Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 19

Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 19 Yngsta lýðveldi heimsins Eyjan Austur-Timor hefur verið efst á baugi undanfarnar vikur og daglega berast fréttir af ástandinu þar. Austur-Timor hlaut sjálfstæði 19. maí 2002 og er yngsta lýðveldi heimsins en um leið fátækasta land Asíu (íbúatalan er 970.000). Inn- byrðis deilur á áttunda áratugnum gáfu Indónesum tækifæri til að her- nema landið. Hófst þá sjálfstæð- isbaráttan sem stóð lengi og á sér langa sögu. Sameinuðust eyj- arskeggjar í baráttu sinni á móti hernámsaflinu. Frægustu persónur eyjunnar eru þeir Xanana Gusmáo, forseti lands- ins, og Jose Ramos Horta, utanrík- isráðherra og Nóbelsverðlaunahafi. Njóta þeir álits og trausts almenn- ings. Horta er vinsæll einkum fyrir þann hæfileika sinn að tala við al- þýðu manna og unga fólkið sér- staklega. Hafa verið uppi tilgátur um að hann geti hugsanlega tekið við af Kofi Annan. Gusmáo stjórnaði hinni vopnuðu andstöðu við Indónesa, skæruliða- sveitunum Falantil, eftir fall ætt- arhöfðingjans Nicolau Lobato sem var drepinn árið 1978. Kristi Sword Gusmáo er áströlsk og gift forsetanum,. Hún varð ást- fangin af honum meðan hann sat í fangelsi á Indónesíu fyrir þátttöku sína í sjálfstæðisbaráttunni. Kristi hefur skrifað bók „A Woman of In- dependence“, um ævintýralega reynslu sína. Hún hefur einnig stofnað „Alola Foundation“ til styrktar konum og börnum á Aust- ur-Timor en fjölskyldur eru stórar og barnmargar. 40% íbúanna eru undir 21 árs aldri. Höfuðborgin Dili stendur við sjó- inn, þar sitja stjórnarherrarnir með lífvörðum sínum og tala þeir portú- gölsku, mál fyrrverandi nýlendu- herranna. Hins vegar eru fjöllin þar sem skæruliðar höfðust við en upp- reisnargjörn gengi og ungir menn leita þar enn hælis. Eins og við mátti búast hefur það reynst erfiðleikum bundið að koma á fót raunverulegu lýðræði og styrkja stoðir þess. Gamlir siðir og venjur reynast þungar í vöfum og barátta liðinna ára enn í fersku minni. Aðalstjórnmálaflokkurinn, sá sem hefur stjórnað hinu nýju lýð- veldi, heitir Fretilin og hefur 55 sæti af 88 á þingi landsins. Til- heyrir hann einhvers konar Lenin eða Castro stefnu. Hvorki Gusmáo né Horta eru í flokknum þótt þeir hafi verið það í upphafi. Forsætisráðherra, maður að nafni Mari Alkatiri, var útlagi í Mosambique meðan á sjálfstæðis- baráttunni stóð og gegndi kennslu. Stýrir hann flokknum með harðri hendi. Alkatiri er maður afar lág- vaxinn og haldinn valdagirni sem oft einkennir slíka menn. Alkatiri skipaði mann nokkurn að nafni Rogerio Lobato sem innanrík- isráðherra og jafnframt yfirmann yfir 3500 manna lögregluliði. Leið ekki á löngu uns Lobato egndi lög- regluna gegn hernum sem var póli- tískt hlutlaus og laut stjórn Gusmáo. Ólundarlegur Alkatiri Í marsmánuði sl. blossuðu síðan upp óeirðir og urðu Ástralir ásamt þremur öðrum þjóðum að senda friðargæslusveitir (her og lögreglu) á staðinn og eru þær þar enn. Ástæður óeirðanna og atburðir síð- ustu mánaða eru enn að nokkru á huldu. Þó er víst að tæplega 600 hermenn voru leystir frá störfum og urðu atvinnulausir. Leituðu þeir hælis uppi í fjöllum. Vaxandi óvin- sældir Alkatiri og Lobato urðu til- efni mikilla mótmæla og krafðist al- þýða þess að Alkatiri segði af sér. Gusmáo setti út tromp sitt; hótaði að segja af sér ef Alkatiri léti ekki af embætti sem og varð. Hefur José Ramos Horta tekið við embætti for- sætisráðherra og gegna tveir með- limir úr Fretilin flokknum emb- ættum varaforsætisráðherra. Alkatiri sakar Ástrali um sam- særi gegn sér og kennir þeim að nokkru leyti um hvernig komið sé. Áströlum hafi ekki líkað hversu harður hann var í horn að taka í samningaviðræðum um olíu- og gaslindir þær sem eru í Timor- hafinu milli þjóðanna. Þó báru Tim- or-menn skarðan hlut frá borði og þótti mörgum nóg um ásælni Ástr- ala þar sem þetta er eina auðlind Austur-Timorbúa. Eina fjáröfl- unarleið þeirra til lausnar á sárri fátækt. Tungumálaöngþveiti Eftir nær fimm hundruð ára valdatíma Portúgala á nýlendu þeirra Austur-Timor tala aðeins 10% íbúa portúgölsku. Eftir 24 ár með Indónesa við stjórnvölinn tala 90% íbúa Bahasa. Auk þessa eru tungumál hinna ýmsu ættbálka og hefur þetta vald- ið ýmsum vandræðum í stjórnsýsl- unni og við kennslu. Þegar stúdentar skráðu sig til háskólanáms olli það vonbrigðum að þeir vildu flestallir verða lög- fræðingar eða stjórnmálamenn þeg- ar þjóðina sárvantar iðnaðar- og tæknimenn. Herinn var þjálfaður af Áströlum á sínum tíma og kostaði A$70 millj- ónir að setja hann upp. Hins vegar mætti spyrja hvað hefur þessi eyja að gera með her? Herinn gleypir 8% af þjóðartekjunum. Er ekki nóg að hafa lögreglu? Sameinuðu þjóðirnar vilja hafa hönd í bagga með Austur-Timor í framtíðinni og má segja að þær hafi sleppt hendinni fullfljótt af hinu unga lýðveldi sem hefði þurft ein tíu ár til að tryggja sig í sessi. Ti- morbúar vildu að gæslusveitir Sam- einuðu þjóðanna sætu einu ári leng- ur eftir að sjálfstæði var fengið og studdi Koffi Annan það. Ástralir og þá einkum Alexander Downer, ut- anríkisráðherra, kváðu það óþarfa. Fékk ráðherrann Englendinga og Bandaríkjamenn á sitt mál. Hefur nú komið í ljós hversu rangt herra Downer hafði fyrir sér. Um hundrað og fimmtíu þúsund manns eru nú í flóttamannabúðum umhverfis Dili á Austur-Timor, íbúðarhús hafa verið brennd og fólk þorir ekki heim jafnvel þótt hús þess standi. Margir hafa látið lífið, matarskortur ríkir og í stjórnmál- unum er hver höndin upp á móti annarri. Framtíð Austur-Timor er nú komin undir því hversu vel Horta og Gusmáo tekst að halda á spil- unum. Þeir eiga hylli og traust al- þýðu manna á eyjunni. Framhaldssagan „Fanginn í Flóanum“ Það blæs ekki byrlega fyrir Dav- id Hicks, eina ástralska fanganum í Quantanamoflóa. Hann hefur um síðir fengið breskt vegabréf en það kemur honum að engum notum. Bretar vilja ekkert fyrir hann gera, segja hann hafa borið ástralskt vegabréf þegar hann var fram- seldur í Afganistan fyrir US$ 1000.00. David æfði með al-Queda fyrir ellefta september 2001 en þá var slíkt löglegt samkvæmt ástr- ölskum lögum. Hins vegar hefur hæstiréttur Bandaríkjanna dæmt Hicks í hag. Niðurstaða réttarins lýsti með mikl- um meirihluta að fyrirhuguð her- réttarhöld væru ólögleg, ákæru- atriði gegn honum eru því fallin úr gildi. Hefur nú álit manna hér heima fyrir snúist Hicks mjög í hag og kröfur um að ástralska stjórnin fái hann sendan heim orðið æ há- værari, m.a. birst í leiðara Sydney Morning Herald. Þá hefur fjöldi lögfræðinga lagst á sveif með David Hicks og vill að stjórnvöld snúi við blaðinu. En hvað bíður David Hicks? Ára- löng bið eftir að sett verði ný lög varðandi Quantanamoflóafangana í Bandaríkjunum? Borgaraleg réttarhöld eru ekki ákjósanleg fyrir bandarísk stjórn- völd þar sem ýmislegt neikvætt gæti þá komið í ljós varðandi yf- irheyrsluaðferðir þeirra. Ástralska alríkisstjórnin hefur undirritað samning við Bandaríkin um að sá tími sem David Hicks hef- ur setið inni, fjögur og hálft ár, komi ekki til frádráttar þeim dómi, sem hann ef til vill fær einhvern tímann, verði ekki dreginn frá væntanlegum dómi hans. Blöskrar sú ráðstöfun heilbrigðri skynsemi. Hinn bandaríski lögfræðingur David Hicks, David McLeod, hefur átt viðræður við utanríkisráðherra, Alexander Downer, eftir að dómur hæstaréttar Bandaríkjanna féll og krafist þess að David Hicks verði látinn laus. En utanríkisráðherra heldur fast við sitt. Hann og alrík- isstjórnin vilja að Bandaríkjamenn útkljái málið og leiði David Hicks fyrir einhvers konar rétt. Hvort hann fái réttláta málsmeðferð er síðan spurning dagsins. Telur David McLeod líklegra að Bandaríkjamenn láti David lausan eða Bretar komi honum til bjargar en ástralska ríkisstjórnin forði þessum borgara sínum úr hers höndum. Til þess að enda á jákvæðum nót- um má nefna að fyrsti frumbygginn hefur útskrifast sem skurðlæknir og minna má á ástralska kvikmynd sem sýnd var í Cannes, hlaut frá- bæra dóma og heitir „Ten Canoes“ (www.tencanoes.con.au). Sýningar á myndinni eru nýlega hafnar í Ástr- alíu. Þeir sem hafa áhuga á sögu frumbyggja Ástralíu, kvikmyndum sem segja góða sögu og eru frá- brugðnar öðrum myndum, ættu að sjá þessa kvikmynd. Einnig má segja frá opnun lista- safns að frumkvæði forseta Frakk- lands, Chirac, í París. Listasafnið, Quai Branly Museum við ána Signu, er helgað öllum frumbyggjum heimsins og njóta listamenn frum- byggja Ástralíu einstakrar við- urkenningar. Listaverk átta ástr- alskra frumbyggja skreyta framhlið og inngang hússins en önnur 107 verk frumbyggja þessarar álfu má líta í sölum listasafnsins. Má vera að alþjóðleg viðurkenning á ein- stæðri list þeirra verði loks að veru- leika. Betra seint en aldrei. tíu barkarbátar Reuters Ástralski forsætisráðherrann John Howard hlýðir hér á fjármálaráðherra sinn Peter Costello sem margir telja næsta eftirmann Howards og Costello reyndar sagður farinn að ókyrrast eftir forsætisráðherrastólnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.