Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 23 UMRÆÐAN NÚ hefur félagsmálaráðherra úr- skurðað í stjórnsýslukæru bæjarfull- trúa D-lista á hendur Hvera- gerðisbæ, sem lögð var fram síðastliðið vor í tengslum við samninga bæjarins við bygging- arfyrirtækið Eykt um uppbyggingu bæj- arfélagsins austan Varmár. Ráðuneytið hafnar með afgerandi hætti þeim rökum sem koma fram í kæru sjálfstæðismanna og telur að vel hafi verið staðið að málum við gerð samninganna við Eykt. Kemur úrskurð- urinn eins og köld vatnsgusa framan í nýkjörinn meiri- hluta sjálfstæðismanna í Hveragerði sem nú skuldar kjósendum sínum og öðrum skýringar á málflutningi sín- um í Eyktarmálinu í aðdraganda kosninganna í vor. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir frá okkar hendi að öllum lagalegum ákvæðum var full- nægt við gerð samstarfssamnings við Eykt og að ekki þyrfti að leggja út í milljóna lögfræðikostnað úr bæj- arsjóði til að komast að þeirri nið- urstöðu. Fyrir kosningar fóru sjálfstæð- ismenn hamförum gegn A-listanum og vændu bæjarfulltrúa listans um óheilindi og slæleg vinnubrögð við samningagerðina við Eykt. Í kæru sinni draga sjálfstæðismenn í efa þekkingu og hæfi Orra Hlöðvers- sonar, fyrrverandi bæjarstjóra, til að leiða samningaviðræður fyrir hönd bæjarins. Bentu þeir m.a. á að sam- kvæmt lögum bæri að veita bæj- arstjórn umsögn sér- fróðs aðila um fjárhagsafkomu sveita- sjóðs við ákvarð- anatökur sem hefðu áhrif á rekstur sveita- félaga í náinni framtíð, og töldu Orra ekki hæf- an til þeirra verka. Hæfi fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra Í úrskurði félags- málaráðuneytis er þessum málflutningi al- gjörlega hafnað og undirstrikað að Orri Hlöðversson falli innan skil- greiningar á sérfróðum aðila sem getið sé um í sveitastjórnarlögunum. Í lögunum er með sérfróðum aðila til dæmis átt við viðskipta- eða tækni- menntaðan aðila. Ráðuneytið bætir um betur og bendir á í úrskurði sín- um að það hafi verið vönduð máls- meðferð af hálfu bæjarstjóra að láta löggiltan endurskoðanda bæjarins yfirfara forsendur útreikninga og leita eftir áliti lögmanns sveita- félagsins við samningsgerðina. Skýr- ari getur úrskurður varla orðið. Það sem óhjákvæmilega situr eftir sem stórt umhugsunarefni, þegar úr- skurður ráðuneytisins er lesinn, er spurningin um hæfi núverandi bæj- arstjóra Hveragerðisbæjar til að veita bæjarfulltrúum umsagnir og álit í þeim málum sem hafa í för með sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarsjóð. Núverandi bæj- arstjóri hefur ekki tilskilda menntun né reynslu til þess að veita sérfræði- álit samkvæmt laganna hljóðan. Því hlýtur að þurfa á kjörtímabilinu að kaupa þá þjónustu af til þess bærum aðila sem uppfyllir skilyrði um- ræddra laga og einnig má þá gera ráð fyrir verulegum kostnaðarauka fyrir bæjarsjóð. Í ljósi umræddrar kæru sjálfstæð- ismanna vakti því óneitanlega furðu margra sú ákvörðun D-listans að ráða bæjarstjóra sem hefur ekki þá menntun sem slíkt starf óneitanlega krefst. Að auki töldu þeir ástæðu til að gera enn betur í launum nýráðins bæjarstjóra með því að greiða hon- um hærri laun en forvera hans. Verða það að teljast afar ófagleg vinnubrögð þar sem gera má ráð fyr- ir að með launakjörum bæjarstjóra sé verið að falast eftir viðurkenndri fagþekkingu sem annars þyrfti að greiða fyrir sérstaklega. Úrskurðinn í heild sinni má finna á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins, www.felagsmalaraduneytid.is Sjálfstæðismenn í Hveragerði rassskelltir Herdís Þórðardóttir skrifar um úrskurð félagsmálaráðherra vegna samninga Hveragerðisbæjar við byggingarfyrirtækið Eykt. ’Ráðuneytið hafnar meðafgerandi hætti þeim rökum sem koma fram í kæru sjálfstæðismanna og telur að vel hafi verið staðið að málum …‘ Herdís Þórðardóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í Hveragerðisbæ FYRSTA verkefni nýs meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur var að leggja upp með stór- fellt hreinsunar- og fegrunarátak í borg- inni. Það verkefni hefur tekist vonum framar þrátt fyrir að komið sé fram á mitt sumar og flestir í sumarfríum. Starfs- fólk borgarinnar hef- ur lagt á sig mikla vinnu og sett metnað sinn í að allt gangi sem best upp og íbú- arnir hafa sýnt í verki að þeir vilja hafa hreint og snyrti- legt í kringum sig. Átakið í Breiðholtinu er stórt og yfirgrips- mikið og gekk í alla staði vel upp. Í fram- haldinu verða minni hverfi tekin fyrir auk þess sem herferðinni gegn veggja- krotinu verður haldið áfram um alla borg. Framvegis verður þetta átak unnið á vorin og mun tengj- ast garðahreinsun og öðrum vor- verkum. Meirihluti B- og D-lista í Reykjavík gerir sér vel grein fyrir því að ekki er hægt að halda borg- inni hreinni nema í góðu samstarfi við íbúana. Íbúarnir verða að vera meðvitaðir um það, að til þess að búa í hreinni og fallegri borg þurfa þeir ganga vel um. Mér finnst vel koma til greina að vinna þetta mál með lögreglunni og komið verði upp sektum, sem und- an svíður, fyrir að henda rusli og stunda veggjakrot. Borginni er ekki hægt að halda hreinni nema íbúarnir gangi vel um og ef það þarf virkilega að sekta fólk til þess að það beri virðingu fyrir samfélagslegum eigum þá eigum við að gera það. Reykjavíkurborg mun leggja mikið á sig og sitt starfsfólk til þess að halda borginni hreinni og leggur jafn- framt þær skyldur á íbúa og gesti borg- arinnar að ganga vel um borgina. Myndir segja oft meira en mörg orð. Ég læt fylgja með myndir af Laugardalslauginni fyrir og eftir hreins- unarátakið og spyr: Í hvernig borg vilt þú búa í? Viltu óhreina borg með veggjakroti eða viltu hreina borg án veggjakrots? Svarið blasir við og ef íbúarnir taka upp hanskann fyrir Reykja- vík með borgaryfirvöldum þá verð- ur munurinn eins og myndirnar sýna. Óskar Bergsson skrifar um hreinsunar- og fegrunarátak í Reykjavík Óskar Bergsson ’Viltu óhreinaborg með veggjakroti eða viltu hreina borg án veggjakrots?‘ Höfundur er formaður Fram- kvæmdaráðs Reykjavíkur Hlið Laugardalslaugar að tjaldstæðum fyrir hreinsunarátakið. Hlið Laugardalslaugar að tjaldstæðum eftir hreinsunarátakið. Í hvernig borg vilt þú búa í? Útsala Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.