Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLAND er að verða stétt- skiptasta land í Evrópu og tekju- munur þeirra sem hafa hæstar og lægstar tekjur hefur aldrei verið jafnmikill og nú í Íslandssögunni. Þetta kemur fram í pistli á heima- síðu Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Þar segir jafnframt að verkalýðs- hreyfingin hafi í höndum sínum sterk vopn sem hún geti notað til að ráðast gegn ofurlaunastefnu sterkra fjármálafyrirtækja en hún sé á góðri leið með að eyðileggja stéttleysi Íslendinga. Þannig eigi verkalýðshreyfingin að beita ítök- um sínum í lífeyrissjóðunum, öfl- ugustu fjárfestingasjóðum lands- manna, og krefjast þess að fjármálastofnanirnar, sem rutt hafi ofurlaunastefnunni brautina, setji sér skýrar reglur um launa- greiðslur sem koma í veg fyrir of- urlaunasamninga. „Forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni og samtökum atvinnurek- enda eiga því að hafa sameiginlegt frumkvæði að því að setja lífeyr- issjóðunum skýrar reglur um fjár- festingar. Þær reglur eiga að mínu mati að fela í sér að lífeyrissjóð- irnir fjárfesti ekki í fyrirtækj- um sem ekki hafa innri verk- lagsreglur sem koma í veg fyrir ofurlaunasamn- inga. Slíkar regl- ur eru orðnar nauðsyn. Fyrir þessu hafa jafnt lífeyrissjóðir og samtök smárra fjárfesta barist er- lendis. Fyrir þessu á íslenska verkalýðshreyfingin að berjast líka. Vilji fjármálastofnanirnar ekki hlíta eðlilegum tilmælum um að setja sér skýrar innri reglur gegn háttsemi af þessu tagi eiga fulltrúar lífeyrissjóðanna – að frumkvæði verkalýðshreyfingar- innar – að beita sér fyrir því að fjármagn lífeyrissjóðanna verði flutt úr þeim,“ segir í pistlinum. Breyta þarf lögum um lífeyrissjóði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, tekur undir ábendingu Össurar og segir sjálfsagt að líf- eyrissjóðirnir taki hana til skoð- unar og meti hvaða svigrúm þeir hafa til slíks. „Þetta ætti að taka til skoðunar en áður þyrfti að breyta lögum um lífeyrissjóði. Samkvæmt lögunum eru lífeyrissjóðir skyldaðir til að fjárfesta jafnan þar sem arður er mestur að því tilskildu að um örugga fjárfestingu sé að ræða,“ segir Ögmundur en hann telur að með þessu séu lífeyrissjóðum sett- ar of þröngar skorður. „Mér finnst sjálfsagt að breyta þessu lagaákvæði en auðvitað ber lífeyrissjóðunum að haga sínum fjárfestingum þannig að þeir leiti til fyrirtækja sem haga sér sóma- samlega. Það nær ekki nokkurri átt hvernig kjaramisréttið er að þróast í landinu.“ Verkefni sem þarf að vinna á mörgum vígstöðvum Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segist taka undir ábendingar Össurar en ítrekar að hér sé um að ræða verk- efni sem þurfi að vinna á mörgum vígstöðvum. Þannig megi ekki gera of mikið úr þeim áhrifum sem verkalýðshreyfingin geti haft en lífeyrissjóðirnir eigi um 15% af því hlutafé sem sé skráð á verðbréfa- þinginu og verkalýðshreyfingin fari með helming atkvæða í stjórn- um sjóðanna. Stjórnmálamenn geti ekki vikið sér undan þessu verk- efni en það sé ljóst að móta þurfi ákveðinn lagaramma. Gylfi segir að umræða um sið- ferðislega ábyrgð fyrirtækja hafi átt sér stað innan hreyfingarinnar um nokkurt skeið og haft áhrif. „Þessi umræða er komin í gang hjá okkur en það er mjög mik- ilvægt að þingmenn hugi einnig að því með hvaða hætti Alþingi geti mótað ákveðnar reglur. Bæði gagnvart fyrirtækjunum almennt og hvað lífeyrissjóðirnir megi gera samkvæmt lögunum. Þá er mjög mikilvægt að á þessu sé tekið í gegnum skattalöggjöfina þannig að hún virki meira sem tekjujafn- andi. Þannig hefur það gerst á undanförnum tíu árum að stjórn- völd hafa kerfisbundið dregið úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerf- isins á sama tíma og tekjumunur úti í þjóðfélaginu hefur aukist.“ Telur að verkalýðshreyfingin eigi að berjast gegn ofurlaunum Lífeyrissjóðirnir sterkt vopn gegn ofurlaunastefnu Össur Skarphéðinsson FERÐ Sólveigar Pétursdóttur, for- seta Alþingis, um slóðir Vestur- Íslendinga í Kanada lauk formlega í gærkvöldi en þá tók hún, ásamt eig- inmanni sínum, Kristni Björnssyni, þátt í móttöku í aðalsamkomuhúsinu í Gimli. Móttakan var lokaatburður á vel heppnuðum Íslendingadegi sem fram fór í bænum í blíðskap- arveðri í gærdag. Talið er að um fimmtíu þúsund manns hafi komið til Gimli í tilefni af hátíðarhöldunum en hátíðin var í ár haldin í 117. skipti og er elsta menn- ingarhátíð í Kanada. Um morguninn tóku Sólveig og eiginmaður hennar þátt í fjölmennri skrúðgöngu og ferðuðust þau í opinni bifreið í gegn- um miðbæinn. Eftir hádegisverð með t.a.m. þingmönnum Manitoba- fylkis, bæjarstjóranum í Gimli og forystumönnum Íslendingafélagsins hófst sérstök athöfn í garðinum í Gimli þar sem Sólveig, sem var heið- ursgestur Íslendingadagsins, flutti ásamt fleirum ræðu. Í ræðunni fjallaði Sólveig m.a. um þau miklu og góðu vinatengsl sem ætíð hafa verið á milli Íslands og ís- lenskra afkomenda í Kanada. „Ég greindi meðal annars frá ferð okkar um landnemabyggðirnar í Manitoba undanfarna daga en sú ferð var ein- stök upplifun og verður mér ógleymanleg. Sú mikla ást og hlýja til Íslands sem við fundum hvar- vetna fyrir verður ekki með orðum lýst,“ segir Sólveig sem vék einnig að því mikilvæga hlutverki sem kon- ur af íslenskum uppruna gegndu í réttindabaráttu kvenna í Kanada, en þær voru í fararbroddi í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna þarlend- is. Spurð um tungumálakunnáttu Vestur-Íslendinga lýsti Sólveig því fyrir blaðamanni hversu einstakt væri að sjá íslenska afkomendur, jafnvel af fjórðu kynslóð Vestur- Íslendinga, sem tala íslensku og ól- ust upp við íslensku sem fyrsta tungumál. Hún segir Vestur- Íslendinga auk þess leggja mikið upp úr tengslunum við gamla heim- inn og tungumálakunnátta þeirra hafi í raun komið henni á óvart. Ljósmynd/David Jón Fuller Sólveig Pétursdóttir ásamt eiginmanni sínum, Kristni Björnssyni, í skrúð- göngu í tilefni af Íslendingadeginum í Gimli í Kanada. Tóku þátt í hátíðarhöldum í blíðskaparveðri Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is ÚTIHÁTÍÐIR fóru að venju fram víðsvegar um landið um helgina í til- efni af frídegi verslunarmanna. Þeir sem sóttu skipulagðar hátíðir skipta tugum þúsunda og í heildina má segja að hátíðarhöldin hafi farið vel fram. „Það var þvílík stemning í Herj- ólfsdalnum á sunnudagskvöldið og líklega á milli 10 og 11 þúsund manns á svæðinu. Árni Johnsen var grjót- magnaður í brekkusöngnum og svo var kveikt á blysum og kertum og þetta sást allt saman frábærlega því veðrið var svo gott og svo var spilað og dansað til klukkan korter í níu um morguninn en þá hætti hljómsveitin Dans á rósum spilamennskunni á litla pallinum,“ segir Birgir Guð- jónsson, formaður þjóðhátíðar- nefndar Vestmannaeyja, en hátíðin hefur verið haldin nánast sleitulaust síðan 1874. „Ég er mjög ánægður með þetta í heildina, þessi slæmu mál eins og nauðganir létu ekki á sér kræla og hátíðin rúllaði mjög vel miðað við að það voru 11 þúsund manns í daln- um,“ segir Birgir er hann er spurður hvort fólk hafi hagað sér sóma- samlega og bætir við að fólk sé hæst- ánægt þrátt fyrir þoku og rigningu á fyrri dögum hátíðarinnar. „Við erum rosalega ánægðir með þetta allt sam- an og ég ítreka að brekkusöngurinn var alveg magnaður. Við vorum að ræða það ég og Árni Johnsen að hann er líklega búinn að spila fyrir samtals um 230 þúsund manns þessi þrjátíu ár sem hann hefur stjórnað söngnum, og hann er ekki nærri því hættur. Ég spái því að hann eigi að minnsta kosti 10 til 20 mjög góð ár eftir í þessu,“ segir Birgir að lokum. Stúkusöngurinn hápunktur „Hér var fyrst og fremst mjög góð fjölskyldustemning,“ segir Bragi Bergmann, talsmaður hátíðarinnar einnar með öllu á Akureyri, og bætir við að af um 18 þúsund gestum hátíð- arinnar hafi örugglega um 17.700 þeirra hagað sér til fyrirmyndar. „Hápunkturinn var í gærkvöldi en þá var lokahátíð á Akureyrarvelli og líklega eitthvað um 10 til 12 þúsund manns viðstaddir brekku- og stúku- sönginn,“ segir Bragi og útskýrir að á Akureyri sé þetta líka stúkusöngur því það séu stúkur á Akureyrarvell- inum. „Hreimur í Landi og sonum, Vign- ir í Írafári og Skúli Gautason sáu um sönginn og svo endaði þetta allt í rosalegri flugeldasýningu um mið- nætti. Að því loknu fóru menn svo á ýmis böll á öldurhúsum bæjarins en formlegri dagskrá Einnar með öllu var þá lokið,“ segir Bragi og bendir á að hátíðin sé í raun að mörgu leyti sambærileg við menningarnótt í Reykjavík nema að kvöldin séu þrjú í stað eins. 3.000 í Fljótshlíð Neistaflug var haldið í Neskaup- stað í 14. sinn og er hún með stærri hátíðum landsins. „Ég tel að það hafi ekki verið undir 2.500 manns við varðeldinn,“ segir Jón Björn Há- konarson, formaður menningarráðs bæjarins, um mannfjöldann á staðn- um. „Við seljum ekki inn á hátíðina sjálfa, heldur aðeins á dansleikina og það var einnig mjög fjölmennt á þá, sérstaklega á sunnudagskvöldið en þá var Sálin hans Jóns míns að spila,“ segir Jón Björn. Í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð voru að sögn mótshaldara um 3.000 manns en þar var hið árlega Kotmót Hvítasunnukirkjunnar haldið um helgina. „Hér var enginn tekinn ölv- aður og það voru engin slagsmál,“ segir Geir Jón Þórisson sem var brennustjóri hátíðarinnar og hefur eflaust kæft öll ólæti í fæðingu enda gegnir hann starfi yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Menn skemmtu sér víða á skipulögðum hátíðum um helgina Dansað var til klukkan níu um morguninn Morgunblaðið/Sigurgeir Á milli 10 og 11 þúsund manns voru viðstaddir brekkusönginn á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga að sögn mótshaldara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.