Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi MEÐALVERÐ á ýsu á fiskmark- aðnum í Grimsby var í gær komið niður í 138 kr. á kílóið en það var 167 kr. á sama tíma í síðustu viku. Að sögn Magnúsar Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Atlantic Fresh, er ástæðan fyrir lágu verði á ýsu sú að framboðið er mikið og eftirspurnin hefur minnkað. Ýsuveiðin sé yfirleitt mikil á þessum tíma árs en einnig kaupi Bretar minna af ýsu um þessar mundir. Sigurjón Óskarsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, segir eina ástæðu þess að meira sé flutt út af ýsu en áður að mikið sé um sumarfrí hjá fiskvinnslustöðvum. Gert er ráð fyrir að framboðið muni minnka nokkuð í næstu viku og verðið muni því jafna sig. | 11 Verðlækkun vegna mikils framboðs á ýsu ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi í gær leiðangursmenn í fjórða árlega Grænlandsferðalagi skákfélagsins Hróksins. Flogið var frá Reykjavíkurflugvelli til Grænlands á hádegi í gær. Í kveðjuskyni ávarpaði Þorgerður hópinn, en um 40 manns eru í föruneytinu. Hrókurinn mun efna til margra viðburða á austurströnd Græn- lands, fyrir bæði börn og fullorðna. Hápunktur hátíðarinnar er IV. alþjóðlega Grænlandsmótið – Flugfélagsmótið 2006. „Þetta er stór og myndarlegur hópur sem held- ur áfram þessu merkilega verkefni, að efla skák- íþróttina á Grænlandi. Um leið er verið að hjálpa krökkunum þar því það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að skákiðkun styrkir nemendur í náminu,“ segir Þorgerður. „Síðan er þýðingarmikið að halda tengslum við þessa bræður okkar og systur á Grænlandi. Framtak Hróksins er virðingar- og þakkarvert og eins þáttur fyrirtækja sem styrkja.“ Á kveðjustundinni voru Þorgerði færð „falleg blóm og falleg orð“, eins og hún sagði sjálf. Að- spurð sagði hún því ekki að neita að hún hefði ver- ið til í að slást í hópinn fyrst hún var komin alla leið á flugvöllinn. Morgunblaðið/Sverrir Kveðjustund á Reykjavíkurflugvelli áður en haldið var til Grænlands. F.v. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Andrés Burknason, yngsti leiðangursmaður Hróksins, og Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins. Hrókurinn í sinni fjórðu Grænlandsför MEÐALHITI í júlímánuði í ár var 11,1° C samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Að sögn Trausta Jónssonar veð- urfræðings er það 0,4 gráðum yfir meðaltali mælinga Veðurstofunnar frá árunum 1961 til 1990. Mánuður- inn var þó kaldari en júlímánuður síðastliðin þrjú ár, en til dæmis má nefna að árið 2003 var meðalhitinn í júlí 12,3° C. Júlí með kaldara móti Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FORSVARSMENN Hitaveitu Suð- urnesja (HS) hafa sent fulltrúum varnarliðsins kröfur hitaveitunnar vegna meints brots á samningi vegna brotthvarfs varnarliðsins. Þar er krafist eingreiðslu vegna tapaðra viðskipta, en sú upphæð sem krafist er fæst ekki uppgefin. Júlíus Jónsson, forstjóri HS, segir að hann muni fara til Norfolk í Bandaríkjunum í dag ásamt stjórn- arformanni, aðstoðarforstjóra og lögfræðilegum ráðgjafa hitaveitunn- ar. Þar muni þeir eiga viðræður við fulltrúa bandarískra stjórnvalda á miðvikudag og fimmtudag um kröfur hitaveitunnar. Hann segir ómögu- legt að geta sér til um hversu langan tíma taki að komast að samkomulagi. Kröfurnar voru sendar undir mið- nætti síðastliðið föstudagskvöld, og segir Júlíus að um miðjan dag í gær hafi engin viðbrögð borist frá banda- rískum stjórnvöldum vegna krafn- anna. Hann segir í þeim felast að samningar varnarliðsins við HS verði uppfylltir með eingreiðslu til að hitaveitan verði skaðlaus eftir. Íslenska sendinefndin til Washington í vikunni Eins og greint hefur verið frá vildu forsvarsmenn varnarliðsins fá kröfur HS fram áður en viðræður færu fram. Kröfurnar eru til komnar vegna þess sem stjórnendur HS telja samningsbrot af hálfu varnarliðsins, þegar samningum var sagt upp fyr- irvaralaust. Í viðauka við hitaveitu- samning HS við varnarliðið frá árinu 1998 er tekið fram að varnarliðið geti minnkað kaup á heitu vatni um 4% á ári, og að semja eigi um ákveðna greiðslu fari varnarliðið af landi brott. „Við höfum farið yfir ekki bara tekjutapið, heldur líka hvaða eignir sitja eftir sem við máttum ætla að yrðu greiddar niður með tekjum frá [varnarliðinu],“ segir Júlíus. Hann segir að krafist sé eingreiðslu sem tryggi að HS verði skaðlaus eftir, eða því sem næst, en vill ekki gefa upp hversu hárrar upphæðar er krafist. Tekjur HS af sölu á heitu vatni til varnarliðsins voru áætlaðar 570 milljónir króna í ár, en Júlíus segir að reiknað hafi verið með því að þær drægjust saman á næstu árum. Næsti fundur samninganefnda Ís- lands og Bandaríkjanna um varnar- samstarf ríkjanna verður haldinn í Washington dagana 3. og 4. ágúst nk. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku samninganefndinni eins og verið hefur, en nefndin er skipuð fulltrúum úr forsætis-, utan- ríkis-, fjármála- og dómsmálaráðu- neytum. Kröfur HS á hendur varnarliðinu ræddar í Norfolk Krafist eingreiðslu en upphæð ekki gefin upp Varnarviðræðum fram haldið á fimmtudag og föstudag TÓNLEIKAR Sigur Rósar og Amiinu á Klambratúni á sunnudag- inn fá fullt hús stjarna hjá gagnrýn- anda Morgunblaðsins í blaðinu í dag. Í umfjölluninni segir meðal ann- ars að líkt og tónlist hljómsveit- arinnar hafi kvöldstundin ein- kennst af hlýju og fegurð og að heimilislegur og þægilegur andi hafi svifið yfir vötnum. Þá kemur fram að Sigur Rós hafi verið eins og vel smurð draumavél frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. | 38 Fimm stjörnur ÞREMUR arnarhreiðrum í Breiða- firði var spillt í sumar og á það sinn þátt í því að arnarvarp í ár er eitt það lakasta undanfarin tuttugu ár að því er talið er. Þetta segir Jó- hann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, en hann telur miklar líkur á því að hreiðrunum hafi verið spillt af mannavöldum og eggjunum stolið. „Þetta getur haft mikil áhrif enda er um að ræða stórt hlutfall af hreiðrunum,“ segir Jóhann Óli og bendir á að hreiður arnarins séu af- ar viðkvæm og ekki þurfi mikið að koma til svo varp þeirra misfarist. „Það er nóg að sigla fram hjá þegar ernirnir liggja á eggjunum en menn hafa einnig stundað það að setja út gasbyssur til þess að halda geldörnum í fjarlægð. Svo er það til að menn hreinlega ræni hreiðrin.“ Varp í fjórðungi arnarhreiðra misfórst í vor og var þar fyrst og fremst um að kenna kaldri veðráttu í maí. Um þrjátíu arnarungar hafa komist upp árlega undanfarin ár og heldur arnarstofninn því áfram að styrkjast og hefur ríflega þrefald- ast á síðastliðnum 40 árum. Að sögn Jóhanns Óla ætti bak- slag í varpi þetta árið ekki að setja strik í reikninginn varðandi þá þró- un en það skipti hins vegar miklu að varpið gangi vel að ári. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson Þremur arnarhreiðrum spillt í Breiðafirði Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.