Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hummer H3 + 5 milljónir í skottinu ef þú átt tvöfaldan miða! Endurnýið fyrir 3. ágúst! Kauptu miða í Happdrætti DAS. Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. á mánuði eða 230 kr. fyrir hvern útdrátt. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. 65 skattfrjálsar milljónir í ágúst ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 33 64 7 0 8/ 20 06 Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 Bagdad. AFP. | Vopnaðir menn, í ein- kennisbúningum írösku lögreglunn- ar, rændu í gær 11 mönnum úr bygg- ingu írask-ameríska verslunarráðsins í Bagdad. Þá rændu mennirnir 15 starfsmönnum úr nálægu fyrirtæki, en fyrr um daginn höfðu a.m.k. 16 fall- ið í blóðugum árásum víðs vegar um landið. „Ég sá lögreglubíla án númerap- latna koma aðvífandi,“ sagði ónafn- greindur öryggisvörður í samtali við AFP-fréttastofuna. „Þeir skildu kon- urnar úr hópi starfsfólksins eftir og tóku aðeins karlana með sér. Þeir tóku nokkra verði, verkamenn og framkvæmdastjórann.“ Aðgerðin í Bagdad var einkar vel skipulögð. Mennirnir óku á 15 jepp- um af sömu gerð og íraska lögreglan notar, auk þess sem þeir klæddust einkennisbúningum hennar. Ránið var framið um hábjartan dag, við götu sem var iðandi af mannlífi og tók að- eins nokkrar mínútur. Raed Omar, formaður írask-amer- íska verslunarráðsins, var meðal þeirra sem var rænt, en slíkar aðgerð- ir færast sífellt í vöxt í Írak. Íraska viðskiptaráðið var stofnað í maí 2003 í Los Angeles af hópi kaup- manna og hefur það að markmiði að auka viðskipti ríkjanna. Minnst sextán féllu í árásum Að minnsta kosti 16 manns féllu í árásum víðs vegar um Írak í gær. Þar af féllu fjórir hermenn og sex særðust þegar sjálfsmorðsárás var gerð í borginni Mósúl. Þá féllu tveir emb- ættismenn fyrir hendi byssumanna í skotárásum í Bagdad og Samarra. 26 mönnum rænt í Bagdad Forseti verslunarráðs í gíslingu UNG KONA virðir fyrir sér risa- vaxinn skúlptúr af smávaxinni stúlku á sýningu á verkum ástr- alska listamannsins Ron Mueck í Royal Scott Academy í Edinborg í gær. Verkið heitir einfaldlega „Stúlka“ en um er að ræða fyrstu einkasýningu Muecks í Skotlandi. Sýningin hefst í dag og stendur þangað til 1. október í haust. Reuters Risavaxið smábarn SVO gæti farið að börnum yrði bann- að að nota tengslanets- og spjallsíður á netinu í skólum og á bókasöfnum í Bandaríkjunum verði nýtt lagafrum- varp samþykkt í þinginu. Lögin, sem bera nafnið DOPA-lög- in (Deleting Online Predator Act), miða að því að koma í veg fyrir að barnaníðingar nái að komast í kynni við börn á netinu, að því er fram kem- ur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Um er að ræða síður á borð við MySpace og Friendster þar sem fólk setur inn upplýsingar um sjálft sig og kynnist öðrum netnotendum en stór hluti þeirra sem nota slíkar síður er börn. Fulltrúdeild Bandaríkjaþings sam- þykkti frumvarpið með miklum meirihluta atkvæða, 410 á móti 15, í síðustu viku. Líklega verða greidd at- kvæði um frumvarpið í öldungadeild- inni á næstu dögum. Andstæðingar frumvarpsins segja hins vegar að það sé of víðtækt og að fólk muni ekki komast inn á fjölda netsíðna á bóka- söfnum. Mega eingöngu nota síðurnar ef fullorðnir eru nálægt „Tengslanetssíður eru orðnar veiðistaður fyrir barnaníðinga,“ sagði þingmaðurinn Michael Fitzpatric sem lagði frumvarpið fram. Sam- kvæmt því mega börn aðeins nota slíkar síður í skólum og á bókasöfnum ef einhver fullorðinn er nálægur. Verður slíkum stofnunum gert að setja sérstakar síur á tölvur sínar til að koma í veg fyrir að börnin geti not- að síðurnar þegar þau eru ein. Notk- un slíkra síðna hefur þegar verið bönnuð í mörgum skólum í Banda- ríkjunum og Bretlandi af ótta við að börn gefi of miklar upplýsingar um sig sem glæpamenn geti notað. Börnum bannað að nota tengslanetssíður Madrid. AP. | Ferðamenn sem sóluðu sig á ströndinni á Tenerife, sem er ein Kanaríeyja, komu 88 afrískum innflytjendum til hjálpar í fyrradag þegar bátur þeirra kom að strönd- inni. Fólkið hljóp um ströndina með teppi, vatn og mat til innflytjend- anna en þeir voru afar þrekaðir og sumir of veikburða til að geta gengið. Lögregla og starfsmenn Rauða krossins tóku svo við björgunar- starfinu á ströndinni sem nefnist La Tejita. Alls komu 205 manns með þremur bátum að ströndinni þennan dag en tveir þeirra voru látnir eftir ferðina. Átta voru fluttir á sjúkrahús vegna ofþornunar og -kælingar. Þegar hafa meira en 11.000 Afr- íkumenn náð ströndum Kanaríeyja á þessu ári, sem er helmingi meira en allt árið í fyrra. Ferðin yfir hafið frá Afríku er afar hættuleg en talið er að flestir komi frá yfirráðasvæðum Marokkó og Máritaníu í Vestur-Sa- hara-eyðimörkinni. Er áætlað að meira en eitt þúsund manns hafi dáið við að reyna að sigla yfir til Kanaríeyja síðan í lok síðasta árs. Níu hafa fundist látnir í þessari viku og í síðustu viku fannst lítill op- inn bátur undan ströndum eyjanna með fjölda innflytjenda, en fjórir þeirra voru látnir. AP Ferðamaður gefur Afríkumanni vatn á Tenerife eftir að bátur 88 afrískra innflytjenda kom að ströndinni í gær. Ferðamenn á Tenerife björguðu hópi innflytjenda YFIRVÖLD í Malasíu hafa birt lista yfir óæskileg mannanöfn til að koma í veg fyrir að foreldrar skíri börn sín nöfnum á borð við Hitler, Pöddu eða 007. Yfirvöldin gripu til þessa ráðs vegna þess að algengt er að Malas- íumenn með ónefni óski eftir því að fá nýtt nafn. Í sumum samfélags- hópum í Malasíu hefur verið hefð fyrir því að gefa börnum ónefni eða ófrýnileg nöfn til að bægja frá djöflum og illum öndum, að því er fram kom á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC. Nöfn á borð við Snákur, Kropp- inbakur og Vitfirrtur hafa verið bönnuð. Foreldrum hefur einnig verið bannað að skíra börn sín eftir dýrum, ávöxtum, grænmeti eða lit- um. Þá eru tölustafir á borð við 007 bannaðir í mannanöfnum. Mannanöfn á borð við Hitler og 007 bönnuð í Malasíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.