Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ALLT AÐ 15 menn biðu bana þegar stjórnarherinn á Sri Lanka gerði í gær harðar árásir á liðsmenn tam- ílsku Tígranna í bænum Muttur skammt frá Trincomalee-svæðinu í norðausturhluta landsins. Blóðugir bardagar hafa geisað á svæðinu á síðustu dögum og um helgina létust 16 starfsmenn franskrar hjálpar- stofnunar þegar þeir lentu í eldlínu átakanna. „Fimmtán óbreyttir borgarar féllu þegar hermenn stjórnarinnar létu sprengjum rigna yfir bæinn Muttur á yfirráðasvæði Tígranna,“ sagði í yfirlýsingu Frelsishreyfingar tamíla (LTTE) í gær. „Mun fleiri slösuðust og mikill fjöldi fólks þurfti að yfirgefa heimili sín.“ Á sama tíma fundu starfsmenn frönsku hjálparsamtakanna Action Contre la Faim, ACF, eða „Aðgerðir gegn hungri“, lík 16 starfsmanna sinna sem féllu í átökum helgarinn- ar. Talsmenn stríðandi aðila kenna hvor öðrum um morðin, en talið er fullvíst að fólkið, sem var allt frá Sri Lanka, hafi verið skotið til bana. Starfseminni hætt Benoit Miribel, stjórnandi ACF, tilkynnti í gær að starfi samtakanna á Sri Lanka yrði hætt vegna málsins. „Þessir hjálparstarfsmenn voru auðgreinanlegir vegna stutt- ermabola sem þeir klæddust,“ sagði Miribel í gær. „Dauði þeirra er óvið- unandi og sýnir að villimennskan er að ná yfirhöndinni. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Mahinda Samarasinghe, ráðherra mannréttindamála í stjórninni, sagði í gær að rannsókn á morðunum yrði sett í „algeran forgang“. „Ég treysti á að starfsmenn Alþjóða Rauða krossins fari inn á svæðið og finni út hvað gerðist.“ Þá hafa talsmenn mannréttinda- samtakanna Amnesty International og Evrópuráðsins fordæmt morðin og krafist rannsóknar á málinu. Talið er að allt að 440 manns hafi fallið í átökunum á síðustu vikum, jafnframt því sem mikið eignatjón hefur orðið í nágrenni Muttur. Flestir íbúar bæjarins eru múslímar og hafa þeir verið á vergangi eftir að hann varð þungamiðja átakanna. Hafna tilboði Tígranna Upphaf átakanna má rekja til þess að Tígrarnir stöðvuðu í lok júlí dreif- ingu vatns frá Maavilaru-vatnsból- inu skammt frá Muttur sem þjónar tugþúsundum manna á svæðinu. Vonir stóðu til að dreifing vatns myndi hefjast að nýju í vikunni. Þær vonir urðu hins vegar að engu þegar stjórnin hafnaði sátta- tillögu Tígranna á sunnudag, sem meðal annars fól í sér að opnað yrði fyrir streymi vatns frá vatnsbólinu. Jafnframt tilkynnti stjórnin að hern- aðaraðgerðum til að ná fullum yf- irráðum yfir vatnsbólinu yrði haldið áfram. Ulf Henricsson, yfirmaður SLMM, var ásamt S. Elilan, yfir- manni Tígranna á Trincomalee- svæðinu, á leið til vatnsbólsins þegar herinn gerðir loftárásir í nágrenn- inu. Kom það í veg fyrir að Tígr- unum tækist að efna loforð sitt og hefur Henricsson verið harðorður í garð stjórnarinnar vegna atviksins. Spurður um hvernig Tígrarnir hygðust bregðast við aðgerðum hersins sagði S. Puleedevan, einn talsmanna Tígranna, á sunnudag, að þeim yrði ekki svarað í sömu mynt, af tillitssemi við tilraunir Norð- manna til að koma á friði. Í gær féll hins vegar hátt settur yfirmaður innan lögreglunnar þegar Claymore-jarðsprengja sprakk í borginni Kandy, en slíkar sprengjur eru oft sagðar vörumerki Tígranna. Hóta allsherjarstríði Óttast er að borgarastríð sé að brjótast út í landinu á ný og að vopnahléið frá árinu 2002 sé að fara út um þúfur. Stríðandi aðilar hafa á síðustu vikum stöðugt neitað því að allsherjarstríð sé skollið á í landinu. Á sunnudag hótuðu hins vegar tals- menn Tígranna að þeir myndu líta á áframhald á loft- og stórskotaliðs- árásum hersins sem „stríðsyfirlýs- ingu“. Blóðug helgi á Sri Lanka 16 starfsmenn hjálparstofnunar myrtir í Muttur Reuters Íslamskur drengur, sem flúði átök stríðandi fylkinga í bænum Muttur, svipast um í flóttamannabúðunum í Kant- ale, norðaustur af Trincomalee, í fyrradag. Hjálparsamtök óttast að neyðarástand kunni að skapast á svæðinu. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Peking. AFP. | Eigandi nýs bars í borginni Nanjing í austurhluta Kína ákvað fyrir skömmu að brydda upp á heldur óvenjulegri nýbreytni í drykkjuflórunni, með því að bjóða þyrstum og reiðum viðskiptavinum upp á drykk og þann möguleika að láta höggin dynja á afgreiðslufólki. Að auki geta kúnnarnir fengið að brjóta gler, hrópa og öskra til að fá útrás fyrir reiði og streitu í amstri dagsins, að því er fram kemur í dagblaðinu China Daily. Dugi það hins vegar ekki til getur barinn boðið þeim upp á sálfræðiráðgjöf. Alls hafa 20 „stæltir“ karlar á tvítugs og þrítugsaldri verið ráðnir sem einskonar gangandi höggpúðar á staðnum. Til að auka enn á kröf- ur þessa sérkennilega starfs geta viðskiptavinir fengið að ráða klæðnaði „höggpúðanna“, sem verða að vera tilbúnir að klæðast kvenfötum sé þess óskað. Þessi þjónusta er ekki dýr miðað við það sem fólk fær fyrir aurinn. Að fá „útrás“ kostar frá 500 ís- lenskum krónum upp í 2.650 krón- ur, eftir því hvort valið er um bar- smíðar, öskur, hróp eða ráðgjöf. Barinn var stofnaður af Wu Gong, 29 ára gömlum manni sem fékk hugmyndina frá Japan. Að hans sögn er starfsfólkið í réttum hlífðarbúnaði, en þjónusta staðarins ku vera einkar vinsæl á meðal kvenna sem vinna í þjónustu og af- þreyingargeiranum, sérstaklega þeirra sem starfa á fjölmörgum nuddstofum borgarinnar. Þrýstingur úr öllum áttum Ef marka má svör tveggja íbúa Nanjing í viðtali við China Daily skiptast íbúar borgarinnar í tvo hópa í afstöðu sinni til hinnar nýju þjónustu barsins. „Í nútímasamfélagi kemur þrýst- ingur úr öllum áttum, frá fjölskyld- unni, vinnunni, yfirmanninum og frá kærustunni. Við höfum engan stað til að fá útrás fyrir reiðina,“ sagði Chen Liang, sölumaður í borginni. „Sú hugmynd að fá að berja einhvern í svipuðum klæðnaði og yfirmaður manns er áhugaverð.“ Annar viðmælandi blaðsins, Liu Yuanyuan, var ósammála. „Ef fólk er reitt ætti það að breyta lífstíl sínum eða leita sér sálfræðilegrar aðstoðar.“ Bjóða reiðum upp á drykk og barsmíðar Líf nútímamannsins í Kína er annasamt og streituvaldandi í meira lagi. ÞORFINNUR Ómarsson, tals- maður norrænu eftirlitssveitanna á Sri Lanka, SLMM, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að framtíð sveitanna myndi ráðast á næstu dög- um. Jafnframt fordæmdi hann morðin á hjálparstarfsmönnunum 16 og sagði þau „skelfilegt og háalvar- legt mál“. „Framtíð sveit- anna mun ráðast af tveimur þátt- um,“ sagði Þor- finnur. „Annars vegar af ástand- inu í landinu á næstu dögum og framhaldi átak- anna og svo hins vegar af fundum Jon Hanssen- Bauer, sáttasemjara Norðmanna, með stríðandi aðilum.“ Spurður um morðin á starfs- mönnum Action Contre la Faim, ACF, sagði Þorfinnur ljóst að um mjög alvarlegt mál væri að ræða. „Það hefur verið almennt sam- komulag í svona átökum að gera ekki árásir á starfsmenn hjálp- arsamtaka. Ef þetta er rétt þá er um hrikalega skelfilegt og háalvarlegt mál að ræða. Það er hins vegar mjög erfitt fyrir okkur hjá SLMM að tjá okkur um þetta. Við höfum reynt að fara inn á svæðið en ekki fengið að- gang að því. Við höfum því ekki get- að rannsakað málið með neinum hætti.“ Vonsviknir með aðgerðirnar Þorfinnur sagði Hanssen-Bauer hafa hitt leiðtoga Tígranna að máli í vígi þeirra, Kilinochchi, á sunnudag. „Hanseen-Bauer lagði höf- uðáherslu á að Tígrarnir myndu opna fyrir vatnið sem þeir féllust skilyrðislaust á að gera. Í kjölfarið ákvað Ulf Henricsson, yfirmaður SLMM, að fara ásamt S. Elilan, yf- irmanni Tígranna í Trincomalee, að vatnsbólinu til að tryggja að dreifing vatns hæfist að nýju. Þegar þeir nálguðust svæðið gerði herinn hins vegar loftárásir í nágrenninu og okkar menn þurftu því frá að hverfa, þótt þeir hefðu ekki verið í neinni hættu.“ Athugasemd við fyrra viðtal Þorfinnur bætir því við að óná- kvæmlega hafi verið eftir honum haft í viðtali við Morgunblaðið sem birtist sem frétt undir fyrirsögninni „Bíðum spenntir eftir Svíum“ 29. júlí sl. Haft var eftir Þorfinni að „líklegt“ væri að fjölgað yrði í liði Íslending- anna fimm sem taka þátt í starfi SLMM, vegna brotthvarfs Finna og Dana úr samstarfinu. Segir Þorfinn- ur að hann hafi sagt slíka fjölgun hugsanlega, ekki líklega. „Framtíð SLMM ræðst á næstu dögum“ Þorfinnur Ómarsson SIGURÐUR Hrafn Gíslason, aðstoðaryf- irmaður nor- rænu eftirlits- sveitanna, SLMM, á Trincomalee- svæðinu á Sri Lanka, var með í för yfirmanns sveitanna á leið til vatnsbólsins í Maavilaru þegar stjórnarherinn gerði loftárás í ná- grenni vatnsbólsins á sunnudag. „Við vorum á röngum stað á röngum tíma,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Árás hersins á þessum tíma var meðvituð en staðreyndin er sú að við vorum um klukkustund á und- an áætlun. Samt sem áður varpar hún skugga á aðgerðir hersins á svæðinu, sem hafa haft það að markmiði að opna fyrir dreifingu vatns úr vatnsbólinu að nýju. Um- fram allt vona ég að um sam- bandsbrest hafi verið að ræða innan hersins.“ Sigurður sagði Ulf Henricsson, yfirmann SLMM, hafa verið hinn rólegasta yfir árásunum. „Henricsson fór yfir stöðuna og mat hana þannig að réttast væri að fara til baka sem við gerðum mjög fljótlega. Þessi aðgerð mun ekki hafa meiri háttar áhrif á starf SLMM, því að stærri og mikilvægari hlutir eru að gerast hér í kring.“ Heyrði í skothríðinni Sigurður þurfti nokkrum sinn- um að gera hlé á máli sínu vegna skothríðar í fjarska. Þegar færi gafst leitaði blaðamaður við- bragða hans við morðunum á hjálparstarfsmönnunum 16. „Þetta er sorglegur atburður sem hefur slæm áhrif á ástandið. Hann sýnir samt ekki hug fólks- ins almennt til hjálparstarfs- manna. Fólkið var, líkt og við í SLMM, á röngum stað á röngum tíma. Hermenn og skæruliðar sem eru að hlaupa á milli húsa með vélbyssur gera ekki endilega mannamun.“ Inntur eftir því hvaða áhrif það myndi hafa á starfsemi SLMM þegar 37 eftirlitsmenn Svía, Dana og Finna hverfa aftur til síns heima síðar í mánuðinum sagði Sigurður engan vafa leika á því að eftirlitið myndi raskast. Hann sagði fimm eftirlitsmenn Íslend- inga og hina 15 úr liði Norð- manna munu eiga fullt í fangi með eftirlitið. „Við vorum á röngum stað á röngum tíma“ Sigurður Hrafn Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.