Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
GEGN ÞJÓÐARSÁLINNI
Þorgerður Katrín Gunnars-dóttir, menntamálaráð-herra og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, komst vel að
orði, þegar hún sagði í samtali við
Morgunblaðið sl. laugardag að
fyrirtækin í landinu mættu ekki
fara gegn þjóðarsálinni með launa-
stefnu sinni gagnvart æðstu stjórn-
endum fyrirtækjanna. Þetta er rétt
hjá Þorgerði Katrínu. Þjóðarsálin
er ekki tilbúin til að fallast á tvö-
hundruðfaldan launamun í landinu.
Fyrir helgi átti Morgunblaðið
samtöl við forystumenn verkalýðs-
hreyfingar, formenn bankaráða og
formenn eða varaformenn stjórn-
málaflokka í tilefnum af ummæl-
um, sem Ingibjörg R. Guðmunds-
dóttir, varaforseti Alþýðusam-
bands Íslands, viðhafði í samtölum
við bæði Ríkisútvarpið og Morgun-
blaðið um þann mikla launamun,
sem orðinn væri.
Í stórum dráttum má segja, að
verkalýðsforingjar og forystumenn
stjórnmálaflokkanna eru sammála
um, að launaþróun æðstu stjórn-
enda stórra fyrirtækja sé komin úr
böndum. Formenn bankaráða
tveggja banka, sem Morgunblaðið
talaði við, héldu uppi vörnum fyrir
þessa launaþróun eins og við mátti
búast enda eru þeir ábyrgir fyrir
henni gagnvart hluthöfum bank-
anna.
En þótt víðtæk samstaða sé milli
flokksleiðtoga og verkalýðsfor-
ingja um að við svo búið megi ekki
standa er þrautin þyngri að finna
leið til þess að hemja þessa þróun.
Um er að ræða einkafyrirtæki, sem
skráð eru á markaði og launakjör-
in, sem til umræðu eru, verða til á
grundvelli samþykkta hluthafa-
funda.
Þeir Guðni Ágústsson, varafor-
maður Framsóknarflokksins,
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna og Guðjón A.
Kristjánsson sýnast hallast að því
að mæta þessari þróun með skatt-
lagningu. Þorgerður Katrín hefur
augljóslega efasemdir um að skatt-
lagning sé leiðin.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýn-
ist telja að leiðin til þess að taka á
vandanum sé í gegnum lífeyrissjóð-
ina, sem eigi að marka sér fjárfest-
ingarstefnu þar sem ákveðin
grundvallarsjónarmið um félags-
lega ábyrgð séu í heiðri höfð en
bendir jafnframt á, að Alþingi geti
beitt sér gegn misskiptingu í sam-
félaginu í gegnum skattakerfið og
velferðarkerfið.
Össur Skarphéðinsson, fyrrum
formaður Samfylkingar, blandaði
sér í þessar umræður í gær, lýsti
svipuðum skoðunum og Ingibjörg
Sólrún en bætti við þeirri athygl-
isverðu hugmynd, að fyrirtækin
settu sér ákveðnar verklagsreglur
varðandi launakjör æðstu stjórn-
enda, sem þá yrðu væntanlega
samþykktar á hluthafafundum.
Áður hafði Gunnar Páll Pálsson,
formaður VR, sett fram áþekkar
hugmyndir um aðkomu lífeyris-
sjóða og fyrrnefndir tveir forystu-
menn Samfylkingarinnar.
Þegar tekið er mið af ummælum
Sigurðar Einarssonar, stjórnarfor-
manns Kaupþings banka, og Ein-
ars Sveinssonar, stjórnarformanns
Glitnis, er ólíklegt að bankarnir,
sem eru fremstir í flokki þeirra
fyrirtækja sem hér um ræðir,
breyti ótilneyddir um launastefnu
gagnvart æðstu stjórnendum. Þess
vegna má velta því fyrir sér, hvort
hægt væri að ná einhverjum ár-
angri á grundvelli þeirra hug-
mynda, sem Össur Skarphéðinsson
hefur sett fram um verklagsreglur
á þann veg, að fyrirtækjunum yrði
gert að setja sér verklagsreglur,
sem miðaðar væru við ákveðinn
ramma.
Þá getur líka verið ástæða til að
skoða, hvort breytt skattheimta á
söluhagnaði og arði getur komið
hér við sögu.
Þetta þarf Alþingi að skoða ræki-
lega á komandi vetri og æskilegt að
niðurstaða liggi fyrir í aðdraganda
kosninga í vor.
Hitt fer ekki á milli mála, að að-
gerðarleysi í kjölfar þessara um-
ræðna er ekki viðunandi. Eins og
Morgunblaðið hefur áður sagt er
hér um að ræða einn anga af því
vandamáli, sem staða stóru fyrir-
tækjasamsteypanna er orðin. Með
því er ekki sagt að þau hafi ekki
mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið.
Auðvitað hafa þau það. En í því
felst ekki að þau eigi að geta gert
hvað sem er, keypt upp meira og
minna allar eignir í landinu, sem
þau ágirnast og haft varasöm áhrif
á stjórnmálin í landinu í krafti þess
peningavalds, sem þau búa yfir.
Æskilegast er að þingið taki á
þessu máli öllu nú fyrir kosningar.
Kjósendur eiga rétt á að vita hvað
flokkarnir eru tilbúnir til að gera.
Nefndin, sem sett var upp á vegum
fyrrverandi viðskiptaráðherra,
skilaði tillögum, sem höfðu litla
þýðingu og löggjöfin, sem sett var á
grundvelli þeirra tillagna er mátt-
laus.
Þess vegna þarf að taka málið
upp á ný. Umræðurnar um launa-
þróunina, sem hafa kviknað nú að
frumkvæði Ingibjargar R. Guð-
mundsdóttur, gefa tilefni til að
taka málið allt upp á ný.
Vonandi sýna núverandi stjórn-
arflokkar þann kjark sem þarf til
þess að koma böndum á þessa þró-
un og stjórnarandstöðuflokkarnir
þá pólitísku samstöðu, sem þarf til
þess að koma í veg fyrir að Ísland
verði samfélag fyrirtækjanna í stað
samfélags fólksins og til þess að
koma í veg fyrir að stjórnmála-
flokkarnir allir endi, sem málpípur
nokkurra stórra fyrirtækjasam-
steypa, sem segi fyrir um, hvaða
lög skuli setja og hvaða lög skuli af-
nema en á þeirri braut erum við –
því miður.
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
Miroslav Ouzký er tékkneskur end-urhæfingarlæknir og fulltrúiTékka á Evrópuþinginu auk þessað vera einn af 14 varaforsetum
þess. Hann er nú staddur hér á Íslandi til að
kynna sér starf í þágu mænuskaddaðra, en
undanfarið hefur verið starfræktur á Íslandi
gagnabanki um mænusköddun sem styrktur
er af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum og al-
þjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO.
„Ég tel gagnagrunninn sem er starfræktur
hér vera afar gott framtak því að það sem
skiptir mestu máli í þessu öllu saman er að
auka umræðu um meðferðarúrræði mænu-
skaddaðra,“ segir Miroslav.
Það er Auður Guðjónsdóttir hjúkrunar-
fræðingur sem hefur haft veg og vanda af
undirbúningi gagnagrunnsins, en hún hefur
verið ötul í baráttu sinni fyrir auknum rann-
sóknum vegna mænusköddunar undanfarna
áratugi. Blaðamaður hitti tékkneska þing-
manninn fyrir á heimili hennar en hann var
þar staddur ásamt konu sinni Zora Ouizka,
sem er sérfræðingur í barnataugalækningum
og Láru Margréti Ragnarsdóttur fyrrverandi
þingmanni sem einnig hefur lagt baráttu
mænuskaddaðra lið.
Verkefnið kynnt hjá ESB
Gagnagrunnur Auðar var fyrr á árinu
kynntur fyrir Evrópuráðinu í Strassborg en
þar hafði legið fyrir skýrsla um málið sem
samin er af Miroslav. Í kjölfar umræðu í Evr-
ópuráðinu samþykktu aðildarþjóðir þess, sem
eru 46 talsins, einróma að vilji væri fyrir frek-
ari stuðningi vegna rannsóknar á mænus-
köddun. Gagnagrunnurinn nýtur því stuðn-
ings Evrópuráðsins. Nú er hinsvegar komið
að því að kynna verkefnið fyrir Evrópusam-
bandinu.
„Sem þingmaður á Evrópuþinginu hef ég
setu í heilbrigðisnefnd þingsins og þar hef ég
kynnt skýrslu mína um mænusköddun og til-
lögur vegna hennar, sem þegar hafa verið
samþykktar í Evrópuráðinu,“ segir Miroslav
og útskýrir að með því veki hann athygli
Evrópusambandslandanna 25 um hvað þau
hafi samþykkt í Evrópuráðinu.
„Með þessu vil ég auka umræðu um rann-
sóknir á mænusköddun innan Evrópusam-
bandsins og í kjölfarið að aukið fjármagn
verði sett í málaflokkinn og eftir atvikum að
sambandið vinni að löggjöf um málið. Í
ska
hæ
áta
mæ
stin
áta
Mir
hve
„
sæl
val
slík
unu
fótb
leg
her
fell
det
lav
gen
A
mik
ska
að
því
ára
„
leg
næ
öflu
ma
kri
var
efti
seg
„
það
ákv
mik
seg
jón
ver
„
ur
gag
gre
lok
skýrslu minni kemur t.d. fram að leita þurfi
nýrra leiða í meðferðarúrræðum vegna
mænuskaða. Það er það sama og vakið er at-
hygli á í gagnagrunninum, en þar eru saman
komnar allar þekktar aðferðir til lækningar á
mænuskaða, og ekki spurt að því hvaðan þær
koma.“
Rannsóknirnar fjárfesting
„Ef ég nefni óhefðbundnar lækningar eins
og aðferðir dr. Zeng við kollega mína í Tékk-
landi þá segja þeir á móti að það sé bara eitt-
hvað kínverskt rugl. Það er hinsvegar mikil-
vægt að loka ekki augunum fyrir neinu,“ segir
Miroslav og útskýrir að vestrænar lækninga-
aðferðir geri vissulega mikið fyrir þá sem
þjást af mænuskaða, en hinsvegar hafi rann-
sóknir og meðferðarúrræði á þessu sviði nán-
ast staðið í stað síðustu 50 ár.
„Í skýrslunni nefni ég þetta blindhringinn,
því stundum er eins og menn hlaupi blindir í
hringi og spái ekkert í lokatakmarkið á leið
sinni. Það er einnig hægt að líta á þetta út frá
sjónarmiðum hagfræðinnar. Það hlýtur að
vera góð fjárfesting að leggja peninga í rann-
sóknir sem fá lamað fólk til að standa í lapp-
irnar, því það fylgir því ætíð mikill kostnaður
að sinna þeim sem ekki geta séð um sig sjálf-
ir,“ segir Miroslav og bendir á að fólk sé nán-
ast hætt að líta á rannsóknir á mænuskaða
sem sóknarfæri.
Ástandið eins og faraldur
„Ég ber þetta oft saman við fuglaflensuna.
Ímyndið ykkur alla þá fjármuni sem eytt er í
rannsóknir á fuglaflensu, sjúkdómi sem leitt
hefur 120 manns til dauða. Fólk lagði allt í söl-
urnar til að stöðva útbreiðslu fuglaflensu en
svo höfum við sjúkdóm eins og mænuskaða
sem hrjáir milljónir manna og þar hefur eng-
inn lengur áhuga á að framkvæma nýjar rann-
sóknir. Þessu viðhorfi viljum við breyta,“ seg-
ir Miroslav og bætir því við að samanburður-
inn á fuglaflensu og mænuskaða sé ekki úr
lausu lofti gripinn því að tilfellum mænuskaða
fari sífellt fjölgandi þannig að líkja megi því
við faraldur.
„Menn hljóta mænuskaða við alls kyns slys
en slysunum fer ekki endilega fjölgandi.
Læknavísindunum fer hinsvegar sífellt fram
þannig að fólk lifir lengur eftir þessi slys en
áður,“ segir Miroslav og útskýrir að það sé
ástæðan fyrir því að mænusködduðu fólki
fjölgi sífellt.
Spurður að því hvort það standi einnig vilji
til þess að fækka slysunum sem valdi mænu-
Miroslav Ouzký, læknir og þingmaður ESB, um ranns
„Mikilvægt að lok
augunum fyrir n
Auður Guðjónsdóttir, Miroslav Ouzký ásamt konu sinni Zora Ouzka og Lára Margrét Ragnarsdóttir í g
TEN
....
Gag
ww