Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 22

Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÓTELJANDI fjöldi vísindalegra rannsókna hafa viðurkennt mik- ilvægi þess að börn fái örvun og kennslu á fyrstu árum sínum. Í dag eru nánast allir fræðimenn í þroska- fræðum sammála um að strax við fæðingu er heili mannsins hann- aður til að taka við upplýsingum frá um- hverfinu. Margt þarf að læra til að sjálf- stæði sé náð. Íslend- ingar hafa í þessum efnum sem öðrum ver- ið fljótir að tileinka sér nýja þekkingu og að- ferðir til þess að veita ungum börnum það umhverfi sem gefur þeim kost á að tileinka sér hæfi- leika og færni. Sveitarfélög um allt land hafa sett mikinn metnað í að búa til sterka umgjörð fyrir leikskólann. Ísland er eina þjóðin á Norðurlöndum sem hefur við- urkennt leikskólann sem fyrsta skólastigið og hefur því verið leið- andi í að kynna og miðla reynslu um þessa farsælu stefnumótun. Leikskólaráð veitir aukin tækifæri Nýr meirihluti í borgarstjórn leggur mikinn metnað og mikla áherslu á fjölskyldumál og skóla- mál reykvískra barna. Metn- aðarfullar hugmyndir flokkanna um eflingu dagvistarþjónustu við foreldra yngstu barnanna frá því að fæðingarorlofi lýkur og aukinn styrk leikskólans sem fyrsta skólastigið eru efstar á baugi. Áhersla er lögð á val, gæði, árang- ur og lausnir. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur ætla sér að vinna faglega og láta verkin tala. Ákvörð- un meirihlutans um að stofna leik- skólaráð er einmitt í takt við þessar hug- myndir. Leik- skólaráð fær sér- stakan vettvang til að ræða og útfæra m.a. mennt- unarhlutverk leik- skólans, þróun leik- skólastigsins, bætta þjónustu við foreldra barna í Reykjavík, tengsl leikskól- ans við aðra þætti borgarlífsins eins og listasöfn og eldri borgara. Fleiri tækifæri gefast til að styðja við þróunarverkefni og eflingu tengsla skólastiganna. Tíminn sem kjörnir fulltrúar og áheyrn- arfulltrúar hafa til að ræða innra starf og þjónustu við yngri börn margfaldast. Leikskólaráð mun þannig sinna einu mikilvægasta hlutverki borgarinnar, að mennta og tryggja yngstu borgarbúunum öruggt og þroskandi umhverfi. Nú þegar hefur borgarráð samþykkt tillögu meirihlutans um að lækka leikskólagjöld í Reykjavík frá og með 1. september. Námsgjald, sem áður var nefnt kennslugjald, verður lækkað um 25% en auk þess verður veittur 100% systk- inaafsláttur af námsgjaldinu með öðru eða fleiri börnum. Móttækilegir litlir svampar Börnin okkar soga í sig þekk- ingu, tungumál, færni og kunnáttu eins og svampar draga í sig vatn. Kennarar og starfsfólk vinna hörðum höndum allan daginn að því að kenna börnum okkar að vera kurteis, að syngja, að læra stafi, að umgangast aðra, að ganga vel um, að borða með hníf og gaffli og ýmsan fróðleik. Allt er þetta að eiga sér stað á meðan foreldrar vinna sína vinnu. Leik- skólinn og dagforeldrar tryggja að auki öruggt umhverfi þar sem starfsfólk sinnir börnum annarra sem sínum. Þetta eru lífsgæði sem verður að varðveita, efla og tryggja. Nýr borgarstjórnarmeiri- hluti ætlar sér að gera það. Menntun hefst við fæðingu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um stofnun Leik- skólaráðs sem ætlað er að móta stefnu leikskólanna ’Tíminn sem kjörnirfulltrúar og áheyrn- arfulltrúar hafa til að ræða innra starf og þjón- ustu við yngri börn marg- faldast‘ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. ALKÓHÓLISMI er sjúkdómur samkvæmt alþjóðlegum skilgrein- ingum læknisfræðinnar. Engu að síður finnst aðstand- endum hinna drykkju- sjúku oft að það hljóti bara að vera þægilegt að fela sig á bak við eitthvert sjúkdóms- hugtak þegar maður stendur sig ekki í líf- inu. Það er skiljanlegt að aðstandendur, sem oft eru veikir af kvíða og reiðir út af bjarg- arleysinu sem í van- þekkingunni býr, hafi þessi viðhorf. Verra er að íslensk heilbrigðisyfirvöld líti á alkóhólisma og aðra vímuefnafíkn með ein- hverjum öðrum augum en sjónglerjum lækn- isfræðinnar. En það virðast þau gera, að minnsta kosti eru meiri kröfur gerðar til sjúkraflutningamanna, aðstoðarmanna tann- lækna og matartækna en þeirra sem starfa við áfengisráðgjöf. Í desember 2004 rit- aði ég grein í Morg- unblaðið þar sem segir meðal annars; „Hluti íslenskra áfengisráðgjafa fær ágæta kennslu, það er a.m.k. sá hluti sem starfar hjá SÁÁ, þeir undirgangast nokkra akademíska fræðslu og verulega verklega kennslu og þjálfun. SÁÁ hefur haft frumkvæði að þessari fræðslu, en heilbrigðis- og menntayfirvöld gera enga kröfu um menntun áfengisráðgjafa. Og gera enga kröfu um að þeir, sem vinna við áfengismeðferð hjá öðrum aðilum, kunni eitthvað fyrir sér. Það er bæði móðgun og lítils- virðing við þann stóra hóp manna, sem er með áfengis- eða aðra vímu- efnasýki. Raunar er það svo að áfeng- isráðgjafar teljast ekki til heil- brigðisstétta, því eins og landlækn- isembættið lítur á málin teljast þær stéttir til heilbrigðisstétta sem njóta lögverndaðs starfsheitis. Áfengisráðgjafar eru ekki ein af þeim stéttum.“ Síðan þetta var ritað hefur Félag áfengisráðgjafa, FÁR, gert mjög ákveðnar kröfur um lögverndun starfheitis síns. Í lögverndun felst að sá einn sem hefur leyfi ráðherra má nota starfsheitið og starfa sem slíkur. Þetta er augljóslega til að vernda þann sem þjónustuna þiggur og er eina ástæða þess að FÁR sækist eftir viðurkenndum starfsrétt- indum fyrir áfengisráðgjafa. Undanfarin misseri hefur það færst í vöxt að einstaklingar með litla eða enga menntun á sviði ráð- gjafar gefi sig út fyrir að vera hæf- ir og reyndir þerapistar. Þessir einstaklingar geta með því stofnað lífi fólks sem til þerra leitar í hættu. Veikur alkóhólisti er gjarnan haldinn ranghugmyndum um veik- indi sín, stöðu sína í samfélaginu og getu sína til að fást við dag- legt líf. Aðstandendur veikj- ast oftar en ekki líka af meðvirkni og ýms- um streitusjúkdómum. Þetta fólk getur því verið í hættu ef það kemst í hendur á óvönduðum fúskurum, en dæmin um það eru því miður of mörg. Í ágætri grein sem Sigrún Júlíusdóttir prófessor og Sæunn Kjartansdóttir sál- greinir birtu í Morg- unblaðinu 17. júní í fyrra segja þær m.a.; „Alltof mörg dæmi eru um skaða sem hlýst af ófaglegri starfsemi auk þess sem slíkt kastar rýrð á gildi faglegra starfa sem unnin eru í sama nafni. Það grefur jafnvel undan trún- aðartrausti í garð fag- fólks sem hefur við- eigandi menntun því í umræðunni er þetta tvennt gjarnan lagt að jöfnu.“ Dæmin eru alltof mörg, svo mörg að síðasti aðalfundur Félags áfengisráðgjafa sendi frá sér álykt- un þar sem segir að undanfarið hafi færst í vöxt að athugasemdir hafi borist félaginu vegna eftirlits- lausrar starfsemi einyrkja sem kalla sig áfengisráðgjafa. Þar segir jafnframt: Erfitt er að horfa fram hjá því að þeir sem taka að sér að þjónusta fólk, sem glímir við áfengis- eða annan vímuefna- vanda í lífi sínu, eftir stutt kvöld- námskeið, eru óhæfir til slíkra starfa og geta stefnt skjólstæð- ingum sínum í voða vegna þekking- arskorts. Þessi starfsemi á að heyra undir heilbrigðislög og það er forkastanlegt að hún sé látin óá- talin og lúti ekki eftirliti. Nýr heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur gengið sköru- lega til verks og lýst því yfir í um- ræðu á Alþingi að í ljósi þess hve starfsemi áfengisráðgjafa er mik- ilvæg í samfélaginu þá hafi hún ákveðið að fela landlæknisembætt- inu að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því og hvort eðlilegt sé að veita þessum hópi starfsréttindi eða tryggja með einhverjum öðrum hætti að menntun og færni ráðgjaf- anna sé virt í þessum mikilvæga geira heilbrigðisþjónustunnar. Þessu lýsti ráðherrann yfir í til- efni af fyrirspurn sem þingmað- urinn Valdimar Leó Friðriksson lagði fram. Ráðherrann telur að ákvarðanir um löggildingu nýrra heilbrigðisstétta skuli fyrst og fremst byggjast á að slík gjörð sé nauðsynleg vegna öryggis sjúk- lings eða sjúklinga. Þetta eru ná- kvæmlega sömu ástæður og reka Félag áfengisráðgjafa í sína bar- áttu. Það er því vonandi að ráð- herrann hafi nú falið landlækni að gera þessa skoðun en ekki einungis tekið ákvörðun um að gera það. Einhverra hluta vegna hefur verið fátt um svör frá landlækn- isembætti að undanförnu en eins og hér hefur verið rakið er ástand- ið núna óviðunandi og boltinn er hjá landlækni. Af alkóhóli, fordómum og fagmönnum Hörður Svavarsson skrifar um starfsréttindi áfengisráðgjafa Hörður Svavarsson ’… meiri kröfur gerðar til sjúkraflutn- ingamanna, aðstoðarmanna tannlækna og matartækna en þeirra sem starfa við áfengisráðgjöf.‘ Höfundur vinnur við rannsókn og ráðgjöf hjá SÁÁ KOMDU blessuð og sæl, Þor- gerður Katrín. Ég er einn af þeim sem hafa áhyggjur af meðferðinni á móð- urmálinu og sýnist málinu hraka, þrátt fyrir aukna skóla- göngu þjóðarinnar. Daglega heyrast og sjást alls kyns villur í fjölmiðlum. Ambögur hjá okkur eru af ýmsum gerðum. Hér koma nokkrar úr útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum. Nú er oft fleirtala þar sem áður var not- ast við eintölu. Á morgun má búast við suðlægum áttum. Það eru þau veganesti sem samstarfið byggir á. Mismunandi brögð eru að súkkulaðinu. Búist var við sömu verðum og afsláttum. Hættulegir framúrakstrar. Sem stendur eru hægar áttir. Oft sést eða heyrist að áhrifssögn er gerð áhrifslaus (þá stjórnar hún ekki falli). Þegar kirkjan og pen- ingar ber á góma. Ég tel að Íbúða- lánasjóður sé markaður bás. Sögnin slitin úr samhengi við frumlagið (sögnin lagar sig ekki að frumlaginu). Það varð átök um þetta mál. Fjöldi manna fylgdu honum til grafar. Gæði mjólk- urinnar hefur aukist. Síðan var greitt atkvæði um verkfall. Það hef- ur verið fjárhagsvandræði. Villur af ýmsum gerðum. Kjöt sem er slátrað. Rúmeninn var á þrisvar sinnum lægri launum en sagt var. Honum voru mislagðar fætur. Dýr kostnaður. Þeir snúast kringum hvern annan. Það verða kennarar að gera sér grein fyrir. Neytendur og önnur fyrirtæki. Hvers konar íslenska er þetta? Var þetta sagt til að sýna hvernig íslenska á ekki að vera? Nei, þetta er aðeins örlítið brot úr safninu, þar sem reglur móðurmálsins eru þverbrotnar hver á fætur annarri. Eftir að við urðum svona „stór“, eins og við erum núna, breyttum við ýmsum orðum. Nokkur dæmi: Barnsfæðing varð barnafæðingar, fé fjár- magn, ræktun rækt- anir, tími tímapunktur, maður aðili, verð verð- in, stærð stærð- argráða, atvinna at- vinnutækifæri, tjón tjónin, upphaf upp- hafsflötur, landbún- aður landbúnaðargeiri, peningamaður kjöl- festufjárfestir. Það er munur að vera orðin (n) stór. Örfáar ambögur til viðbótar: Mönnum hafa fundist… Þar búa fjöldi manna… Þeir eiga þakkir skildar… Vegna aðstöðuskorts… Steinar á ellefu vetra ær, sem bar litla gimb- ur í snjónum á Reynisfjalli. Merkingarlaus orð eru algeng: Munurinn er sá, að… Munurinn er, að… Ástæðan er sú, að… Ástæðan er, að… Sem að, ef að, þegar að. Konan sem sagði: „Ef að ég get, þegar að ég fer.“ Fyrir stundu síð- an… Fyrir stundu. Eignarfall ein- tölu af orðinu maður er mikið notað þar sem ætti að vera fleirtala. Fjöldi manns, í stað fjöldi manna, 90 manns í stað 90 menn. Í fyrravor birtist á sjónvarps- skerminum dag eftir dag orðið Samkeppnisstofnun. Hvaðan kemur s-ið í keppnis? Keppni er óbeygj- anlegt orð. Ég hringdi í stofnun sem gefur sig til að leysa vanda fólks varðandi móðurmálið. Þar fékk ég þær upplýsingar að s-inu væri skotið inn í samsetninguna og þannig væru fleiri orð til dæmis ráðunautur (u-inu skotið inn). Var það ekki ráðanautur í upphafi, sagði ég. Svarið var nei. Í Búnaðarritinu fyrir árið 1900 stendur allsstaðar ráðanautur. Ég fór að velta fyrir mér sam- settum orðum og fékk þá nið- urstöðu, að fyrri hluti samsetts orðs er eitt af þrennu, stofn, sem er þolfall eintölu, eignarfall eintölu eða eignarfall fleirtölu. Af orðinu ráð eigum við alla möguleikana. Ráðherra (stofninn), ráðskona (eignarfall eintölu) og ráðamaður (eignarfall fleirtölu). Ég hringdi aftur í fyrrnefnda stofnun og spurði hvort fyrri hluti samsetts orðs væri ekki eitt af þessu þrennu. „Hvar stendur það skrifað?“ spurði sá sem svaraði. Ég hafði ekki svar við spurningunni. „Það er auðheyrt að þú ert ekki málfræðingur,“ sagði viðmælandinn, með tilheyrandi áherslu. Ég hélt að þessir menn væru til að leiðbeina fólki, en ekki til að hæðast að skoðunum þess. Nú er það spurningin hvað skal gera til að bæta málfarið og hvar á að byrja? Verður þjóðin ekki að setjast á „skólabekk“, jafnt ungir sem gamlir? Það verða allir nem- endur og sem flestir, líka kennarar. Allir þurfa að hjálpast að. Það má ekki teljast skömm að hrasa. Skömmin liggur hjá hinum sem sleppir því að leiðrétta náungann. Eigum við að senda fjölmiðlum leið- réttingu, þegar við finnum villu? Fjölmiðillinn þarf síðan að kynna leiðréttinguna á ákveðnum stað eða tíma, sem þjóðin á aðgang að og veit af bæði stað og stund. Morg- unblaðið er stundum með leiðrétt- ingar á móðurmálinu. Þökk sé því fyrir framtakið. Leiðréttingarnar þyrftu að vera á ákveðnum stað, svo þær fari ekki framhjá þeim sem vill lesa. Þorgerður Katrín, ég vona að þú sjáir þér fært að gera eitthvað í málinu. Aðgerðarleysi finnst mér óþolandi. Ég óska þér alls góðs í þessum grimma bardaga. Gangi þér vel. Mínar bestu kveðjur. Opið bréf til menntamálaráð- herra Þorsteinn Pétursson hefur áhyggjur af meðferðinni á móðurmálinu ’Nú er það spurninginhvað skal gera til að bæta málfarið og hvar á að byrja? ‘ Þorsteinn Pétursson Höfundur býr á Reykholti og er áhugamaður um íslenskt mál. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.