Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 42

Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Starfsferillinn er að taka spennandi stefnu. Gefðu af frítíma þínum, þú átt alltaf meira og meira af honum eftir því sem þú hefur meiri áhuga á viðfangsefn- inu. Fólk í vogarmerki eða sporðdreka leggur þér lið í skapandi verkefnum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu það sem þú þarft til þess að halda eldinum innra með þér logandi, svo þú þurfir ekki að byggja hamingju þína á ár- angri annarra. Njóttu þess svo að daðra í kvöld – þú ert æsandi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Í dag er einn af þessum dögum. Allir fara jafnt í taugarnar á þér, þú ferð ekki í manngreinarálit. En ekki láta deigan síga. Ef þér tekst að sjá fyndnu hliðina á gremjunni áttu eftir að skemmta þér konunglega í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu vaða ef þú sérð hagstætt tilboð ein- hvers staðar. Annars áttu bara eftir að sjá eftir því. Þú gætir meira að segja klárað dálítið af sumarfrísinnkaupunum frá, og það er svo sannarlega framsýni af þinni hálfu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið hefur verið miðdepill slúðurs áð- ur, enda elskar fólk að veita því athygli. En sannleikurinn er skrýtnari en skáld- skapur, samt sem áður. Þess vegna ættir þú kannski bara að láta aðra halda það sem þeir vilja. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Besti vinur þinn hagar sér dálítið geð- veikislega í dag, eða kannski ert þú bara fram úr hófi stöðug innra með þér í dag. Það er sama hvort er, þú verður í þeirri stöðu að þurfa að afsaka einhvern eða bjarga deginum með skyndilegri ráð- kænsku. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er einstök regla í óreiðunni í kring- um vogina þessa dagana. Hvað um það. Regla og óreiða eru alltaf fyrir hendi í öll- um aðstæðum. Málið er hvaða ljósi þú varpar á þær. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þegar þú færð að heyra yfirborðsútgáfu af tiltekinni atburðarás hjá ástvinum get- ur þú annaðhvort reynt að kafa dýpra (sem er í eðli þínu) eða leyft þeim að ráða ferðinni. Í dag er spurningin sú hvað þú hefur mikinn tíma. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef þú ættir að ráða einhvern til þess að gera það sem þú gerir myndirðu líklega borga viðkomandi þrisvar sinnum meira en þú aflar. Er það ekki umhugsunar- efni? Á meðan þú hugsar um það finn- urðu lausnina á máli sem tengist pen- ingum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er ekki bara óhætt að vera óvinsæll í dag, heldur líka ansi skemmtilegt. Reyndar er mælt með því. Himintunglin eru á þínu bandi, hvort sem ástæðan er sú að þín nálgun er of framúrstefnuleg fyrir meirihlutann eða eitthvað sem hent- ar engum nema þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Afbrýðisemi þín er afar lýsandi. Það sem þú vilt fá út úr lífinu og markmið þín jafn- vel, eru falin í öfundartilfinningunum sem bærast. Og svo myndirðu heldur ekki öfunda ef þú værir ekki fær um það sama. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú nýtur þess að vera í hópum þar sem samfélagsleg norm halda ekki aftur af þér eða stjórna. Til hvers að vera frjáls ef maður nýtir sér það ekki? Gakktu fram af öðrum! Stjörnuspá Holiday Mathis Sólin er konungur, roggin toppfígúra sem gengur fylktu liði í gegnum heima- land ljónsins. Þá kemur hinn vísi Sat- úrnus og lækkar í henni rostann og minn- ir á að miklum völdum fylgir líka mikil ábyrgð. Látum afstöður himintunglanna hjálpa okkur við að breyta stolti í góð- mennsku og þjónustulund við þegnana. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 vörugeymslan, 8 ljúkum við, 9 daufa ljós- ið, 10 flana, 11 fífl, 13 króks, 15 deilu, 18 póll, 21 kusk, 22 dáni, 23 vilj- ugt, 24 fugl. Lóðrétt | 2 ávöxtur, 3 náðhús, 4 sýnishorn, 5 syndajátning, 6 skjóta undan, 7 klettanef, 12 elska, 14 tré, 15 vers, 16 veiðarfæri, 17 eyddur, 18 bjuggu til, 19 stétt, 20 stútur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gáski, 4 gegna, 7 fátæk, 8 golan, 9 agn, 11 alin, 13 maur, 14 ýlfra, 15 snær, 17 trúr, 20 sný, 22 padda, 23 sötri, 24 iðrar, 25 niðja. Lóðrétt: 1 gifta, 2 setti, 3 iðka, 4 gagn, 5 gilda, 6 annar, 10 gufan, 12 nýr, 13 mat, 15 seppi, 16 ældir, 18 rotið, 19 reisa, 20 saur, 21 ýsan. Tónlist Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Á sum- artónleikum Listasafns Sigurjóns kl. 20.30, flytja þau Auður Gunnarsdóttir sópran og Andrej Hovrin píanó ’Sieben frühe Lieder’ eftir Alban Berg, sönglög opus 36 og 37 eftir Jean Sibelius, ’Seks sanger’ opus 48 eftir Edvard Grieg og sönglög opus 4 og 14 eftir Sergei Rachmaninoff. Reykholtskirkja | Kanadíski kvartettinn Qartetto Constanze heldur tónleika í Reyk- holtskirkju 10. ágúst kl. 20.30. Á efnisskrá er m.a. nýfundið verk eftir íslenska tón- skáldið Þórð Sveinbjörnsson. Sjá nánar http://www.constanze.ca Aðgangur ókeyp- is. Myndlist 101 gallery | Serge Comte – sjö systur – se- ven sisters. Til 2. sept. Opið fim.–lau. kl. 14– 17. Anima gallerí | Múni – Árni Þór Árnason og Maríó Múskat (Halldór Örn Ragnarsson). Sýningin stendur til 12. ágúst. Opið fim., fös. og lau. kl. 13–17. Art-Iceland Mublan | Fyrsta samsýning gallerísins Art–Iceland.com Skólavörðustíg 1a. Listamennirnir sem sýna eru: Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álf- heiður Ólafsdóttir. Sýningin er í Versluninni Mublunni, Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Byggðasafn Garðskaga | Samsýning: Reyn- ir Þorgrímsson, Reynomaticmyndir sem eru litríkar nærmyndir af náttúrunni. Björn Björnsson tréskúlptúr. Opið kl. 13–17, alla daga. Nýtt kaffihús er á staðnum. Café Karólína | Karin Leening sýnir. Karin málar, teiknar, býr til teiknimyndir og kennir börnum myndlist. Sýningin stendur til 1. september. DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým- isverk til 26. ágúst. Opið virka daga og laug- ardaga kl. 14–18 í sumar. Eden, Hveragerði | Árni Björn með mál- verkasýningu. Sýningin er opin kl. 9–22 daglega til 14. ágúst. Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar, „hin blíðu hraun“, er frá Jóhannesi Kjarval og með henni er beint sjónum að hrauninu í Hafnarfirði. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju á verkum Ásgerðar Búadóttur veflistakonu stendur til 26. ágúst. Sýningin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Handverk og hönnun | Til sýnis bæði hefð- bundinn íslenskur listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið er alla daga frá 13–17 og er að- gangur ókeypis. Ketilhúsið Listagili | Hrefna Harðardóttir sýnir veggskúlptúra úr leir. Til 13. ágúst. Kirkjuhvoll Akranesi | Listsýning á verkum eftir 12 nýútskrifaða nema frá Listaháskóla Íslands. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Til 13. ágúst. Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafsteinn Austmann og Kristín Þor- kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einnig eru sýndar vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf op- inn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning Lo- uisa Matthíasdóttir. Til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Landslagið og þjóðsag- an, sýning á íslenskri landslagslist frá upp- hafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Ókeypis aðgangur. Opið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga. Til 19. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverka– verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Sýningin endurspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir íslenskir lista- menn, meðal annars listmálarinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð- astliðnu ári. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af helstu málurum þjóðarinnar eiga verk á sýningunni sem spannar tímabilið frá alda- mótunum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Tónleikar á þriðjudagskvöldum. Sjá nánar á www.lso.is Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri til 27. ágúst. Ljósmyndir frá Austur-Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga kl. 9–17. Laugardaga og sunnudaga kl. 12–17. Out of Office – Innsetning. Listakonurnar Ilmur Stefánsdóttir og Steinunn Knúts- dóttir í sýningarsal fram til 30. september. Opið alla dag kl. 12–15, nema mánudaga. Gjörningar alla laugardaga og sunnudaga kl. 15–17. Næsti bar | Sigurður Örlygsson sýnir ný málverk. Sýningin stendur til 19. ágúst. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Thorvaldsen Bar | Jónína Magnúsdóttir, Ninný, með myndlistarsýninguna Í góðu formi. Sýningin stendur til 11. ágúst. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning í til- efni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla stendur yfir á Reykjavíkurtorgi, Tryggva- götu 15, 1. hæð. Opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Ókeypis aðgangur. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Þjóðlegar veitingar í Gamla prestshúsinu. Opið dag- lega kl. 9–18, fimmtud. 9–22. 500 kr. inn. Frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og gönguleið- ir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega kl. 13–17 til 15. sept. 400 kr. inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns og lit- ið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld og fylgst með hvernig er hægt að gera morgundaginn lítið eitt bærilegri en gær- daginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykjavík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10–17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Myrkraverk og misindismenn. Reykjavík í íslenskum glæpa- sögum. Ritað í voðir – sýning Gerðar Guðmunds- dóttur. Gerður safnar bókstöfum úr íslensk- um handritum svo og laufblöðum haustsins, þrykkir á síður og býr til handrit og bækur.  Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.