Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 39 Sími - 551 9000 FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKAFYLLSTA OG SKEMMTILEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS Silent Hill kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Stormbreaker kl. 6 og 8 The Benchwarmers kl. 10.15 B.i. 10 ára Click kl. 5.30, 8 og 10.10 B.i. 10 ára Da Vinci Code kl. 5 og 10 SÍÐUSTU SÝNINGAR B.i. 14 ára 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu MILLA JOVOVICH Í MÖGNUÐUM SCI-FI SPENNUTRYLLI! BLÓÐSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ! SÍÐUSTU SÝNINGAR -bara lúxus Sýnd kl. 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sýnd kl. 6Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 12 Sýnd kl. 4 og 6 ÍSLENSKT TAL Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 -bara lúxus HÖRKU SPENNUMYND Í ANDA JAMES BOND ÞÚ ERT ALDREI OF UNGUR TIL AÐ DEYJA eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. eeee P.B.B. DV EINS og Magni hefur svo oft minnst á í viðtölum og á bloggsíðu sinni saknar hann fjölskyldu sinnar hér heima sárt. Af frásögnum keppendanna eru þeir svo gott sem í fangelsi meðan á þættinum stend- ur enda mikilvægt að hugur þeirra sé við keppnina eins taugatrekkj- andi og hún virðist vera. Starfsfólk Skjás eins, sem ekkert aumt má sjá, tók sig til og setti saman mynd- band þar sem fjölskylda Magna tal- ar til söngvarans og sendi síðan beinustu leið til Rock Star- þáttarins í þeirri von að mynd- bandið bærist Magna. Sem það og gerði og meira til, því framleið- endur þáttarins ákváðu að sýna myndbandið í næsta þætti og við- brögð Magna þar sem hann hann horfir á myndbandið með tveimur öðrum keppendum sem hann fékk að velja með sér. Það er vonandi að þær baráttu- og ástarkveðjur sem berast frá fjöl- skyldu Magna verði til að styrkja hann í keppninni um sæti í hljóm- sveitinni Supernova en næst mun Magni syngja lagið „Clocks“ með bresku sveitinni Coldplay. Verður Magni sá sjötti í röðinni í nótt. Ljósmynd/Danny Moloshok Þó ýmislegt megi gera sér til dundurs í Rock Star-villunni er eðlilegt að keppendur sakni sárt fjölskyldu og vina. Magni er þar engin undantekning. Syngur Coldplay- lag í nótt Fólk | Fjölskylda Magna í næsta Rock Star-þætti FJÖLBREYTT dagskrá var á listahátíðinni Eldur í Húnaþingi sem fram fór dagana 26. til 30. júlí. Kvað þetta vera í fjórða skipti sem hátíðin er haldin en hún varð fyrst til sem hugmynd nokkurra ein- staklinga á Hvammstanga sem fannst fulllítið um að vera í menn- ingar- og mannlífi svæðisins. Meðal þess sem gestum hátíðarinnar var boðið upp á má nefna listasýningu í félagsheimilinu þar sem gaf að líta verk eftir fólk á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum upp í eldri borg- ara. Melló Músíka-tónleikar voru þá einnig haldnir þar sem bæði heima- menn og aðkomufólk tróð upp en á föstudagskvöldinu voru haldnir kynngimagnaðir tónleikar í einni helstu náttúruperlu landsins, Borg- arvirki, þar sem Ragga Gísla söng gömul íslensk þjóðlög undir áslætti stomphóps heimamanna á ýmiss konar ásláttarhljóðfæri. Náttúrufegurðin er svo sannarlega hrikaleg í Borgarvirki og líklega er ekki til betri staður fyrir tónlistarflutning. Stemningin var eftir því. Ragnhildur Gísladóttir söng íslensk þjóðlög í Borgarvirki. Kynngimögnuð listahátíð SKJÁREINN sýnir um þessar mundir dularfullar auglýsingar þar sem áhorfandinn er spurður hvort hann væri „til í að taka einhvern úr umferð“ og fá að launum hálfa millj- ón. Forvitnin hefur rekið marga á heimasíðuna www.gegndrepa.is sem birtist í lok auglýsinganna, en um er að ræða nýja raunveruleikasjón- varpskeppni sem til stendur að hefja sýningar á í október. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði uppi á framleiðendum þáttanna sem vildu gæta nafnleyndar og ekki gefa of mikið upp: „Tuttugu einstaklingar munu taka þátt í leiknum og hver þeirra fær það hlutverk að taka ein- hvern annan í hópnum úr leik með því að bleyta hann með vatnsbyssu. Allir eru skotmörk, og eru keppendur því bæði skyttur og skotmörk,“ sagði einn aðstandenda þáttanna. Keppendur fá lágmarksupplýs- ingar um skotmark sitt: „Takist keppanda að taka skotmark sitt úr umferð tekur hann við verkefni skot- marksins, og elta keppendur hver annan uppi uns einn stendur eftir og hreppir hálfa milljón króna að laun- um.“ Að taka skotmörk úr leik er hæg- ara sagt en gert. Keppendur þurfa að nota vatnsbyssur eða vatnsblöðrur, leggja á ráðin um hvernig best sé að taka skotmarkið úr umferð og þarf sjónvarpstökulið að geta fylgst með aðgerðinni: „Tökuliðið mun reyna að láta lítið fyrir sér fara en keppendur þurfa að gæta þess að velja stund og stað vandlega til að lágmarka áhætt- una á að upp komist um þá og að þeir komi fórnarlambinu ekki í opna skjöldu, því þeim er frjálst að verja sig með sínum vatnsbyssum.“ Lágmarksaldur keppenda er 18 ár og segja aðstandendur þáttanna marga hafa sýnt áhuga á að taka þátt. Farið verður yfir umsóknir og efni- legustu umsækjendurnir fengnir í viðtöl: „Við leitum einkum eftir frum- legu og frjóu fólki sem hefur hug- myndaflug til að leysa verkefni sín á skemmtilegan og spennandi hátt.“ Sjónvarp | Auglýst eftir þátttakendum í þáttinn Gegndrepa Mannaveiðar með vatnsbyssu Morgunblaðið/Júlíus Keppendur þurfa að bleyta aðra þátttakendur til að taka þá úr umferð. Líklega yrði ekki leyfilegt að nota, til dæmis, tækjabúnað slökkviliðsins. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is www.gegndrepa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.