Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 9

Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 9 FRÉTTIR www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Útsalan enn í gangi Str. 38-56 NÝTT NÝTT! Tökum upp nýjar vörur Leðurstígvél í str. 37-43 komin Þriðjudagur Grænmetislasagna m/pestó Miðvikudagur Afrískur pottréttur m/steiktum banönum Fimmtudagur Hummus, buff & bakað grænmeti Föstudagur Burritos m/chillisósu & guacamole Helgin Linsubaunabollur & cashewkarrý undirfataverslun, Síðumúla 3, sími 553 7355. Lokað í dag og á morgun Útsalan hefst fimmtudaginn 10. ágúst Sumaropnun: Virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15. Póstsendum Laugavegi 82, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is 25% afsláttur af brúðarkorselettum Ný búð á nýjum stað Laugavegi 63 • S: 551 4422 LÍÐUR AÐ ÚTSÖLULOKUM ALGJÖRT VERÐHRUN Nýjar vörur frá „SKÁL í tjaldinu!“ heyrðist iðulega á veitingastaðnum Restaurante El Varadero í strandbænum Playa Blanca á kanarísku eyjunni Lanz- arote síðastliðið laugardagskvöld. Ekki var tjöldum til að dreifa heldur var þar staddur um 30 manna hópur Eyjamanna og vina og vandamanna þeirra sem fögnuðu þjóðhátíð fjarri Vestmannaeyjaströndum. Formleg dagskrá þjóðhátíðar Eyjamanna á Lanzarote hófst á sjálfri Playa Blanca-ströndinni með því að Ingi Sigurðsson flutti hefð- bundna setningarræðu. Rifjaði hann upp að válynd veður hefðu orðið til þess að Eyjamenn hefðu ekki komist til þjóðhátíðarhalda á Þingvöllum árið 1874 og því hefðu þeir brugðið á það ráð að halda eigin þjóðhátíð í fyrsta sinn. „Nú, 132 árum síðar, varð íslenskt slagveður að sumri aft- ur til þess að hópur Eyjamanna sá sig tilneyddan til að flýja land og halda eigin þjóðhátíð á annarri eyju, fjarri hinum eiginlegu þjóðhátíðar- höldum,“ sagði hann. Fjársjóðsleit og G-strengjaboðhlaup Að lokinni setningarræðu Inga hóf fámennur en góðmennur „kirkjukór“ Eyjamanna á Lanzarote upp raust sína og söng „Kvöldsigl- ingu“ og í kjölfarið fylgdu blessunar- orð samkvæmt venju sem lögfræð- ingurinn Jón „Johnson“ Valgeirsson flutti að þessu sinni enda þótti hann komast næst hinu geistlega valdi séra Kristjáns Björnssonar, sókn- arprests í Eyjum. Notaði hann tæki- færið og bauð fram þjónustu sína á fleiri sviðum, sem alla jafna teljast til prestsverka, s.s. að ferma, gifta eða skíra. Gerðist þó enginn hátíð- argestur svo djarfur að þiggja hans ágæta boð. Eftir kórsöng að nýju hófust íþróttaleikar og var m.a. keppt í fjár- sjóðsleit, eplaáti, smokkablæstri, langstökki blindra og G-strengja- boðhlaupi svo eitthvað sé nefnt. Kepptu börn á móti fullorðnum og þótt „heldri“ deildin gæfi hvergi eft- ir fóru leikar þannig að unga fólkið sigraði í meirihluta keppnisgreina. Brekkan með smærra sniðinu Gengið var til borðhalds á fyrr- greindum veitingastað að íþrótta- móti loknu þar sem sungið var og skálað títt eins og vera ber á þjóðhá- tíð. Var það mál manna að stemn- ingin kæmist býsna nálægt þeirri upprunalegu þótt vissulega væri „óvenjuhlýtt í veðri verslunar- mannahelgina í ár“, eins og einhver orðaði það. Þegar menn höfðu etið nægju sína var aftur gengið til strandar þar sem tendrað var „bál“ og kveikt í „flug- eldum“. Reyndar fékkst leyfi strandyfirvalda fyrir hvorugu og var því brugðið á það ráð að raða saman kertum í agnarsmárri „brekku“ sem hlaðin var á staðnum úr sandi og í stað flugelda voru stjörnuljós brennd við fögnuð ungu kynslóð- arinnar. Lauk þannig þjóðhátíð Eyja- manna á Lanzarote á hefðbundnum nótum; hátíðargestir kyrjuðu brekkusöngva þar sem þeir störðu í eldinn og drupu á guðaveigum úr fleyg sem þeir sem aldur höfðu til létu ganga sín á milli. Verslunarmannahelgi hjá Eyjamönnum á Lanzarote Óvenjuhlý þjóðhátíð í ár Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur á Lanzarote Morgunblaðið/Bergþóra Njála Menn gæddu sér á veitingum á Restaurante El Varadero. Börn kepptu í boðhlaupi Vest- mannaeyinga á Lanzarote. ÖRLYGUR Hálfdanarson, bókaút- gefandi og Viðeyingur, mun í kvöld stýra þriðjudagsgöngu í Viðey. Ör- lygur mun leiða gesti á æskuslóðir sínar í rústum þorps Milljónafélags- ins á Sundbakka Viðeyjar, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar stóð frá 1907–1943 reisulegt þorp með tæplega 140 íbúum þegar mest var. Var þar rekin mikil útgerð og auk þess var Viðeyjarbryggja ein um- svifamesta höfn landsins á tímum Milljónafélagsins. Á göngunni verð- ur áð í skólahúsinu í Viðey þar sem gefur að líta ljósmyndasýningu um mannlíf í Viðey á fyrri hluta 20. aldar og líka í vatnstankinum sem nú er fé- lagsheimili Viðeyingafélagsins. Í tankinum er sýning um strand kan- adíska tundurspillisins Skeena sem strandaði við Viðey 1944. Gangan hefst með siglingu úr Sundahöfn klukkan 19 og tekur gangan um tvær klukkustundir. Ferjutollur er 750 kr. fyrir fullorðna og 350 kr. fyrir börn en leiðsögnin sjálf er ókeypis. Allir þátttakendur fá gefins Kristal frá Ölgerðinni. Viðeyjarganga í kvöld Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Algjört verðhrun Síðustu dagar útsölu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.