að sögn Ólafs. Móðir Ólafs og amma Ingi- bjargar Aldísar er hin lands- þekkta óperusöngkona Sigurveig Hjaltested, þannig að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni ef svo má segja. Minntist Ólafur á tónleika hennar og Ragnars Bjarnasonar í Akureyrarkirkju árið 1962, sem lengi voru í minnum hafðir og greinilegt að nokkrir í hópi hlust- enda á Hlíð í gær höfðu verið í hópi tónleikagesta fyrir rúmum fjórum áratugum. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg ferð hér fyrir norðan,“ segir Ólafur, hún hafi í alla staðið tekist vel og greinilegt sé á hlust- endum, sem flestir eru komnir af léttasta skeiði, að þeir kunni að meta svolítið krydd í tilveruna. „Hlustendur eru alveg einstaklega þakklátir og því hefur þessi ferð verið afskaplega gefandi og skemmtileg,“ segir Ingibjörg Aldís en hún hefur starfað við óp- erusöng í Þýskalandi undanfarin sex ár. Feðgin syngja fyrir íbúa á dvalarheimilum norðanlands Ég heyri tæra tóna allt um kring Hlýtt á hugljúfan söng Þær stöllur Sigríður Schiöth og Fanney Oddgeirs- dóttir hlýddu á feðginin Ólaf B. Ólafsson og Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur sem sungu fyrir íbúa á Hlíð í gærdag. Þau frumfluttu m.a. nýtt lag og texta eftir Ólaf, Minningar, en það tileinkar hann hjónunum Fanneyju og Jó- hanni Konráðssyni, Jóa Konn. Nikkan þanin Ólafur lék á als oddi er hann spilaði og söng á Hlíð. Morgunblaðið/Margrét Þóra Hlustar af athygli Alfreð Jónsson, Alli í Grímsey eins og hann er iðu- lega kallaður, skemmti sér kon- unglega á tónleikunum. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is AKUREYRI HREFNA Harðardóttir myndlistar- kona hefur opnað sýninguna MAN – MEN í Ketilhúsinu. Hún verður opin til 13. ágúst, kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. Viðfangsefni Hrefnu á þessari sýningu eru samsetningar hand- gerðra forma í leir og náttúrulegra fylgihluta með áhrifum frá fornum menum (hálsmenum). Hrefna brá sér í huglægt tímaferðalag til að muna hvernig men voru á tímum mæðraveldisins þar sem gyðjan var í hávegum höfð í gömlu Evrópu og áð- ur en formleg trúarbrögð og tími skreytilistar hófst. Yfirskriftina má túlka sem tilraun til að muna mána- gyðjuna með menið. Hrefna lærði leirlist í MHÍ en hef- ur einnig fjölbreyttan náms- og verkferil og hefur tekið þátt í fjöl- mörgum sýningum hérlendis sem er- lendis og er þessi sýning í Ketilhús- inu hennar tíunda einkasýning. Hrefna er einnig framkvæmdastjóri Sumartónleika í Akureyrarkirkju sem verða nú haldnir í 20. sinn. Verkin á sýningunni eru öll ný og unnin á síðustu vikum. Hrefna sýnir í Ketilhúsi TENGLAR .............................................. http://www.umm.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.