Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 15 ERLENT stórir snúðar og litlir snúðar UM tvö hundruð líbanskir borgarar, aðallega eldra fólk og veikburða, komust út af bardaga- svæðum í bænum Bint Jbail í suðurhluta Líb- anons í gær þar sem hörðustu átök Hizbollah og Ísraela hafa átt sér stað síðustu daga. Flestir komu fótgangandi þar sem vegir eru ónýtir og gengu sumir til Tibnin um átta kílómetra frá Bint Jbail, þar sem næsti spítali er. Fólkið hafði dvalið dögum saman inni í húsum, margir í kjöllurum, á meðan átökin stóðu yfir, flestir án matar og vatns. Mehdi al-Halim, 73 ára gamall maður, var einn þeirra sem komust af svæðinu í gær. Hann haltr- aði frá þorpinu ásamt eiginkonu sinni Shamiah en þau eiga tvö börn sem búsett eru í Bandaríkj- unum. „Ég hef ekki séð sólina í tuttugu daga,“ segir Mehdi. Þau höfðu falið sig inni á heimili sínu síðan loftárásir Ísraela á Líbanon hófust 12. júlí. „Við höfðum hvorki mat né vatn. Hvort okkar fékk bara eitt sælgætisstykki á dag og ekkert annað,“ segir hann og sýnir hvað buxurnar eru orðnar víðar á hann. Margir flúðu strax Margir íbúar bæjarins, sem um 30.000 manns búa í, flúðu strax og loftárásir Ísraela hófust. Þeg- ar herinn réðst inn í þorpið fyrir átta dögum bjuggust þeir sem höfðu orðið eftir aðeins við að átökin myndu standa yfir í tvo eða þrjá daga. „Allir sögðu okkur að vegirnir væru svo hættu- legir og þá þorðum við ekki að yfirgefa heimili okkar. Svo sprungu sprengjur á hverjum degi og sprengingarnar hættu ekki. Við héldum að hver dagur væri sá síðasti,“ segir Shamiah. Tveir íbúanna létust á leiðinni frá þorpinu í gær, einn úr vannæringu og annar úr hjartabilun, að sögn Nabil Harkus, læknis í Tibnin, en þangað var komið með líkin. Nýttu hlé til að ná í eigur sínar Ísraelskar hersveitir hertóku bæinn fyrir níu dögum en drógu sig í hlé fyrir þremur dögum. Þeir mættu harðri andstöðu frá Hizbollah-liðum sem felldu 18 hermenn. Ísraelski herinn kveðst hafa fellt 50 Hizbollah-liða en samtökin neita því og segja þá ekki fleiri en 25. Þá nýttu margir íbúar í suðurhluta Beirút sér 48 stunda hlé á árásum Ísraela til að skjótast inn í hverfi sitt til að ná í eigur á heimilum sínum. His- bollah-samtökin afléttu banni við því að fara inn í hverfið Haret Hreik, þar sem aðalbækistöðvar samtakanna voru, til að íbúar gætu komist heim til sín í stuttan tíma. Sjá mátti íbúana fara inn í leigubíla klyfjaða pokum og ferðatöskum með eig- um sínum en borgaralega klæddir Hizbollah-liðar fylgdust með öllu og stjórnuðu umferð fólksins. „Ekki tíminn fyrir brúðkaup“ Moahmmed Rashid, 27 ára, og yngri systir hans Mayada gengu yfir glerbrotin á götunni með föt í poka og uppáhaldspúða Mayada. Þau telja sig heppin, þar sem heimili þeirra virðist hafa sloppið við skemmdir í árásunum, en það er nálægt bygg- ingunni sem hýsti sjónvarpsstöð Hizbollah- samtakanna, sem er nú rústir einar. Rashid, sem er kennari, er hóflega bjartsýnn á að vopnahlé náist á næstunni. Hann segir hins vegar skjóta skökku við að Ísraelar segist þurfa allt að hálfum mánuði í viðbót til að vinna á Hiz- bollah á meðan Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, segist bjartsýn á vopnahlé í þessari viku. „Eru fjölmiðlar í útlönd- um að sinna sínu starfi? Sýndu þeir börnin sem dóu í Qana? Hvernig getur fólk vanist því að sjá fjöldamorð aftur og aftur?“ spyr hann. Rashid ætlaði að gifta sig í sumar en unnusta hans er í Bekaa-dalnum í austurhluta Líbanons og kemst ekki þaðan. „Við erum hvort sem er að syrgja og þetta er ekki tíminn fyrir brúðkaup. Við giftum okkur á næsta ári ef guð lofar.“ „Við höfðum hvorki mat né vatn“ AP Sjálfboðaliði heldur á Didi Ibrahimi sem dvaldi í sex daga án matar og vatns í búð í Bint Jbail. Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is MIKIL og hröð fjölgun innflytjenda í Bretlandi frá Austur-Evrópu á næsta ári gæti valdið glundroða í skólum og á sjúkrahúsum og leitt til bakslags í afstöðu Breta til þeirra út- lendinga sem kjósa að setjast að í landinu. Þá gætu ákvarðanir um að falla frá því að neita erlendum um- sækjendum um húsnæðis- og vel- ferðarstyrki aukið enn á straum inn- flytjenda til Bretlands. Þetta kemur fram í frétt í breska dagblaðinu Times í gær, sem byggist á nýrri skýrslu stjórnvalda sem var lekið til fjölmiðla. Þar greinir einnig frá því að flutningur hundruð þús- unda innflytjenda til Bretlands hafi þrýst niður launum láglaunafólks á vissum svæðum og að þessi þróun gæti haft „alvarleg“ áhrif á sam- heldni bresks samfélags. Skýrsluhöfundar vara við því að ástandið eigi eftir að þróast til verri vegar og vísa til þess að innflytjend- um muni fjölga þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið á næsta ári. Máli sínu til stuðnings benda þeir m.a. á að vandræði muni skapast í skólum, vegna þess að til landsins muni streyma þúsundir barna sem ekki tala ensku. Mafíustarfsemi fylgifiskur? Þá kemur einnig fram að mörg sveitarfélög hafi þurft að sækja um aukafjárveitingu vegna mikils kostn- aðar við að veita innflytjendum þjón- ustu. Ennfremur áætla höfundar hennar að allt að 45.000 „óæskilegir“ afbrotamenn frá Búlgaríu og Rúm- eníu kunni að setjast að í Bretlandi á næsta ári. Er fullyrt að straumi inn- flytjenda frá A-Evrópu hafi fylgt mafíustarfsemi og skipulagt vændi. Óttast afleiðingar innflytjendastraums UMFERÐ bíla í miðborg Stokk- hólms hefur minnkað um 20–25% á sex mánuðum eftir að byrjað var að rukka ökumenn fyrir að keyra inn í miðborgina. Markmiðið með fyr- irkomulaginu var að fá borgarbúa til að draga úr notkun einkabílsins og minnka umferð um borgina. Þá hefur umferðin á morgnana, sem er sá tími dagsins sem hún er þyngst, minnkað um þriðjung. Yfirvöld eru hæstánægð með nið- urstöðurnar og segja þrengsla- skattinn, eins og Svíar kalla gjaldið, hafa sannað gildi sitt. Segja þau að nú hljóti borgarbúar að líta gjaldið jákvæðum augum en 17. september verður haldin þjóðaratkvæða- greiðsla um hvort áfram eigi að þurfa að greiða fyrir að keyra inn í miðborgina. Ritt Bjerregaard, borgarstjóri Kaupmannahafnar, segist sjá fyrir sér að svipað fyrirkomulag verði einnig tekið upp í Kaupmannahöfn, að því er fram kemur á fréttavef Berlingske Tidende. „Við getum ekki haldið áfram með kerfi þar sem fólk situr fast í umferð- arhnútum dag eftir dag,“ segir hún. Umferðin minnkað um fjórðung Yfirvöld í Stokkhólmi eru ánægð. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.