Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þegar myndin um ítalska 18. aldar söngv-arann Farinelli var gerð árið 1994 hafðimaður á tilfinningunni að eflaust yrði hún stærsti minnisvarði framtíðarinnar um þennan söngvara sem svo miklar sögur fóru af. Hann var dáður fyrir einstaka raddfegurð og var einn mesti músíkant síns tíma. En hæfileikarnir voru dýru verði keyptir. Hann var afburðasöngvari strax í æsku og eins og tíðkaðist þá var hann geltur til að hann mætti halda sinni einstöku sópranrödd. Geldingsraddir voru mjög vinsælar í Evrópu allt frá miðri 16. öld og fram á síðari hluta þeirrar 19. og voru þúsundir drengja, eink- um ítalskir, skornir og vanaðir, til að þeir héldu rödd sinni. Sumpart var þetta gert vegna þess að konum þótti enn ekki sæma að stíga á óperusvið, sumpart vegna þess að þeim drengjum sem best farnaðist var þar með búið betra líf en þeir hefðu annars átt völ á, en svo var þetta líka einfaldlega tíska. Árið 1870 var loks bannað að gelda drengi af mannúðarástæðum.    Síðasti geldingurinn sem sögur fara af varAlessandro Moreschi, sem starfaði lengstum við Sixtusarkapelluna í Róm. Honum auðnaðist líf fram á 20. öld, og til eru nokkrar hljóðritanir með söng hans frá árunum 1902–1903. Þá var Moreschi orðinn roskinn, og söngrödd hans mátti muna sinn fífil fegurri. Þess vegna og vegna frumstæðra upptökuskil- yrða hafa hljóðritanirnar með honum ekki þótt góð heimild um söng geldinganna. Myndin, sem gerð var af belgíska leikstjór- anum Gérard Corbiau, þótti góð; það var mikið í hana lagt, ekki síst í búninga, leikmynd og auð- vitað músíkatriðin. Til að líkja sem best eftir blæ geldingsraddar, sem vitaskuld eru engar til í dag og engar hljóðritaðar heimildir eru til um hvern- ig hljómuðu í sínu besta formi, fór leikstjórinn þá leið að blanda saman upptökum af rödd kontra- tenórs og kvensópran fyrir hlutverkið. Farinelli var alla tíð fádæma vinsæll, ef til vill eins konar poppstjarna síns tíma. Hann söng fyrir hirðir og kóna, presta og preláta, og var sterkefnaður þegar hann lést í borginni Bologna árið 1782. Þar í borg er nú rekið fræðasetur helgað þessum sérstaka listamanni. Þótt myndin hafi þótt prýði- leg var hún ekki byggð á sagnfræðilegum heim- ildum og frjálslega farið með staðreyndir. En ekki láta vísindin að sér hæða. Nú í júlí voru jarðneskar leifar Farinellis grafnar upp úr Certosa-kirkjugarðinum í Bologna. Fyrir að- gerðinni stóðu sérfræðingar á vegum Farinelli- stofnunarinnar í borginni og frá háskólunum í Pisa og Bologna. Carlo Vitali, einn helsti sér- fræðingur um sögu Farinellis, sagði við það tækifæri að útlit væri fyrir að beinabygging söngvarans kæmi heim og saman við þau mál- verk og teikningar sem til væru af honum, hann hefði verið venju fremur hávaxinn. Í dag er búið að bera kennsl á hauskúpu, kjálkabein og nokkr- ar tennur með þeirri vissu að hægt sé að fullyrða að þetta séu í raun leifar Farinellis. Stærri bein bíða greiningar, og eru þau talin í nægilega góðu ástandi til að hægt verði að inna af hendi flestar þær rannsóknir sem til stendur að gera. Ekki er það nú svo að beinin ein þyki merk – það sem til stendur er að leita alls þess sannleika sem fundinn verður um rödd Farinellis. Í þeirri viðleitni verða jarðneskar leifar hans rannsak- aðar á allan þann máta sem hugsanlegur er – og auk kortlagningar erfðaefnisins DNA verður sérstök áhersla lögð á að komast að réttri hæð söngvarans, líkamlegu útliti, lífsháttum, mat- arvenjum, sjúkdómum og áverkum. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að á endanum geti rannsóknarniðurstöðurnar fært okkur nær því óhöndlanlega – söngröddinni.    Búist er við því að rannsóknirnar á Farinellitaki um ár, og munu færustu sérfræðingar hver á sínu sviði, utan ítalska rannsóknarhóps- ins, fá aðgang að lífsýnunum. Í þeirra hópi er David M. Howard, afar virtur prófessor í hljóð- verkfræði við Háskólann í York á Englandi, en hans verkefni verður að ráða í leyndardóma söngraddarinnar í ljósi þeirra mælinga sem gerðar verða á lífsýnunum. Nú er spurt hvort þessi mikla fyrirhöfn geti nokkurn tíma fært okkur nær sannindunum um rödd frægasta geldings tónlistarsögunnar. Geldingsrödd grafin upp Farinelli var dáður fyrir einstaka raddfegurð. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir ’Auk kortlagningar erfðaefnisinsDNA verður sérstök áhersla lögð á að komast að réttri hæð söngvar- ans, líkamlegu útliti, lífsstíl, mat- arvenjum og sjúkdómum.‘ begga@mbl.is GAGNRÝNANDI New York Times fer afar lofsamlegum orðum um Helga Tómasson í nýlegri umfjöllun sinni um San Francisco-ballettinn, sem kom fram á Sumarlistahátíð- inni í Lincoln Center í New York-borg, en henni er nú ný- lokið. Í blaðinu er tekið fram að Helgi hafi verið stjórnandi ball- ettsins í 21 ár og að svo virðist sem hann sé ekki kreddufastur stjórn- andi. Dansflokkurinn sé klassískur en Helgi leiti út fyrir raðir hins klassíska ballettheims og setji sinn stimpil á dansflokkinn í heild, sem komi bersýnilega í ljós á sviðinu. Verkin hafi verið einlæg og ákaflega vel útfærð. Að sögn gagnrýnanda blaðsins var dansflokknum ein- staklega vel fagnað á hátíðinni, mik- ið var um hávær hróp og köll og því greinilegt að áhorfendum hafi líkað það sem fyrir augu bar. Það komi nú ekki á óvart enda sé San Francisco- ballettinn einn elsti, þekktasti og virtasti dansflokkur í Bandaríkj- unum og að mörgum finnist að hann hafi ekki nógu oft heimsótt New York-borg, en hann kom þangað síð- ast árið 2002. Að lokum fjallar gagn- rýnandinn um dansara flokksins sem hann segir að séu framúrskar- andi. Hann tekur meðal annars fram að karldansarar í verki Helga „Con- certo Grosso“ hafi verið stórkostleg- ir og staðið upp úr. Helgi Tóm- asson í New York Times Helgi Tómasson Jákvæð umfjöllun um San Francisco-ballettinn HINN 24 ára gamli Svanur Davíð Vilbergsson hefur nýlokið BA-prófi í einleik á klassískan gítar frá Tón- listarháskólanum í Maastricht og út- skrifaðist hann með hæstu einkunn í gítardeild skólans á þessu ári. Hóg- værðin uppmáluð segir Svanur að vissulega sé það ágætis árangur. „Það er ekki mjög algengt þannig að ég er bara mjög ánægður með þetta. Ég tók tvær brautir, einleik- arabraut og kennarabraut. Þetta voru fjögur ár og var á köflum nokk- uð erfitt. Maður þurfti mikið að æfa sig. Ég hélt til dæmis tvenna loka- tónleika á þessu ári. Fyrst í janúar og svo hélt ég aðra tónleika í júní. En nei þetta er svo sem ekkert erf- itt af því að maður hefur svo gaman af þessu.“ Egilsstaðir, England og Spánn Svanur segir að öll systkini sín hafi áhuga á tónlist. Hann byrjaði að spila á gítar tólf ára gamall, aðallega blús og djass, og kenndi hálfbróðir hans honum fyrstu tónana. „Ég byrjaði svo að spila með blúsaranum Garðari Harðarsyni og einnig Árna Ísleifssyni. Hann var alltaf með djasshátíðina fyrir austan,“ segir Svanur en hann er frá Stöðvarfirði. Á svipuðum tíma fór hann að læra klassískan gítarleik hjá Torvald Gjerde en spilaði ekki mikið af klassískri tónlist opinberlega fyrst í stað. Leiðin lá svo í Menntaskólann á Egilsstöðum og einnig í tónlistar- skóla þar. „Kennarinn minn var Charles Ross. Hann ákvað að fara til Englands í framhaldsnám og bauð mér að koma með. Ég fór út með honum og fjölskyldu hans til Totnes í Devon-sýslu, var þar í tvö ár og kláraði menntaskólann á tón- listarbraut. Eftir það fór ég til Barcelona í einkanám hjá Arnaldi Arnarsyni. Þar heyrði ég um Tón- listarháskólann í Maastricht en hann þykir mjög góður.“ Barokk- og nútímatónlist Að sögn Svans er skólinn frekar hefðbundinn, hann skiptist annars vegar í klassíska deild og hins vegar í djassinn. Sérfræðisvið kennaranna skipti svo auðvitað miklu máli. „Kennarinn minn er til dæmis mjög góður í barokk- og nútímatónlist en þar liggur einmitt áhugasvið mitt.“ Svanur lauk námi í lok júní og hefur síðan þá haldið þrenna tónleika fyrir austan, á Eskifirði, Vallanesi og Stöðvarfirði. Í kvöld heldur hann síðan tónleika í Selfosskirkju kl. 20. Hann ætlar svo spila í Ráðhúsinu á menningarnótt en heldur fyrst til Mallorca þar sem hann mun spila á gítartónleikaröð í Palma 13. ágúst. Svanur segir að á dagskrá tón- leikanna séu verk frá barokk til nú- tíma en að þau séu ekki flutt í tíma- röð. Þetta sé sama dagskrá og hann spilaði á lokaprófinu sínu úti og megi þar m.a. finna verk eftir Bach, Giuliani og Brouwer. Mastersnám í sama skóla Tónleikarnir voru ekki einungis hans lokaverkefni heldur einnig inn- tökupróf í meistaranám í skólanum. Og Svanur var einn af fáum sem komust þar inn en samkeppni um pláss er mjög hörð að hans sögn. „Þetta eru tvö ár á klassískan gítar í viðbót og svo ætla ég einnig að taka með því eins árs nám í Haag í tölvu- vinnslu á tónlist. Ég hef mikinn áhuga á því hvernig hægt er að nota tölvur við tónsmíðar og er þetta nám hannað til þess að taka með öðru námi,“ segir Svanur en hann er að eigin sögn ekki enn búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera þegar hann verður stór. „Ég hef mikinn áhuga á því að taka þátt í gítarkeppnum. Þá spilar þú sólóverk fyrir dómnefnd og þeir sem vinna fá að halda tón- leika. Þetta er rosalega erfitt en það er nánast eina leiðin til að fá að halda sólótónleika í stórum sölum erlendis. Ég ætla að reyna þetta.“ Blús, djass og klassíkin Svanur byrjaði að spila á gítar tólf ára gamall, mest blús og djass en stefndi annað í námi. Hann er nú á leið í meistaranám í einleik á klassískan gítar. Tónlist | Ungur íslenskur gítarleikari útskrifast með hæstu einkunn í Maastricht Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is Tónleikarnir í Selfosskirkju í kvöld hefjast kl. 20. Miðaverð 1.500 kr. SVARTI kjóllinn sem Audrey Hepburn klædd- ist í myndinni Breakfast at Tiff- any’s verður seld- ur á uppboði í London 5. desem- ber nk. Kjóllinn, sem hannaður er af Huber de Gi- venchy, er talinn ein af frægari flík- um kvikmyndasögunnar og býst uppboðshúsið Christie’s við því að hann seljist á í kringum 10 milljónir ísl. króna. Givenchy sá um að hanna föt á Hepburn fyrir fjölda mynda hennar, meðal annars Funny Face og Sabrinu, sem veitti honum mik- inn innblástur. Ágóði af sölunni rennur til góðgerðarsamtaka sem hjálpa fátækum börnum á Indlandi. Hepburn lék í meira en 20 kvik- myndum og starfaði mikið fyrir barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hún lést árið 1993. Kjóll Audrey Hepburn á uppboð Audrey Hepburn Í SKOTI Ljósmyndasafns Reykja- víkur opnar Hildur Margrétardóttir sýningu næstkomandi fimmtudag. Hún „er myndlistarmaður sem vinn- ur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunn- uglegar. Hún segir vinnuaðferð sína byggjast á löngun til að segja frá, gerast sögumaður um atburði sem hún hefur orðið vitni að“, og lýtur að fagurfræði daglegs lífs, eins og segir í fréttatilkynningu frá safninu. Sýningin verður opnuð kl. 15. Ný sýning í Skotinu ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.