Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 30

Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HjálmfríðurGuðrún Hans- dóttir fæddist á Ísafirði 28. júní 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. júlí síðastliðinn. Bernskuslóðir hennar voru í Grunnavík í Jökul- fjörðum þar sem foreldrar hennar bjuggu á nokkrum stöðum, en þau voru Hans Elías Bjarnason bóndi, f. 29.9. 1897, d. 25.2. 1980, og kona hans Jón- ína Jónsdóttir húsmóðir, f. 9.9. 1899, d. 30.11. 1970. Eftirlifandi albræður Guðrúnar eru: Bjarni, f. 30.10. 1928, og Ólafur, f. 17.10. 1931. Látnir eru: Jón Sig- urður, f. 17.6. 1926, d. 7.3. 1999, Kristján, f. 7.12. 1934, d. 8.10. 1998, Pétur Björn, f. 2.6. 1938, d. 28.10. 1969, og hálfbróðir samfeðra, Hans B. Hansson, f. 1923. Guðrún giftist átján ára göm- ul Guðmundi E. Geirdal skáldi á Ísafirði og dvaldist þar að mestu næstu sex árin, en þá slitu þau Guðmundur samvistum sínum. Hún giftist nokkru síðar Jóni S. Árnasyni bólstrara, ættuðum úr Flatey á Breiðafirði, og þar átti hún heima í hálft þriðja ár. Hún fluttist til Reykjavíkur 1949 og bjó þar upp frá því. Þau Guðrún og Jón slitu hjónabandi sínu. Kjördóttir hennar er Sigríður Kristín Jónsdóttir, f. 29. nóvember 1949, starfsmaður hjá Lýsi hf. Frá 14. júlí 1992 var Guðrún heit- bundin séra Bjarna Th. Rögnvaldssyni, presti og fræði- manni, f. 25.8. 1932. Á Ísafjarðarár- um sínum kom Guðrún víða við, meðal annars með starfi sínu á sjúkrahúsinu, í Kvenfélaginu Hlíf, leikfélaginu og Sunnukórn- um. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur vann hún á fyrstu árunum við löggæslu, söng í kór Háteigskirkju og síðar í Breið- firðingakórnum og aflaði sér einnig staðgóðrar kunnáttu í fatasaumi. Um fimmtugt hóf Guðrún nám í Sjúkraliðaskólan- um og útskrifaðist þaðan 1975. Hún vann á rannsókna- og lyfja- deild Borgarspítalans en hætti störfum sem sjúkraliði 1986. Hún sendi oft frá sér greinar og pistla í blöð, þar á meðal minn- ingargreinar og lesendabréf. Einnig hafa sum hugverka hennar verið birt í tímaritum, smásaga og nokkur ljóð. Útför Hjálmfríðar Guðrúnar var gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 25. júlí – í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ég minnist haustsins 1993, en það tímabil markaði ákveðin þátta- skil í félagslegum samskiptum af minni hálfu. Aðdragandinn var síð- sumarsferð kvæðamanna, sem varð til þess að ég tengdist félagi þeirra þeim böndum sem ekki hafa rofnað. Fundir hófust að venju um haustið og meðal hinna nýju félaga minna bar fyrir mig konu sem ég hafði ekki augum litið áður. Ein- hvern smátíma þurfti til þess að um eiginleg kynni yrði að ræða, en af framgöngu konunnar og öllu fasi virtist mér greinilegt að þar færi einstaklingur sem bæri með sér yfirvegaða háttvísi og fastmót- aða reisn. Við þessi upphafskynni á fé- lagsfundi gat einnig að líta virðu- legan mann, félagsritarann, sem þá var séra Bjarni Th. Rögnvalds- son, en þau Guðrún höfðu rúmlega ári fyrr opinberað trúlofunarheit sitt. Efni fluttu þau í dagskrá funda líkt og félagar eru almennt kvaddir til og vakti framsögn Guð- rúnar með hreinum, tærum tón- brigðum, áherzlum og hrynjandi þegar athygli mína. Fyrstu kveðj- ur eru mér einnig ríkar í minni: Einlægt og ljúflegt bros sem virt- ist bjóða þann er á móti kom vel- kominn til áframhaldandi vináttu. Guðrún hafði verið Iðunnar- félagi um allnokkurt árabil, en nú tóku ævisporin bráðlega þá stefnu að hún hvarf úr félagahópnum. Fylgdist hún þó áfram að nokkru með því sem verið var að gera og ræddi þann menningarþátt líkt og aðra við sína nánustu vini. Fé- lagsvön var hún einnig víðar fyrr á árum. Söngur og þátttaka í sjón- leikjahaldi var meðal þess sem hún virtist hafa hvað mesta unun af að minnast þegar á ævina leið. Einna hæst hygg ég að hafi borið þátt- töku hennar í listflutningi Sunnu- kórsins á Ísafirði, en hún mun hafa haft óvenju háa og bjarta sópr- anrödd sem naut sín vel undir hvetjandi stjórn Jónasar Tómas- sonar eldra. Var bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlýða á frásögn hennar af hinni vandlega undir- búnu og vel heppnuðu söngför Sunnukórsins til Reykjavíkur 1945. Það kom oft fram í viðtölum við Guðrúnu, eða Gunný, eins og við kölluðum hana jafnan, að hún hafði frá unga aldri kynnzt framleiðslu- störfum til lands og sjávar og allar nytsamar og þjóðlegar erfðir mat hún svo sem bezt mátti verða. Fróðleiksfús var hún og bókhneigð hennar á háu stigi, enda valdi hún sér fyrst og fremst til lestrar þær bókmenntir sem hún var sannfærð um að skiluðu varanlegum áhrifum til góðs. Þess skal og getið, sem sjálfsagt var ekki á vitorði fjöldans, að hún var prýðilega skáldmælt þó að fátt eitt birtist opinberlega frá hennar hendi. Naut sín þar vel afburða glögg innsýn í móðurmálið, en því unni hún mjög og virti mikils fagurt tungutak. Heyrði ég hana aldrei blanda málfar sitt útlendum slett- um, og frásagnir hennar nokkrar sem ég hljóðritaði samræmdust svo vel almennum bókstíl að einna líkast var því að þær hefðu verið undirbúnar með slíkan flutning fyrir augum. Ég ætla að leyfa mér að birta hér eitt af fegurstu ljóðum hennar: Þín návist gefur mér gildi lífsins og gleður mig sérhvert skref, fjarlægir alla fjötra kífsins, ei fegra ég litið hef. Ég hef borizt með brotsjóakólgu um báróttan kvikusand. Ég hef velkzt gegnum órofa ólgu upp á hið hrjóstruga land. Í sál minni ólga brimsins boðar og brjóta um eyðisker. Nú finn ég loks hvernig fegurð roðar þau fjöll sem mig yfir ber. Ég finn hvernig ljósgeisli lífs míns streymir og leiftrandi stjarna skín. Í vöku og svefni minn vorhug dreymir, vina mín, augun þín. Guðrún bjó yfir ótrúlega víð- tækri skyggnigáfu og gegndi sem slík langvinnu bænasamfélagi fyrir sjúkum, og munu ófáir minnast þess. „Ekkert afl er sterkara en bænin,“ voru óbreytt orð hennar, en um þetta efni og annað því skylt er nærtækast að vísa til mjög nákvæms viðtals við hana í tímaritinu Heima er bezt fyrir rúmum fjórum árum, en þar greindi hún frá margvíslegum þáttum reynslu sinnar lið fyrir lið. Guðrún var með afbrigðum gest- risin kona og lagði jafnan metnað sinn í að ná fram því fullkomnasta og bezta til handa þeim er notið gátu veitinga hennar. Skapgerðin var yfirveguð og föst í sniðum og frá sannfæringu sinni hvikaði hún ekki teldi hún að hinn eini rétti grundvöllur væri fundinn. Umræð- ur og gagnkvæm tjáning voru henni yndisarður sem hún gerði sér sífellt far um að njóta, og ekki setti hún fyrir sig þó að skoðanir gætu verið eitthvað skiptar. Síðustu æviárin reyndust Guð- rúnu þung í skauti. Áður hafði hún oft átt við vanheilsu að stríða en nú þyrmdi yfir með aðför ýmissa sjúkdómsþátta sem höfðu í för með sér síendurtekna dvöl undir hendi lækna, ærið oft án nokkurs teljandi fyrirvara. Þeir sem þekktu hana bezt undruðust hið óbilandi baráttuþrek hennar í viðureigninni við heilsubrest sinn, en að því hlaut þó að koma að viðnámsþrótt- urinn yrði ekki lengur fyrir hendi. Allan þennan tíma stóð séra Bjarni, unnusti hennar, sem klett- ur við hlið hennar í baráttunni og veitti henni allan þann stuðning sem hugsanlegur var. Ég votta honum og kjördóttur Guðrúnar, Sigríði Kristínu Jónsdóttur (Siddý) mína dýpstu samúð í sökn- uði þeirra. Kærar þakkir fyrir að hafa kynnzt Gunný og eignazt svo margþætt sálufélag öll þessi ár. Bjarni Valtýr Guðjónsson. Góð vinkona mín, Guðrún Hans, eins og ég kallaði hana alltaf, er fallin frá eftir langvarandi van- heilsu. Við fráfall hennar streyma minningarnar fram. Við hittumst fyrst á Borgarspítalanum fyrir um það bil 30 árum þegar ég var hjúkrunarfræðinemi á deild þar sem hún starfaði sem sjúkraliði. Ég tók strax eftir þessari mynd- arlegu konu, sem var svo alúðleg við okkur nemana og vildi leið- beina okkur, sem vorum að stíga fyrstu skrefin inn í hinn flókna heim heilbrigðisþjónustunnar. Að námi mínu loknu réð ég mig til starfa á þessa sömu deild og við Guðrún unnum þar saman í tæpt ár. Hún var sjúkraliði í bestu merk- ingu þess fallega starfsheitis – hún liðsinnti sjúkum af alúð, um- hyggju, samvikusemi og dugnaði og var mjög umhugað um velferð þeirra. Hún var ábyrg og gerð- arleg kona, svo eftir var tekið, enda héldu margir sjúklingar og aðstandendur að hún væri for- stöðukona á deildinni eins og sagt var í þá daga. Samstarf okkar var með miklum ágætum og marga krefjandi vaktina stóðum við sam- an. Hún var alltaf komin á deildina löngu áður en vinna hennar átti í raun að hefjast og var þá ætíð reiðubúin að byrja strax að hjálpa þeim sem voru að ljúka við sína vakt. Ég var ung og óreynd, en hún þá á miðjum aldri, einstaklega vel að sér og margreynd kona. Naut ég góðs af hennar reynslu, þekkingu, krafti og þeirri velvild sem hún sýndi mér og var það mér ómetanlegt. Þrátt fyrir að við hefðum einungis unnið saman í til- tölulega skamman tíma fyrir öllum þessum árum héldum við alltaf sambandi, en hún sýndi mér og fjölskyldu minni ávallt mikla tryggð og vináttu. Gegnum árin sagði Guðrún mér ýmislegt úr ævisögu sinni og varð mér ljóst að líf hennar hafði ekki verið dans á rósum og hafði hún átt við margvíslega erfiðleika að stríða. Þrátt fyrir það var alltaf stutt í kímnina og hláturinn hjá henni, ekki síst þegar við rifjuðum upp gamlar og góðar minningar frá starfi okkar á Borgarspítalan- um. Guðrún var mjög trúuð kona og hefur það eflaust átt sinn þátt í því að hjálpa henni til að sigrast á margs konar mótlæti. Ég mun ætíð minnast hennar með hlýju, virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Guð blessi minningu Guðrúnar Hansdóttur. Laura Sch. Thorsteinsson. HJÁLMFRÍÐUR GUÐRÚN HANSDÓTTIR Eiginkona mín, SIGRÚN HANNESDÓTTIR, Kópavogsbraut 1A, lést sunnudaginn 6. ágúst á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. F.h. aðstandenda, Ásgeir Pétursson. Okkar ástkæri, GUNNAR KRISTJÁNSSON frá Ísafirði, lést að heimili sínu, Vesturtúni 54, Álftanesi að kvöldi föstudagsins 4. ágúst. Ebba Dahlmann, Guðlaug Gunnarsdóttir, Halldór V. Kristjánsson, Hanna Lára Gunnarsdóttir, Sigurður Axel Gunnarsson, afabörn og langafabörn. Ástkær systir okkar GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR andaðist á Sjúkrahúsinu Hvammstanga miðviku- daginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju fimmtu- daginn 10. ágúst kl. 14. Guðný Lilla Benediktsdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir, og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTHILDUR TEITSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Hjarðarfelli, Snæfellsnesi, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt föstu- dagsins 4. ágúst. Guðbjartur Gunnarsson, Harpa Jónsdóttir, Högni Gunnarsson, Bára K. Finnbogadóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Michel Sallé, Hallgerður Gunnarsdóttir, Sturla Böðvarsson, Teitur Gunnarsson, Lilja Guðmundsdóttir, Þorbjörg Gunnarsdóttir, Erlendur Steinþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, GUÐRÚN STEINA MAGNÚSDÓTTIR (Gógó), Þórðarsveig 1, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 5. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gunnar Jóhann Júlíusson, Hafdís Una Júlíusdóttir, Sigmundur Ágústsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HELGU KRISTINSDÓTTUR, Stekkjargötu 27, Njarðvík, Guð blessi ykkur. Björn Stefánsson, Stefán Björnsson, Anna Steina Þorsteinsdóttir, Kristinn Björnsson, Erna Björnsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Guðný Björnsdóttir, Grétar Grétarsson, Höskuldur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.