Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 16
Daglegtlíf
ágúst
AUKIN neysla á grænmeti og
ávöxtum virðist draga úr hættu á
krabbameini og fleiri sjúkdómum,
m.a. vegna andoxunarefna sem við
fáum úr þeim, en niðurstöður rann-
sókna á þessu hafa þó verið misvís-
andi til þessa. Nýleg rannsókn vís-
indamanna við Michigan-háskóla í
Bandaríkjunum kann að skýra þetta
því hún bendir til þess að ólíkir
þættir mataræðisins orki hver á
annan og geti breytt áhrifum breyt-
ingar á einum þeirra, að því er fram
kom á fréttavef MSNBC.
C-vítamín í ávöxtum og grænmeti
er vatnsleysanlegt, þannig að fita í
fæðunni hefur ekki áhrif á það. Beta-
karótín og önnur karótenóíð, svo og
e-vítamín, eru á hinn bóginn fitu-
leysanleg og þess vegna þarf ein-
hverja fitu til að upptaka efnanna úr
meltingarveginum verði sem best.
Rannsóknin bendir hins vegar til
þess að aðeins sé þörf fyrir þrjú til
fimm grömm af fitu. Þau getum við
fengið með einni teskeið af olíu, um
það bil 90 grömmum af kjúklingi eða
öðru mögru kjöti, eða matskeið af
hnetum sem borðaðar eru með
grænmeti og ávöxtum.
Morgunblaðið/Ómar
Ný rannsókn bendir til að ólíkir þættir mataræðisins orki hver á annan.
Fita getur breytt
áhrifum grænmetis
RANNSÓKN
Við krakkarnir vorum alltafhlaupandi út um alla móaá eftir hestum, kindum ogkúm og lékum okkur líka
mikið úti. Ég lék mér til dæmis aldr-
ei að dúkkum, því ég vildi miklu
frekar vera úti. Mér er enn í dag lífs-
nauðsyn að fara út og hreyfa mig
daglega og kannski er það einmitt
vegna þess að ég er alin upp við
mikla hreyfingu og útiveru í sveit-
inni,“ segir Helga Daníelsdóttir sem
stendur á áttræðu og fer í sund á
hverjum degi. „Ég synti alltaf 500
metra en eftir að ég var næstum
dauð úr kransæðastíflu í vor, læt ég
300 metra duga. Sundið er svo
hressandi og þar hitti ég alltaf
skemmtilegt fólk sem er fastagestir
eins og ég og við drekkum saman
kaffisopa í afgreiðslu Vesturbæjar-
laugarinnar eftir sundið.“
Mikil hreyfing í hjúkrunarstarfinu
Helga lætur ekki duga að synda,
því hún fer líka í göngutúr daglega
og lætur það ekki stoppa sig þó hún
þurfi að styðjast við hækjur. „Ég
geng um tvo kílómetra á hverjum
degi en sleppi því þó ef veðrið er
vont. Svo er ég með þrekhjól hérna
heima hjá mér til að vinna upp þrek,
en ég átti reiðhjól og hjólaði heil-
mikið hér áður fyrr.“
Helga er lærður hjúkrunarfræð-
ingur og segir mikla hreyfingu hafa
fylgt því starfi. „Ég reyndi heilmikið
á líkamann í hjúkrunarstarfinu og
fór ekki reglulega út að hreyfa mig
þau ár sem ég var í vaktavinnu, en
eftir að vinnutíminn varð reglulegri
fór ég á skíði á veturna og annað
slíkt. Eftir að ég hætti að vinna þeg-
ar ég var sjötug hef ég stundað
markvissa hreyfingu og útiveru.
Mér finnst það svo gott og ég var í
vatnsleikfimi í Sundhöllinni um
tíma.“
Norðanáttargigt í ættinni
Helga hefur verið slæm af gigt
mjög lengi og hún segir gigtarlækn-
inn sinn leggja mikla áherslu á að
hún hreyfi sig mikið og reglulega.
„Heita vatnið í heitu pottunum í
sundlauginni er líka gott fyrir
gigtina. Ég held mér í raun gang-
andi með því og þessari hreyfingu.“
Hún segir kuldann vera verstan fyr-
ir gigtina og þegar norðanáttin er
köld og stíf fær hún það sem hún
kallar norðanáttargigt. „Amma mín
fann alltaf fyrir norðanáttargigt rétt
áður en norðanáttin brast á og ég er
ekki frá því að þetta sé eins hjá
mér.“
HREYFING | Helga Daníelsdóttir ólst upp við útivist og hreyfingu
Morgunblaðið/Jim Smart
Helga t.v. ásamt nágrannakonu sinni, Ingunni Þórðardóttur, sem oftast fer með henni í morgunsundið.
Heita vatnið gott
fyrir gigtina
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
NÚ ÞEGAR sumarið kallar á meiri
útiveru fer ekki fram hjá nokkrum
manni að freknum fjölgar á andlit-
um Frónbúa. Sumir eru freknótt-
ari en aðrir og flestum finnst
freknur frísklegar en öðrum finnst
þær krúttlegar. En af hverju fáum
við freknur og hvers vegna aðeins
sumir en ekki aðrir?
Freknur eru einfaldlega þétt
samansafn hins dökka litarefnis
melanin sem húðfrumur okkar
framleiða. Melanin hjálpar til við
að vernda húðina fyrir út-
fjólubláum (UV) geislum sólarljóss-
ins.
Fólk með ljóst yfirbragð hefur
minna af melanini í húð sinni og
einmitt þess vegna hefur það meiri
tilhneigingu en aðrir til að mynda
freknur þegar sólin skín á húð
þess. Þar af leiðir að fólk með ljóst
yfirbragð hefur fleiri freknur en
aðrir.
En freknur eru tvennskonar.
Annars vegar ephelides, freknur
sem koma eftir langa veru í sólinni
en hverfa svo yfir vetrartímann,
og hins vegar lentigines, freknur
sem eru dekkri og hverfa ekki yfir
vetrartímann.
Erfðir ráða miklu um freknur.
Rannsóknir hafa sýnt að eineggja
tvíburar hafa ótrúlega svipaðan
fjölda frekna á líkamanum. Því er
tilvalið fyrir eineggja tvíbura að
taka sig til einhverja rigning-
arhelgina og telja freknurnar á
hvor öðrum og komast að því
hvort þær séu álíka margar!
AP
Freknur Línu langsokks eru án efa frægustu freknur veraldar.
Hvers vegna
freknur?
HEILSA
EVRÓPSKA neytendaaðstoðin
er þjónustunet sem aðstoðar
evrópska neytendur við að leita
réttar síns í öðrum Evr-
ópulöndum. „Þetta er samstarf
aðildarríkja Evrópusambandsins
við framkvæmdastjórn ESB.
Þjónustunetið helgast af því að
markaðurinn í heiminum er orð-
inn svo lítill, fólk er að kaupa í
utanlandsferðum og á netinu. Í
gegnum Evrópsku neyt-
endaaðstoðina aðstoðum við Evr-
ópubúa sem lenda í vandræðum
með vöru eða þjónustu sem þeir
kaupa hér á landi og svo Íslend-
inga sem lenda í vandræðum
með það sama í öðrum Evr-
ópulöndum,“ segir Hildigunnur
Hafsteinsdóttir hjá leiðbeininga-
og kvörtunarþjónustu Neytenda-
samtakanna. „Sem dæmi má
nefna að Evrópubúi sem kemur
hingað til lands og kaupir eitt-
hvað eða lendir í vandræðum
með fyrirtæki hér getur farið til
skrifstofu Evrópsku neyt-
endaaðstoðarinnar í sínu landi
og kvartað. Þeir senda þá málið
til okkar sem við vinnum úr
gagnvart seljandanum hér, þetta
er sem sagt milligöngunet. Eins
geta Íslendingar sem lenda í ein-
hverju úti, t.d. uppgötva að vara
sem þeir keyptu á ferðalaginu er
gölluð þegar þeir koma heim,
leitað til okkar og við sendum
kvörtun til starfsmanna neyt-
endaaðstoðarinnar í því landi
sem kvörtunin beinist til. Það er
mjög þægilegt fyrir okkur að
hafa aðgang að manneskju sem
þekkir lögin um viðskipti í við-
komandi landi.“ Íslendingar hafa
tekið þátt í þessari aðstoð síðan
árið 2001 og segir Hildigunnur
alltaf nokkuð af málum berast
inn á borð til þeirra.
Þjónustunet fyrir Evrópubúa
NEYTENDUR