Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 4

Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Fuerteventura 22. ágúst frá kr. 29.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Bjóðum nú síðustu sætin í ágúst til nýj- asta áfangastaðar Heimsferða, Fuerte- ventura, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð frá kr.29.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð í viku 22. ágúst. Aukavika kr. 14.000. Verð frá kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m. 1 svefnherbergi í viku 22. ágúst. Aukavika kr. 14.000. Síðustu sætin SJÖ umsóknir bárust Faxaflóa- höfnum eftir að félagið auglýsti nokkrar lóðir til úthlutunar í Vestur- höfninni í Reykjavík. Um er að ræða byggingarsvæði á landfyllingu vest- an við Fiskislóð, en þar hefur nokkr- um lóðum þegar verið úthlutað. Meðal fyrirtækja sem sóttu um lóðir á svæðinu eru fiskvinnslu- og sölu- fyrirtækið Nordic Partners, Tölvu- listinn, Listadún Snæland, Exton og Reykjavíkurborg. Að sögn Vignis Albertssonar, skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, er ekki búið að úthluta lóðunum sjö, en umsóknir fyrirtækjanna sem sýndu áhuga voru lagðar fyrir hafnar- stjórnarfund nýlega. Þar var sam- þykkt að áfram yrði unnið með um- sóknirnar og að formleg tillaga yrði lögð fyrir næsta fund hafnarstjórn- ar. Hafnarstjórn mun svo taka ákvörðun um úthlutun lóðanna um mánaðamót ágúst og september. Nú stendur hins vegar til að ræða við þá aðila sem sótt hafa um lóðir og skoða niðurröðun á þær, með tilliti til þess að ekki verði hagsmunaárekstrar milli þjónustufyrirtækjanna. Nýjar verslanir Byko og Krónunnar Þegar hafa Smáragarður ehf. og dekkjaþjónustufyrirtækið Barðinn fengið lóðum úthlutað á svæðinu. Smáragarður fékk 22.000 fermetra lóð og hyggst fyrirtækið reisa þar húsnæði sem mun hýsa byggingar- vöruverslunina BYKO og lágvöru- verslunina Krónuna, en hinar nýju verslanir koma til með að taka við af verslunum Byko og Krónunnar í Vesturbænum, sem nú eru í ná- grenni JL-hússins. Að sögn Bjarna Jónssonar hjá Smáragarði er ekki komið á hreint hvenær framkvæmdir á lóðinni hefj- ast, enda lóðin ekki tilbúin af hálfu borgaryfirvalda. Vonast hann til þess að fyrirtækið fái lóðina afhenta í haust og segir að Smáragarður muni í kjölfarið hefja uppbyggingu á lóðinni um leið og tilskilin umhverf- is- og skipulagsleyfi fáist til verks- ins. Bjarni segir að búist sé við að einhver verslun verði komin í húsið að ári liðnu. Þjónustukjarni Mýrargötuhverfisins Vignir og Bjarni eru sammála um að mjög gott þjónustusvæði geti myndast á reitnum í náinni framtíð sem komi til með að þjóna hinu nýja hverfi við Mýrargötuna sem og öll- um Vesturbænum. Í nágrenni lóðanna sem úthluta á má nú þegar finna þjónustufyrirtæki á borð við Ellingsen, Húsasmiðjuna og Europris, auk þess sem höfuð- stöðvar Lýsis standa í næsta ná- grenni. Nýtt þjónustuhverfi rísi á landfyllingu vestan við Fiskislóð Morgunblaðið/Golli Sjö umsóknir bárust um byggingarsvæðið í Vesturhöfninni en Faxaflóahafnir auglýstu þar lóðir til úthlutunar. Sjö sækja um lóðirnar Ljósmynd/Emil Þór Horft yfir reit fyrirhugaðs þjónustuhverfis. Á hringtorginu efst mætast Mýrargata, Ánanaust og Fiskislóð. Lengst t.h. eru höfuðstöðvar Lýsis. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is HIMINN og haf skildi að tvær stærstu útihá- tíðir landsins hvað fíkniefnamál snerti, þ.e. á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Á fyrrnefnda staðnum komu upp á sjöunda tug fíkniefnamála og hafa aldrei verið fleiri í sex ára sögu hátíð- arinnar. En á þjóðhátíð í Eyjum voru fíkniefna- málin tólf talsins og teljast vera óvenjufá miðað við það sem verið hefur undanfarin ár. Fjórir fíkniefnahundar voru notaðir á Akureyri og þrír í Eyjum. Skýringarnar á þessu kunna að vera meiri fíkniefni í umferð eða öflugra eftirlit. Eða hugsanlega sú að Akureyri og Eyjar hafi skipt á milli sín kynslóðum með því að unga fólkið hafi verið fyrir norðan en hið eldra í Eyjum. Lögreglan á Akureyri fékk 66 fíkniefnamál inn á sitt borð, þar af þrjú mál þar sem grunur var um sölu, en langflest málin voru vegna neyslu. Einkum var lagt hald á amfetamín og hass en ekki liggur fyrir magnið sem haldlagt var. Átján þúsund manns voru á hátíðinni Einni með öllu á Akureyri og sagði lögreglan að lang- flestir hefðu verið þægir en hins vegar hefði allt of stór hópur komið á hátíðina með því hugarfari að láta illa. Afleiðingarnar urðu skemmdir á 13 bílum að tilefnislausu og sömuleiðis var rúða brotin í heimahúsi, líka að ástæðulausu. Lög- reglan hafði ekki tölu á því hve margir voru handteknir vegna ýmissa mála yfir helgina. Nokkur líkamsárásarmál komu til kasta lögregl- unnar, þar af eitt alvarlegt. Þá var ein nauðgun kærð til lögreglu. „Það var mikið af fólki og mikið af verkefnum en við vorum ekki að horfa upp á stór og gróf mál, stórslys eða slíkt. Þetta hefur flotið með ágætum hætti þótt margir einstaklingar hafi komið við sögu okkar af misjöfnu tilefni,“ segir Hermann Karlsson, varðstjóri á Akureyri. Varðandi fíkniefnamálin mun lögreglan halda áfram með rannsóknir á þeim nú að lokinni há- tíðinni, telja saman efnin og ljúka rannsóknum. „Málafjöldinn er talsvert meiri en í fyrra og menn sáu að yfirbragðið var annað. Líkurnar voru talsverðar á að ákveðinn þekktur hópur fólks væri með fíkniefni á sér.“ Hermann dregur þær ályktanir af fjölda fíkni- efnamálanna að mikið sé af efnum í umferð og auðvelt aðgengi sé staðreynd. „Það virðist því vera nóg framboð af fíkniefnum,“ segir Her- mann. Hann segir alls ekki áberandi að eftirlits- lausir unglingar yngri en 18 ára hafi komið við sögu lögreglu, þótt einhver dæmi hafi verið um slíkt. „Það kom öll flóran í verkefnum upp á borðið en sem betur fer minni háttar útgáfur af flestu.“ Þjóðhátíð fór vel fram þrátt fyrir vosbúð Á Þjóðhátíð komu um 10 þúsund manns. Jó- hannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum, segir þjóðhátíðina hafa farið vel fram þrátt fyrir dálitla vosbúð vegna veðurs. En brugðist var við því með því að koma fólki í skjól í íþróttahúsinu í Eyjum. Ein tilraun til nauðgunar kom til kasta lögreglu og ein líkamsárás var kærð auk tveggja annarra líkamsárásarmála sem voru tilkynnt. „Það komu upp tólf fíkniefnamál, öll minni háttar nema eitt þegar 17 grömm af amfetamíni í söluumbúðum fundust á manni. Þetta eru samt mun færri mál en verið hafa hin síðari ár þar sem fjöldinn hefur verið á fjórða tuginn,“ segir hann. „En það virðist sem ekki hafi verið mikið af fíkniefnum að þessu sinni.“ Talið er að heildarmagn haldlagðra fíkniefna sé um 30 grömm að mati Jóhannesar. Hann segir mjög öfluga gæslu hafa haft sitt að segja með það hversu vel gekk að halda þjóðhá- tíð að þessu sinni og hann segir greinilegt að unga fólkið hafi ekki verið áberandi hlutfall gesta. „Við merktum það að hér var frekar fólk í eldri kantinum í sambland við fullorðið fólk og heimamenn á svæðinu.“ Fimm sinnum fleiri fíkniefna- mál á Akureyri en í Eyjum Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BRAGI Bergmann, talsmaður hátíð- arinnar Einnar með öllu á Akur- eyri, segir að almennt hafi vel tekist til um verslunarmannahelgina með því að 99% gesta hafi hegðað sér vel. Hins vegar hafi svartir sauðir skemmt fyrir hinum. Hinn mikli við- búnaður lögreglu hafi gert sitt til að uppræta öll þau fíkniefnamál sem upp komu. Varðandi ölvun, segir Bragi það ekkert nýtt að Íslend- ingar gangi hratt um gleðinnar dyr. „Við erum mjög stoltir af því að hafa mjög strangt eftirlit með ung- lingunum okkar,“ segir hann. „Hér hefur alist upp kynslóð sem aldrei hefur farið út í óvissuna á útihátíð og sofið margar nætur úti. Börnin okkar og unglingarnir koma heim á næturnar og sofa heima hjá sér. Gæslan á tjaldsvæðunum var mjög mikil en því miður voru nokkrir gestir sem settu svartan blett á há- tíðina með skemmdarverkum. En við erum mjög ánægð með hátíðina að öðru leyti og hún gekk mjög vel fyrir sig.“ Bragi segir Eina með öllu vera einu útihátíð landsins sem fari að lögum um að setja 18 ára aldurs- takmark á tjaldsvæðum. Þá hafi há- tíðin alltaf beðið Aflið, systursam- tök Stígamóta, um að vera á staðnum og hafi samtökunum verið greitt fyrir. Enn fremur hafi karla- deild Femínistafélagsins verið á há- tíðinni alla helgina og verið ánægð- ir með móttökurnar. „Við erum með eins mikið eftirlit og forvarnir og okkur er mögulega unnt en við munum náttúrlega reyna að gera enn betur að ári. Það er þó erfitt að eiga við þá sem skemma bíla og annað algerlega að tilefnislausu. Ég veit ekki hvað er að þessu fólki.“ Nýafstaðin hátíð er sú langfjöl- mennasta í sex ára sögu Einnar með öllu á Akureyri og komu um 18 þús- und manns. Talsmaður Einnar með öllu segir 99% hátíðargesta hafa verið til fyrirmyndar Svörtu sauðirnir skemmdu fyrir HEILSUGÆSLAN í Vestmanna- eyjum hefur byggt upp sérstakt teymi til að taka á kynferðisofbeldi vegna þjóðhátíðar í Eyjum og þess vegna hefur hjúkrunarforstjóranum sárnað nokkuð viðbrögð Stígamóta- kvenna við því þegar þjónusta þeirra var afþökkuð í Eyjum um helgina. Telur Guðný Bogadóttir að ekki hafi verið ætlun Eyjamanna að afþakka boð Stígamótakvenna til að þagga niður nauðgunarmál í Eyjum heldur hafi heimamenn verið full- bærir um að taka á slíkum málum og bjóða fullnægjandi þjónustu. Eitt nauðgunarmál var tilkynnt á þjóðhátíð og var þar um að ræða unga stúlku sem send var á neyðar- móttöku fyrir þolendur kynferðis- ofbeldis á Landspítalann í Foss- vogi. Guðný segir heilsugæsluna hafa þróað upp sérstakt ferli og skipað teymi með hjúkrunarfræðingi, ljós- móður og lækni. Vakni grunur um kynferðisofbeldi sé hringt í síma- númer neyðarteymisins. „Hjúkr- unarfræðingur fer með þolandann upp á heilbrigðisstofnun þar sem fyrir hendi er örugg aðstaða,“ segir Guðný. Fullnægjandi þjónusta vegna kynferðisbrota

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.