Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 45 MENNING LEIKHÓPURINN sem kennir sig við Vesturport er núna staddur á leiklistarhátíðinni X Festiwal Szekspirowski í borginni Gdansk í Pól- landi. Þar mun hópurinn tví- vegis sýna rómaða leik- uppfærslu hans á Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare. X Festiwal Szekspirowski er, eins og síð- ara nafnið gef- ur til kynna, leiklistarhátíð tileinkuð leik- ritum Williams Shakespeare en á hátíðinni er einnig keppt um bestur uppfærsluna og keppir Vesturport við leikhópa frá Suður- Kóreu, Bretlandi, Póllandi, Þýska- landi og Rúmeníu. Fyrsta sýning fer fram í dag en sú síðari á morgun og samkvæmt Rakel Garðarsdóttur hjá Vesturporti er uppselt á báðar sýningarnar sem fara fram í aðalleikhúsi borgarinnar, Wybrzeze Gdansk. Vesturport keppir í Póllandi Ingvar E. Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir í hlut- verkum sínum í Rómeó og Júlíu í Young Vic-leikhúsinu. ÞEIR voru notalega viðfelldnir tón- leikar danska Óperukompanísins í Selfosskirkju síðasta föstudagskvöld júlímánaðar, og gjörsneyddir öllu yfirlæti og formlegheitum. Þannig var engin prentuð tónleikaskrá held- ur allt munnkynnt; oftast í tveggja manna tali á léttum nótum þar sem íslenzki sjöttipartur hópsins þýddi jafnóðum. Ósjálfrátt minnti and- rúmsloftið mann á lífsglöðu árin upp úr 1970 þegar Danir þóttust frjáls- lyndasta þjóð Vestur-Evrópu og lögðu sig umfram allt í líma við að slaka á. Ugglaust höfðu þó elztu fé- lagar hópsins verið hvað iðnastir við kolann á þeim árum, enda átti ald- ursforsetinn Aage Christensen 40 ár að baki í Konunglegu óperunni. Varð áleitin sú tilfinning að hér væri eink- um verið að skemmta sjálfum sér og öðrum við minnkandi álag á ofan- verðum ferli. Það mátti kannski einnig ráða af því að Operakomp- agniet var stofnað í hitteðfyrra, hélt tónleika í Færeyjum 2005 og stefnir á Grænlandsför að ári. Viðfangsefnin voru flest vel þekktar aríur og dúettar úr burðar- stoðum óperubókmennta, þ.á m. Brúðkaupi Fígarós, Töfraflautunni og La Bohème – að ógleymdum Perluköfurum Bizets hvar þeir Sig- urður Torfi og Christensen rifjuðu upp samsöng Stefáns Íslandi og Henrys Skjær (1940) er enn mun í minnum hafður landsyðra. Einnig lék Kirsten Halby, einleikari í DR útvarpshljómsveitinni um 30 ár, fal- lega við píanóundirleik menúett úr Mozartsónötu og stykki eftir Hal- vorsen. Þá söng Sigurður Vöggu- söng á Hörpu Jóns Þórarinssonar, og var það eina íslenzka innslagið, þótt gráupplagt hefði verið að þeir Christensen tækju í kjölfarið „ís- lenzka perlukafaradúettinn“ Nú vagga sér bárur eftir Bjarna Þor- steinsson. Minnti það annars á aug- ljósa kosti þess að hafa tiltækar sönghæfar þýðingar á gullaldarlög- um okkar á skandinavískum málum, enda mun vöruskiptajöfnuður á milli málsvæðanna íslenzkri tónlist mjög í óhag. Söngur þeirra fimmmenninga var yfirleitt frambærilegur. Miðað við að vera kominn af léttasta skeiði tókst Christensen víða allvel upp, þótt vissulega væri óvenjulegt að heyra Mozartaríur sungnar á dönsku. Elsebeth Lund stóð að raddgæðum upp úr jafningjum sínum með þétt- um lýrísk-dramatískum sópran og sýndi oft góð tilþrif. Karen Fester virtist hins vegar eiga við fókus- vanda að stríða, jafnvel þótt innlif- unin væri látlaus og eðlileg. Efnileg tenórrödd Sigurðar Torfa kom svo- lítið nefkveðin fyrir á sumum sviðum en hafði að mestu hæðina er til þurfti, þó að aukin tækniskólun og sviðsreynsla gæti vafalítið skipt sköpum. Píanóleikur Hennings Niel- sens var frekar stirður og benti til að orgelið væri aðalhljóðfæri hans. Fyrir utan perlukafaradúettinn var tilkomumesta atriðið hinn frægi söngkvartett Gildu, Maddalenu, her- togans og Rigolettos úr 4. þætti samnefndrar Verdi-óperu; meistara- leg tónlist sem skilar sér jafnvel við ólíklegustu tækifæri. Kumpánlegt kompaní Morgunblaðið/Jim Smart Danski sönghópurinn sem kom fram í Selfosskirkju á föstudag. TÓNLIST Selfosskirkja Söngverk eftir m.a. Mozart, Verdi, Pucc- ini og Bizet. Operakompagniet (Aage Christensen barýton, Elsebeth Lund sópran, Karen Fester mezzosópran, Sig- urður Torfi Guðmundsson tenór, Kirsten Halby fiðla og Henning T Nielsen píanó.) Föstudaginn 28. júlí kl. 20. Óperutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.