Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MS drykkjarvörur í fjallgönguna MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. VEL gekk að lyfta akkerinu við Kolkuós af hafsbotni í gærmorgun. Akkerið fannst sem kunnugt er við köfun á svæðinu undir lok síðustu viku, en neðansjávarrannsóknir eru hluti af fornleifarannsóknunum við Kolkuós. Að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem stýrir Hólarannsókninni og upp- greftrinum við Kolkuós, er nú þegar ljóst að akkerið er meira en 150 ára gamalt og hefur verið í notkun fyrir árið 1850. Segir hún akkerið verða röntgenmyndað á Hólum síðar í vik- unni og þá verði vonandi hægt að ald- ursgreina það mun nákvæmar. Að sögn Ragnheiðar er akkerið nokkuð brothætt og því var notast við kassa til þess að lyfta því af hafsbotni. Þegar blaðakona náði tali af Ragn- heiði var búið að koma akkerinu fyrir í keri fullu af sjó, en framundan er forvörsluferli þar sem akkerið verður geymt í söltu vatni, en reynt að minnka saltmagnið smám saman með það að leiðarljósi að geta tekið akker- ið upp úr vatninu. „Því ef við tækjum það upp á þurrt þá gæti það hreinlega molnað í sundur,“ segir Ragnheiður. Akkerið holt að innan „Það er ekkert járn eftir í akker- inu. Þetta er í raun eins og afsteypa,“ segir Ragnheiður og útskýrir fyrir blaðakonu að þegar járn tærist og umbreytist þá falli það út og myndi nokkurs konar afsteypu af upp- haflega forminu. „Sökum þessa sýnist akkerið miklu stærra en það í raun er,“ segir Ragnheiður og bendir á að akkerið sé í raun holt að innan og því fremur brothætt. Akkerið var brotið á tveimur stöðum þegar það fannst og að sögn Ragnheiðar má með því að skoða sárin sjá að um er að ræða grip úr smíðajárni. Að sögn Ragnheiðar mun röntgenmyndin geta leitt í ljós hvers konar form er á akkerinu, sem svo aftur hjálpi til við að aldursgreina það. Aðspurð segir Ragnheiður sjáv- arrannsóknir og köfun við Kolkuós standa út þessa viku. Segir hún ekk- ert hafa fundist við norður- og vest- urhluta Elínarhólma, en að fundur akkerisins við suðurhluta hólmans veki vonir um að þar leynist fleiri hlutir, enda staðfesti fundur akkeris- ins að skip hafi legið sunnan við hólm- ann á öldum áður. Ljósmynd/Ragnheiður Traustadóttir Brothættu akkerinu var lyft af sjávarbotni í kassa með sjó, það verður geymt í sjó fyrst um sinn. Akkerinu lyft af sjávarbotni Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is TVÆR konur er starfa á skrifstofu Bónusvídeós við Lækjargötu í Hafn- arfirði urðu fyrir árás karlmanns sem framdi vopnað rán á skrifstof- unni í gær. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, ruddist inn á skrifstofu Bónusvídeós um hádegisbilið í gær. Skrifstofan er fyrir ofan verslun fyrirtækisins í Lækjargötu í Hafnarfirði. Var mað- urinn vopnaður hamri og ógnaði hann konunum sem starfa á skrif- stofunni og veittist að þeim með of- beldi. Hann beitti ekki hamrinum en sló þær báðar í höfuð og veitti þeim nokkra áverka. Önnur kvennanna náði að hlaupa framhjá manninum og grípa lykil að því herbergi skrif- stofunnar sem hann var inni í. Tókst konunum þannig að komast undan og læsa manninn inni á skrifstof- unni. Reyndi hann þá að komast út með því að lemja hamrinum í hurð- ina. Þegar það bar ekki árangur braut hann glugga og stökk niður á götuna, en skrifstofan er á 2. hæð. Vegfarendur urðu hans varir og náðu að yfirbuga hann en svo virðist sem vitorðsmaður ræningjans hafi komist yfir hluta ránsfengsins og stungið af. Þorvaldur Þorláksson, fram- kvæmdastjóri Bónusvídeós, sagði í samtali við Morgunblaðið að konurn- ar tvær hefðu leitað læknisaðstoðar eftir atvikið en þær hefðu ekki verið alvarlega slasaðar. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp hversu miklum fjármunum hefði verið stolið. Þegar haft var samband við lögregluna í Hafnarfirði í gærkvöldi var vitorðs- maðurinn enn ófundinn. Ræningi læstur inni á skrifstofu Bónusvídeós BILUN í tölvubúnaði í sjálfsala Esso á Fosshóli við Goða- foss á laugardag varð til þess að verð á bensínlítra varð heldur lægra en venjulegt er. Gátu þeir sem leið áttu um Fosshól á laugardag og fram á miðjan sunnudag, þegar bil- unin uppgötvaðist, keypt lítra af 95 oktana bensíni á um 13 krónur í stað 130 króna, að sögn Inga Þórs Hermannsson- ar, deildarstjóra markaðsdeildar á neytendasviði Esso. Ingi Þór segir að einn sjálfsali sé á stöðinni á Fosshóli. „Einhverra hluta vegna hliðraðist komma um einn staf þannig að verðið fór úr rúmum 130 krónum í rúmar 13 krónur,“ segir hann. Spurður hvort margir hafi nýtt sér bilunina og orðið sér úti um ódýrt bensín kveðst Ingi Þór ekki hafa nákvæmar tölur um það. „En þetta er ekki stór stöð og þar af leiðandi ekki mikið tankarými. Þetta gætu hafa verið einhverjar þúsundir lítra en ekki mikið meira en það,“ segir Ingi Þór og bætir við að bensín á tönkum stöðvarinnar hafi ekki klárast. „Það eru örugglega einhverjir glaðir bifreiðaeigendur og viðskipta- vinir sem hafa fengið þarna óvæntan glaðning,“ segir Ingi Þór. Hann segir að Esso reki sjálfsalastöðvar víða um land og búnaðurinn sem notaður sé hafi reynst ágætlega. Hann minnist þess ekki að svona tilvik hafi komið upp áður. Bensínlítrinn seldur á 13 krónur HREIÐAR Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings banka, var með að jafnaði 22,5 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári, samkvæmt nið- urstöðum Frjálsrar verslunar. Tekjublað tímaritsins kom út í gær. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, var með 20,2 milljón- ir á mánuði samkvæmt útreikningum blaðsins. Styrmir Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri MP fjárfestingar- banka, var með 16,5 milljónir króna að jafnaði í tekjur á mánuði, Jón Sig- urðsson, framkvæmdastjóri fjárfest- ingasviðs hjá FL Group, var með tæpar 14,8 milljónir á mánuði og Þór- arinn Sveinsson, forstöðumaður eignastýringar KB banka, var með 14,1 milljón. Sigurður Helgason, fyrrum forstjóri Flugleiða, var með 11,8 milljónir á mánuði að mati Frjálsrar verslunar. Í blaðinu eru birtar upplýsingar um tekjur 2.400 einstaklinga, sem reiknaðar eru út frá útsvari þeirra eins og það birtist í álagningarskrám. Blaðið tekur fram að um sé að ræða skattskyldar tekjur á árinu 2005 og þær þurfi ekki að endurspegla föst laun viðkomandi og þar séu heldur ekki fjármagnstekjur taldar með. Forstjóri KB banka með hæstu tekjurnar MEÐAL þeirra sem orðaðir hafa ver- ið við framboð meðal sjálfstæðis- manna í norðvesturkjördæmi eru Ak- urnesingarnir Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, og Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ en Vesturland, Vestfirðir og Norðvest- urland tilheyra norðvesturkjördæmi. Borgar sagði við Morgunblaðið í gær vera að velta þessum möguleika fyrir sér og að margir hefðu rætt við sig um framboð. Hann sagðist þó vilja skoða stöðu sína vandlega og hann myndi ekki bjóða sig fram nema eftir því yrði kallað. Ragnheiður vildi lítið segja um hvort hún ætlaði að gefa kost á sér til framboðs í kjördæminu. Hún sagði þó að vissulega kitluðu landsmálin. Kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í norð- vesturkjördæmi mun funda í byrjun október og verða framboðsmál rædd þar. Orðuð við framboð í norðvesturkjördæmi JÓN E. Guðmundsson, sem gengur með ströndum landsins til styrktar Krabba- meinsfélagi Íslands, mun í dag ljúka tvö- þúsundasta kílómetranum af göngu sinni. Í samtali við Morgunblaðið í gær gerði Jón ráð fyrir að þessum áfanga yrði náð rétt fyrir utan Ólafsvík og vonaðist hann til þess að bæjarbúar sæju sér fært að mæta honum og ganga með honum nokk- urn spöl. Sagði Jón að honum hefði verið tekið afar vel á mörgum stöðum og marg- ir slegist í för með honum hluta leið- arinnar. Í fyrradag sló Jón persónulegt met þeg- ar hann gekk 40 kílómetra en hann hafði aldrei gengið svo langt á einum degi. Nú á göngugarpurinn 434 kílómetra eftir af leið sinni en hann reiknar með að ljúka göngunni í Reykjavík á Menningarnótt sem haldin verður 19. ágúst næstkomandi. Strand- vegagöngu- garpurinn slær met Morgunblaðið/Alfons Jón gengur um Snæfellsnesið um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.