Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skólavörurnar komn-ar, auglýsa núverslanir í gríð og
erg, sem þýðir aðeins eitt:
Senn flykkjast yfir hundr-
að þúsund nemendur á öll-
um skólastigum, inn í
skóla landsins. Það er um
þriðjungur þjóðarinnar.
Að auki má gera ráð fyrir
að yfir 2.000 íslenskir
nemendur hefji nám á er-
lendri grund. Börn sem
verða sex ára á árinu,
fædd aldamótaárið 2000,
eru 4.330 talsins og lang-
flest þeirra eru í haust að
setjast á skólabekk í fyrsta sinn.
Það er um 200 fleiri nemendur en
hófu nám í 1. bekk grunnskóla síð-
asta skólaár. Sjö fimm ára börn
voru síðasta vetur í opinberum
skólum og 118 í einkaskólum. Auk
þess voru níu nemendur í Kára-
hnjúkaskóla.
Nú þegar verslunarmannahelg-
in er að baki fara foreldrar og for-
ráðamenn grunnskólabarna að
huga að námsgögnum fyrir vetur-
inn. Á heimasíðum flestra skóla er
að finna lista yfir bækur og annan
búnað sem þarf að eiga í skóla-
töskunni í vetur. Margir grunn-
skólar landsins hefja göngu sína á
ný eftir sumarfrí þriðjudaginn 22.
ágúst nk.. Miðað við það eru nú
aðeins um tvær vikur eftir af sum-
arfríinu.
Aldrei fleiri í skóla
Á skólaárinu 2005–2006 var
heildarfjöldi nemenda á Íslandi á
öllum skólastigum í fyrsta sinn
meiri en 100 þúsund, eða 101.171
nemandi á leikskólastigi fram á
háskólastig, samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofu Íslands. Engar
opinberar tölur eru enn tiltækar
fyrir næsta skólaár, en gera má
ráð fyrir að fjöldinn verði eitthvað
meiri, m.a. vegna mjög mikillar
ásóknar í háskólanám og einnig
vegna þess að sá árgangur sem
lauk 10. bekk grunnskóla sl. vor
og hefur nám í framhaldsskólum í
haust er stærsti árgangur Ís-
landssögunnar, telur 4.810 ein-
staklinga. Rúmlega 94% þeirra
sóttu um inngöngu í framhalds-
skóla eða 4.528 nemendur en alls
bárust skólunum um 6.614 um-
sóknir, þ.e. frá umsækjendum
sem ekki voru við nám í fram-
haldsskólum á vorönn 2006.
Tæplega þriðjungur allra um-
sókna að þessu sinni kemur frá
nemendum sem koma aftur til
náms eftir hlé. En þar sem at-
vinnuþátttaka ungmenna á Ís-
landi er mikil er líklegt að óregla í
skólasókn sé meiri hér á landi en í
flestum nágrannalöndunum. Auk
þess sóttu í vor 1.450 núverandi
nemendur í framhaldsskólum um
að skipta um skóla nk. haust.
Höfðu skólarnir fyrirfram gert
ráð fyrir að geta tekið á móti allt
að 6.800 nemendum og samkvæmt
upplýsingum frá menntamála-
ráðuneytinu komust allir nemend-
ur inn sem það vildu.
Stöðugt hærra hlutfall hvers
árgangs sækir um í framhalds-
skóla að loknu grunnskólaprófi.
Árið 1999 var hlutfallið undir 90%
en er nú í kringum 95%. Sl. haust
var heildarfjöldi nemenda á fram-
haldsskólastigi 23.345 og hafði þá
fjölgað um 3,3% frá haustinu 2004.
Í Morgunblaðinu kom nýverið
fram að átta af háskólum landsins
bárust samtals um 8.380 umsóknir
fyrir næsta skólaár, þar af a.m.k.
500 frá erlendum nemendum.
Nemendur á háskólastigi voru í
heild 16.626 sl. haust. Tvöfalt fleiri
nemendur stunduðu nám á há-
skólastigi haustið 2005 en voru í
námi haustið 1997.
Haustið 2005 voru tæplega 82%
nemenda í framhalds- og háskól-
um í námi í dagskóla, rúmlega
12% í fjarnámi og 6% nemenda
voru í kvöldskólum. Þá voru níu
framhaldsskólar og fjórir háskól-
ar með fleiri en 1.000 nemendur.
Um 17 þúsund börn
í leikskólum landsins
Í desember 2005 sóttu 16.864
börn leikskóla á Íslandi og hafa
leikskólabörn aldrei verið fleiri,
samkvæmt upplýsingum Hagstof-
unnar. Leikskólabörnum hefur
fjölgað um 109 börn frá desember
2004 eða um 0,65%. Þetta er
nokkru meiri fjölgun en á milli ár-
anna 2003 og 2004.
Börnum sem hafa annað móð-
urmál en íslensku fjölgar ár frá
ári og eru nú um 1.250 talsins, eða
7,4% allra leikskólabarna. Al-
gengasta erlenda móðurmál leik-
skólabarna er pólska (189 börn)
og í öðru sæti er enska (159 börn).
Í grunnskólum landsins var hlut-
fall barna sem hafði annað móð-
urmál en íslensku haustið 2005 um
3,6%. Þá voru 275 leikskólabörn
skráð með erlent ríkisfang og
voru flestir erlendir ríkisborgarar
frá Austur-Evrópu, eða 51,6%.
Fleiri stelpur en strákar
Undanfarin ár hefur þróunin
verið sú að nokkuð fleiri stúlkur
en drengir hefja nám í framhalds-
skólum og eykst munurinn enn
frekar þegar í háskóla er komið.
Skólasókn 16 ára drengja á
landsvísu var á síðasta ári 93% en
16 ára stúlkna 95% og hafði hún
þá aukist um eitt prósentustig frá
fyrra ári hjá báðum kynjum. Í
heild eru konur um 52% nemenda
á framhaldsskólastigi og tæp 63%
nemenda á háskólastigi.
Fréttaskýring | Skólarnir byrja senn
Stöðugt fleiri
fara í skóla
Reikna má með að tæplega 4.300 börn
setjist á skólabekk í fyrsta sinn í haust
Búðir eru stútfullar af skólabókum.
518 skólar starfandi í land-
inu á öllum skólastigum
Á síðasta ári voru 262 leik-
skólar í landinu. 234 voru reknir
af sveitarfélögum og 28 af öðr-
um. Þá voru 177 grunnskólar
starfandi, þar af sjö einkareknir
og fjórir sérskólar reknir af op-
inberum aðilum. Fjölbrauta-
skólar voru 21 talsins, mennta-
skólar 8 og sérskólar með nám á
framhaldsskólastigi 11. Tónlist-
arskólar með nám á framhalds-
skólastigi voru 26. Þá voru 8 há-
skólar í landinu og 5 sérskólar
með nám á háskólastigi.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
BJÖRN Bjarnason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, ritar á vef-
svæði sitt, bjorn.is, föstudaginn 4.
ágúst sl. að sérkennilegt sé að
lesa og heyra skoðanir Ragnars
Aðalsteinssonar hrl. á því hvernig
stjórnsýslu er háttað og vísar
m.a. í orð Ragnars að lögregla
sinni öryggisgæslu við Kára-
hnjúka vegna „skipana að sunn-
an“ og að þjóðskjalavörður sé
beittur „þrýstingi að ofan“ þegar
óskum Ragnars um aðgang að
skjölum í Þjóðskjalasafninu er
svarað.
Björn ritar þá: „Að gefnu til-
efni árétta ég þá skoðun mína, að
eðlilegt sé að birta öll opinber
gögn um kalda stríðið hér á landi
og úr erlendum skjalasöfnum,
sem unnt er lögum samkvæmt og
þeim reglum, sem gilda um birt-
ingu slíkra gagna“, en einnig:
„Um meðferð opinberra skjala og
skyldu til að skila þeim til Þjóð-
skjalasafns gilda lög og ber ráðu-
neytum að sjálf-
sögðu að fara að
þeim lögum. Að
reyna að gera
lögbundin skil á
skjölum til
Þjóðskjalasafns
tortryggileg
byggist á ann-
arlegum sjónar-
miðum og sam-
særisáráttu.“
Björn segist sannfærður um að
birting íslenskra skjala frá tímum
kalda stríðsins muni þagga niður
í samsæriskenningasmiðum og
þar með hreinsa andrúmsloftið í
umræðum um þetta skeið í Ís-
landssögunni. „Að láta eins og ég
sé einhver andstæðingur þess, að
opinber gögn frá þessum tíma
séu birt og rædd, er með öllu úr
lausu lofti gripið og í raun frá-
leitt. Ég ætti kannski að leita
réttar míns fyrir dómstólum til
að fá þessum áburði hnekkt?“
Annarleg sjónarmið
og samsærisárátta
Björn Bjarnason
FRAMGANGA lögreglu gegn mót-
mælendum og öðru ferðafólki á há-
lendinu norðan Vatnajökuls er
harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu
sem Náttúruverndarsamtök Íslands
hafa sent frá sér.
„Samtökin leggja áherslu á að í
lýðræðisþjóðfélagi hafi fólk rétt til
að mótmæla með friðsömum hætti
og að yfirvöldum beri að koma
fram við mótmælendur af fullri
virðingu,“ segir m.a. í yfirlýsing-
unni en einnig gagnrýna samtökin
framgöngu lögreglunnar gegn
fólki sem ferðast hefur um svæðið.
„Lögreglan hefur ítrekað stoppað
ferðafólk sem er á ferðalagi um
svæðið og leitað í bílum þess. Al-
menningur hefur rétt á að fara um
svæðið óáreittur svo fremi hann
gangi vel um og haldi sig utan
merktra vinnusvæða.“
Að endingu hvetja samtökin
stjórnvöld til að láta ekki þann
hernað gegn íslenskri náttúru, sem
eigi sér stað við Kárahnjúka og á
öræfunum við Snæfell, snúast upp í
hernað gegn saklausu ferðafólki.
Framganga
lögreglu harðlega
gagnrýnd
ÞEIR skemmtu sér vel þessir ungu drengir á Sæludög-
um sem fram fóru í Vatnaskógi um verslunarmanna-
helgina. Þar var skemmtun af ýmsu tagi í boði fyrir
unga sem aldna. Meginviðfangsefni Sæludaga var
vímulaus valkostur og voru hátíðarhöldin ætluð fyrir
alla fjölskylduna.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjör á Sæludögum í Vatnaskógi