Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 2

Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 2
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Brúnni yfir Jökulsá við Kárahnjúka var lokað þrívegis um helgina vegna vatnavaxta en áin flæddi yfir brúargólfið. Brúnni yfir Jökulsá á Dal lokað þrívegis BRÚNNI yfir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka var lokað þrívegis um helgina vegna vatnavaxta. Áin flæddi yfir brúargólfið seinni part laugardags, sunnudags og mánu- dags. Sigurður Arnalds, upplýs- ingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar, segir það ekki hafa valdið neinum vandræðum við vinnu á svæðinu þó að brúin hafi lokast. „Við get- um alltaf komist með það sem tengist vinnunni í gegnum vinnu- svæðið sjálft. Þessi brú verður fjarlægð í byrjun september áður en við byrjum að fylla í lónið.“ Það er bráðnun inni á jökli sem veldur þessum vatnavöxtum, sem Sigurður segir mun minni en und- anfarin ár. „Ástæðan fyrir því að áin fer svona hátt upp er sú að önnur hjáveitugöngin, þau efri og minni, eru ekki með núna vegna þess að það er búið að breyta þeim í varanlegar botnrásir. Flutnings- getan framhjá stíflunni er því minni en áður en það gerir ekkert til, brúin þolir alveg þessa vatns- hæð.“ Spáð er kaldara veðri á svæðinu það sem eftir er vikunnar og sjatn- ar því væntanlega í ánni. 2 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DJÚPBORUN KÖNNUÐ Undirbúningur djúpborunarverk- efnis á Kröflusvæðinu við Mývatn stendur yfir og á næstu vikum verður efnt til útboðs á því efni sem þarf til borunarinnar. Fengist hefur vilyrði frá tveim erlendum sjóðum fyrir fjármunum til verk- efnisins auk þess sem Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að koma að verk- efninu. Tjaldbúðir upprættar Lögreglan á Seyðisfirði hefur upprætt tjaldbúðir mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir innan virkjanasvæðisins við Lindur. Fólk- ið hafði ítrekað ruðst inn á vinnu- svæðið, truflað vinnu og voru m.a. fjórtán manns handteknir í fyrri- nótt, en sleppt að loknum yfir- heyrslum. Útihátíðir fóru vel fram Þrátt fyrir á áttunda tug fíkni- efnamála og eina kærða nauðgun telst verslunarmannahelgin í heild- ina hafa farið vel fram í ár og voru mótshaldarar víðast hvar um land ánægðir. Þeir sem sóttu skipulagð- ar hátíðir skiptu þúsundum og var minna um líkamsárásir og nauðg- anir en oft áður. Lögreglu eru þökkuð vel unnin störf en strangt eftirlit var á helstu stöðum. Blóðug helgi á Sri Lanka Allt að 15 menn biðu bana þegar stjórnarherinn á Sri Lanka gerði í gær harðar árásir á liðsmenn tam- ílsku Tígranna í bænum Muttur skammt frá Trincomalee-svæðinu í norðausturhluta landsins. Blóðugir bardagar hafa geisað á svæðinu á síðustu dögum og um helgina létust 16 starfsmenn franskrar hjálp- arstofnunar þegar þeir lentu í eld- línu átakanna. Bush vill vopnahlé George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagðist í gær ekki búast við því að leiðtogar Hizbollah- hreyfingarinnar og Ísraelsmanna myndu samþykkja öll atriði nýs uppkasts í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem kveðið er á um vopnahlé í Líbanon. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Fréttaskýring 8 Minningar 28/35 Úr verinu 10 Skák 38 Viðskipti 11 Dagbók 40/43 Vesturland 11 Víkverji 40 Erlent 14/15 Velvakandi 41 Daglegt líf 16 Staður og stund 42 Menning 17, 44/49 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 20/25 Veður 51 Bréf 25 Staksteinar 51 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir kynningarblaðið Fiskidagurinn mikli, Dalvíkurbyggð, 12. ágúst 2006. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is KONA á fertugsaldri lést í bílslysi á Suður- landsvegi, til móts við bæinn Langsstaði í Flóa, um kl. hálfeitt aðfaranótt mánudags. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi lést konan á vettvangi en hún var einsömul í fólksbifreið sem ekið var í vesturátt. Rakst bif- reiðin harkalega á aðra, jeppling sem í voru þrír karlmenn á þrítugsaldri, sem kom úr gagn- stæðri átt. Jeppabifreiðin valt í kjölfarið og hafnaði utan vegar. Kviknaði í henni eldur en mönnunum þremur tókst að komast úr flakinu af sjálfsdáðum, áður en bíllinn varð alelda. Voru sár þeirra minni háttar að sögn lögreglu. Mennirnir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi og svo sendir þaðan með sjúkrabifreiðum á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss til frekari aðhlynn- ingar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins en konan var úrskurðuð látin áð- ur en þyrlan komst á vettvang. Tildrög slyssins eru enn í rannsókn lögreglu en hvorki leikur grunur á að ölvunar- né hrað- akstur hafi verið orsökin. Þetta var tólfta bana- slysið í umferðinni í ár. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. Lést í harkalegu umferðarslysi Þremur karlmönnum sem voru í jepplingnum tókst að koma sér úr bílnum áður en hann varð alelda. Bifreið konunnar sem lést er afar illa farin. Ljósmynd/Guðmundur Karl AKUREYRARBÆR leggur 1,3 milljónir króna til hátíðarinnar Ein með öllu auk þess að taka þátt í und- irbúningsstarfi ásamt Vinum Akur- eyrar, samtökum fyrirtækja í bænum sem skipuleggja hátíðina. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir að bærinn vilji vera með í hátíðahöldun- um og það sé til mikilla bóta að fyr- irkomulagið sé á þann veg. „Mér fannst þetta ganga vonum framar miðað við þann aragrúa fólks sem kaus að sækja okkur heim þessa helgi,“ segir hann. „Eðli málsins sam- kvæmt er þetta ærið verkefni fyrir starfsmenn sveitarfélags og ríkis auk fyrirtækja. Það er ljóst að það var gríðarlegt álag á þessu starfsfólki um helgina þegar íbúafjöldinn tvöfaldað- ist. Ég tel að allt þetta fólk hafi staðið sig með miklum sóma.“ Spurður hvort gremju gæti vegna slæmrar hegðunar sumra, segir Kristján að svo sé, en ekki þurfi þessa helgi til. „Þegar eitthvað fer miður í samfélaginu, þá fyllast menn gremju,“ segir hann. Segist hann ekki viss um hvort það hafi verið verslunarmanna- helginni að kenna að 13 bílar hafi verið skemmdir í bænum um helgina. „Þetta er tilvik sem alltaf get- ur komið upp á á meðan einhverjir eru illa innrættir og hafa þörf fyrir að vinna skemmdarverk, því miður.“ Kristján Þór túlkar fíkniefnamálin 66 þannig að lögreglan hafi unnið feikigóða vinnu með því að setja mik- inn kraft í eftirlitið. „Það er alveg ljóst að lögreglan vann alveg frábæra vinnu hérna.“ Þeir fjármunir sem bærinn leggur til hátíðarinnar hafa farið í að greiða gæslufólki laun og kaupa skemmti- atriði fyrir börn. Mikið álag á starfs- fólkinu um helgina Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.