Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 27

Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 27 Áveggjunum eru lands-lagsmyndir og fjöl-skyldumyndir aðógleymdri ljósmynd af Díönu prinsessu með unga syni. Og móttökurnar í húsinu Nesja- völlum í gömlu byggðinni í Súðavík við Álftafjörð eru hjartanlegar. „Ég er reyndar ekki frá Súðavík upphaflega, en kem hingað fjórtán ára gamall,“ segir Ragnar. „Ég er fæddur hérna uppi í Aðalvíkinni á Hornströndum, þar sem móðir mín var ljósmóðir. Þriggja ára gamall fer ég þaðan, þegar foreldrar mín- ir flytja á Galtarvita. 1941 flytjum við þaðan með vetursetu í Bol- ungarvík, mamma var þá búin að fá ljósmóðurembætti þar. Pabbi kaupir svo jörðina Svarthamar hér í Álftafirðinum og þau flytja hing- að inneftir vorið 4́2. Það er einmitt daginn eftir að ég fermist í Bol- ungarvík, þá förum við pabbi labb- andi hingað inn úr.“ Pólitíkin var mikil og hörð „Þá var verið að byggja hér tvö hraðfrystihús, það var nú ekkert annað. Því miður segi ég í dag. Auðvitað var miklu skynsamlegra að hafa eitt. En þá var pólitíkin mikil og hörð og ákveðnir ein- staklingar byggðu hér í Súðavík. Grímur Jónsson byggði Frosta en Kaupfélagið byggði sitt á Lang- eyri. Ég var svo lengi verkstjóri hjá Frosta.“ 1977 segir hann að vinur sinn hafi komið og spurt hvort hann langaði ekki að breyta til. „Ég fékk þá tækifæri til að fara í eftir- lit hjá Sambandinu. Ég ræði við Börk minn Ákason sem var for- stjóri og okkur semst um það. „Raggi já, allt í lagi, þú kemur og grípur inn í hjá mér þegar þú átt sumarfrí og svona,“ sagði hann. Ég vissi að eftirlitinu fylgdu ferðalög um allt land og mig langaði að sjá landið. Seinna fór ég líka út á mið- in og í togarana. Þetta var ansi mikil upplyfting.“ 8́3 keypti hann íbúð fyrir sunnan til að vera í á veturna. „En mér líkaði afskaplega vel hér á sumrin. Við erum búsett fyrir sunnan núna en komum alltaf á vorin.“ Hann var því ekki á Súðavík þegar snjó- flóð féll á þorpið í janúar 1995. „Nei, en ég átti börnin mín fjögur hér. Það reyndi á mann að vita þegar þetta skeði. Þetta var alveg ömurlegt. Mín börn sluppu öll en sonur minn sem nú er látinn, missti húsið sitt en hélt þó öllu sínu, konu og börnum. „Þetta var óskaplegt veður, rafmagnið fór af og hann braust inneftir að rafstöð- inni. Hann sá þegar snjóflóðið kom og klippti sundur part úr byggðar- laginu og að þetta væri einmitt heima hjá honum. Hann fékk þó fljótlega að heyra að fólkið hans hefði náðst úr mölbrotnu húsinu.“ Þau hjónin minnast samstöðu landsmanna með miklu þakklæti. „Hjálpin var svo gífurleg, þjóðin stóð öll að þessu. Það var vel að öllu staðið. Nú, strax árið eftir er byrjað að skipuleggja nýja byggð og fólkið flytur héðan og inneftir.“ Núna búa þrjú af börnum Ragga þar. „Við sem búum hér í gömlu byggðinni megum koma 1. maí ár hvert en verðum að vera farin 1. nóvember, sex mánuði megum við sem sagt vera hér. Þetta er geysi- lega vinsælt að vera hér á sumrin. Þú sérð Þjóðverjana til dæmis núna,“ segir Raggi og vísar þar til ferðamanna sem koma á vegum fyrirtækisins Fjord Fishing í þorp- ið til sjóstangveiða, í fyrsta sinn í sumar. Engar stórframkvæmdir „Ég keypti mér þetta hús og ákveðinn kjarni burtfluttra Súð- víkinga náði sér í hús aftur til að nýta sem sumarbústaði. Þetta þyk- ir ægilega gaman, skemmtilegt að koma hérna.“ En hvað togar svona mikið í? „Ja, hvað er það? Er þetta ekki alls staðar svona, að þar sem þú ert alinn upp er einhvern veginn það yndislegasta. Því ekki að koma aftur sem aldinn maður. Og það á ekki að vera með einhverjar stór- framkvæmdir og læti. Á Bolungar- vík er mér sagt að heilmikið af glæsilegum húsum fari undir varnargarð sem eigi að búa til. Þetta á ekki að gerast. Það á að selja gömlum Bolvíkingum húsin og þeir koma á vorin til að vera á æskustöðvunum til hausts.“ Hvað finnið þið ykkur helst til dundurs í sumarbyggðinni? „Það er alltaf eitthvað að gera. Ég kem á vorin í sauðburð, strák- urinn minn á kindur og ég tek á móti lömbunum. Heldurðu að það sé ekki svolítið meira gaman en gera ekki neitt? Svo er auðvitað mikil menning inni á Ísafirði.“ Það kemur glampi í augun á honum. „Þetta er svo dýrðlegt. Og við þurfum ekki að kvarta undan að fá ekki heimsóknir. Húsið okkar á að heita sumarbústaður en er 170 fer- metrar. Kyndingin er að vísu rán- dýr, við borgum um 13 þúsund krónur á mánuði.“ Svo eru þau með bát í garðinum. „Ég hef reyndar ekki sett hann niður enn í sumar, tíðarfarið var svo slæmt fyrripart sumars. En svo hefur verið yndislegt veður. Þá segir hann að þau hitti Þjóðverj- ana oft sem eru í Súðavíkinni í sumar. „Þeir eru voða kátir og glaðlegir. Þegar við steikjum kleinur hérna úti á pallinum fara þeir ekki framhjá öðruvísi en þeir fái kleinu.“ Missti mann, son og frænda í sama sjóslysinu Þegar þarna er komið við sögu hefur Gréta lokið við að sinna gest- um og tyllir sér niður: „Svo á ég börnin mín úti á Ísafirði. Ragnar er seinni maðurinn minn og við er- um búin að hanga saman í fjórtán ár,“ segir hún með augljósri hlýju í röddinni. Fyrir tuttugu árum missti hún manninn sinn, son og frænda í sjóslysi og hafði að auki misst bróður fjórum mánuðum áð- ur. Aldrei var alveg ljóst hvernig slysið varð því einu vitnin fengu votar grafir. „Það var erfiður tími,“ segir hún. „Þá var ekki áfallahjálp til. Þetta var 18. desember og minn- ingarathöfn haldin 10. janúar. Svo var ekki ætlast til að verið væri að ræða þetta sérstaklega.“ Tveimur árum eftir þetta fannst lík mannsins hennar, þegar verið var að leita að fólki eftir annað sjó- slys. Þá fyrst var haldin jarðarför og þá sveið í sárin sem ekki voru gróin. „Það var miklu þungbærara en athöfnin strax eftir slysið,“ rifj- ar hún upp. „Ég gat ekki horft á sjóinn lengi eftir, ég hataði sjóinn. En svo kom að því að ég þurfti að sættast við hann. Til þess réð ég mig á skip og vann þar bæði sem þerna og bryti um nokkurn tíma.“ „Svo getur kvótakallinn selt“ Hvað voru menn að gera hér í gamla daga? „Hér var óskapleg atvinna. Ég minnist þess að heyra í útvarpinu „Þetta og þetta fiskast í Súðavík og það er mest gjaldeyrissköpun þar á landsvísu“, miðað við höfða- tölu auðvitað.“ Hafa Súðvíkingar einhver sér- stök einkenni? „Ég held að það sé mjög svipað- ur bragur á öllum þessum vest- firsku plássum. Allir Vestfirðingar eru harðir af sér og duglegt fólk, geysilega duglegt. En það hefur margt breyst eftir að kvótabreyt- ingarnar voru gerðar. Það vita það allir, stjórnmálaflokkar og aðrir, að þetta var röng aðferð. Byggðar- lögin gátu bara dottið upp fyrir sig í heilu lagi. Einstaklingur átti kannski kvótann og bátinn, hann seldi og hviss – allt farið. Hvað stóð eftir? Hvernig mátti þetta vera? Það átti að minnsta kosti að festa ákveðinn kvóta á byggðar- lagið sjálft til að bjóða þá öðrum ef hinir fóru. En þannig var þetta, því miður,“ segir Raggi og horfir í hina áttina. „Ég verð reið þegar ég hugsa um kvótann og þessi mál. Hugsaðu þér manninn á Akureyri sem var í útvarpinu og sagði frá að öryrki hefði beðið hann um svarta vinnu? Svo getur kvótakallinn selt fyrir fleiri milljónir. En má ekki bjóða þér kaffi?“ Við setjumst við eldhúsgluggann með útsýni yfir Ísafjarðardjúpið. Úti á sjónum sést í Vigur, sem fell- ur inn í landslagið á Snæfjalla- ströndinni hinu megin við Djúpið. Raggi slær sér á lær. „Nehei, hvað segirðu, hefurðu aldrei komið til Vestfjarða? Jahérna. En þú ert ung, það er ekkert óeðlilegt.“ Og svo berst talið að kvótanum. „Við höfum farið voðalega illa útúr þessu með kvótann og erum skilin eftir svona. Hvar heyrirðu talað um Vestfirði núna? Hér var alltaf atvinna í toppi en nú er öldin önn- ur. Og mér heyrist á öllu að það sé sama hvernig fer. Við förum smám saman í Reykjavíkina og þetta fell- ur í eyði. Hvað með ferðaþjónustu? „Ferðaþjónustan gæti orðið eitt- hvað. Því er ennþá haldið fram að Vestfirðir séu þess virði að skoða þá. Við höfum ekki möguleika á virkjunum eins og fyrir austan. En það hlýtur að vera eitthvað annað til. Ég sé bara ekki að neitt sé reynt. Hvað er gert núna, þegar á að hægja á? Hvar er skorið niður? Það á að skera niður vegafram- kvæmdir hér á Vestfjörðum. Er einhver þensla hér? Þetta er ekki alveg rétt. Og taktu eftir að allir vöruflutningar fara fram á bílum og þeir sem þá eiga segja að dýr- ara sé að keyra hingað heldur en sömu kílómetraleið á Norðurland eða Austfirði. Af því vegir eru svo slæmir hingað. Hvers eigum við að gjalda, af hverju á að stoppa vega- framkvæmdir hér? Vegirnir hér eiga ekki að vera verri en annars staðar. Það má ekki strika okkur út! Nei.“ Með nýja húsinu fylgdu þrjú gamalmenni Gréta átti sjö börn en sex eru á lífi. „Þegar ég hafði eignast þrjú, keyptum við maðurinn minn okkur hús til að stækka við okkur. Svo kemur að því að við flytjum en þá fylgja þrjú gamalmenni. Við gátum ekki látið þau út á gaddinn. Ég var þá tuttugu og fjögurra ára gömul. Hann Halldór heitinn dó eftir tvö og hálft ár og Rúna fór eftir þrjú. Hann Kristján þurfti ég að setja frá mér eftir tíu ár, þá var hann orðinn blindur. Maður vissi ekki hvað uppþvottavél var þá. Í dag þarf allt að vera fullkomið, helst mánuði eftir að flutt er inn,“ segir hún og hristir höfuðið. „Ég held að fólk í dag hafi það of gott, fólk veit ekki hvað það er að vinna.“ „Ja, kannski ekki of gott,“ bætir Raggi við. „En það auðvitað þekkir ekki hitt, að þurfa að baslast áfram. Þetta er tíminn í dag. Fólk væri ekki öðruvísi en við vorum. Við bara þekktum ekki gæðin.“ Hann minnist þess að byggja sitt fyrsta hús. „Ég gróf grunninn með höndunum. Var með Grána gamla hans pabba míns, hest og kerru. Kvöld eftir kvöld var ég þarna með hakann og skófl- una. Ég meina það sko, ég hlæ að þessu í dag,“ segir Raggi og skellir uppúr. Fyrir helgi var hann fenginn til að labba með fólki um þorpið og segja sögur, en það var hluti af hinu árlega Listasumri í Súðavík. „Það kemur alltaf nýtt fólk og sumir koma aftur og vilja heyra sögurnar. En ég veit nú ekki hvað þau eru að láta sama kallrassgatið fara þessa gönguferð ár eftir ár.“ „Þetta er svo dýrðlegt“ Ragnar Þorbergsson og Gréta Jónsdóttir eru „orginal“ Vestfirðingar og hafa lifað tímana tvenna. Þau búa í gömlu byggðinni á Súðavík yfir sumarið en þar er snjóflóða- hætta yfir veturinn. Þau hafa sterkar skoð- anir á kvótanum, frest- un vegaframkvæmda og öðru eins og Anna Pála Sverrisdóttir komst að. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjónin og Vestfirðingarnir Gréta Jónsdóttir og Ragnar Þorbergsson saman á sólskinsstund við höfnina á Súðavík. aps@mbl.is aðanum játar Miroslav því. „Jú, það er vel ægt að gera það. Í Ástralíu var t.d. farið í ak til að koma í veg fyrir slys sem valda ænuskaða. Dæmi um slík slys eru þegar fólk ngur sér ofan í of grunnar laugar og eftir akið hafði slíkum slysum fækkað,“ segir roslav og rekur áhyggjur sínar af því ersu mörg mænuslys verða í íþróttum. „Ýmiskonar jaðaríþróttir verða sífellt vin- lli en þar er oft mikil hætta á slysum sem da mænuskaða. Fólk getur samt hlotið ka áverka við ýmiskonar iðju. Í Bandaríkj- um slasast margir við að spila amerískan bolta, hestaíþróttir geta verið mjög hættu- gar eins og fólk þekkir frá tilfelli Christop- r Reeve, í Mið-Evrópu heyrir maður svo sí- lt fréttir af fólki sem hálsbrotnar þegar það ttur niður úr valhnetutrjám,“ segir Miros- v og útskýrir að valhnetutínsla sé býsna al- ng í heimalandi sínu og löndunum í kring! Mænuskaddaðir verði sýnilegri Að lokum leggur Miroslav svo áherslu á kilvægi þess að fólk sem verði fyrir mænu- aða gleymist ekki. Hann segir að fyrst eftir fólk lendi í slysum sé allt gert til að halda í á lífi en svo gleymist oft að slíkt fólk lifi atugum saman, oft bundið við hjólastól. „Mænuskaddað fólk er oft ekki nógu sýni- gt og þess vegna er málinu oft ekki haldið ægilega að okkur. Í Tékklandi höfum við þó ugan talsmann mænuskaddaðra, en það er aður sem var einn af baráttumönnunum í ngum flauelsbyltinguna árið 1989. Hann r ungur leikari þá og slasaðist illa í bílslysi ir að hafa talað á mörgum baráttufundum,“ gir Miroslav. Mikið starf framundan „Ég býst ekki við kraftaverki, enda væri ð ekki ábyrg afstaða. Við erum við upphaf veðins vegar og framundan er geysilega kil vinna við rannsóknir á mænusköddun,“ gir Miroslav og fagnar baráttu Auðar Guð- nsdóttur og þeim gagnagrunni sem nú hefur rið komið á laggirnar hér á landi. „Starf mitt innan Evrópusambandsins verð- meðal annars að auka aðgengi fólks að gnagrunninum, kynna hann og mögulega að eiða fyrir fjárstuðningi,“ segir Miroslav að kum. sóknir á mænusköddun ka ekki neinu“ Morgunblaðið/Golli garðinum við heimili Auðar. NGLAR ........................................................ gnagrunnur um mænusköddun ww.sci.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.