Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 19 MæðrastyrksnefndReykjavíkur er að opnastarfsemi sína í nýjuhúsnæði. „Þetta er gjörbylting. Við gerðum makaskipti á 156 fermetra húseign okkar á Sólvallagötu 48 og 220 fer- metra húsnæði hér í Hátúni 12, en það komst skriður á málið þegar stuðningsaðili veitti okkur aðstoð við að koma þessum skiptum á, við erum þó aðeins með hluta þess húsnæðis sem Góði hirð- irinn hafði hér áður,“ segir Ragnhildur Guð- mundsdóttir for- maður Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur. „Þetta er mikil breyting á aðstöðu, hér er bæði rúmbetra og þægilegra skipulag og svo er hér stór hurð svo hægt er að aka vörum beint að lag- ernum. Engir þröskuldar eru hér sem gerir fært að aka hér um á hjóla- stólum og er til þæginda fyrir þá sem eru með börn í kerrum. Hér eru næg bílastæði og góðar samgöngur – og svo erum við dálítið sér, höfum látið gera hurð að ofanverðu í austurátt, þar sem inngangurinn er,“ segir Ragnhildur. Nú er fólk sem óðast að taka til hjá sér í skápum og geymslum í sum- arfríinu og upplagt að koma með það sem ofaukið er af heilum og hreinum fatnaði og rúmfatnaði og góðum og nothæfum hlutum í hið nýja húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Hátúni 12. Nefndin á sér merka sögu Mæðrastyrksnefnd á sér merka sögu og hefur löngu tekið sér ból- festu í hjartastað höfuðborgarbúa. Nefndin var enda stofnuð 1928 fyr- ir forgöngu kvenna, ekki síst mæðgn- anna Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Laufeyjar Valdemarsdóttur þegar mikil neyð ríkti. Togarinn Jón forseti hafði farist með allri áhöfn og eftir stóðu ekkjur og fjölmörg föðurlaus börn. „Ég viðurkenni að konur, einkum einstæðar mæður, standa okkur nærri enda var nefndin stofnuð til að koma þeim til liðs. En hingað eru all- ir velkomnir, tímarnir hafa breyst og karlar koma til okkar í auknum mæli. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur lét sig málin varða og vann mikið að lagasetningu sem gat komið konum til góða t.d. í sambandi við forsjár- mál. Kvenréttindamál er í raun frels- isstríð, rétt eins og mannréttindamál eru, ég vil tengja þetta tvennt saman – þetta er stríð sem aldrei tekur enda og aldrei má sofna á verðinum.“ Að- ildarfélög hennar eru átta, Kvenrétt- indafélag Íslands, Kvenstúdenta- félag Íslands, Hvítabandið, Thorvaldsensfélagið, Hvöt, Kven- félag Alþýðuflokksins, Húsmæðra- félag Reykjavíkur og Félag fram- sóknarkvenna. Allt starf Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er unnið í sjálfboða- vinnu, nema hvað nefndin hefur sam- kvæmt lögum sínum leyfi til að hafa starfsmann í hálfu starfi. „Því starfi sinnir framkvæmda- stjórinn, Aðalheiður Fransdóttir. Hún er í 50% starfi en vinnur miklu meira,“ segir Ragnhildur. Umfang starfseminnar fer sífellt vaxandi ár frá ári Til Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur gefa fyrirtæki, einstaklingar, stéttarfélög og félagasamtök. „Þessar gjafir gerir okkur kleift að halda þessari starfsemi gangandi, en umfang starfseminnar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Við metum því mikils gjafir sem okkur berast, nú síðast gaf Síminn okkur nýlegar tölvur, sem kemur sér mjög vel, þær munu létta okkur lífið. Starfsmaður er hér alla daga og því hægt að koma hingað því sem fólk vill gefa til starf- seminnar. Okkur er gefinn matur, húsgögn, fatnaður, bækur og þannig mætti telja. Öllu tökum við þakksamlega. Ýmsir sýna nefndinni mikinn höfð- ingsskap sem gerir okkur fært að lið- sinna því fólki sem til okkar leitar. Þess ber að geta að við erum að fá nýja vefsíðu sem Sigurður Sigurðs- son hannar fyrir okkur án endur- gjalds og einnig erum við að fá nýtt merki eða lógó sem Ingvar Sverr- isson hjá Góðu fólki sá til að okkur var gefið og Ámundi Ámundason teiknar. Hér verður opið á hverjum mið- vikudegi eftir hádegi og geta þá þeir sem hingað koma valið úr því sem á boðstólum er og fengið matarúthlut- anir. Hér vinna margar konur þarft verk og ég vil koma á framfæri þakk- læti til allra þeirra sem hafa styrkt okkur til þeirra starfa.“ Daglegtlíf ágúst Ragnhildur formaður raðar í hillur fatnaði sem nefndinni hefur borist. Morgunblaðið/Árni Sæberg F.v. Aðalheiður Fransdóttir framkvæmdastjóri, Ragnhildur Guðmunds- dóttir formaður og Margrét Kristín Sigurðardóttir, fjármálastjóri Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur. „Það má aldrei sofna á verðinum,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Guðrún Guðlaugsdóttir skoðaði nýtt húsnæði nefndarinnar í Hátúni 12. Þar verður starfsemin opnuð hinn 23. ágúst nk.  FLUTNINGAR | Mæðrastyrksnefnd flytur í nýtt húsnæði Takið til í skápum og gefið þeim sem þurfa MARKAÐSMENN leggja gjarnan mikið upp úr því að kortleggja neytendur eftir neysluvenjum, áhugasviðum og efnahag. Og eins hafa glanstímaritin í gegnum tíðina verið dugleg að leggja fram krossapróf af margvíslegum toga þar sem fólki er skipað í ýmsa flokka, oft meira í gríni en alvöru. Kúbanskættaði fjármálagúrúinn Julie Stav telur varanlegt ásigkomulag bankareiknings hvers og eins ekki minna lýsandi og í bók sinni The Money In You! skiptir hún fólki í fimm ólíka neytendaflokka og greinir þar frá öllum þeim kostum og göllum sem hver flokkur býr yfir, sem og hvernig komast megi hjá vandkvæðunum. Að sögn Stav segir fjármálaeðli okkar líka heilmikið um fjárhagslegar framtíðarhorfur.  Dívan. Lætur stjórnast af tilfinningunum og notar oft streitu sem afsökun fyrir að eyða háum fjárhæðum. Dívan „verðlaunar sig“ oft með dýrum gjöfum af því að „hún á það skilið“.  Góðgerðartýpan. Örlát manngerð sem er alveg sama um pen- inga. Hún gefur oft fé til ólíkra líknarfélaga. En þegar miklu er eytt verður oft lítið eftir í buddunni og því skiptast oft á skin og skúrir í fjármálum góðgerðartýpunnar – og tímabilum þar sem fjármálin eru í góðu lagi fylgja yfirleitt tímabil þar sem þau eru í mjög slæmu standi.  Rannsakandinn. Þessi manngerð skoðar vandlega smæstu smá- atriði og skilmála í öllum fjármála- og fjárfestingartilboðum sem berast. Engu að síður verður rannsakandanum ekki alltaf svo mikið úr verki í þessum efnum.  Lífskúnstnerinn. Þessi týpa er undir áhrifum vínguðsins Díoný- susar. Hún elskar hið ljúfa líf og á erfitt með að standast dýran fatnað, glitrandi skart, eðalvín og fjölmennar veislur. Með slíkan lífsstíl sparar hún hins vegar lítið fé.  Sparnaðartýpan. Þessi sparsama manngerð sparar mikið og eyðir litlu. Hver króna skiptir máli og litlu er eytt í annað en lífs- nauðsynjar. Hún nýtir sér alltaf útsölur þegar færi gefst og gerir mikið af því að leita uppi bestu tilboðin.  NEYTENDUR Hvernig neytandi ert þú? BANDARÍSK rannsókn bendir til þess að konur og karlar með litla sjálfvirðingu hneigist til að halda að maki þeirra elski þau ekki nema þeim vegni vel í vinnunni. Sandra Murray, við Buffalo-háskóla í Bandríkj- unum, komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa les- ið dagbækur rúmlega 150 hjóna til að afhjúpa leyndardóma í samböndum karla og kvenna. Hjónin færðu daglega inn upplýsingar um hvort þeim farnaðist vel eða illa í vinnunni. Þau skráðu einnig hversu mikla viðurkenningu og ást þau teldu sig hafa fengið frá makanum þann daginn. Sjálfs- virðingin reyndist gefa vísbendingu um hvernig fólk skynjar ást og viðurkenningu makans. Körlum og konum með litla sjálfsvirðingu fannst ást makans vera undir því komin hvernig þeim vegnaði í vinnunni – þeim fannst þau njóta meiri ástar þegar þeim gekk vel í vinnunni. Konur og karlar með mikla sjálfsvirðingu hneigðust á hinn bóginn til að líta svo á að ást makans væri skilyrðislaus. Reyndar hneigðust konur með mikla sjálfsvirðingu jafnvel til að finnast þær njóta meiri ástar þegar þeim farn- aðist illa í vinnunni. Skýrt var frá rannsókninni í tímaritinu Persona- lity and Social Psychology Bulletin. Reuters Sjálfsvirðingin reyndist gefa vísbendingu um hvern- ig fólk skynjar ást og viðurkenningu makans. Tengja ástina við velgengni í vinnu  RANNSÓKN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.