Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞORFINNUR Ómarsson, talsmaður norrænu eft- irlitssveitanna á Sri Lanka (SLMM), sagði í gær að að- gerðir stjórnarhersins og uppreisnarmanna úr röðum tamílsku Tígranna í Muthur-héraði á síðustu dögum væru „gróf brot“ á vopnahlésskilmálunum frá árinu 2002. „Tígrarnir stöðvuðu dreifingu vatns til svæða þar sem einkum býr fólk sem tilheyrir þjóðflokki sinhala,“ sagði Þorfinnur. „Fyrir vikið er hrís- grjónauppskera á svæðinu í hættu. Okkar maður í eft- irlitssveitunum hefur reynt að fá Tígrana til að opna fyrir flæði vatnsins aftur en það hefur ekki borið árang- ur. Að stöðva dreifingu vatns með þessum hætti er brot á Genfarsáttmálanum, fyrir utan þá augljósu stað- reynd að með aðgerðum sínum hafa stríðandi fylk- ingar gróflega brotið skil- mála vopnahlésins. Þetta á sérstaklega við um loft- árásir stjórnarhersins sem eru einkar gróf brot á vopnahléinu.“ Átök ekki óhjákvæmileg Að mati Þorfinns hefði stjórnin vel getað komist hjá þessum átökum. „Yfirmaður okkar í SLMM metur stöðuna þann- ig að stjórnin hefði alveg eins getað leyst þetta vandamál með því að flytja neyðarbirgðir af hrís- grjónum og vatni á svæðið, í stað þes landhern sprengju um afleið ólíklegt a miklu ma Spurðu hann ger dagar my sagði Þor ekki ætla um fyrr e varanleg vatnslind „Stjórn þetta get „Gróf brot á vopnahléinu“ A llt að 67 menn hafa fallið í átökum uppreisnar- manna úr röðum tam- ílsku Tígranna og stjórnarhersins á Sri Lanka á síðustu dögum, í kjölfar þess að átök brutust út eftir að Tígr- arnir lokuðu áveituskurði við Mavil- aru-vatnsbólið í Muthur-héraði suður af Trincomalee-svæðinu fyrr í mán- uðinum. Spennan á milli fylkinganna hefur farið stigvaxandi að und- anförnu og í gær lýsti talsmaður stjórnmálaarms Tígranna í Trinco- malee því yfir að vopnahléið frá árinu 2002 væri farið út um þúfur. „Stríðið er hafið og við erum til- búnir,“ sagði S. Elilan, yfirmaður stjórnmálaarms Tígranna í Trinco- malee. „Við erum tilbúnir. Það eru stjórnvöld sem hófu stríðið.“ Einn talsmanna Frelsishreyfingar tamíla (LTTE) tjáði sig einnig um átökin við stjórnarherinn í gær. „Vopnahléið er á enda,“ sagði Pur- atchi, sem aðeins er þekktur að for- nafni. Að sögn Puratchi fór stjórn- arherinn inn á svæði tamíla í Muthur-héraði, sem að hans mati jafngilti „stríðsyfirlýsingu“. Talsmenn stjórnarinnar höfnuðu því hins vegar að borgarastríð væri hafið í landinu að nýju. „Hernaðaraðgerð okkar, sem snýst um að opna hlið áveituskurð- arins, grundvallast á mannúðar- ástæðum,“ sagði Keheliya Rambuk- wella, talsmaður stjórnarinnar. „Hún er ekki stríðsyfirlýsing.“ Segjast stjórna hliðinu Skýrt var frá því í gærkvöldi að nítján stjórnarhermenn hefðu beðið bana í sprengjuárás á rútu á Trinco- malee-svæðinu. Alls hafa níu her- menn stjórnarinnar til viðbótar og 35 liðsmenn Tígranna látið lífið í átökum í Muthur-héraði á síðustu dögum. Þá féllu fjórir uppreisn- armenn í bardögum við herinn í Jaffna-héraðinu í gær, að sögn tals- manna hersins. Talsmenn Tígranna hafa hins veg- ar fullyrt að tala látinna sé mun lægri. Jafnframt kenna þeir stjórn- inni um upphaf átakanna og segjast hafa lokað áveituskurðinum við Ma- vilaru-vatnsbólið í suðurhluta Mut- hur-héraðs í hefndarskyni fyrir að stjórnin skuli hafa svikið loforð sitt um að reisa vatnsturn á svæðinu. Talsmenn hersins sögðust í gær- kvöldi hafa náð yfirráðum yfir hliði sem stjórnar flæði vatns í áveitu- skurðinum og hefur Ulf Henricsson, yfirmaður norrænu eftirlitssveitanna (SLMM) á Sri Lanka, gagnrýnt stjórnina harðlega fyrir aðgerðirnar. Þá vísaði hann því á bug að allsherj- arstríð hefði brotist út í landinu, þrátt fyrir grun um mikið mannfall í átökum síðustu daga. Aðspurðir um yfirlýsingu Elilans sögðu þeir Þorfinnur Ómarsson og Sigurður Gíslason, eftirlitsmenn hjá SLMM, að hann hefði ekki umboð til að lýsa yfir stríði í landinu. „Ég ræddi við Elilan skömmu áð- ur en hann lét þessi ummæli falla,“ sagði Sigurður. „Hann sagði ein- ungis að ef herinn myndi ekki draga sig til baka frá svæðinu þyrftu Tígr- arnir að verjast af hörku.“ Þorfinnur tók undir orð Sigurðar og sagði að taka bæri ummæli Elil- ans með miklum fyrirvara. „Hann hefur ekkert umboð til að lýsa þessu yfir,“ sagði Þorfinnur. „Síðan hann fullyrti þetta hefur rignt yfir mig símtölum frá fjöl- miðlum víða um heim sem halda að allsherjarstríð sé að hefjast í land- inu.“ Eðlisbreyting á Jehan Perera, ran hugveitunni Natio cil, sagði hins veg arnir væru til mar isbreyting væri að átökum stríðandi inu. „Þetta er ný þr rera og vísaði þar yfir 800 manns he unum frá því í des ári. „Fyrri átök fy yfirleitt í formi sk Landið þokast í á átaka, þar sem he beggja fylkinga b yfir landsvæðum í „Stríðið er ha Tugir manna hafa fallið í bardögum Tígranna og hersins á Sri Lanka á síðustu dögum. Baldur Arnarson skrifar um átökin. Hermenn reyna að hafa hemil á mótmælendum sem kröfðust Mikill vatnsskortur hefur verið á Trincomalee-svæðinu eftir a baldura@mbl.is GJÖF SIGUR RÓSAR TIL LANDSMANNA Ekki eru liðnar tvær vikur síðangreint var frá því í Morgun-blaðinu að hljómsveitin Sigur Rós hygðist halda í tónleikaferðalag um landið og að leikið yrði á sjö tón- leikum á næstu tveimur vikum. Fram kom að allir tónleikarnir væru ókeypis enda væri tilgangur ferðarinnar að spila fyrir land og þjóð – auk þess reyndar að taka upp heimildarmynd um hljómsveitina, náttúru landsins og mannlíf. Þótt enn séu þessar tvær vik- ur ekki liðnar og landsmenn eigi því enn tónleika í vændum má ætla að há- punkti ferðarinnar – í það minnsta hvað mannfjölda snertir – hafi verið náð í fyrrakvöld er hljómsveitin lék fyrir fimmtán þúsund manns á Klambratúni. Í umsögn Arnars Eggerts Thorodd- sen gagnrýnanda um þann einstaka viðburð, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, segir m.a. að meðlimir Sigur Rós- ar hafi ákveðið að ljúka „þrettán mán- aða löngu tónleikaferðalagi sínu, sem er það yfirgripsmesta í sögu sveitar- innar, með nokkrum tónleikum á Ís- landi. Staðarval hefur verið óvenju- legt en tónleikarnir áttu það sammerkt að ókeypis er fyrir gesti og gangandi. Þetta útspil verður að telj- ast einstaklega „Sigur Rósar-legt“ og er til vitnis um hvernig sveitin hefur frá fyrsta degi sniðgengið venjur og hefðir „bransans“. Þessi hugmynda- fræði – ásamt stórkostlegri tónlist – er það sem hefur fært gulldrengjunum frægð og frama; heimurinn stendur á öndinni yfir heilindunum og heiðar- leikanum sem stýrir gjörðum meðlima og við Íslendingar erum þar í engu undanskildir“. Í þessum orðum er lyk- illinn að velgengni Sigur Rósar í raun settur fram í hnotskurn. Á tímum þar sem undanlátssemi við neikvæðustu áhrif markaðsaflanna, innihaldslaus gróðahyggja og yfirlæti gagnvart áhorfendum eru alltof algengir fylgi- fiskar átrúnaðargoða dægurmenning- arinnar hefur það sem Sigur Rós stendur fyrir ómetanlegt vægi. Hljómsveitinni hefur tekist að „af- helga hlutverk rokkstjörnunnar, fjar- lægja mæri á milli þeirra sjálfra og áhorfenda og undirstrika með því þá einingu sem er óhjákvæmileg á milli hljómsveitar og hlustanda“, eins og segir í gagnrýninni. Allir sem þekkja til tónlistarheims- ins vita hvaða verði tónlist framúr- skarandi tónlistarmanna er keypt á tónleikum og gildir þá einu hvort um er að ræða dægurtónlist eða klassíska tónlist. Hljómsveitin Sigur Rós hefur í raun fært landsmönnum tónlist sína að gjöf að undanförnu. Í stað þess að reyna að hámarka ávinninginn af vinnu sinni hafa hljómsveitarmeðlimir lagt sérstaka áherslu á að bjóða þá sem eiga heima í nágrenni tónleika- staðanna og ekki eru endilega dæmi- gerðir gestir á slíkum viðburðum vel- komna; unga sem aldna. Hér er um að ræða gjöf sem landsmönnum er færð af eftirtektarverðri hógværð. Fólk hefur enda brugðist við henni með þeim hætti að það afhjúpar vel hversu sterkan og víðtækan hljómgrunn hljómsveitin á í sálarlífi landsmanna – í það minnsta ef miðað er við fjöl- breytnina í samsetningu áhorfenda- hópsins á Klambratúni í fyrrakvöld. Sigur Rós hefur tekist það sem ein- ungis fáum útvöldum tekst; að færa samferðamönnum sínum samstöðu um tiltekin viðhorf til lífsins og umhverf- isins – auk listar sinnar. Það er bæði óvenjulegt og þakkarvert. ÖRUGGARI MIÐBORG Það er fullkomlega tímabært að lög-gæzla verði efld í miðborg Reykjavíkur með þátttöku borgarinn- ar. Skipaður hefur verið starfshópur dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Reykjavíkurborgar til að fjalla um löggæzlu í borginni, þar á meðal hvernig eigi að gera löggæzlu í mið- borginni sýnilegri. Á undanförnum árum hafa oft komið upp hugmyndir um að sveitarfélögin sinni sjálf löggæzlu. Þessar hugmynd- ir hafa ekki sízt komið upp þegar sveit- arstjórnarmönnum hefur þótt sem lögregla hefði ekki bolmagn til að sinna löggæzlu í þeirra sveitarfélagi sem skyldi. Aðrir hafa bent á nauðsyn þess að ríkið fari með löggæzlu í landinu, m.a. til að tryggja samhæfingu, uppbygg- ingu sérþekkingar í lögreglurann- sóknum o.s.frv. Hægt er að sameina kosti beggja leiða með því að sveitarfélög geri ein- faldlega þjónustusamninga við ríkið um aukna löggæzlu þar sem þau telja þörf á, í samræmi við áherzlur sveit- arstjórnar á hverjum stað. Það er ekki óeðlilegt að nýr borgarstjórnarmeiri- hluti í Reykjavík, sem vill hreinsa til í borginni og gera hana snyrtilegri og öruggari fyrir borgarana en verið hef- ur, skoði slíkar leiðir. Eins og Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, benti á í samtali við Fréttavef Morg- unblaðsins í gær hefur öryggistilfinn- ing þeirra, sem leggja leið sína um miðborg Reykjavíkur, dvínað. Fólk er einfaldlega hrætt við að vera þar á ferli þegar reglulega berast fréttir af líkamsárásum og skrílslátum eins og eftir nýliðna helgi. Sýnileg löggæzla mun auka á öryggiskennd borgaranna, sem borgarstjórnin hlýtur að kapp- kosta. Það er líka rétt hjá Gísla Marteini að leggja áherzlu á aðrar aðgerðir, til við- bótar hertri löggæzlu. Það þarf víða að bæta lýsingu í miðborginni og hreinsa veggjakrot. Og ekki væri heldur úr vegi að gera stífari kröfur til fyrir- tækja, sem rekin eru við helztu verzl- unargötur borgarinnar, um umgengni og yfirbragð bygginga. Slíkt myndi auka virðingu fólks fyrir miðbænum. Það er sömuleiðis rétt, sem Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir í Morgunblaðinu í dag. Það þarf að herða viðurlög við ofbeldisglæpum og taka þá, sem ítrekað fremja slíka glæpi, úr umferð fyrr en nú er gert. Almenningur á heimtingu á því að tekið verði á ofbeldinu í miðborginni, þannig að hún verði öruggur staður fyrir alla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.